Súkkulaði biscotti með espresso, valhnetum og hvítum súkkulaðibitum

Enn eru tveir dagar í jólin og, trúið því eða ekki, fleiri ofur sykurbombuuppskriftir bíða birtingar síðan í fyrra.

Ég segi samt ekki meir. Held ég sé dáin og farin til himna!

2009 - ó hvað ég elska þig!

Súkkulaði biscotti með espresso, valhnetum og hvítum súkkulaðibitum

Súkkulaði biscotti með espresso, valhnetum og hvítu súkkulaði2 bollar hveiti

1/2 bolli kakóduft, ósætað

1 - 2 msk espresso duft eða instant kaffi. Malað.

3/4 tsk matarsódi

1/2 tsk lyftiduft

1 tsk salt

6 msk smjör, 85 gr. uþb

1 bolli sykur

2 stór egg, hrærð léttilega

1 tsk vanilludropar

1 bolli - valhnetur, gróft saxaðar og hvítir súkkulaðibitar

113 gr. dökkt, gott súkkulaði

Kanilsykur til að strá yfir

Aðferð:

1. Hita ofn í 175 gráður.

2. Sigta saman þurrefni - allt nema sykur.

3. Hræra saman smjöri og sykri á meðalhraða, þangað til ljóst að lit. Um það bil 2 mínútur. Bæta þá eggjunum út í og halda áfram að hræra, 2 mínútur.

4. Lækka hraðann og bæta þurrefnunum samanvið í þremur skömmtum, þangað til rétt blandað og deig er farið að taka á sig mynd. Blanda hnetum og súkkulaði samanvið.

5. Skipta deiginu upp í 2 stóra bita, eða 3... eða 4... fer eftir því hversu stórt biscotti þú vilt fá. Ég skipti því í 4 og fékk minni kökur. Fletja aðeins út svo myndist hálfgerður ferhyrningu. Deigið er mjög meðfærilegt. Ágætt að vinna þetta á smjörpappírnum sem þeir koma til með að bakast á.

Súkkulaði biscotti með espresso, valhnetum og hvítu súkkulaði

6.  Setja inn í ofn í 15 - 25 mínútur. Fer eftir stærð. Mínir voru inn í 20 mín. Passa að hafa þá ekki of stutt, annars krumslast þeir í sundur þegar reynt er að skera í þá. Leyfa að kólna í 10 - 20 mín.

7. Skera í 1 - 1,5 cm þykkar sneiðar, leggja á hliðina og inn í ofn aftur í 8 - 10 mínútur.

8. Taka út úr ofni, leifa að kólna smá og loks færa yfir á grind til að kæla alveg.

Súkkulaði biscotti með espresso, valhnetum og hvítu súkkulaði

9. Borða með kaffi, kaffi... kaffi og meira kaffi... deyja svo hamingjusamur... hmm?

Vonandi þó eftir allmörg hamingjurík og krúttaraleg ár.

Það má líka borða þetta með kakó eða mjólk, ég leyfi það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

+Like

Nafnlaysa bleiðan (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband