Avocado, eggjahvítur og Snickers?

Þvílíkur dásemdar hádegismatur! Svínahnakki í hádeginu - ekki alveg í stuði með grísnum í dag og réðst því að sjálfsögðu á vinnuhvíturnar. En ekki hvað? Með herlegheitunum fylgdi einn af mínum uppáhalds fitugjöfum! Avocado! Óhguðogallirenglarnir! Það var fullkomlega rétt þroskað. Saltaði smá, pipraði og grét næstum af átgleði!

Æðislegur hádegismatur

Sjáið þið bara hvað diskurinn er líka glæsilega fínn! Þessi litagleði kætir mig aðeins meira en góðu hófi gegnir held ég. Ég lummaði með á diskinn, ólívum og einum litlum sólþurrkuðum tómat. Syndsamlega gott. Ég sé í hyllingum "Sólþurrkaða tómata- og ólívupasta" á næstu dögum.

Ótrúlega fínir litir

Það má ekki leika með matinn. Ég veit það vel - en það er eitthvað kætandi við það að krota andlit á gumsið. Við skulum ekki fara aftur út í það hversu hræðilegar "Harðar Duftkenndar Gulur" eru! Þið sjáið það mæta vel sjálf á þessari mynd - kvikindið hefur ekkert gott í huga.

AvogadoOgEggjahvítur

Viðbit dagsins... lítur skelfilega illa út!! SKELFILEGA! Ég ætla ekki einusinni að segja ykkur hvað mér dettur í hug... finn það á mér að Heba Maren komi með góða útskýringu! Wink

Hræðilega illa útlítandi viðbit

En gott var það! Hnetusmjör og Súkkulaði-Moccha Scitec! Eins og Snickers gott fólk! Alveg eins og Snickers!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bwhahahaha.... já elskan.. þetta er eins og saur !!! EN þú hefur rétt fyrir þér.. þessi saurblanda er suddalega góð... og alveg án samviskubitsins sem fylgir snickersátinu

það er alveg merkilegt hvað avacadó er gott með salti og pipari.. hrátt sem steikt

ohh svo gaman að vera sammála

Heba Maren (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 21:12

2 identicon

Hæ Elín! Gaman að lesa bloggið þitt, ég er líka svona matgæðingur (matargat), mjög innblástursgefandi! ;)

En hvað er þetta Súkkulaði scitec... aldrei heyrt um svona... geri ráð fyrir því að þetta sé staðgengill fyrir Snickers og ekki jafn óhollt??

xxx

Ragnheiður Gröndal (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 21:18

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Einz & ég ætlaði nú að hróza fyrztu þremur myndunum & innihaldi þeirra !

En nei, þú fannzt virkandi aðferðafræði til að neita mér um það.

Doleiðiz gera bara ~znillíngar~...

Steingrímur Helgason, 9.2.2010 kl. 22:31

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heba Maren: Ó svo mikið rétt í öllum liðum! ;)

Ragnheiður: Hæ mín kæra! Matgæðingar eru góðir gæðingar - Scitec er hreint prótein :) Þetta er með súkkulaði/mokka bragði og verður alveg eins og Royal súkkulaðibúðingur. Út í þá dýrð blanda ég svo hnetusmjeri = ójá, svo gott sem Snickers.

Steingrímur: Bwaahahahahaha..

Elín Helga Egilsdóttir, 10.2.2010 kl. 01:46

5 identicon

Hæ hæ, hvar færðu þetta dásemdar prótein, Vaxtaræktin er ekki lengur til að ég held og vinur minn Google finnur enga íslenska síðu sem selur þetta. Mér varð á að kaupa ógeðisprótein síðast, langar varla að vakna á morgnana því auðvitað verður það klárað  

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 09:35

6 identicon

Úps Ella - þú verður að svara henni Völu :( Er í mínus ef ég fæ aldrei að panta súkk-mokka og fá mér snickers búðing :S

R (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 11:17

7 identicon

Mér líst svaka vel á thessa snickers samlíkingu... nádi eiginlega ad selja mér thetta próteindaemi

Mér leikur samt forvitni á ad vita hvad svona dúnkur er ad fara á heima á the Klake ? Hef ekki kynnt mér neinar svona faedubótarbúdir hér í Hollandinu en á einhverri netverslun í UK thá kostar stór dunkur (rúm 2 kg) 40 pund og svo kostar 25 pund ad koma kvikindinu yfir hafid til Hollandsins....

 Studkvedja úr snjónum í Haag !

Ella (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 12:02

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þið getið hringt í Sigga í Vaxtarræktinni á Akureyri, s. 462 5266 og beðið um þetta held ég. Getið amk tékkað á honum og athugað hvort hann geti ekki sent á ykkur dúnk!

2 kg. dúnkur fer á um það bil 10 þús kall og það tekur mig 2 mánuði tæpa/rúma að klára hann! Assgoti gott!

Elín Helga Egilsdóttir, 10.2.2010 kl. 12:11

9 identicon

Er þetta 100% whey prótein sem kemur í súkk-mokka? Er að reyna að finna þetta á heimasíðunni :S

R (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 08:57

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já - 100% whey! Getur líka séð innihaldslýsingu hér.

Elín Helga Egilsdóttir, 11.2.2010 kl. 09:05

11 identicon

Takk mín kæra :) Root beer it is! :D en það er sem sagt hægt að fá súkk-mokka þarna þótt það sé ekki á listanum (eða er ég bara blind...)

R (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 10:07

12 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Almennilegt!! Jú, það er líka hægt. Bara hringja í kauða og biðja um það

Elín Helga Egilsdóttir, 11.2.2010 kl. 10:31

13 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vaxtarræktin er flutt og heitir núna Átak, en sama símanúmer. Siggi á von á nýrri sendingu og ætti að eiga allt til eftir helgi. 100% Whey í súkkulaði er líka sóðalega gott.

Ragnhildur Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband