Færsluflokkur: Kjúklingur/Kalkúnn

Tvennskonar kalkúnaborgarar

Klassískur Turkey BurkeyÖðru nafni Turkey Burkey!

Eins og ég hef áður sagt. GABB! Gaman að borða burger! Grillið góða er reyndar ennþá að ná sér eftir veturinn, var því ekki notað. Hefði verið töluvert skemmtilegra að vippa kalkúninum á grillið en ekki örvænta, sumarið er rétt að byrja. Hver veit nema 100.000 kalkúnaborgarar verði grillaðir í sumar? Hvað eru margir kalkúnar í því?

Hunangs dijon kalkúnaborgari með höfrum - 2 stórir hamborgarar

200 gr. hakkað kalkúnakjöt

1 eggjahvíta

Rúmlega 1/2 bolli hafrar

Tæplega 2 msk hunang

Tæplega 2 msk grófkorna dijon sinnep

1 msk Worcestershire sauce

Ég kaupi tilbúið kalkúnakjöt í t.d. Hagkaup, tíu, 100 gr. stykki saman í pakka. Hræri 200 gr. saman í matvinnsluvél.

Kalkúnakjöt í hakk-mode

Eftir að búið er að hakka kjötið er rest af hráefnum hrært saman við, hamborgarar mótaðir og steiktir á pönnu. Blandan er nokkuð blaut!

Hunangs dijon kalkúnahamborgari

Klassískur kalkúnaborgari - 2 stórir hamborgarar

200 gr. hakkað kalkúnakjöt

1 smátt skorinn skallot laukur

1/2 epli, smátt skorið

1/2 stilkur smátt skorið sellerí

Dass tabasco

Laukur, epli og sellerí steikt á pönnu þangað til mjúkt. Þá er því blandað saman við kalkúnakjötið og tabasco bætt við eftir smekk. Hamborgarar mótaðir úr blöndunni og viti menn, steikt á pönnu. Saltað og piprað eftir smag og behag.

Hinn klassíski Turkey Burkey - epli, laukur, sellerí

Hvað get ég sagt. Þetta slær alltaf í gegn. Hristir vel upp í matarræðinu hjá manni og er skemmtilegt að borða. Klassíski kalkúninn er að sjálfsögðu betri valkostur ef matarræðið á að vera 150%, hann klikkar aldrei. Mjúkur og djúsí, skemmtilegur á bragðið.

Hunangskalkúnninn varð til í smá tilraunastarfsemi. Langaði svo geypilega mikið að bæta við höfrum í eitt stk. burger í staðinn fyrir t.d. ritz í venjulegum hambó. Uppskriftina mætti betrumbæta að mínu mati en þetta sló í gegn hjá hinum helmingnum. Hunang og sinnep klikka náttúrulega ekki svo auðveldlega. Æðisleg blanda.

Hunangs dijon kalkúnahamborgari

Borgararnir voru nokkuð þéttir í sér, ekki alveg jafn djúsí og hinn klassíski. Það væri því snjallt að setja minna af höfrum næst og jafnvel bæta lauk í blönduna. En bragðgóðir voru þeir og mikil snilld að bíta í. Fullkomið í hádeginu í samlokur eða skera niður í bita yfir salat. Mmhmm! Sé þetta vel læða sér inn í matarræðið hjá mér í sumar.

Við höfðum með þessu kanilstráðar sætar kartöflufranskar, sem við bökuðum í ofni, og salat. Steiktum svo eplasneið, stráðum að sjálfsögðu yfir hana kanil, og höfðum með hamborgaranum. Svona leit því kvöldmaturinn minn út í dag!

Hunangs dijon kalkúnahamborgari, sætar kartöflur, eplansneið og grænmeti

Þetta átti allt svo vel saman. Eplið, sætu kartöflurnar og kalkúnninn - nahmm! Hinn helmingurinn púslaði sínum burger inn í brauð. Útkoman varð eftirfarandi.

Hunangs dijon kalkúnahamborgari í grófu pítabrauði

Fullkominn biti!

Klassískur Turkey Burkey - hinn fullkomni biti

Þetta er svo einfalt og fljótlegt að elda. Það væri hægt að búa til marga pínkulitla borgara og raða yfir salat eða kúskús-rétt. Fyllir magann á manni af eintómri hamingju og samviskubitið hreinna en Herra Ajax! Mikil snilld sem þetta er! Eins og sagt var yfir matnum: Þetta er eitthvað sem ég hefði borgað pening fyrir á matsölustað!

Svo þurfti að sjálfsögðu að fullnægja nammigrísnum. Endi af grófu pítabrauði með 100% hreinu hnetusmjöri, sykurlausri sultu og bananasneið! Ohmn!

Gr�ft p�tabrau� me� 100% hnetusmj�ri, sykurlausri sultu og banana


Heilhveiti calzone og bakaðar kjúklingabaunir

Cal-a-zon-ay!! Ég elska að segja þetta!

Heilhveiti calzone með brokkolí og eggjahvítum

Mig langaði svo ógeðslega mikið í eitthvað pizza-brauð kyns áðan, að eftir mikið hugsanastríð við sjálfa mig varð til yndislega frábærlega fínn calzone. Einmitt það sem mig langað í og ohhohoo hvað hann heppnaðist líka vel. Þar sem ég ætla ekki að endurtaka Pizza-Hut ævintýrið á næstunni þá ákvað ég að búa mér til degið sjálf, var næstum hætt við því ég nennti ekki að standa í öllu ger veseninu. Svo verð ég líka alveg eins og blaðra ef ég borða gerbrauð, get svo svarið það. Fann loks þessa frábæru uppskrift af pizzadegi á Café Sigrún. Það tekur innan við 10 mínútur að útbúa degið og voila! Ég notaði heilhveiti í staðinn fyrir spelt. Þetta er æðisleg uppskrift, hveiti, olía, lyftiduft og vatn. Krydd ef vill. Þetta líkar mér! Einfalt, bragðgott, sinnir sínu hlutverki vel og eintómlega hollt og hamingjusamt!

Eftir að degið var reddí, skipti ég því í tvennt. Flatti helminginn út og kom fallega fyrir á bökunarpappír. Setti á degið salsasósu, um það bil 30 gr. af sveppasmurosti, rúmlega matskeið af heimalöguðu guacamole og nokkra kirsuberjatómata í heilu. Þarnæst steikti ég, hvorki meira né minna, en 6 eggjahvítur á pönnu ásamt brokkolí og 1 hvítlauksrifi. Kryddaði með smá salti og pipar, rauðum piparflögum og smellti á deigið. Ofan á eggjahvítugumsið setti ég svo smá ost.

Heilhveiti calzone með brokkolí og eggjahvítum

Lokaði herlegheitunum, penslaði með eggi og inn í 150 gráðu heitan ofn í um það bil 15 - 20 mínútur.

 Heilhveiti calzone með brokkolí og eggjahvítum

Líklegast er hægt að hafa þetta lengur, ég notaði bara nefið og puttana, þefaði, potaði og tók út úr ofni. Hélt fyrst að calzone-inn minn væri dáinn. Hann leit eins út og þegar hann fór inn í ofn! Þvílíkan og slíkan fölan lit á degi hef ég ekki séð í langan tíma en allt kom fyrir ekki, fulleldaður, mjúkur og fínn.

Heilhveiti calzone með brokkolí og eggjahvítum

Úúúú, svo kemur þetta skemmtilega. Smakka!! Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þvílík gleði. Ég er mikil ostakerling en í þetta skiptið var það ekki vandamál. Það má að sjálfsögðu bæta t.d. út í brokkolíblönduna fetaosti, mozzarella, rjómaosti - you name it, til að gera þetta meira djúsí en treystið mér. Þetta var best. Hlakka líka mikið til að búa til fleiri svona. Þetta er æðifæði! Auðvelt að útbúa, auðvelt að gera þetta hollt. Stútfylla af grænmeti, sætar kartöflur, kjúklingur, fiskur... það hlakkar í mér hérna!

Heilhveiti calzone með brokkolí og eggjahvítum

Það sem mér þykir svo frábært er að brauðið var ekki yfirgnæfandi. Þunnt brauð í svona rétt er einmitt eitthvað fyrir mig. Þá verður maður saddur af innvolsinu en ekki stútfullur af brauði. Brauðið var ekki þurrt, eiginlega bara fullkomið! Eldað, heitt brokkolí er líka guðdómlegt. Ég held að brokkolí sé mjög misskilið grænmeti, greyið. Ég elska það! Kemur svo vel út í öllum svona réttum. Mmhmmmm!

Mig langaði líka í eitthvað smá snarl í dag og prófaði að henda inn í ofn kjúklingabaunum sem ég svo grillaði þar til stökkar. Kom bara svolítið vel út. Ætla að prófa það aftur. Held nú reyndar að ég hafði grillað þessar svona um það bil 10 mínútum of lengi - en bragðið og áferðin er skemmtileg.

Ofnbakaðar kjúklingabaunir Baka�ar, krydda�ar kj�klingabaunir

1 dós kjúklingabaunir, skolaðar, þurrkaðar eilítið

Olía, ég notaði 1 tsk af olíu

kanill, cumin, chilli, paprika.... þið ráðið

smá salt og pipar

Hræra saman baunum, olíu og kryddi. Breiða úr baununum á bökunarpappír og inn í 175 - 200 gráðu heitan ofn í 40 - 60 mínútur. Fer svolítið eftir ofninum sem þið eigið. Líka ágætt að kíkja á þær af og til, hræra í og fylgjast með til öryggis. Þær eiga það til að brenna fljótt. Athugið, að ef þær eru ekki alveg stökkar eftir dvöl í ofni þá getur verið ansi erfitt að tyggja þær daginn eftir. En sumir vilja hafa þær svolítið chewy. Annars er ég ekki frá því að ég líti út eins og ein svona baun ákkúrat núna!

Mér finnst þetta sniðugt snakk, trefjar, lítið af fitu og prótein! Svo er skemmtilegt að borða þetta, smá hint af kanil og sterku - geggjað.

Annars er það smokkfisk veisla í kvöld, það verður geðveikt. Gaman að vera ég í dag!


Kjúklingaspaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu

Holy moly! Segi ekki meir. Þetta var svaðalega gott, saðsamt og gleðilegt að borða! Fallegir litir, skemmtileg áferð og kjúllinn klikkar náttúrulega aldrei.

Útbjó hálfgerða spicy Satay/hnetusmjörssósu sem kom svakalega vel út með pastanu og kjúllanum. Laugardagsfílingurinn alveg að gera útaf við mig í matarmálum! Ég dassaði nú mestmegnis sósuna eftir því hvernig ég vildi hafa hana. Ætlaði fyrst að nota kjúklingasoð og hafa hana þunna en svissaði því út fyrir kókosmjólk-lite, í tilefni helgarinnar, og hafði hana í þykkari kanntinum. Kom eiturvel út!

Kókos- og hnetusmjörssósa 

Kókos- og hnetusmjörssósa

1 tsk olía 

1/2 laukur, smátt saxaður 

1 hvítlauksrif

1/2 smátt saxaður jalapeno

cumin

1/2 tsk balsamic edik

1 tsk ferskur sítrónusafi

2 msk hnetusmjör, ég notaði 1 msk lífrænt og 1 msk af möndlusmjörinu mínu 

1 dl kókosmjólk

splash af soja-sósu og hot sauce 

salt og pipar eftir smekk 

Byrja á því að steikja lauk og hvítlauk í potti upp úr olíunni, 5 mín ca., þar til mjúkt og meyrt. Blanda þarnæst samanvið jalapeno þangað til góð lykt kemur í húsið. Ó svo góð lykt. Þar á eftir bæta við cumin og þekja laukblönduna í kryddinu. Nú er gott að setja samanvið balsamic edikið og sítrónusafann og leyfa því að malla smá. Þarnæst er gumsið tekið af hellunni og hnetusmjörinu bætt við. Verður mjög þykkt. Kókosmjólkinni er núna hrært saman við, þangað til ljósbrúnt, og hnetusmjörið hefur leyst upp. Ef þú vilt þunna sósu þá er ágætt að setja pottinn mjög stutt yfir hita aftur, bæta við soja- og hot sauce og voila. Ef þú vilt þykka sósu, hafa pottinn yfir hita þangað til hún þykknar vel upp. Í endann, ef vilji er fyrir hendi, bæta við smá salt og pipar. Kom líka skemmtilega út að hafa möndlusmjörið með, smá bitar af hunanginu og möndlunum í sósunni. Mín sósa var næstum jafn þykk og hnetusmjör - syndsamlega góð! 

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu 

Eftirleikurinn er svo auðveldur.

1. Sjóða spaghetti eftir leiðbeiningum á pakka. Húha - ég notaði spelt spaghetti.

2. Steikja á pönnu, þangað til meyrt, það grænmeti sem þér þykir gott. Ég notaði lauk, gulrætur og brokkolí. Ég ristaði líka kasjúhnetur til að hafa með, æðislegt.

3. Elda kjúkling eftir eigin hentisemi. Ég var löt og keypti mér tilbúinn kjúkling, gerist ekki auðveldara, reif niður bringuna og blandaði saman við restina af máltíðinni.

4. Setja sósuna yfir réttinn. Ég blandaði henni saman við allt þannig hún þakti hvern bita. Góða við að gera svona heima hjá sér er að maður ræður magninu af sósunni! Mjög, mjög jákvætt. 

Dustaði loks yfir þetta ristuðum kasjúhnetunum og sesamfræjum.

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu 

Þetta var æðislegur, æsðislegur réttur. Sósan er að sjálfsögðu aðalatriðið og hún var bjútifúl. Pínkulítið rjómakennd með smá hnetukeim, sætu bragði á móti söltu og eftirbragðið var vel sterkt og gaf skemmtilegt kikk í bitann. Grænmetið aðeins undir tönn, pastað al-dente og smá crunch af hnetum og sesamfræjum. Almáttugur, þetta var svo mikil snilld!

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu 

Italia og Basil&Lime hvað?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband