Portobello pizza

Já... ekkert nema risastór fylltur sveppur! Þessi pottlok eru jafn stór og andlitið á mér!

Portobello sveppur

Hreinsa með smá vatni og þerra. Taka stilk í burtu ásamt svarta krumsinu (sem ég man ekki hvað heitir ákkúrat núna) og stilla ofn á 180 - 200 gráður, grill.

Portobello sveppur mínus svarta krumsið

Pensla sveppinn með smá olíu, setja sveppinn á bökunarpappír, toppinn upp, og inn í ofn, 5 mínútur. Snúa þá dýrinu við og grilla í 2 mínútur. Taka sveppinn út úr ofninum.

Ofngrillaður Portobello að bíða eftir áleggi

Setja pizzasósu, pastasósu, salsasósu... ef vill, ofan í sveppinn...

Portobello sveppur með ítalskri salt- og sykurlausri pastasósu

...og raða því áleggi ofan á sem vill. Svissaður rauð-, skallot og hvítlaukur, kalamata ólívur, sólþurrkaður tómatur og paprika.

Portobello sveppur m/svissuðum lauk, papriku, ólívum, sólþurkuðum tómötum

Ég bætti líka við 1/2 kjúklingabringu sem ég steikti upp úr smá olíu, saltaði og pipraði.

Portobello pizza alveg að verða tilbúin

Toppaði með osti, tómötum og oregano.

Portobello pizza

Aftur inn í ofn með sveppinn, grilla þangað til osturinn byrjar að bubbla og sveppurinn mjúkur. Mætti líka grilla hann á útigrilli.

Portobello pizza

Óbeibí - nahaaam! Grillaður portobello pizza sveppur! Woohoo!

Portobello pizza

Ég er alveg að fíla það að fylla grænmeti af gumsi! Þetta var gott... svakalega gott.

Portobello pizza, ekkert samviskubit

Geri þessar elskur pottþétt aftur! Pizza og 0% samviskubit! Óje!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldar hugmynd

Bryndís R (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 13:54

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æðislega fínt - ábyggilega meiriháttar að grilla á útigrilli 

Elín Helga Egilsdóttir, 27.6.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband