Stegepose og fuglinn dettur í sundur

Keypti mér stegepose í Bónus um daginn að ráðum móður minnar. Ekkert uppvask, ekkert subb. Kjúllinn í pokann, inn í ofn og ómæ, ómæ! Mýkri fugl hef ég ekki smakkað í langan tíma.

Aðfarirnar voru gullfallegar og glæsilegar.

Pokinn gerður klár.

Stegepose

Fyrrverandi fiðurféð kryddað og komið fyrir í posanum.

Kryddsubb

Lesum leiðbeiningar, bara til að vera viss...

Leiðbeiningalestur

...og læsum svo  dýrið rækilega vel inni.

Pokinn bundinn

Maður á ekki að leika sér að matnum, ég veit. En hversu mörg tækifæri fær maður til að sveifla kjúlla um í poka bara sisona? ÉG VARÐ! Get reyndar ekki sagt að ég sé betri manneskja fyrir vikið - en ég hef amk sögu að segja OG þetta er líklegast eina skiptið sem hænan fær að fljúga!

Flughænsn

Klippa gat á eitt posahornið svo gufan verði ekki brjáluð.

Smá gufugat klippt á pokann

Kjúllinn settur í fat til málamynda og inn í 200 gráðu heitan ofn í 1,5 tíma.

Málamyndafat

Út úr ofninum og mjög krípí. Eins og atriði úr hryllingsmynd - líkamspartur í poka!

Kjúllinn í posanum

Posinn opnaður og lærin hrundu svo gott sem af aumingjans kjúllanum. Duttu bókstaflega af beininu - jah, eins og með allan kjúlla sem eldaður er í steik svosem.

Glenna!

Einusinni var þetta kjúklingur. Nú er þetta kjúklingahrúga og ekkert uppvask!

Kjúllahrúga

Allsbert bein

Næst kem ég til með að fylla posann af grænmeti. Jafnvel elda í þessu læri, eitthvað slíkt. Get næstum því ekki beðið. Mæli eindregið með þessari snilld - eitthvað sem allir verða að prófa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Mamma veit best.  Hvad eru margir pokar í kassanum?  Thetta er eitthvad sem ég get hugsad mér.  Annars nota ég emalérad fat med loki fyrir steikingar á kjöti í ofninum.

STEEEEGEEEEPOOOOOSE med sterkum dönskum hreim.

Hungradur (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 19:47

2 identicon

Muhahhahaha - mikið hló ég að myndinni með kjúllasveiflunni, major!  Ættir samt að vera í nýju buxunum á henni 

Dossa (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 20:36

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Dossa: Nýju buxurnar komu rétt á eftir kjúllasveiflunni. Var komin í þær þegar kjúllinn sprakk í sundur! Annars eru þetta mjög osom gúmfey buxur - er í náttbol á stærð við tjald í stíl, sit upp í sófa með troðfullt fang af köttum og pikka þetta inn með tánum.... næstum því!

Hungraður: Það eru reyndar bara 2 pokar í hverjum pakka. En þetta kemur sér vel - ekkert nema æði að geta fleygt hratinu í ruslið og hreint fat.

Elín Helga Egilsdóttir, 25.10.2009 kl. 21:03

4 identicon

Hmmmm... Er þetta ný áætlun fyrir le Monstre á Thanksgiving!

Erna (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 09:46

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það er nefnilega spurning sko! Snú bringunum niður svo þær sjúgi í sig fetuna, snúa svo dýrinu við rétt í endannn svo fuglinn fái bjútifúl lit.

Elín Helga Egilsdóttir, 26.10.2009 kl. 10:17

6 identicon

Ja man..zetta er mergjað trikk. Lambalærið er nottla svo mjúkt úr þessu að maður tárast við tilhugsunina.

Spice it, bag it, cook it and eat it!

Le monstre magnifique á thanksgiving verður nú bara steikt í fargings Bónuspoka gulum...hehehe segi nú bara svona

mammagamla (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 13:15

7 identicon

Steikarpokarnir eru sko málið! Ég elda oft læri í þeim og það verður alveg gourmee! Næst á dagskrá er að prófa að elda kjúlla í þessu, get vel trúað að það sé sama góða útkoman:)

Annars skemmtileg síða hjá þér, þú er með alveg endalausan hugmyndabanka af sniðugum og hollum mat! Ég er t.d. voða einhæf í hafragrautnum en hef prófað margt frá þér sem hefur sennilega komið í veg fyrir að ég fái leið á honum:)

Ein ókunnug (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 20:21

8 identicon

Mmmmm þessir kjúklingapokar verða prófaðir í vikunni!  En hvað ertu að elda kjúllann á miklum hita... og þá með eða án blásturs?

Steinunn (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 22:11

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ókunnug: Ég verð að prófa lærið næst! Virkilega gaman að heyra með grautarmallið og gleðilegt að þér líki vel  

Steinunn: Já, mæli með posunum og enga uppvaskinu! Var reyndar með þetta dýr á 200 gráðu, og aðeins minna en 1,5 tíma (já, ég elda kjúllana mína alltaf í döðlur),  mætti alveg vera á 180 gráðum í 60 - 70 mínútur án blásturs

Elín Helga Egilsdóttir, 27.10.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband