Færsluflokkur: Holla fitan

Humarmole - stjarna dagsins

Afgangar síðan í gær. Avocado breyttist í guacamole og humarinn var skorinn í smábita og bætt út í. Þessu hrærði ég svo saman - og nei, það þarf aldeilis ekki að hræra allt í graut. En gleði og hamingja hvað þetta kom vel út. Næst þegar ég útbý humarmole kemur það til með að enda á milli tveggja brauðsneiða með tómat, káli og einhverri góðri sinneps dressingu. Kannski ekki fallegasta gums sem til er - en gott var það.

Humarmole með vinnugrænmeti

Kvöldmaturinn var ekki síðri. Allt sem ég fann í ísskápnum, steikt á pönnu og roastbeefinu mínu bætt út á í lokin. Þetta klikkar aldrei. Laukur, rauðlaukur, sveppir, gulrót, púrra, hvítkál og paprika skorið smátt og steikt að eilífu með smá sojasósu, pipar, engifer, balsamic ediki og kannski 1/4 úr tsk af muscovado sykri.

Roastbeef stir fry

Enn heldur jólapakkatilraunastarfsemi áfram. Bakstur gleður mig mjög!

Hafrakökutilraun 2

Tvennskonar snilldarkökur og önnur pottþétt í pakkann. Vinnan og Paulsen búin að testa og gáfu grænt ljós. Þessar voru amk jákvæðari en þær sem ég bjó til í fyrradag, þó svo þær hafi verið yndisega fínar.

Pottþétt jólakaka numero 1Pottþétt jólakaka numero 1

 

 

 

 

 

 

 

Ætla að prófa tvennskonar hafraköku uppskriftir núna um helgina áður en biscotti gerð hefst! Hafrakökur eru einfaldlega bestar í mínum kladda!


Avocado er yndislegt

Ég elska avocado. Smjörkennt og frábærlega fínt, sérstaklega þegar það er ákkúrat rétt þroskað! Nota það stundum í staðinn fyrir smjer á brauð. Mmm! Stóð við það sem ég sagði í gær og fékk mér avocado og hakkgums.

Avocado og hakkgums

Steikti hakk á pönnu og kryddaði vel með öllu því sem ég fann... næstum því öllu, að auki við smá dijon og hot sauce. Hellti svo hakki á disk, setti salsasósu þar yfir og loks avocadomauk með smá rauðlauk. Lék sama leik að nýju með hakki, salsa, avocado, lauk og loks toppaði ég fjallið mitt með smá auka salsa.

Avocado og hakkgums

Æji, þetta var svo gott. Einfalt, fljótlegt og kryddað hakkið með smjörkenndu avocadoinu var fullkomið! Algerlega fullkomið. Hefði reyndar orðið fullkomið++ ef ég hefði átt tómata og smá hvítlauk - en það gerði ekkert til.

Avocado og hakkgums

Þetta var gott gums og gleðilegt fjall!


Matur á fartinum

Þegar mikið liggur við og þú ert uppteknari en allt sem er upptekið þá er ágætt að geta hrært í eitthvað á örskotsstundu sem hægt er að kippa með í bílinn/vinnuna/töskuna. Gott dæmi um gott nart, á ljóshraða, er skyr og skyrgums.

Skyr, stappaður banani, frosin bláber og möndlur

Skyr, stappaður banani, frosin bláber og möndlur. Hræra saman, beint ofan í plastbox og viti menn - þú þarft ekki að láta sjoppufæði heilla þig upp úr skónum og nartar í ljóshraðamatinn þegar hungrið segir til sín.

Síðustu vikur hef ég verið að taka hellinn í gegn og því ekki búinn að vera mikill tími til matarplans. IKEA var að sjálfsögðu einn af mínum viðkomustöðum um helgina og á vissum tímapunkti var maginn farinn að kvarta sáran. Hrærði því saman í ljóshraðagumsið, á myndinni hér að ofan, og borðaði með góðri lyst í bíl, ala Palli driver, á leiðinni í völundarhúsið. No problemo! Engar IKEA pulsur eða sænskar kjötbollur! Þó það sé að sjálfsögðu alltaf gott að bíta í sjóleiðis gums!


Nestaðu þig upp

Var að heiman í allan dag. Fórum og kíktum á litlu nýfæddu skvísuna a la Einar og Ósk. Til lukku aftur bæði tvö. Hún er yndislega fín alveg. Náðum okkur svo í skrifborð inn í litla herbergi og heimsóttum Gúmmulaðihöllina. Tók þarf af leiðandi með mér nesti til að friða átvaglið þegar maginn byrjar að veina. Það er ekki mikið sport að vera fastur í umferð með sársvangt átvaglið á bakinu!

Veislan var tvíþætt. Skyr og möndlur og svo eggjahvítu/avocado gums hrært saman með smá rauðlauk, tómati, saltað og piprað vel og loks toppað með salsasósu.

Eggjahvítu og avocado hræra með tómati, rauðlauk, salsasósu salti og pipar

Ég komst ekki lengra en að eggjahvitu og avocado hrærunni - er að narta í skyrið núna. Þó aumingjans máltíðin líti ekki par fallega út, þá var hún óvenju æðisleg, bragðgóð og seðjandi! Kom mér eiginlega á óvart, eins ómerkilegt og þetta mall nú var. Þetta var í raun bara eins og að borða guacamole... kannski svolítið perralegt, ég veit það ekki - en mér þótti hræran æði! Halo

Fljóltlegt eggjahvítu og avocado gums - merkilega bragðgott

Alltaf svo gaman að uppgötva gott skyndimall. Sérstaklega þegar ég veit að ég á pottþétt eftir að gúlla þessu saman í annað sinn, þriðja, fjórða...


Prótein hnetukaka

Þetta eru nú ekki merkileg vísindi en ég geri þetta nú samt stundum til að breyta til og gleðja áferðaperrann. Prótein, vatn, hnetur og krydd. Alltið og sumtið sem þarf til að búa þetta til. Taka hnetur og mylja smátt. Ég notaði möndlur hérna (nota líka pecan- og valhnetur), setti í lítinn plastpoka og muldi með kökukefli.

Muldar möndlur

Hnetur í skál, um það bil 1 msk próteinduft (ég notaði GRS-5) og kanill eftir smekk.

Hnetur/möndlur í skál ásamt próteini og kanil

Blanda létt saman.

Hnetur/möndlur í skál ásamt próteini og kanil

Ponsulítið af vatni, rétt þannig að próteinið leysist upp og nái að þekja hneturnar.

Hnetur/möndlur í skál ásamt próteini og kanil, hrært saman við smá vatn

Inn í örbylgju í 40 - 60 sek. Ég var með mitt inni í 40.

Hnetur/möndlur í skál ásamt próteini, kanil og smá vatni - örbylgjað

Setja á disk, þjappa saman og móta í köku... eða gíraffa... eða stjörnu...

Þykjustunni prótein hnetukaka

Setja inn í ísskáp/frysti og hohooo!

Þykjustunni prótein hnetukaka

Hnetukaka sem er mjöög gaman að bíta í!


Hnetusmjör og kjúlli

Hnetusmjör.

Hnetusmjör

Kjúlli.

Niðurrifin kjúllabringa

Nei Elín... þú gerðir það ekki!!!

 

ÓJÚVÍST!!

Hnetusmjör og kjúlli - úha

Muahahahaha!

Hnetusmjör og kjúlli

Þetta var æði! Cool


Stofan mín er bleik

Veðrið er snöggt um þolanlegra ákkúrat þessa stundina en það var um helgina. Sólin er að setjast, stofan mín er þar af leiðandi bleik-appelsínugul og birtan hérna inni er notaleg. Morgnarnir eru líka orðnir svo æðislegir þegar brakandi kalt/ferskt/vetrarlegt loftið tekur á móti manni - ahhh, hressandi! Kvöldmaturinn var líka nokkuð hressandi á þessum annars ágæta mánudegi!

Grillaður kjúlli með grilluðu grænmeit, sinnepi og valhnetum

Foremangrillaður kjúlli, paprika, laukur, rauðlaukur, tómatur, smá dijon/honey dijon hasar og að lokum... ohhh svo gott... valhneturnar mínar! Ofnristaðar með smá salti! Perfecto!

Grillaður kjúlli með grilluðu grænmeit, sinnepi og valhnetum

Alveg mangað hvað grænn litur gerir margar myndir glæsilega fínar. Sérstaklega matarmyndir. Svo einstaka sinnum birtast hræðilegir, krumpaðir rauðlaukar á myndum.. en það er allt í lagi. Þessi grillaði ljótlaukur var góðlaukur!

Grillaður kjúlli með grilluðu grænmeit, sinnepi og valhnetum

Svaðalega tilhlökkunarvæn fótaæfing á morgun. Pína þessi grey fram í rauðan dauðan! Hnébeygjur, fótapressur, framstig, hliðarstig, hnakka, handahlaup og fjórfallt heljastökk bara upp á grínið! Amen!

Hafið það notó í kvöld elsku bestu. Kertaljós, gúmfey föt og með því!


Kanilepli og hnetusmjör

Fullkomið viðbit! Ég segi það satt.

Skera niður epli og strá yfir sneiðarnar kanil.

Kanilepli, ískalt úr ísskápnum

Nota eplanseið til að skúbba upp hnetusmjöri. Eða barasta smyrja hnetusmjöri á eplanseið.

Kanilepli með hnetusmjöri

Borða og brosa út að eyrum!

Brosboxið mitt


Nuts for nuts!

Mér þykir það óskiljanlegt að þeir, sem ekki eru með hnetuofnæmi, þykja hnetur góðar en eru kannski að grenna sig, forðist það að borða þessar gersemar sökum hræðslu við að fitna! Jú, að sjálfsögðu, ef þú tækir þig til og ætir kíló af hnetum upp á dag þá kæmi það líklegast niður á mjónubuxunum. Sérstaklega ef þú borðar hambó í hádegiunu og pizzusneið í millimál. Allt er gott í hófi elsku fólkið mitt, allt er gott í hófi!

Ristaðar möndlur með kanil og smá salti

Það getur verið að ég sé eitthvað ranglega samsett, ágætis líkur á því, en þegar ég kemst í hnetur er það eins og að komast ofan í stóra skál af súkkulaði. Hneturnar eru eins og nammi! Ef ég vil nammi, þá fæ ég mér hnetur og viti menn, sykurþörfin troðin undir stein! Ég tala nú ekki um þegar hneturnar eru ristaðar á pönnu/ofni/örbyglju með smá kanil og salti! Ójes!

Möndluhúðuð kjúklingabringa

Ástæðan fyrir því að fólk forðast þær er líklegast hátt kaloríu- og fituinnihald. En örvæntið eigi... hnetur og möndlur eru stútfullar, og frábær uppspretta, af hollum fitum, próteini og trefjum. Kannanir hafa m.a. leitt í ljós að möndlur lækka slæmt kólesteról (LDL) en hækka það góða (HDL). Hnetur innihalda einnig potassium (valhnetur), magnesium (möndlur, valhnetur, pecanhnetur), járn (heslihnetur), zinc, E-B-A vítamín, kalsíum (möndlur, heslihnetur), selenium ofl. Með því að borða margar hnetutegundir færðu í skrokkinn fjölbreytilegt úrval steinefna og vítamína á náttúrulegan hátt. Ég fæ mér daglega kúfaða lúku, eina, tvær... jafnvel þrjár af hnetum og/eða möndlum. Þær fylla magann vel, gefa orku, halda átvaglinu ánægðu, áferðaperranum hamingjusömum og nammigrísnum sáttum.

Valhnetu-, banana- og kanilgums

Það þarf ekki alltaf að spisa hneturnar allsberar og eintómar, þið gætuð bætt þeim út í uppáhalds pottréttinn ykkar, út á morgunkornið, út í skyr, ofan á brauðsneið, í pestó, á ís, á graut, í brauð - hvað sem er. En þar sem hnetur eru mjög ríkar af, uppáhalds vini okkar, kaloríunum, þá er sniðugt að skipta þeim út fyrir t.d. feitan mat í máltíðum, til að forðast þyngdaraukningu, nú eða hreinlega borða sem part af vel skipulögðu og hollu matarræði. Sem dæmi, setja þær yfir salat í staðinn fyrir beikon- og/eða brauðbita nú eða nota í millimál.

Heilhveiti pistasíu muffins

Til að gefa ykkur dæmi um skammtastærðir (hægt að finna allstaðar á netinu ef þið eruð óviss) þá væri flott snarl, per hnetutegund, um það bil 22 möndlur, 20 pecanhnetu helmingar, 18 kasjú, 14 valhnetu helmingar, 20 heslihnetur, 12 macadamia hnetur, 47 pistasíur, hnetusmjörið eru 1 - 2 msk, svo eitthvað sé nefnt. Það er helv.. hellingur af hnetum mín kæru. Er það ekki dásamlegt? InLove

Söngbrauð - svakalega gott speltbrauð

Ekki vera hrædd við hneturnar, í guðanna bænum. Þær eru frábærlega fínar, hollar, seðjandi, skemmtilegar að bíta í og bara krúttaralegar.


Allt annað en stórmerkilegt

Búin að vera hálf krumsuleg í allan dag. Var alls ekki í skapi fyrir eldamennsku þegar ég kom heim úr vinnu og þakkaði öllum englunum fyrir mín sérlega vel unnu skipulagsstörf í gær! Kalkúnabringa beið mín í ofvæni inn í ísskáp ásamt hinu sígilda ofurblandi Elínar, tómötum, grænum, jalapeno, pipar og smá hot sauce. Húha!

Kalkúnabringa, grænar, tómatar og jalapeno

Eftirrétturinn var að sjálfsögðu handfylli af möndlum. Ég hitaði þessar í örbylgju og stráði pínku salti og kanil yfir. Hvað annað? Þetta er bara nammi!

Ristaðar möndlur með kanil og smá salti

Hinsvegar verða stórmerkilegheitin haldin hátíðleg á morgun. Ég hef ég ákveðið að útbúa mér... jesús, ég hlakka svo til... roast beef samloku í hádegismat fyrir morgundaginn! Hihiii! Það eru 100 ár og 2 mínútur síðan ég fékk mér síðast roast beef. Onei, ekki þessi typical remúlaði laukklessa heldur grænmetisfyllt loka með smá sinnepi. Þær eru svo svaðalega góðar. Átti mjög erfitt með að skipta ekki út kvöldmat dagsins fyrir hádegismat morgundagsins. En ég stóðst prófið!

Þriðjudags roast beef - here I come!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband