Færsluflokkur: Kjúklingur/Kalkúnn

Bráðnauðsynlegur kjúlli

Ég og vigtin saman út að borða... Palli fékk að vera memm. Ekki baðvigt, onei, litla sæta uppáhals eldhústækið mitt. 

Átvaglið og vigtin

Langaði í Saffrankjúllann í hádeginu. Kom ekkert annað til greina. Mig dreymdi hann meira að segja í nótt. En þar sem matarplan segir "vigta matinn" og ég er fasískari en allt þá ákvað ég bara að grípa vigtina með. Ekki horfa svona á mig... þetta var barasta ekkert vandamál!

Kjúllinn tekinn í gegn

Færa mjög svo dýrmætan rauðlauk af grjónum

 

 

 

 

 

 

 

Grjónin.. blessuð grjóninAllt að gerast

 

 

 

 

 

 

 

Semi Zoolander er "Vandaa siiiiiig" svipurinn minn. 

Passaðu þig... það er svangt!

Wraaawwrr

Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég ekki spáð í þetta frekar en sokkana mína þar sem dagurinn í dag er hinn allra heilagi nammidagur. Árshátíðin í kvöld og suddalíferni síðustu viku leyfðu samviskunni það hinsvegar ekki. Samviskunni skal hlýða. Saffran kjúllann fékk átvaglið og gúllaði nauðsynlegheitunum í sig... jah... samviskulaust.

mister Paulsen

En almáttugur minn - ekki halda að ég stundi veitinga-/skyndibitastaði vopnuð vigtinni! Onei. Átvaglið myndi stöðva það hratt og örugglega.

Ætla að hræra mér skyrgums og halda af stað á árshátíð numero dos, sama stað og síðast. Deja vu?

Njótið helgarinnar fína fólkið mitt. Joyful


Létt og laggott

Grænmetið skorið, kalkúnninn kryddaður og herra Foreman preppaður! Tíu mínútum seinna borðaði ég þetta.

Foreman grillaður kúni með grænmeti

Lítur kannski ekki stórkostlega út, en gott varð það. Sérstaklega grænmetið! Saltaði það örlítið - mmhm! Fékk mér svo að sjálfsögðu ómyndaðar kanilristaðar möndlur í eftirrétt.

Lífið er ljúft.


Ljóshraðamatur

Áttu tilbúin grjón, bygg, couscous? Það alltaf gleði að búa til "grjóna" mall. Það  heppnast nú yfirleitt alltaf vel, það er gaman að bíta í grjónin og gumsið slekkur á svengdinni.

Bygg, örbylgjuð gulrót, smátt skorinn rauðlaukur, hot salsa, hot sauce, smátt skorið jalapeno og örbylgjaðar eggjahvítur.

Ljóshraðamatur - bygg, gulrót, rauðlaukur, jalapeno, hot sauce og hot salsa, eggjahvítur

Hrært saman og hananú! Flott í hádegismatinn - tekur jafn langan tíma, ef ekki styttri, að hræra saman eins og að fara út í búð og kaupa eitthvað!

Svo var þetta líka bara svo assgoti gott á bragðið! Nefrennsli og heitur haus fyrir allan peninginn! Almennilegt!


Stegepose og fuglinn dettur í sundur

Keypti mér stegepose í Bónus um daginn að ráðum móður minnar. Ekkert uppvask, ekkert subb. Kjúllinn í pokann, inn í ofn og ómæ, ómæ! Mýkri fugl hef ég ekki smakkað í langan tíma.

Aðfarirnar voru gullfallegar og glæsilegar.

Pokinn gerður klár.

Stegepose

Fyrrverandi fiðurféð kryddað og komið fyrir í posanum.

Kryddsubb

Lesum leiðbeiningar, bara til að vera viss...

Leiðbeiningalestur

...og læsum svo  dýrið rækilega vel inni.

Pokinn bundinn

Maður á ekki að leika sér að matnum, ég veit. En hversu mörg tækifæri fær maður til að sveifla kjúlla um í poka bara sisona? ÉG VARÐ! Get reyndar ekki sagt að ég sé betri manneskja fyrir vikið - en ég hef amk sögu að segja OG þetta er líklegast eina skiptið sem hænan fær að fljúga!

Flughænsn

Klippa gat á eitt posahornið svo gufan verði ekki brjáluð.

Smá gufugat klippt á pokann

Kjúllinn settur í fat til málamynda og inn í 200 gráðu heitan ofn í 1,5 tíma.

Málamyndafat

Út úr ofninum og mjög krípí. Eins og atriði úr hryllingsmynd - líkamspartur í poka!

Kjúllinn í posanum

Posinn opnaður og lærin hrundu svo gott sem af aumingjans kjúllanum. Duttu bókstaflega af beininu - jah, eins og með allan kjúlla sem eldaður er í steik svosem.

Glenna!

Einusinni var þetta kjúklingur. Nú er þetta kjúklingahrúga og ekkert uppvask!

Kjúllahrúga

Allsbert bein

Næst kem ég til með að fylla posann af grænmeti. Jafnvel elda í þessu læri, eitthvað slíkt. Get næstum því ekki beðið. Mæli eindregið með þessari snilld - eitthvað sem allir verða að prófa.


Íslenskt bankabygg

Ég hef nú áður romsað í gegnum ágæti þessarar afurðar og hef enn og aftur fengið byggfluguna í hausinn. Geri fastlega ráð fyrir því að bygg muni koma mikið við sögu á þessu bloggi, í margskonar myndum, á næstunni. Tel því viðeigandi að setja inn svo gott sem eina mynd af bygggjörning dagsins.

Kjúlli með byggi, salsasósu og tómötum

Kjúklingabringa skorin í litla bita ásamt einum tómat og smátt skornum rauðlauk. Sett í skál ásamt því magni af byggi sem þig langar að bíta í. Smá skvetta af salsasósu og hot sauce og loks basilika og steinselja. Einfalt, bragðgott og afskaplega fljótgert!

Skera, skála, krydda, hræra og það besta af öllu. Borða!


Krydd og aftur krydd

Með réttum kryddum er hægt að gera "lala" mat svo öönaðslega stórkostlega fínan! Það er líka hægt að eyðileggja frábæran mat með of mikið af kryddi eða "röngu kryddi". Sum matvæli eru best kryddlaus og annað verður að krydda til að kynda upp í átvaglinu! Aldrei gott að stija með súrt átvagl á bakinu. Það boðar sjaldan gleði.

Eins og svo oft áður Formannaði ég kjúlla og steikti uppáhalds grænmetið mitt, þessa stundina, upp úr olíu. Kjúllan kryddaði ég einfaldlega með salti og pipar og skar í litla bita. Punkturinn yfir I-ið, í þessum annars dags daglega kjúllarétti, var mitt ástkæra Dukkah krydd. Dukkah með hnetum og karrý! Vá hvað það púslaðist skemmtilega saman með þessu blandi.

Kjúlli og grænmeti með Dukkah kryddi, karrý og salthnetur

Bragðlaukarnir tóku Carmina Burana þegar hlutlaust kjúklingakjötið heilsaði með smjörkenndu sætu grænmetinu og þessu líka flotta kryddi. Mjög jákvætt alltsaman... mjög jákvætt!


Þarf ekki að vera flókið...

...til að bragðast vel, metta vel og gleðja mikið!

Einfaldur, bragðgóður, seðjandi hádegismatur

Grilluð kjúklingabringa, sæt kartöflustappa með kanil og brakandi ferskt grænmeti! Þetta var ekkert nema góður hádegismatur!


Hnetusmjör og kjúlli

Hnetusmjör.

Hnetusmjör

Kjúlli.

Niðurrifin kjúllabringa

Nei Elín... þú gerðir það ekki!!!

 

ÓJÚVÍST!!

Hnetusmjör og kjúlli - úha

Muahahahaha!

Hnetusmjör og kjúlli

Þetta var æði! Cool


Notum afganga

Rest af kjúlla síðan í gær blandað saman við ristaða tómata, steiktan lauk, smá salsa, pínkulítið af dijon, basil, oregano, salt og pipar. Safinn úr tómatinum gerði smá sósu ásamt salsanu. Ætlaði að fara í svaðalegan gumsham og bæta í þetta ólívum, hvítlauk ofl. en ákvað að 'einfalt' væri betra í dag. Afskaplega ljúffengt snarl... afskaplega ljúffengt, en ekkert voðalega snoppuffrítt! Hvað gerir maður þá?

Kjúklingur, grillaðir tómatar-laukur, smá salsa og dijon

Jebbs. Setur kál á disk, gums ofan á kál og tekur nærmynd í betra ljósi!

Kjúklingur, grillaðir tómatar-laukur, smá salsa og dijon

Þannig verður "fíni" maturinn til Wink


Stofan mín er bleik

Veðrið er snöggt um þolanlegra ákkúrat þessa stundina en það var um helgina. Sólin er að setjast, stofan mín er þar af leiðandi bleik-appelsínugul og birtan hérna inni er notaleg. Morgnarnir eru líka orðnir svo æðislegir þegar brakandi kalt/ferskt/vetrarlegt loftið tekur á móti manni - ahhh, hressandi! Kvöldmaturinn var líka nokkuð hressandi á þessum annars ágæta mánudegi!

Grillaður kjúlli með grilluðu grænmeit, sinnepi og valhnetum

Foremangrillaður kjúlli, paprika, laukur, rauðlaukur, tómatur, smá dijon/honey dijon hasar og að lokum... ohhh svo gott... valhneturnar mínar! Ofnristaðar með smá salti! Perfecto!

Grillaður kjúlli með grilluðu grænmeit, sinnepi og valhnetum

Alveg mangað hvað grænn litur gerir margar myndir glæsilega fínar. Sérstaklega matarmyndir. Svo einstaka sinnum birtast hræðilegir, krumpaðir rauðlaukar á myndum.. en það er allt í lagi. Þessi grillaði ljótlaukur var góðlaukur!

Grillaður kjúlli með grilluðu grænmeit, sinnepi og valhnetum

Svaðalega tilhlökkunarvæn fótaæfing á morgun. Pína þessi grey fram í rauðan dauðan! Hnébeygjur, fótapressur, framstig, hliðarstig, hnakka, handahlaup og fjórfallt heljastökk bara upp á grínið! Amen!

Hafið það notó í kvöld elsku bestu. Kertaljós, gúmfey föt og með því!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband