Færsluflokkur: Kjúklingur/Kalkúnn
23.7.2009 | 20:19
Grillum á okkur gat
Mamma og pabbi ákváðu, í snatri, að keyra hringinn í kringum eyjuna okkar og skildu ungviðið, með nýfengið bílpróf, eitt eftir í uppeldisstöðvunum! Systir mín kær var því í mat hjá okkur í kvöld og í tilefni þess voru kjúklingalundir á matseðlinum. Tókum þetta skrefinu lengra og bjuggum okkur til grillpinna og náðum næstum því að grilla alla máltíðina! Byggsalatið slapp við grillið - ég var samt alveg á því að pakka því inn í álpappír og skella í grillun!
Kjúklinga grillspjót
Allt grænmeti sem þú hefur lyst á. Rauðlaukur... ohh, grillaður rauðlaukur. NOM!! Paprika, sveppir og tómatar urðu fyrir valinu. Tómatarnir brunnu af aumingjans prikunum og hurfu ofan í grillið mér til mikillar óhamingju, nota því svoleiðis ekki aftur. Kjúklingurinn penslaður með blöndu af BBQ sósu, honey dijon sinnepi, hot sauce og salsasósu.
Byggsalat með sólþurrkuðum- og ferskum tómötum, ólívum, fetaosti möndlum
Ætlaði að sejta út á byggið pestó en haldið þið að gúmmulaðihellirinn hafi ekki verið pestólaus! Ótrúlegt! Saxaði því niður nokkra sólþurrkaða tómata, ólívur, ferska tómata og steinselju. Notaði smá af olíunni af sólþurrkuðu- og ólívunum. Setti líka út í salatið fetaost og niðursneiddar möndlur! Svakalega gott. Byggið er að sjálfsögðu eitt af mínum uppáhalds kornum. Æðislegt að borða það! Áferðin er fullkomin! Næst þegar ég geri svona meðlæti hef ég niðurskorinn rauðlauk með - matargestur kvöldsins er ekki rauðlauksæta!
Grillaðar sætar kartöflur með paprikukryddi og oregano
Ekki mikill galdur hér á ferð. Skera niður kartöflurnar, ég notaði eina stóra. Setja smá olíu og salt, paprikukrydd eftir smekk ásamt oregano. Pakka inn í álpappír, setja á grillið og grilla þangað til mjúkar. Fylgjast vel með bögglinum svo kartöflubitarnir, sem liggja á botninum, brenni nú ekki.
Grillaður laukur - sælgæti
Í lokin, komman yfir JÍHA-ið. Grillaðir laukar af öllum stærðum og gerðum. Rauðlaukur, venjulegur laukur og hvítlaukur. Pakkað inn í álpappír og grillað í mauk. Þeir verða svo sætir og djúsí.. mmmhmm!
Æðisleg máltíð í alla staði. Grill-eitthvað er alltaf gott, alltaf sumarlegt, alltaf gleðilegt.
Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2009 | 19:15
Balsamic kjúlli með timian, rauðlauk og möndlum
Æji já, þessi kjúlli var svaka fínn. Reyndar er kjúlli alltaf fínn en gúmmulaðið og sósan sem fylgdu honum slógu í gegn! Geri þetta án efa aftur, jafnvel með fisk. Það tekur um það bil 40 mínútur, frá byrjun til enda, að elda réttinn. Ég notaði heilan kjúkling, niðurskorinn. Væri líka hægt að nota t.d. 4 kjúklingabringur, skinn og beinlausar.
4 bein- og skinnlausar kjúllabringur
1/4 bolli heilhveiti
3/4 tsk salt og pipar
2 msk olía
1 stóran rauðlauk, skorinn langsum og svo í mjóar lengjur.
Möndlur eftir smekk.
2 msk balsamic edik
1 bolli kjúklingasoð/kraftur (ég notaði tening)
1/2 tsk þurrkað timian eða 2 tsk ferskt.
Byrja á því að hella 1/4 bolla heilhveiti, 1/2 tsk salti og 1/2 tsk pipar á disk. Velta bitunum, eða bringunum, upp úr hveitiblöndunni og steikja í 2 msk olíu á heitri pönnu. Tæplega 10 mín á hvorri hlið, eða þangað til bringurnar eru steiktar í gegn. Taka þá bitana til hliðar og breiða álpappír yfir til að halda á hita.
Nú skal hella rauðlauknum og möndlunum á heita pönnuna og steikja í 1 - 2 mínútur. Subbumynd en gott bland! Næst þegar ég geri þetta ætla ég að bæta við sveppum.
Þá þarf að bæta út á pönnuna kjúklingakraftinum, timian, ediki ásamt restinni af saltinu og piparnum eða 1/4 úr teskeið. Leyfa að malla þangað til laukurinn er orðinn mjúkur og soðið orðið aðeins þykkara. Svolítið eftir smekk.
Ég tók bringurnar frá og bætti þeim út á pönnuna rétt áður en soðið varð reddí. Leyfði þeim aðeins að sjússa þar. Restina af kjúklingnum, læri og vængi, setti ég í eldfast mót og inn í ofn. Um það bil 10 mín áður en ég tók kjötið út úr ofninum hellti ég restinni af balsamic-lauk sósunni yfir. Flott með fersku grænmeti, grjónum og/eða brauði.
Mmmm.. verður gott að bíta í þetta í vinnunni á morgun! Óje!
Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2009 | 16:43
Kanil og döðlu kjúklingur með ólívum og möndlu Dukkah
Jesús minn þetta veður! Hlakka mikið til í kvöld þegar ég fer út að skokka. Tók 5km miðnæturskokk í gær og þvílík hamingja sem það var! Mæli með því!
Þið sem lesið þetta hjá mér vitið vel að kanill er uppáhalds kryddið mitt! Mikið er hann ógeðslega góður. Ekki vera hrædd, hann passar fullkomlega með kjúkling! Palli bjó til meiriháttar kjúklingarétt um daginn og ég bara varð að deila þessari uppskrift með ykkur!
Kanil og döðlu kjúklingur með ólívum og möndlu Dukkah - fyrir 2
7 - 10 ferskar döðlur, steinlausar
Kanill eftir smekk
Salt og pipar
Dukkah með möndlum, er í brúnni dós.
Hálfur rauðlaukur
Ólívur
Saxa döðlurnar smátt eða mauka. Skera laukinn og ólívurnar smátt og svissa á heitri pönnu. Bæta kanil við. Skera kjúllann í litla bita og setja hann út í lauk-kanil mixið. Salta og pipra eftir smekk. Þegar kjúllinn er steiktur í gegn er döðlumaukinu og dukkah kryddinu hellt yfir kjúllann og leyft að malla áfram á lágum hita í 2 - 3 mínútur.
Bara gott mín kæru. Bara gott!
Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2009 | 19:58
Bragðgóður hallæris kvöldmatur
Verður ekki einfaldara. Næstum því ekki hægt að kalla þetta eldamennsku. Réttara að kalla þetta samsetningu! Tilbúinn kjúlli, frosið grænmeti, ferskt niðurskorið grænmeti, krydd og tadaa! 'Tandoori' kjúklingur með grænmeti og dukkah kryddi.
1. Kaupa tilbúinn kjúkling eða nota afgangs kjúkling. Ef þú ert grand á því, steikja, baka, hita, grilla kjúlla sem þú þegar átt.
2. Kaupa frosið grænmeti, nema að sjálfsögðu þú eigir það í ísskápnum. Asian stir mix eða wok blöndu.
3. Bæta við fersku grænmeti að vild. Ég bæti yfirleitt við mix eins og þetta, gulrótum, sætum kartöflum, lauk, sveppum, brokkolí ofr. Stundum set ég ananas og baunir saman við.
4. Henda grænmeti inn í ofn, eða steikja á pönnu, þangað til gulræturnar eru al dente.
5. Setja grænmeti og kjúkling í skál og krydda með því sem vill. Ég notaði engifer, chilli, papriku, hvítlauk og dukkah krydd með möndlum. Það er æðislegt! Líka gaman að bæta við svona sambland hnetum - kasjú! Oghh..
6. Í lokin hræri ég saman við gumsið blöndu af létt AB-mjólk og Tandoori curry paste. Alltaf gaman að eiga svona krukku í ísskápnum. Sérstaklega þegar hippa-máltíð eins og þessi er á boðstólnum!
Flott ét, þó myndin gefi kannski annað til kynna. Bragðið er frábært, rétturinn fullur af grænmeti, prótein úr kjúllanum og maturinn til á innan við 30 mínútum! Það held ég nú!!
Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 13:46
Portobello pizza
Já... ekkert nema risastór fylltur sveppur! Þessi pottlok eru jafn stór og andlitið á mér!
Hreinsa með smá vatni og þerra. Taka stilk í burtu ásamt svarta krumsinu (sem ég man ekki hvað heitir ákkúrat núna) og stilla ofn á 180 - 200 gráður, grill.
Pensla sveppinn með smá olíu, setja sveppinn á bökunarpappír, toppinn upp, og inn í ofn, 5 mínútur. Snúa þá dýrinu við og grilla í 2 mínútur. Taka sveppinn út úr ofninum.
Setja pizzasósu, pastasósu, salsasósu... ef vill, ofan í sveppinn...
...og raða því áleggi ofan á sem vill. Svissaður rauð-, skallot og hvítlaukur, kalamata ólívur, sólþurrkaður tómatur og paprika.
Ég bætti líka við 1/2 kjúklingabringu sem ég steikti upp úr smá olíu, saltaði og pipraði.
Toppaði með osti, tómötum og oregano.
Aftur inn í ofn með sveppinn, grilla þangað til osturinn byrjar að bubbla og sveppurinn mjúkur. Mætti líka grilla hann á útigrilli.
Óbeibí - nahaaam! Grillaður portobello pizza sveppur! Woohoo!
Ég er alveg að fíla það að fylla grænmeti af gumsi! Þetta var gott... svakalega gott.
Geri þessar elskur pottþétt aftur! Pizza og 0% samviskubit! Óje!
Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2009 | 18:54
Hvað er í kvöldmatinn?
Hinn helmingurinn tók við kvöldmatsbraski í dag. Við mættum heim úr vinnu, mér var hent út úr eldhúsinu og mátti ekki, undir neinum kringumstæðum, stíga fæti þar inn fyrr en ég heyrði gargað "VERSOGOOOO"! Ég held það sé kominn tími til að gefa aumingja manninum nafn. Hinn helmingurinn heitir sumsé Páll.. Palli. Mister Paulsen eða Wicked Paulsen, á Spaghettisen-ísku, af óútskýranlegum ástæðum!
Mjög stressandi að vita ekki hvað er í matinn. Sérstaklega fyrir forvitnisátvagl eins og mig. Voðalega fín frú... sat og góndi á Rachael Ray á meðan ég beið eftir matnum! Ég var samt mjög dugleg og gargaði bara einusinni "PALLI...."! Og viti menn, í matinn var hvorki meira né minna en...
...KANIL Kjúklingur! Woohooo... með döðlum, afgangs hráskinku og Dukka kryddi. Með þessu var vatsmelónu, appelsínu og möndlusalat ásamt tómötum.
NAMMÓ!! Læt strákinn henda uppskriftinni hérna inn bráðum. Þennan fugl ætla ég að elda aftur! Salt á móti sætu, karamelliseraðar döðlur inn á milli þess sem maður bítur í sesamfræ. Dukka kryddið gefur skemmtilegt spark í hvern bita og kanilbragðið viðloðandi allan tímann. Bara gott!
Hip hip húrra fyrir Wicked Paulsen!
Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.6.2009 | 10:03
Marbella kjúklingaréttur - svíkur engan
Ég lofaði ykkur uppskriftinni síðan í 17. júní matarboðinu og hér kemur hún. Ekki láta þessa snilld fram hjá ykkur fara!
Marbella kjúklingaréttur
1/2 hvítlaukshaus. Um það bil 5 rif.
1/4 bolli origanó
1/2 bolli balsam- eða rauðvínsedik.
1/2 bolli ólífuolía
1 bolli hvítvín
Salt og nýmalaður svartur pipar
1 bolli steinlausar sveskjur. Við notuðum döðlur.
1/2 bolli steinlausar, grænar ólífur.
1/2 bolli kapers ásamt svolitlum vökva
6 lárviðarlauf
1 bolli púðursykur
1/4 bolli fínskorin steinselja
Kjúklingurinn skorinn í bita, raðað í ofnskúffu og saltaður. Mörðum hvítlauk, origanó, ediki, ólífuolíu og hvítvíni er blandað saman í skál og hellt yfir kjúklingabitana. Þarnæst er rétturinn saltaður og pipraður, döðlum, ólífum og kapers dreift yfir og á milli og lárviðarlaufunum stungið á milli bitanna. Kjúklingurinn er svo bakaður við 200 gráðu hita. Fyrstu 20 mínúturnar er gott að ausa vökva yfir kjúklingabitana öðru hvoru. Eftir þann tíma er rétturinn tekinn út úr ofninum, púðursykri er stráð yfir bitana og bakað í 30 - 40 mínútur til viðbótar. Loks er kjúklingabitunum, döðlunum, ólífunum og kapers raðað á fat. Steinselju er dreift yfir og vökvanum hellt í sósuskál. Gott að bera fram með grjónum og brauði.
Við bárum þetta reyndar bara fram í fatinu sem kjúklingurinn var eldaður í og notuðum brauð til að dýfa í soðið eftir að kjúllinn kláraðist. Algerlega geggjað! Það eru því miður ekki til betri myndir af þessum meiriháttar góða rétti, græðgin og hungrið yfirstigu allan vilja til að taka krúttaralegar og fínar myndir
Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2009 | 16:01
Kósý sunnudagur og grillaðar fylltar paprikur
Einn af þessum dögum sem maður vill bara kúra heima hjá sér, horfa á góða mynd og njóta þess að vera í fríi. Nákvæmlega það sama og þessi loðkúla er að gera!
Dagurinn byrjaði þó á brennslu og kviðæfingum í stíl. Mjög jákvætt start, kemur blóðinu á hreyfingu. Eftir púlið var ég í miklu stuði fyrir eitthvað kalt og frískandi. 100 gr. hreint skyr, 1 skeið hreint prótein, 1/2 niðurskorið íískalt epli, 5 frosin jarðaber, 1 msk hörfræ og quinoa flögur urðu því fyrir valinu. Stökk epli, sæt jarðaber, crunch í flögunum og hörfræin gefa skemmtilegt bit. Slær alltaf í gegn!
Bjó mér annars til mikla snilld í hádeginu. Búin að rekast á þetta nokkuð oft, bæði í bókum og á netinu en aldrei búið mér til svona sjálf eða smakkað. Grillaðar fylltar paprikur! Þvílíkt sælgæti! Byrjaði á því að steikja kjúkling sem ég átti inn í frysti ásamt soja fillet-inu sem ég keypti um daginn. Kryddaði með oregano, timian, smá papriku og hvítlauk. Setti svo til hliðar í sér skál.
Upp úr safanum, sem kjúllinn skildi eftir sig á pönnunni, steikti ég sellerí, hvít-, rauð-, scallot lauk og lauk (lauk og lauk) ásamt kúrbít, gulrótum, tómötum og sveppum. Stútfull panna af goodness!
Eftir að grænmetið hafði hjaðnað um svo gott sem helming, mjúkt undir tönn, tók ég rúman helming og setti til hliðar. Ástæðan er einföld - þetta var of mikið af grænmeti! Restina setti ég í stóra skál ásamt kjúllanum og sojakjötinu og afgangs kjúklingabaunum og quinoa.
Gumsið hrærði ég svo vel saman, bætti út í það, salt og sykurlausri, tómat-pastasósu ásamt einni eggjahvítu. Fyllti svo fjóra papriku helminga með gúmmulaðinu, toppaði með smá fetaosti og steinselju. Glææææsilegt ekki satt?
Skellti þessum elskum á grillið þangað til paprikurnar voru orðnar mjúkar. Kannski 30 mínútur...
...eða þangað til þær litu um það bil svona út!
NAAHHMMM!! Ohh hvað þetta var gott. Stútfullt af grænmeti og kjúkling. Þetta er með eindæmum jákvætt fyrir skrokkinn! Ég segi ykkur það satt. Létt og gott en samt mettandi. Skemmtilegt á bragðið, áferðin fullkomlega fín! Gaman að borða og svo meiriháttar flott á litinn. Paprikan ofboðslega safarík og sæt. Gumsið sem stóð upp úr paprikunni aðeins stökkt og gaf gott bragð. Ég geri þetta pottþétt aftur. Þessi réttur er hér með matar-boðslegur!
Ég naut hvers bita í botn. Vel hægt að nota þetta sem meðlæti, aðalrétt nú eða forrétt. Hægt að fylla paprikurnar með hverju sem er, þarf ekki að vera kjötkyns. Jafnvel setja meira af quinoa eða hrísgrjón/couscous.
Takk fyrir mig mín kæru. Græðgispúkinn er sáttur!
Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2009 | 18:51
Stóra, feita, gríska fjölskyldan mín!
My Big Fat Greek Wedding. Án efa ein af mínum uppáhalds myndum. Ef þið eruð ekki búin að sjá þessa mynd þá mæli ég eindregið með henni. Virkilega þægileg, notalegt að horfa á hana og mér líður hreinlega vel í hjartanu og sálinni þegar hún líður áfram. Low budget mynd um stóra, háværa, matglaða gríska fjölskyldu með allskonar furðulega siði. Allir heita eftir öllum og yfirleitt sama nafni. Minnir mig óstjórnlega á fjölskylduna mína þegar hún kemur öll saman. Hvað þá yfir góðum mat. Hinn helmingurinn benti mér einmitt á það í fyrsta skipti sem hann sá þessa mynd. "Elín... þetta er eins og heimildarmynd um Spaghettifjölskylduna þína". Kannski ástæðan fyrir því að hún fellur svona vel í kramið. Yfirleitt er þó vitnað í mína famelíu sem "Ítalska Spaghettifjölskyldan" eða "Spaghettisen Mafioso". Við erum samt sérstaklega löghlýðið og yndislegt fólk.. ég lofa því! Kyssum mikið, knúsum helling og tölum mjög... mjög hátt. Inn á þessa mynd vantar þó fjóra ketti, tvo hunda og Pétur og Pál. Ég grínast ekki!
Í tilefni þess að myndin var sýnd á Skjá einum í gær þá ákvað ég að búa til grísk innblásinn kvöldmat. Grískur Souvlaki kjúklingur með Tzatziki sósu ásamt quinoa salati undir grískum áhrifum!
Grískur Souvlaki kjúklingur
1 og 1/2 tsk ferskt oregano eða 1/2 tsk þurrkað.
1 tsk. ólífu olía
1/2 tsk salt
4 pressaðir hvítlauksgeirar
500 gr. kjúklingabringur. Bein- og skinnlausar.
Setja allt saman í t.d. zip-lock poka og hrista til að sameina. Geyma í ísskáp í 30 mín. Grilla kjúllan svo þangað til fallega brúnn og í guðs bænum ekki bleikur að innan.
Tzatziki sósa
1/2 skræld gúrka. Taka fræin innan úr henni, skera smátt og þerra kjötið.
1/2 bolli létt AB-mjólk. Má að sjálfsögðu nota venjulega jógúrt, nú eða gríska sem væri best.
1 msk sítrónusafi.
1/4 tsk salt
1 pressaður hvítlauksgeiri
1/2 msk. tæplega dill
Hræra allt saman. Flóknara var það nú ekki. Ég sigtaði sýruna þó frá AB mjólkinni fyrst. Það er líka hægt að gera við t.d. gríska jógúrt, en þarf ekki endilega.
Grískt quinoa salat
2/3 bolli tæplega soðnar kjúklingabaunir
1 bolli eldað quinoa (1/3 bolli þurrkað rúmlega)
1/2 smátt skorinn rauðlaukur
1/2 smátt skorin, stór gúrka
Nokkrir kirsuberjatómatar. Skornir í fjóra parta.
1/4 bolli kalamata ólífur. Um það bil 15 ólífur?
1/3 bolli smátt skorin steinselja
Mulinn fetaostur eftir smekk
Dressing:
4 msk sítrónusafi, 2 msk ólífuolía, 1 msk dijon sinnep, 2 pressaðir hvítlauksgeirar ásamt salti og pipar eftir smekk.
Hræra saman öll hráefni í salatið og hella dressingu yfir. Ég notaði kannski 1/3 af dressingunni. Mylja svo fetaost yfir í lokin. Ef það verður afngangur, ekki víst, þá geymist salatið vel í ísskáp yfir nótt, jafn gott ef ekki betra daginn eftir. Gæti orðið svolítið mússí út af gúrku og tómötum. En bragðið, og áferðin, er svakalegt! Namm!
Ofboðslega fínt alveg hreint. Kjúllinn var hinsvegar frekar bragðlaus, hefði líklegast mátt liggja lengur í leginum. Miklar líkur á því að ég hafi gert eitthvað af mér, hver veit. Salatið og sósan slógu hinsvegar í gegn. Ótrúlega gott. Þó svo kjúklingurinn hafi verið bragðlítill þá var hann frábær með sósunni og salatinu. Þessi sósa væri einnig flott fyrir fisk. Mmmmm! Salatið væri líka hægt að setja inn í torillu sem fyllingu með kjúlla eða fisk. Æðislegt.
Fyrsta skipti sem ég elda eitthvað úr quinoa. Quinoa fræið er stútfullt af próteinum og vítamínum. Þetta var ein af undirstöðu fæðutegundum Incanna og er í öðru sæti á eftir kartöfu hvað nærigargildi varðar! Hlakka mikið til að leika mér með þetta hráefni!
Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.6.2009 | 06:07
Sumarlegt kjúklingasalat í fréttablaðinu
Haldið þið að þessi uppskrift hafi ekki barasta verið birt í fréttablaðinu í dag! Blaðsíðu 19. Já, það held ég nú!
Kjúklingasalat er annars alltaf gott. Það er svo einfalt að búa það til, fljótlegt og þú sem meistarakokkur ræður algerlega hollustustigi réttarins. Sem er að sjálfsögðu frábærlega fínt! Það er tilvalið að nota afgangs kjúkling og skella í ferskt salat á yndislegu sumarkvöldi og jafnvel vera djarfur og súpa á smá hvítvíni með! Líka voðalega gott að grilla kjúklinginn fyrst, rífa niður og kæla, kemur svo assgoti gott bragð af honum.
Ég var ekki alveg klár á því hvernig ég myndi mixa salatið eða hvað ég ætlaði að nota í það. Ég vissi bara að mig langaði í ávexti, létta dressingu og kjúkling. Þetta er því gúmmulaðið sem ég átti á lager.
Afgangs kjúlli, Cantaloupe melóna, mango, jarðaber, bláber, tómatar og sellerí. Úr þessum hráefnum varð þetta salat til. Það er nú svolítið grinó ekki satt?
Sumarlegt og ferskt kjúklingasalat - fyrir 2 sem aðalréttur
Salat:
2 skinnlausar bringur af kjúkling. Um það bil 230 gr.
1 bolli skorið mango, vel þroskað, en samt ekki ofþroskað.
1 bolli skorin hunangsmelóna, Cantaloupe.
1 stilkur smátt skorið sellerí
Nokkrir kirsuberjatómatar skornir til helminga
Muldar kasjúhnetur, mætti rista þær - kæmi svakalega vel út
Dressing:
1/3 bolli jógúrt/létt jógúrt/létt AB-mjólk
Safi úr einu lime, minna eða meira eftir smekk
1,5 tsk hunang. Ég nota acacia hunang.
1 tsk þurrkuð cilantro lauf
Dijon sinnep eftir smekk
Þessi dressing var meiriháttar fín! Mjög fersk og lyfti réttinum skemmtlega upp. Mikið svakalega er ég ánægð með hana!
Salatið var æði!! Hitti beint í mark hjá mér og skemmtileg tilbreyting frá majones, eggjagumsinu sem maður borðar yfirleitt. Þetta er líka svo yndislega einfalt. Ávextirnir komu ofboðslega vel út saman á móti kjúllanum. Sæt melóna á móti súru/sætu mangoi. Mangoið var fullkomlega rétt þroskað! Virkilega skemmtilegt að bíta í crunchy sellerí og hnetur inn á milli, gáfu gott bragð og meiriháttar áferð í réttinn. Dressingin var svo til að toppa hvern bita. Ég segi ykkur satt, þetta er næstum eins og að borða eftirrétt. Það er hreinlega spurning um að bæta jarða- og bláberjunum út í næst!?! Samviskulaust, gott fyrir kroppinn, létt í maga en samt mettandi.
Ég fékk mér bæði salat á diskinn og salat í sjóðandi heitt heilhveiti pítabrauð. Þetta var geggjað!
Hinn helmingurinn fékk sér salat í hálfgerða brauðbollu.
Átvaglið var svo gripið glóðvolgt inn í stofu að éta meira salat!
Ohh men þetta var góð máltíð. Ætla að gera mikið af svona í sumar - vefja inn í crepe, nota á pönnukökur, í baguette, með quinoa, ofan á hrökkbrauð....
Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)