Árshátíðarhelgin mikla á enda

Ég drekk afskaplega sjaldan áfengi. Ef ég drekk áfengi þá er yfirleitt ástæða að baki, eins og árshátíð eða einhvurslags skemmtanir, en þó læt ég það helst eiga sig. Ástæða?

1. Áfengi er bara ekki gott á bragðið! Til hvers að drekka það?

2. Skrokkurinn á mér fer í baklás í nokkra daga eftir áfengisdrykkju. Líkar það ekki vel. Verð öll veikluleg og skjálfandi og fúl.

3. Æji, svo skemmti ég mér barasta ágætlega edrú :)

Nú er ár síðan ég smakkaði áfengi síðast og já, ég lét það eftir mér þessa helgi að fá mér í glas. Fullkomið tilefni, skemmtilegt fólk, góð helgi.

Mættum á Hótel Selfoss á föstudeginum og fundum "Neyðarkassa" frá vinnunni inn á herbergi.

NeyðarkassiNeyðarkassi innihald

 

 

 

 

 

 

 

Jújú, classico! Grin

Neyðarkassi classico

Ég fyllti líka minibarinn af matarboxunum mínum.

Stútfullur minibar

Föstudagshressleiki í hámarki! Heimskur - heimskari?

Heimskur - heimskari?

Daginn eftir vöknuðum við, amk ég, eldhress klukkan 7 og fengum okkur spis. Ég borðaði ofnbakaðan eggjahvítugraut og Palli snæddi hótelmat. Eftir það keyrðum við um Selfoss í leit að Nautilus spriklstöð og fundum hana loks. Tókum massífa ofur neðrabaks/fótaæfingu, spretti og létum aumingjans fæturna finna vel fyrir því.

Eftiræfinguhressleiki í hámarki! Rauður - rauðari?

Mjög glæst... að vanda

Eftir smá sjónvarpsgláp, vinnufélagaspjall, hádegismat og göngutúr þá var lagt af stað í bruggverksmiðuna að Ölvisholti. Þar var farið með okkur í gegnum ferlið frá því humlar og korn sameinast þangað til ölið er komið á flöskur. Ég fékk mér samtals 4 sopa í smakk af 4 smökkum - bjór drekk ég ekki en þar sem þetta er alíslensk framleiðsla gaf ég þessu séns. Bjórarnir heita allir íslenskum nöfnum eða eftir stöðuð/atburðum sem áttu sér stað í kringum Ölvisholtið - Freyja, Móri, Lava, Skjálfti. Lava bjórinn er svakalegur 9,2% með svo miklu reykbragði að ég hélt ég væri að drekka hamborgarhrygg. Get svo svarið það - örugglega geggjað að hella smá Lava í bakkann með jólahryggnum, gefur án efa bjútifúl bragð! Mjög áhugaverð ferð!

ÖlvisholtiðFyrir utan Ölvisholtið

 

 

 

 

 

 

 

Inn í ÖlvisholtiInn í Ölvisholti

 

 

 

 

 

 

 

Bjórsmakk Bjórsögumaður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smá smakkBjórsmakkarar og skenkjari

 

 

 

 

 

 

 

RarraræææHoho

 

 

 

 

 

 

 

Eftir Ölvisholtið var ekki mikið annað í stöðunni en að hvíla sig og bíða eftir því að árshátíðin byrjaði. Á meðan bið stóð var nartað í svolítið af þessu.. hmm hmm!

Kroppið og reimarnar Doritos fyrir mister Paulsen

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hello

 Undirritið tók sig loks til, eitthvað sem gerist kannski þrisvar sinnum á ári, og varð svona líka svaðalega krúttaraleg og fín fyrir vikið! Power of makeup!

ÁrshátíðarátvaglVantar aðeins meira kjöt á þessi bein

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vantar nú aðeins meira af kjeti á þessi bein!

Fordrykkur eins og gengur og gerist á árshátíðum! Spjall, freyðivín, meira spjall og svo loksins ...

Spjallandi árshátíðarfólk

Antje og Ellos

 

 

 

 

 

 

...maturinn!

Brauðbakkinn Forréttur

 

 

 

 

 

 

 

Aðalréttur - lambSvakaleg, svakaleg súkkulaðikaka

 

 

 

 

 

 

 

Svo voru einn eða tveir svona svolgraðir...

Mojito

...og þá gerðist þetta!

Palli í einni af flottustu sveiflum ársins og árshátíðarátvaglið fylgdi stíft á eftir! Ég hef sjaldan eða aldrei hlegið jafn mikið af dansmyndum eins og þessum af wicked Paulsen!

Palli í sjúklegri sveifluhahahahah

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Swiing

Húha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir mikla dans- og spjalltörn fór maginn að garga á mat. Það er eitt af því sem gerist líka þegar átvaglið fær sér í glas. Hungrið segir til sín og það kallar ekki á hafragrauta eða eggjahvítur. Við hlupum yfir götuna og keyptum okkur ógeðisburger og franskar. En engar áhyggjur, ég borðaði bara þennan eina bita af hamborgaranum. Hann var hræðilega, skelfilega nasty!

Nasty burger

Átta tímum, einni sturtu og afskafaðri stríðsmálningu síðar!

Sama bros, annað outfit

Þetta var hryllilega vel heppnuð árshátíð og við skemmtum okkur konunglega!  Ég held ég leyfi myndunum bara að tala sínu máli. Afvötnun í næstu viku - á öllum sviðum! Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Mikid svakalega eru thid glaesilegt par!  Thad er satt sem thú segir um áfengi.  Ég hef ekki nennt ad drekka áfengi í mörg ár...ekki dropa.  Reyki heldur ekki.  Drakk ordid svo lítid áfengi ad ég ákvad bara ad sleppa thví alveg. 

Hungradur (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 17:38

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Noh, takk fyrir það

Já, þetta áfengis-sull hentar ekki öllum. Allt er gott í hófi, svo mikið er víst

Elín Helga Egilsdóttir, 8.11.2009 kl. 21:24

3 identicon

Sjeeeeeebus - það var eins gott að við komum ekki - ég hefði ekki getað mætt með svona svaka byssur eins og sumir *blikk blikk*   en þú ert sko svo falleg og flott Sprella mín!

Paulsen fær líka plúsa fyrir þessa major sveiflu - ekkert smá gór mar!

og Antje er alveg sérlega fín, eins og þið náttúrulega öll, en hún er obbalega fín!

Dossa (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 22:36

4 identicon

Æ hvað þú ert nú falleg elsku vinkonan mín!  Algjör mega-b-o-b-a! 

Ég hef bara sjaldan eða aldrei séð Palla í jafnmikillli sveiflu og þarna og fær hann alveg 4 stig! Grét aðeins af hlátri í vinnunni!!

Já áfengi er böl og maður á alls ekki að drekka það aðeins fyrir áhrifin. Mér finnst bjór og kælt hvítvín hins vegar alveg svakalega gott og góð rauðvín sömuleiðis og læt það sko eftir mér. Drekk það samt aldrei einungis til þess að verða ölvuð (og hef augljóslega ekki drukkið hvorugt í að verða 9 mánuði). Vissi reyndar ekki að það væri ár síðan þú hefði drukkið síðast en þarna sérðu hvað þú ert skemmtileg edrú, fólk tekur ekki einu sinni eftir því!

Erna (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 10:17

5 identicon

Og byssurnar Elín! BYSSURNAR!! Úff bara!!

Erna (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 10:18

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Oh takk fyrir báðar tvær. Annað ástandið á mér núna - með höfuð fullt af hor og hamingju Ætti að koma með fyrir og eftir myndir. Það væri saga til næsta bæjar.

Já, blessaðar byssurnar! Ekki hægt að segja með góðri samvisku að þetta séu fullmótaðar fallbyssur - teygjubyssur í besta falli. En það kemur alltsaman með kalda vatninu geri ég ráð fyrir

Elín Helga Egilsdóttir, 10.11.2009 kl. 12:19

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Helv... er kellan orðin glæsileg. Held að það fari að líða að uppbyggingu, orðin vel skafin og flott núna.

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.11.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband