Stóra, feita, gríska fjölskyldan mín!

SpaghettisenMy Big Fat Greek Wedding. Án efa ein af mínum uppáhalds myndum.  Ef þið eruð ekki búin að sjá þessa mynd þá mæli ég eindregið með henni. Virkilega þægileg, notalegt að horfa á hana og mér líður hreinlega vel í hjartanu og sálinni þegar hún líður áfram. Low budget mynd um stóra, háværa, matglaða gríska fjölskyldu með allskonar furðulega siði. Allir heita eftir öllum og yfirleitt sama nafni. Minnir mig óstjórnlega á fjölskylduna mína þegar hún kemur öll saman. Hvað þá yfir góðum mat. Hinn helmingurinn benti mér einmitt á það í fyrsta skipti sem hann sá þessa mynd. "Elín... þetta er eins og heimildarmynd um Spaghettifjölskylduna þína". Kannski ástæðan fyrir því að hún fellur svona vel í kramið. Yfirleitt er þó vitnað í mína famelíu sem "Ítalska Spaghettifjölskyldan" eða "Spaghettisen Mafioso". Við erum samt sérstaklega löghlýðið og yndislegt fólk.. ég lofa því! Kyssum mikið, knúsum helling og tölum mjög... mjög hátt. Inn á þessa mynd vantar þó fjóra ketti, tvo hunda og Pétur og Pál. Ég grínast ekki!

Í tilefni þess að myndin var sýnd á Skjá einum í gær þá ákvað ég að búa til grísk innblásinn kvöldmat. Grískur Souvlaki kjúklingur með Tzatziki sósu ásamt quinoa salati undir grískum áhrifum!

Grískur Souvlaki kjúklingur

Grískur Souvlaki kjúklingur3 msk ferskur sítrónusafi

1 og 1/2 tsk ferskt oregano eða 1/2 tsk þurrkað.

1 tsk. ólífu olía

1/2 tsk salt

4 pressaðir hvítlauksgeirar

500 gr. kjúklingabringur. Bein- og skinnlausar.

Setja allt saman í t.d. zip-lock poka og hrista til að sameina. Geyma í ísskáp í 30 mín. Grilla kjúllan svo þangað til fallega brúnn og í guðs bænum ekki bleikur að innan.

Tzatziki sósa

Tzatziki sósa1/2 skræld gúrka. Taka fræin innan úr henni, skera smátt og þerra kjötið.

1/2 bolli létt AB-mjólk. Má að sjálfsögðu nota venjulega jógúrt, nú eða gríska sem væri best.

1 msk sítrónusafi.

1/4 tsk salt

1 pressaður hvítlauksgeiri

1/2 msk. tæplega dill

Hræra allt saman. Flóknara var það nú ekki. Ég sigtaði sýruna þó frá AB mjólkinni fyrst. Það er líka hægt að gera við t.d. gríska jógúrt, en þarf ekki endilega.

Grískt quinoa salat

Quinoa salat undir grískum áhrifumSalatið:

2/3 bolli tæplega soðnar kjúklingabaunir

1 bolli eldað quinoa (1/3 bolli þurrkað rúmlega)

1/2 smátt skorinn rauðlaukur

1/2 smátt skorin, stór gúrka

Nokkrir  kirsuberjatómatar. Skornir í fjóra parta.

1/4 bolli kalamata ólífur. Um það bil 15 ólífur?

1/3 bolli smátt skorin steinselja

Mulinn fetaostur eftir smekk

Dressing:

4 msk sítrónusafi, 2 msk ólífuolía, 1 msk dijon sinnep, 2 pressaðir hvítlauksgeirar ásamt salti og pipar eftir smekk.

Hræra saman öll hráefni í salatið og hella dressingu yfir. Ég notaði kannski 1/3 af dressingunni. Mylja svo fetaost yfir í lokin. Ef það verður afngangur, ekki víst, þá geymist salatið vel í ísskáp yfir nótt, jafn gott ef ekki betra daginn eftir. Gæti orðið svolítið mússí út af gúrku og tómötum. En bragðið, og áferðin, er svakalegt! Namm!

Kvöldmatur undir grískum áhrifum

Ofboðslega fínt alveg hreint. Kjúllinn var hinsvegar frekar bragðlaus, hefði líklegast mátt liggja lengur í leginum. Miklar líkur á því að ég hafi gert eitthvað af mér, hver veit. Salatið og sósan slógu hinsvegar í gegn. Ótrúlega gott. Þó svo kjúklingurinn hafi verið bragðlítill þá var hann frábær með sósunni og salatinu. Þessi sósa væri einnig flott fyrir fisk. Mmmmm! Salatið væri líka hægt að setja inn í torillu sem fyllingu með kjúlla eða fisk. Æðislegt.

quinoa

Fyrsta skipti sem ég elda eitthvað úr quinoa. Quinoa fræið er stútfullt af próteinum og vítamínum. Þetta var ein af undirstöðu fæðutegundum Incanna og er í öðru sæti á eftir kartöfu hvað nærigargildi varðar! Hlakka mikið til að leika mér með þetta hráefni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Wadda do you mean-a, wez dont speak-a loud-a!!  Við þurfum bara öll nauðsynlega að hækka róminn til að yfirgnæfa aðal-biðukolluna :)

En ég tek feita kommentið beint til mín, út að hlaupa - awayyyyyyyy!

Dossa (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

hahah.. og já.. við erum ekkert svakalega feit heldur ;) Létt dúðuð, krúttaraleg, mjúk.. "CAL-A-ZON-AY"

Elín Helga Egilsdóttir, 19.6.2009 kl. 23:10

3 identicon

.....og by the way!  191 :)

Sjúbbbííííííí!

Dossa (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 23:26

4 identicon

Bara perlur sem ég kannast við.  Skemmtilegur pistill að vanda Elín mín.  Viss um að ég á eftir að prófa þessa uppskrift við tækifæri, hún er þannig aflestrar að hún getur bara verið hrikalega góð að bragða.

Sólveig Arad (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 17:05

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Oh, takk fyrir þetta Solla mín. Salatið var æðislegt. Ætla að gera stærri skammt næst til að eiga.

Elín Helga Egilsdóttir, 21.6.2009 kl. 08:35

6 identicon

Ég elska þessa mynd líka! Tek heilshugar undir allar samlíkingar grísku fjölskyldunnar við spagettí-fjölskylduna þína. Jens getur staðfest að ég minntist m.a.s. á það a meðan ég horfði á myndina.. :) Sem er bara gott mál!! 

Erna (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 15:28

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hehe.. Erna, þín fjölskylda er líka all-hress á Feitum Grískum skala. Alltaf mjög notalegt að veltast um meðal þinna fjölskyldumeðlima!

Elín Helga Egilsdóttir, 21.6.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband