Seigar hafra- og rúsínusmákökur, eggjalausar

Var að koma heim úr vinnunni, síðan kl. 7 í morgun. Ég er löt. Ekkert lasagna. Þið fáið kökur í staðinn!

Þið vitið að ég er forfallinn karamellusjúklingur... er það ekki?

Þið vitið að ég er 70% vatn og 30% hafrar... er það ekki alveg örugglega?

Þið vitið vel að ég og karamella eigum í leynilegu matarperrasambandi, ekki bara af því að karamella inniheldur orðið Ella. Egósentrískt eintak með yfirburðum!

Þessar kökur eru ólseigar! Stökkar að utan, djúsí og karamellukenndar að innan. Þið sem þurfið því ykkar skammt af stökkum smákökum fáið ykkar áferðarhimnaríki fullnægt í bland við mjúka miðjuna. Sömu sögu er að segja um seiga fólkið!

Bragðið milt, hafrarnir koma skemmtilega í gegn og gefa kökunni smá hnetukeim. Uss elsku bestu. Bæta út í þetta heilum heslihnetum og þið þurfið ekki aðrar kökur í jólaundirbúninginn!

Æji bara... prófið þessar.

Eggjalausar hafra- og rúslusmákökur

Hafra- og rúsínusmákökur - eggjalausar 

  • 226 gr. smjör
  • 2 bollar púðursykur
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk vatn
  • 2 msk balsamic edik (eða epla, eða hvítt, eða eða)
  • 2,5 bollar hveiti 
  • 3 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 2 bollar hafrar (ég notaði rauðu solgryn)
  • 1 bolli rúslúr (má nota súkkulaðidropa í staðinn... eða bæði)
  • 1 bolli hnetur (má sleppa)

Stilla ofn á 175°C.

  1. Blanda saman smjöri og sykri. Bæta þá við vanilludropum, ediki og vatni og hræra vel.
  2. Í annarri skál, hræra saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti. Hræra létt saman og bæta þá hveitimixtúrunni saman við smjörsykurhamingjuna, ásamt rúslum/súkkulaði og höfrum. Ef þú bætir út í þetta hnetum, þá er góður tími að bæta þeim við núna.
  3. Rúlla deigi í litlar kúlur, raða á bökunarpappír.
  4. Baka í 10 mínútur, taka út, leifa að kólna vel.

Pottþétt með 

Kökurnar líta ekki út fyrir að vera tilbúnar eftir 10 mínútur, en til þess að þær verði seigar og djúsí, með stökka skorpu, þá eru 10 mínútur alveg málið. Fer kannski svolítið eftir ofninum þínum.

Þú veist best.

Veit ekki nákvæmlega hvernig þær bragðast 2 - 3 dögum eftir bakstur, eða hvernig áferðin er. Þær eru aldrei til í nógu langan tíma fyrir mig ti lað prófa það.

Gott eða slæmt?

Mjög... mjög gott!

Reyndu svo að borða þær ekki allar í einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafra- og rúsínusmákökur - eggjalausar 

  • 130 gr. smjör
  • 4,75 dl púðursykur
  • 2,4 dl sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk vatn
  • 2 msk balsamic edik (eða epla, eða hvítt, eða eða)
  • 6 dl hveiti 
  • 3 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 4,75 dl hafrar (ég notaði rauðu solgryn)
  • 2,4 dl rúslúr (má nota súkkulaðidropa í staðinn... eða bæði)
  • 2,4 dl hnetur (má sleppa)


Vá vá vá!  Thín uppskrift er nákvaemlega eins og mín...nema ad í minni uppskrift nota ég dl í stad bolla

Hungradur (framkvaemdastjórinn í BARNUM)

Hungradur (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 20:15

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

HÚRRA

Nú geta allir sem ekki eiga bollamál líka útbúið kökurnar!

10 prik í framkvæmdastjórakladdann

Elín Helga Egilsdóttir, 8.12.2010 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband