Færsluflokkur: Bakstur - "óhollt"
22.12.2010 | 17:02
Súkkulaði biscotti með espresso, valhnetum og hvítum súkkulaðibitum
Enn eru tveir dagar í jólin og, trúið því eða ekki, fleiri ofur sykurbombuuppskriftir bíða birtingar síðan í fyrra.
Ég segi samt ekki meir. Held ég sé dáin og farin til himna!
2009 - ó hvað ég elska þig!
Súkkulaði biscotti með espresso, valhnetum og hvítum súkkulaðibitum
1/2 bolli kakóduft, ósætað
1 - 2 msk espresso duft eða instant kaffi. Malað.
3/4 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
6 msk smjör, 85 gr. uþb
1 bolli sykur
2 stór egg, hrærð léttilega
1 tsk vanilludropar
1 bolli - valhnetur, gróft saxaðar og hvítir súkkulaðibitar
113 gr. dökkt, gott súkkulaði
Kanilsykur til að strá yfir
Aðferð:
1. Hita ofn í 175 gráður.
2. Sigta saman þurrefni - allt nema sykur.
3. Hræra saman smjöri og sykri á meðalhraða, þangað til ljóst að lit. Um það bil 2 mínútur. Bæta þá eggjunum út í og halda áfram að hræra, 2 mínútur.
4. Lækka hraðann og bæta þurrefnunum samanvið í þremur skömmtum, þangað til rétt blandað og deig er farið að taka á sig mynd. Blanda hnetum og súkkulaði samanvið.
5. Skipta deiginu upp í 2 stóra bita, eða 3... eða 4... fer eftir því hversu stórt biscotti þú vilt fá. Ég skipti því í 4 og fékk minni kökur. Fletja aðeins út svo myndist hálfgerður ferhyrningu. Deigið er mjög meðfærilegt. Ágætt að vinna þetta á smjörpappírnum sem þeir koma til með að bakast á.
6. Setja inn í ofn í 15 - 25 mínútur. Fer eftir stærð. Mínir voru inn í 20 mín. Passa að hafa þá ekki of stutt, annars krumslast þeir í sundur þegar reynt er að skera í þá. Leyfa að kólna í 10 - 20 mín.
7. Skera í 1 - 1,5 cm þykkar sneiðar, leggja á hliðina og inn í ofn aftur í 8 - 10 mínútur.
8. Taka út úr ofni, leifa að kólna smá og loks færa yfir á grind til að kæla alveg.
9. Borða með kaffi, kaffi... kaffi og meira kaffi... deyja svo hamingjusamur... hmm?
Vonandi þó eftir allmörg hamingjurík og krúttaraleg ár.
Það má líka borða þetta með kakó eða mjólk, ég leyfi það.
Bakstur - "óhollt" | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2010 | 23:03
Viðburðarríkur dagur
Dagurinn í myndum.
Byrjaði sakleysislega.
Svo gerðist þetta.
Undirbúningur fyrir piparkökuhúsagerð!
Ásamt kökum og öðrum kræsingum.
Smá smakk frá mér.
Svo ákvað ég að taka smá rækt á þetta. Chiaskyr eftir atið.
Ohhh hef ekki fengið mér chiaskyr í langan, langan tíma!
Þvílík hamingja.
Chiaskyr og kanill með vanillu torani = grjónagrautur.
Chiaskyr varð að veruleika í dag af því að Svava mín kær sendi á mig chiafræ, mér til óbilandi ánægju og hamingjugleði! Eeeelsku besta mín, takk aftur fyrir.
Svo gerðist þetta!
Barnaafmæli!
Óguð!
Einn af mínum 8 akkilesarhælum.
Fullkominn vettvangur ofgræðgisáts og annarrar syndsamlegrar matarpervirsku.
Svo gerðist þetta!!!
Fannar... ég á núna eldhúsborð!
Preis ðe lord.
Súkkulaði Mokka súperkökurnar litu dagsins ljós í kvöld!
Jebb, þær eru jafn góðar og þær líta út fyrir að vera.
Ásamt... já, tvöfalt já og amen með flöde!
Gott fólk!
Uppáhalds, uppáhalds smákökurnar mínar! Einföldustu hafrakökur sem þið finnið.
Algert! Uppáhald!
Hélt ég hefði týnt uppskrifitinni en nei, fann'ana! Þær eru svo frábærar að þær fá sitt eigið uppskriftablogg á næstu dögum. Uppáhalds kökurnar mínar og pabba. Alltaf fyrstar til að hverfa.
Sykur, vanilla, smjör og hafrar! Þetta kombó klikkar bara ekki.
Súkk-mokka kökurnar fá líka sér blogg. Þær eru svaðalegar.
Það sem stendur þvi uppúr jólabakstri 2010 eru einföldu ofurhafrakökurnar, súkk-mokka, biscotti og hafrakökurnar frá því í gær.
Ahhh!
Núna ætla ég að súkkulaðihúða þessar karamellur og fara svo að sofa.
Jólin eru eftir 4 daga!
Hólí-hell... nei... ég meina... Holí jólí!
Djefulli hlakka ég óstjórnlega mikið til!
Bakstur - "óhollt" | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2010 | 23:37
Bakstri lokið...
...að minnsta kosti fyrir daginn í dag.
Súkkulaði-Mokka deig hinkrar inn í ísskáp ásamt óskorinni karamellu.
Eggjalausu-hafrakökurnar - nema með heslihnetum og súkkulaðibitum.
Æðislegar, kryddaðar hafrakökur með rúslum og muldum hnetum. Mjööög seigar og djúsí og skemmtilegar að bíta í. Geri þessar pottþétt aftur.
Engiferkökur, kryddkökur, með hvítum súkkulaðibitum. Mjúkar í miðjuna með stökka skel. Kannski smá þurrar, en koma á óvart. Ekki mínar uppáhalds í þessu holli samt sem áður.
Biscotti með möndlum og hvítum-/dökkum súkkulaðibitum.
Einfaldar hafrakúlur eru á dagskrá í næstu viku. Þær eru uppáhalds.
Ahh hvað það er gott að setjast niður.
Húsið ilmar eins og bakarí.
Held ég hafi borðað þyngd mína í deigi - mylsnu - kökum í dag.
*átvaglshimnaríki*
Bakstur - "óhollt" | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2010 | 12:53
Mjúkar saltkringlur
Mikið assgoti hef ég staðið mig vel í 2009 bakstrinum í fyrra.
Smá brauðgerð til að vinna upp á móti sykursjokki síðustu daga. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með þessar. Treystið mér bara.
Ætla að útbúa þessar snúllur aftur í næstu vikur.
Mjúkar saltkringlur
- 1,5 bollar volgt vatn
- 1 msk sykur
- 2 tsk salt
- 1 og 1/4 tsk þurrger
- 4,5 bollar hveiti
- 57 gr. ósaltað bráðið smjer
- Olía
- 15 bollar vatn
- 1 bolli matarsódi
- 1 stórt egg
- sjávarsalt
Aðferð:
1. Hræra saman vatni, sykri, salti og geri í skál. Láta sitja í 5 mínútur. Ætti að myndast froða. Froða er góð.
2. Blanda þá samanvið bráðnu smöri og hveiti. Ef þú ert með hrærivél, nota deigkróg og láta hræra þangað til deigið losnar frá hliðum skálarinnar. Annars bara hnoða.
3. Færa deigið í olíuborna skál, snúa klumpnum við svo hann húðist allur olíu. Breiða klút yfir skálina og leyfa deiginu að hefast í klukkustund.
4. Skipta deiginu í 8 - 16 hluta. Fer eftir því hversu margar kringlur þú vilt. Getur líka útbúið stangir. Rúlla deiginu í pulsur og gera svona!
5. Nú þarf að sjóða kringlurnar. Gerir þær mjúkar og gefur þeim fallega brúnan lit. Láta vatn og matarsóda sjóða. Færa 1 - 2 kringlur í pottinn. Eftir 30 sek, snúa kringlunni við og láta sjóða 30 sek í viðbót. Fjarlægja úr potti, þetta aðeins og koma fyrir á bökunarpappír. Endurtaka með rest. Ef kringlurnar detta í sundur í vatninu, taka þær uppúr eftir að suðu er lokið og púsla þeim aftur saman á bökunarpappírnum.
6. Pensla með eggjablöndu (egg og vatn) og strá með salti.
7. 225°C heitur ofn í 14 mínútur og voila! Saltkringlur til að vinna á móti öllum sykrinum! Færa þær strax á grind til að kæla og guð minn almáttugur... afsakið guðlastið.
Þessar kringlur eru geggjaðar!
15.12.2010 | 16:34
Karamellu- og kanilpopp með pecanhnetum
Hef gert þetta margoft síðan síðustu jól með allskonar tilfæringum, breytingum og kryddútúrsnúningum. Hnoða poppið í bolta, búa til popp-sleikjó, húða með súkkulaðikaramellu, nota sem millilag í köku, bæta Nóakroppi út í, eplaköku-kanilpopp...
Þetta bregst ekki!
Gott fólk, má ég kynna eitt af mínu uppáhalds heimabruggaða ofurnammiátsgleðioghamingju!
Karamellu-pecan kanilpopp
- 1 bolli gróflega saxaðar pecanhnetur
- 1 bolli púðursykur
- 1 tsk kanill
- 1/4 bolli sýróp eða hunang
- 113 gr. smjör
- 1/2 tsk matarsódi
- 1 tsk vanilludropar
- Smá sjávarsalt (Því salt og karamella... óbeiibeh)
- Hvítt súkkulaði
Aðferð:
1. Hita ofn í 120 °C og leggja bökunarpappír yfir t.d. eldhúsborðið! (Fer kannski eftir skammtastærð, ég bjó til popp fyrir heila þjóð)
2. Setja popp og pecanhnetur í stóra skál eða geyma í stórum potti. Ég hef þetta allt í pottinum sem ég poppa poppkornið í. Hann þarf að vera mjög stór.
Það er að sjálfsögðu hægt að kaupa tilbúið popp. Herre gud... bara svo gaman að heimapoppa!
3. Hræra saman púðursykri og kanil, í miðlungs stórri skál. En þó stærri skál en þú heldur. Ójá! Ekki vanmeta heita karamellu.
Skerið svo smjörið í litla bita og setjið yfir sykurinn og loks sýróp eða hunang yfir smjerið.
Sjááið'etta!!! Ohhhhhh smjöööör!
- Góði Guðmundur. Gefðu mér einn dag þar sem ég get étið smjör, sykur, ís, rjóma og súkkulaði einvörðungu, án stopps og án viðbjóðsseddutilfinningar, án þess að fá hjartaáfall og stútfullar æðar af almennri óhamingju!
Hmm... það er eins gott að við fáum ekki uppfyllta eina ósk frá æðri máttargíröffum yfir ævina. Þá á ég ekkert inni þegar ég stend fyrir framan ljónið í Afríku á komandi misserum.
- Ella: Óguð Óguð Óguð Ó-Góði Guðmundur...
- Guðmundur... ekki svo góði: NA-HAAAHAAA.... bíddu bíddu bíddu. Manstu um árið. Smjörið.. manstu. Hahh.. súkkulaði... jáá vina mín. Soner'etta. Sjáumst eftir smá!
4. Henda inn í örbylgju í 30 sek., taka út og hræra saman. Henda aftur inn í örbylgju í 2 mínútur, taka út og hræra aftur. Aftur, örbylgja, 2 mínútur - líka gott að fylgjast bara með því. Eftir þennan tíma ætti karamellan að vera byrjuð að bubbla mjög mikið. Ef hún bubblar ekki er hægt að setja hana smá inn í örbylgjuna aftur en passa verður að elda hana ekki of mikið. Annars harðnar hún og breytist í risakaramelluklump.
Sem er svosum allt í lagi. Ekki græt ég það.
En ekki það sem við leitumst eftir hér.
Hún ætti að líta um það bil svona út.
5. Fjarlægja úr örbylgjuofni og hræra vanillu og matarsóda samanvið. Blandan blubblar mjög mikið upp við þetta. Hræra vel, hræra fljótt - karamellan stífnar nokkuð hratt við þetta samspil ofurefna.
6. Hella karamellu yfir popp og pecanhnetur og hræra vel þangað til allt gums er karamelluhúðað.
Stilltu þig... ekki klára poppið!
7. Dreifa á bökunarplötu, útataða í bökunarpappír, og inn í ofn í 30 mín. Hræra í á 10 mín fresti. Eftir 30 mín tékka á poppinu til að sjá hvort það sé nógu hart. Ef ekki, baka í 5 mín aukalega. Annars taka út, salta smá, og reyna að éta ekki allt í einu.
Reyna.
Í alvöru, það er mjög, mjög erfitt að reyna að reyna ekki.
Mjög erfitt.
Bræða svo hvítt súkkulaði og dreifa yfir gleðina! Ójá, ég sagði það!
Bræða... hvítt... súkkulaði yfir herlegheitin. *yfirlið*
Þetta er eitt besta, og einfaldasta, ofurnammi sem ég hef smakkað... skulum ekki tala um karamellusprengjurnar út á ís.
Tilvalið í jólapakkann. Einfalt. Hægt að útbúa í tonnavís!
Usss!!!! Svei þér kerling!
Bakstur - "óhollt" | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2010 | 19:13
Daim hnetukaramella
Síðan í fyrra. Jú... mikið sem gleymdist í ógleymanlegum skilningi.
Ég held ég þurfi ekkert að segja neitt um þetta. Myndin gott fólk... myndi segir allt sem segja þarf.
Óguð!
Daim hnetukaramella
1/2 bolli ljóst sýróp
1/4 tsk salt
1/4 bolli vatn
2 msk smjör
1 bolli hnetur
1 tsk matarsódi
Aðferð:
1. Setja bökunarpappír í bökunarform/glerfat, ferhyrnt/kringlótt/hjartalaga, og leggja til hliðar.
2. Í stórum potti, yfir meðalhita, sjóða sykur, sýróp, salt og vatn þangað til sykurinn er uppleystur.
3. Hræra hnetunum út í og halda áfram að sjóða þangað til hiti á hitamæli nær 300 °F eða 150°C. Ég held ég hafi verið yfir pottinum í rúmar 40 mín. Þori samt ekki að segja alveg til um það. Líka hægt að athuga hvort gleðin sé til með því að hella smá karamelludropa í mjög kalt vatn. Ef hann skilur sig strax í harða þræði þá er þetta tilbúið.
4. Taka af hita, hræra smjöri/smjörlíki strax samanvið svo og matarsóda, og hella í ílátið með bökunarpappírnum. Hér er svo hægt að strá súkkulaðibitum yfir og dreifa úr þeim þegar þeir bráðna. Þarf ekki.
Pff.. þarf ekki.
Það gerir krumsið samt einstaklega ofurgott. Þið vitið það. Ekki reyna að neita því.
Kæla svo aðeins við stofuhita og koma fallega fyrir inn í ísskáp. Taka svo út úr ísskáp (neiii Elín, í alvöru?) og brjóta í bita.
Þið vitið hvað þið gerið næst. Mmhmmm!
13.12.2010 | 17:10
Snjóboltar - kókosboltar
Meira 2009 konfekt. Eitthvað sem ég hef verið að búa til frá því ég var púpa. Ég á það til að detta í kókosgírinn og kókos getur verið svo ljúffengislega góður. Þessir boltar eru æði. Karamelló, stökkir utaná og mjúkir að innan!
Það heyrist "kram knús krús" þegar þú bítur í þá = mjöög hár átvagls- og áferðaperrastuðull.
Ef þú borðar Bounty... þá borðar þú þessar krúttusprengjur svo sannarlega líka.
- 1 dl kókos
- 1 dl sykur
- 1 dl hveiti
- 1 eggjahvíta
- Súkkulaði að eigin vali. Til að húða (þarf ekki)
Eiiinfaalt
Aðferð:
1. Setja allt saman í skál og hræra vel. Deigið verður mjög klístrað.
2. Móta litlar kúlur úr deiginu. Stærð efti skapi og nennu - muna þá að aðlaga bökunartímann. Rúmlega tíkallastærð = fullkomlega krispí og mjúkir og karamella og hamingja og regnbogar og hvolpar!!!
Alls ekki hlutdræg... þið ráðið auðvitað stærðinni mín kæru.
Tíkallastærð!! En þú veist... þið ráðið!
*regnbogar*
Ráðið alveg sjálf.
Raða kúlum á bökunarpappír.
3. Setja inn í 175° heitan ofn í 4 - 6 mínútur eða þangað til botninn er rétt gylltur. Taka út úr ofni og kæla.
4. Bræða súkkulaði og velta boltunum upp úr því.
5. Borða, njóta, brosa og að sjálfsögðu... regnbogar.
Bakstur - "óhollt" | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.12.2010 | 14:09
Oreo trufflur
Síðan á síðasta ári. Eitt af því vinsælasta sem fylgdi með jólapakkanum!!
Svo einfalt. Skammarlega einfalt. Lítur vel út, bragðast eins og draumur í dós og fullkomið nart!
450 gr. Oreo kex
225 gr. rjómaostur
Hvítt/dökkt súkkulaði til bræðslu
Krums ef vill. Hnetumulningur til að velta uppúr (ég sleppti)
Aðferð:
1. Setja Oreo kex í matvinnsluvél og hræra þangað til mjög fínt. Engir stórir kögglar. Ef ekki er til vél þá beint í poka og fá útrás fyrir reiðinni/gleðinni. Þið vitið hvað ég er að tala um...
2. Bæta rjómaosti út í Oreo mulninginn. Hafa rjómaostinn kaldann og hræra vel saman. Hér væri svo hægt að bæta út í bragðefnum - vanilludropum, kaffi, líkjör.. ef vill!
3. Móta litlar kúlur, leggja á bökunarplötu og setja inn í ísskáp í 1 - 2 tíma, eða þangað til vel stífar.
4. Bræða súkkulaði, ég bræddi mitt barasta í örbylgju, og húða kúlurnar.
5. Voila! Syndsamlega auðvelt og gott nom! Bjóst ekki við hversu mikið nom... nom nom!
Nohhm!
10.12.2010 | 12:28
Pumpkin pie ostakaka
Graskers-ostakaka hljómar eitthvað svo ógirnilega illa! Finnst þér ekki?
Pumpkin-pie ostakaka með stökkum engiferköku- og pecanhnetubotni! Já takk. Já takk fyrir kærlega.
Pumpkin pie ostakaka með engiferköku- og pekanhnetubotni
Botn
- 150 gr. engiferkökur, jafnvel piparkökurþ. Ég notaði gingersnaps.
- 1 bolli muldar pecanhnetur
- 4 msk púðursykur
- 4 msk sykur
- 115 gr. bráðið smjör
Fylling
Skref 1
- 3/4 bolli sykur
- 3/4 bolli maukað grasker (ég eldaði mitt í ofni og maukaði sjálf - butternut squash)
- 3 eggjarauður
- 1,5 tsk kanill
- 1/2 tsk engifer
- 1/2 tsk múskat
- 1/4 tsk salt
- 680 gr. rjómaostur. (Ég notaði 250 gr. mascarpone og 430 gr. venjulegan rjómaost)
- 1 heilt egg
- 1 eggjarauða
- 1/4 bolli + 2 msk sykur
- 2 msk rjómi
- 1 msk sterkja (ég notaði maizena)
- 1/2 tsk vanilludropar
- 1/2 tsk sítrónudropar
Aðferð
Botn
Mylja kex í matvinnsluvél. Bæta þá við sykri og hnetum, púlsa í nokkur skipti. Loks smjeri og hræra þangað til blandan er nokkuð þétt.
Hella í bökunarform, best að nota smelluform, og þrýsta deiginu niður og rétt upp með könntum. Geyma inn í ísskáp á meðan fyllingin er útbúin.
Fylling
ATH:
- Hafa egg, ost og rjóma við stofuhita!
- Ekki hræra á hárri stillingu. Hræra á lágri stillingu, svo ekki komist loft í deigið, og hræra allt gumsið vel saman.
Skref 1
Hræra allt vel saman, sykur/eggjarauður/grasker/krydd í miðlungs stórri skál og setja til hliðar.
Skref 2
Setja rjómaost í skál og hræra duglega, eða þangð til hann er orðinn mjúkur og léttur. Bæta þá sykrinum við - hræra þangað til vel blandað saman. Næst bæta egginu við og hræra þangað til það hefur blandast vel saman við ostamallið, þá eggjarauðunni og loks rjómanum. Loks setja út í herlegheitin sterkjuna og bragðdropana og hræra þangað til silkimjúkt og fínt. Graskersblöndunni hrært samanvið í restina.
Nú er fyllingunni hellt yfir botninn og komið fallega fyrir inn í 175 gráðu heitum ofni, í 50 - 60 mínútur, eða þangað til kanntarnir eru orðinir nokkuð stífir en mijðan mjúk. Hálf hristist þegar þú slærð í bökunarformið.
Lærðu á ofninn þinn fyrst.
Annars verður kakan eins og mín á litinn - heldur dökk blessunin.
Getur svosum alltaf falið hana í karamellu!
Geyma í forminu inn í ísskáp yfir nótt og reyna að drepast ekki úr eftiráts-spenningi!
Hún er skemmtilega þétt og kryddin vinna vel saman á móti ostinum. Graskerið gerir vart við sig, hefði jafnvel mátt vera aðeins meira grasker fyrir minn smekk. Ef þið hafið smakkað pumpkin-piiieee, þá er þetta svo gott sem nákvæmlega það sama nema osturinn spilar á móti sætunni og botninn er skemmtilega stökkur, eins og hörð karamella.
Ughhh hvað hún var góð!
Gleeeðihamingja með rjóma og karamellusósu!
Bakstur - "óhollt" | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)