Færsluflokkur: Bakstur - "óhollt"

Seigar hafra- og rúsínusmákökur, eggjalausar

Var að koma heim úr vinnunni, síðan kl. 7 í morgun. Ég er löt. Ekkert lasagna. Þið fáið kökur í staðinn!

Þið vitið að ég er forfallinn karamellusjúklingur... er það ekki?

Þið vitið að ég er 70% vatn og 30% hafrar... er það ekki alveg örugglega?

Þið vitið vel að ég og karamella eigum í leynilegu matarperrasambandi, ekki bara af því að karamella inniheldur orðið Ella. Egósentrískt eintak með yfirburðum!

Þessar kökur eru ólseigar! Stökkar að utan, djúsí og karamellukenndar að innan. Þið sem þurfið því ykkar skammt af stökkum smákökum fáið ykkar áferðarhimnaríki fullnægt í bland við mjúka miðjuna. Sömu sögu er að segja um seiga fólkið!

Bragðið milt, hafrarnir koma skemmtilega í gegn og gefa kökunni smá hnetukeim. Uss elsku bestu. Bæta út í þetta heilum heslihnetum og þið þurfið ekki aðrar kökur í jólaundirbúninginn!

Æji bara... prófið þessar.

Eggjalausar hafra- og rúslusmákökur

Hafra- og rúsínusmákökur - eggjalausar 

  • 226 gr. smjör
  • 2 bollar púðursykur
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk vatn
  • 2 msk balsamic edik (eða epla, eða hvítt, eða eða)
  • 2,5 bollar hveiti 
  • 3 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 2 bollar hafrar (ég notaði rauðu solgryn)
  • 1 bolli rúslúr (má nota súkkulaðidropa í staðinn... eða bæði)
  • 1 bolli hnetur (má sleppa)

Stilla ofn á 175°C.

  1. Blanda saman smjöri og sykri. Bæta þá við vanilludropum, ediki og vatni og hræra vel.
  2. Í annarri skál, hræra saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti. Hræra létt saman og bæta þá hveitimixtúrunni saman við smjörsykurhamingjuna, ásamt rúslum/súkkulaði og höfrum. Ef þú bætir út í þetta hnetum, þá er góður tími að bæta þeim við núna.
  3. Rúlla deigi í litlar kúlur, raða á bökunarpappír.
  4. Baka í 10 mínútur, taka út, leifa að kólna vel.

Pottþétt með 

Kökurnar líta ekki út fyrir að vera tilbúnar eftir 10 mínútur, en til þess að þær verði seigar og djúsí, með stökka skorpu, þá eru 10 mínútur alveg málið. Fer kannski svolítið eftir ofninum þínum.

Þú veist best.

Veit ekki nákvæmlega hvernig þær bragðast 2 - 3 dögum eftir bakstur, eða hvernig áferðin er. Þær eru aldrei til í nógu langan tíma fyrir mig ti lað prófa það.

Gott eða slæmt?

Mjög... mjög gott!

Reyndu svo að borða þær ekki allar í einu.


Pecan-pie stangir

Pecan-pie fylling ofan á hveitibrauðsskorpu! Þykir þér karamella góð? Söltuð karamella og ristaðar hnetur?

Hvernig getur þetta kombó klikkað? Hvernig? Ég bara skil það ekki.

Enda klikkaði það ekki.

Ekki nærri því næstum nálægt því að klikka.

Svona nú. Hip hip hip.

Inn í eldhús með þig. Þetta tengur enga stund!

Pecan-pie stangir

Botn

  • 2 bollar hveiti
  • 1/3 bolli sykur
  • 1/4 tsk salt
  • 150 gr. kalt smjör, skorið í litla bita

Hræra saman hveiti, sykur og salt. Blanda þá smjeri saman við hveitið - þangað til það líkist grófu mjöli. Hræra saman í matvinnsluvél t.d. eða vinna saman með annarslags tækjum og tólum, eins og t.d. þessu:

Eðalgræja

Inn í 175 gráðu heitan ofn í 20 mín!

Á meðan.

Fylling

  • 1 bolli sykur
  • 3 msk púðursykur
  • 1/2 tsk salt
  • 1 bolli sýróp
  • 3/4 tsk vanilla
  • 80 g. smjör
  • 3 egg, léttilega hrærð
  • 1,5 bolli hnetur (pecan, blanda... það sem þú vilt. Ristaðar í ofni í ca. 10 mín)

Innskot

  • Sjáið þið hvað ég er svakalega samkvæm sjálfri mér í mælieiningunum? Þær eru ekkert manískar eða neitt!

Allt saman í skál, nema hnetur, hrært vel. Blanda þá hnetum samanvið.

Þegar botninn kemur út úr ofninum, hella karamellublöndunni stax yfir og aftur inn í ofn í 20 mín. Beint út úr ofni, leyfa að kólna smá og svo inn í ísskáp yfir nótt. Taka út úr ísskáp og skera í bita.

Og þá gerist þetta!

Óguð og öll hans fylgikvikindi. Ég get nú formlega dáið hamingjusöm.

Pekan-pie stangir, kaldar

Ég vil heyra knús!

*KNÚÚS*

Kram!!

*KRAAAAAM*

Seigogdjúsíkaramellasemlekurofaníbotninn!

*ÞAÐ SEM HÚN SAGÐI*

Fyrir utan það hversu yndislega góðar ristaðar hnetur eru. Elskurnar mínar. Þetta er hinn fullkomni sykurbombu-biti. Þið verðið með spékoppa á rasskinnunum í margar vikur eftir át á einu svona stykki. Fullnægir svoleiðis öllum matarpervertískum skilningarvitum hvað áferð, bragð, gæði og æði varðar.

Bræða svo hvítt og dökkt súkkulaði til þess eins að vera með fínheit.

pecan pie bitar

pecan pie bitar

pecan pie bitar

Manstu það sem ég sagði í byrjun?

Inn í eldhús með þig!


Ofurmamma og allrahanda fjas

Uss, tók Karvelio sprettina í morgun.

Alveg með eindæmum hvað ég ætla ekki að ná því að halda síðusta metrana almennilega út! Fer gífurlega í pirrurnar á undirritaðri! Það skal því lagað!

Móðir mín kær kom svo í heimsókn í gærkveldi, færandi hendi, og gaf átvaglinu, jább, gaf... átvaglinu

*trommusláttur*

OMG... HIHIHIHI

Þessar pönnur eru svo yndislega æðislegar. Geggjað! Verður vígð við fyrsta tækifæri. Einhver gúmmulaðilegur ofurbaunaréttur....

Banni og nanni

og RYKBANA!

RYKBANINN

Sem fer svona líka fullkomlega vel inn í allrahandaskápnum!

Hafið þið einhverntíman séð svona krúttaralegt tæki? Í alvöru? Verið hreinskilin!

Held ég nefni þessa snúllu Lúlú. Því, þið vitið, öll tæki þurfa að heita eitthvað. Þannig er regla númer 374. Og þessi er bara svo Lúlú leg.

krútt

Mér hefði aldrei dottið í hug, fyrir jah, 5 árum síðan, að ég yrði hoppandi ofurkát með ryksugu og borðpönnu að gjöf. Skondið.

Hitti svo Þórunni mína í grautargerð í morgun.

Þórunn

Vinnugrautar, eins og vinnumatur, útbúnir í lítratali... tonnatali jafnvel!

Ein lítil hræra

Smá sletta á minn disk ásamt múslí og kanilsprengjugleði.

Grautargerðarstaður

Morgunvinnugrautur

Stalst líka í einn appelsínubát.

Hvernig er það ekki hægt? Sjáið bara hvað þetta er skelfilega girnó og ferskt og brakandi eitthvað.

ávaxtabakki miðvikudagsins

Jólakökutilraunir hafa verið gangsettar.

Tilraunir gærdagsins gott fólk. Eðalfínar, karamelló, stökkar að utan, mjúkar að innan og ákkúrat skemmtilegar. Nú þarf bara að prófa sig áfram og leika með krydd!

Sykur og smjör - hamingja og helgidómur. Vinnufólkið mitt gefur þessu grænt ljós.

Áferðarhimnaríki þessar... jebb. Áháferðarhimnaríki!

Þessar eru ekki ósvipaðar kransaköku, áferðarlega séð. Aðeins stekkri í kanntana.

Þær eru æði... þetta eru  kökur sem heyrist í "kram kram kram", þegar tuggnar.

Matur sem segir "kram kram kram" er einfaldlega skemmtilegri til átu.

Það segir regla númer 375.

Rétt upp hendur sem á bestuðustu ofurmömmu í þessum heimi!

\o/


Eggjalausar smákökur

Tilraunir kvöldins

Númer 1

"Ömmi Hansen"

Svo langt úti að það sést ekki punktur á sjóndeildarhringnum.

Engin uppskrift.

Fuss...

...þurrildi með meiru.

Úti.

ekki séns

Númer 2

"Hafra- og rúsínusmákökur"

Það held ég nú aldeilis. Sérdeilis. Jádeilis.

Skuggalega skemmtilegt að bíta í. Stökk skorpa, mjúk miðja.

Baka aðeins lengur og allt dýrið verður eins og hálfgerð karamella.

Inni!

Uppskrift væntanleg.

Pottþétt með

Númer 3

"Súkkulaðibitakökur"

Skemmtilegar, skemmtilegar að bíta í. Myndu plumma sig flott sem piparkökur - seigar og djúsí í miðjuna. Olía notuð, ekkert smjör.

Nóg af sykri.

Jebb.. nóg af sykri.

Rúslúr í staðinn fyrir súkkulaðibita. Væri mun betra að súkkulaðibita þær.

Ætla að testa með piparkökur í huga og búa til annan skammt með súkk.

Inni. Inni, inni.

Uppskrift svo sannarlega væntanleg.

eggjalausar súkkulaðibitakökur

Það er gaman að vera ég núna.

Tilraunir kvöldsins, eggjalausar smákökur

Nótt í hausinn á ykkur.


Bakstur 101

Mætti halda.

Það að elda í nýjum ofni er eins og að keyra nýjan bíl eða skipta um síma. Get svo svarið það. Tekur smá tíma að læra inn á kvekendið.

17 mínútur eru ekki það sama og 17 mínútur mín kæru!

Pumpkin-ostakaka og pekanstangir eru meðal annars á matseðli kvöldsins og þeim skúbbað saman í gærkveldi eftir kúnstarinnar reglum. Of mikið af öllu var að sjálfsögðu keypt og það sem eftir sat fór beinleiðis upp í ginið á undirritaðri. Stóð því og át eins og enginn væri morgundgurinn í rúma 5 klukkutíma, á meðan karamella, hnetur og grasker flundruðust um eldhús- borð, gólf, veggi og því miður, loft.

Hellirinn því vígður svo um munaði, með miklum tilþrifum, ofátáti og mjög svo tilhlökkunarvænum eldhúsþrifum!

Mjög... tilhlökkunarvænumgleðioghamingja!

allt að byrja

Í mínu fasíska, reiða í óreiðu, skipulagða eðli þá þótti mér einstaklega vel við hæfi að tékklista mig í kjölfar baksturs, því það er jú alltaf eitthvað sem uppá vantar þegar verið að hleypa nýjum helli af stokkunum.

Litlu hlutirnir elsku fólk. Litlu hlutirnir, sem ég minntist á um daginn, sem gleymast alltaf - nema, þegar þú þarft virkilega á þeim að halda.

tékklisti

Graskerið skorið, innvolsað og komið fallega fyrir inn í ofni!

butternut squash

grasker

Tók mig líka til og ristaði blessuð fræin!

Það... er æði! Seg'ykkur'ða! Alveg geggjað!

Fræristin í gangi

fræs

Alltaf og ætíð þegar ég elda/baka, þá fylgir mér tuska eða viskasktykki!

Það er algerlega ómissandi! Í þetta skiptið var ég ekki í bakara ofurklæðnaðinum svo viskastykkinu var reddað ofan í buxnastrenginn!

besti vinurinn

Ostakakan tilbúin í ofnbakstur.

Fáar eru "á meðan" myndirnar því atið og átið áttu hug minn allan.

Ofn á næsta leiti

Þarnæst tóku pekanstangirnar við! Venjulega pekanbökufylling ofan á hveitibrauðs-skorpu... um það bil.

Hvað annað get ég kallað það? Ekki var það bökudeig!

Mikið þarfaþing þettta tól þegar mylja þarf saman smjer og hveiti! Af hvejru ég á svona tæki en ekki skæri er ofar mínum skilningi!

Eðalgræja

Enn bætist við listann!

Ég lofa... ég lofa samt svo langt sem augað eygir og alheimurinn nær, að það voru engin hár að væflast fyrir mér í bakstrinum þó svo á blaðið hafi ratað "rúllubursti til að fjarlægja hár".

Ég lofa!

Listinn stækkandi fer

Næst var pekandýrðinni komið fyrir inn í ofni og voila!

Bara að bíða til morguns með að reyna að borða þetta ekki!

Gleðisprengja

pekanstangir nýomnar út úr ofni

Þetta kemur t.d. fyrir ostakökurnar elskulegar, þegar maður kann ekki nógu vel á ofninn sinn!

Nei, hún náði ekki að brenna en tók aðeins of góðan lit til að vera titluð "gullfallega fín".

Bragðið er enn óráðið - það kemur í ljós í kvöld!

Keppnis brún

Afrakstur gærdagsins að viðbættri ómyndaðri karamellu sem ákvað að heilsa upp á ostakökuna!

pumpkin ostakaka

pekanstangirnar

Kalkúnn eftir 30 mín!

Annað ofát í uppsiglingu.

Hjálpi mér allir alheilagir átvaglsandar.

 

 


Mömmupönnsur

Hvað er heimilislegra og kósý en hús yfirfullt af pönnukökulykt? Sykraður smjörilmur í bland við vanillu. Snarklið sem heyrist þegar deiginu er hellt yfir flundurheita pönnukökupönnuna sem orðin er kolbikasvört af endalausum pönnukökubakstri. Notalegt. Eins og sönnum aðstoðarbakara sæmir stendur þú þína plikt sem yfirumsjónarmaður sykurkarsins. Hver pönnukakan á fætur annarri er sykruð af miklum móð á meðan þú vonar að ein, bara ein misheppnist. Stundum fær maður góðfúslegt leyfi frá bakaranum til þess að forsmakka dýrðina og þá er einni rænt úr staflanum. Ekkert er gleðilegra en að heyra "Já, þú mátt fá eina". Sjóðandi heit kaka, svo heit að sykurinn er þegar bráðnaður. Fyrsti bitinn gleymist seint. Flauelismjúkt deigið svo gott sem bráðnar upp í þér og mildur vanillukeimur fylgir í kjölflarið í bland við sykurbráðina. 

Bestu pönnsur sem til eru! Það er einfaldlega ekkert flóknara.

Reyndar eru pönnukökur mikil trúarbrögð og það sem þú aldist upp við er það sem fær munnvatskirtlana til að gráta af gleði. Hvort sem um pönnukökur, kleinur, vöfflur.... er að ræða.

Trúarbrögðin sem fylgja eldunaraðferðinni eru álíka jafn sterk og skoðanirnar á því hvaða pönnukökur eru bestar. Hver fylgir sínu hjarta í þeim efnumi. Sumir vilja sínar pönnsur brúnar og krispí, þykkar, þunnar...

...ég vil mínar ákkúrat svona! Næfurþunnar, ljósar með götum.

Mömmupönnsur

Pönnukaka a-la Mama. Þunn og deigið götótt!

Sjáið þið hvað ég á við með "Bestu pönnukökur í heimi"? Þetta er ekkert grín gott fólk. Svona hryllilega gómsætum upplýsingum myndi ég aldrei nokkurntíman ljúga!´

Þú þarft ekki að leita lengra og já... þú mátt þakka mér seinna!

Mömmupönnsur (Uppskrift og texti frá bakaranum sjálfum komið)

  • 500 gr.hveiti
  • 1 dl. sykur
  • 1 L. mjólk
  • 100 gr.smjör eða samsvarandi magn annarar fitu
  • 4 egg
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • Tæplega 1 tsk. vanilludropar (eða tveir tappar. Tappinn á dropaglasinu)
Aðferð:
  1. Allt skal vera við stofuhita, a.m.k. ekki ískalt.
  2. Þurrefnin öll í skál saman... ekki hár saman (doh!)
  3. Smérið brætt og því hrært saman við þurrefnin.
  4. Síðan er settur ½ líter af mjólk útí og hrært frenjulega, án þess að skvetta uppúr. (Dýrmætu pönnsudegi skal eigi sóa)
  5. Þá er eggjum varpað útí, öllum í senn,  og áfram hrært.
  6. Eftir sambland eggja og jukks í skálinni er afgangi af mjólk og vanilludropum bætt við.
  7. Deigið á nú að vera milliþunnt, með kekkjum hist og her.
  8. Pannan skal vera vel heit, best að hver finni sinn hita.
  9. Svo hefst baksturinn…

Reyna svo að halda átvöglunum frá sem borða beint af pönnsudisknum. Stundum er gott að vera með flugnaspaða við hönd.

Gleði og gerið svo vel!


Marzipan mascarpone ostakaka með súkkulaðihjúp

Vakna, búðast, baka, sturta, skírn, át, meira át, ofát, heim, syfja, leti = sunnudagsóhollustupistill.

Ef þér þykir marzipan gott þá klikkar þessi ekki.

Þannig er það nú bara. Ég lýg ekki... hún er... djöðbilaðslega fín!

Mascarpone marsipan ostakaka með súkkulaðisósu og flöde

Botn

200 gr. hobnobs, hafrakex, hvað sem er.

1/2 bolli bráðið smjör

1/4 bolli púðursykur

100 gr. möndlur, ristaðar upp úr smá af smjörinu og saltaðar

Fylling

250 gr. 60% marzipan

1/2 bolli sykur

680 gr. rjómaostur. Ég notaði 500 gr. mascrapone, 180 gr. rjómaost.

5 egg

Innan úr einni vanillubaun

1 tsk vanilludropar

3/4 tsk möndludropar

 

Aðferð

Botn

Allt í matvinnsluvél nema bráðið smjerið. Hræra þangað til smátt, þá hræra smjörinu samanvið og loks þrýsta ofan í 23 cm. smelluform og um það 2,5 cm upp kanntana. Inn í ísskáp á meðan fylling er útbúin.

Botninn

Fylling

Í matvinsluvél hræra vel saman marzipan og sykur. Loks bæta við rjómaosti, vanillu og dropum og hræra þangað til vel blandað. Þá bæta eggjunum út í, einu í einu, og rétt blanda inn á milli. Ekki ofhræra.

Hella loks gumsinu ofan á botninn og inn í miðjan 175 gráðu heitan ofn þangað til kanntarnir eru stífir, en um það bil 3cm hringur í miðjunni hristist. Láta svo kólna inn í ofni í 10 mínútur. Renna hníf með hliðum kökunnar til að losa frá móti. Kæla svo í bökunarforminu á rekka í um það bil klukkustund og svo inn í ísskap í allt að 4 daga.

Ég keypti Anton Berg súkkulaði. Skar niður í litla bita og raðaði ofan á kökuna fyrir bakstur. Þrýsti svo ofan í fyllinguna og bakaði þannig.

Mascarpone marsipan ostakaka með súkkulaðisósu og flöde

Þar sem þessi bjútíbomba var á leiðinni í matarboð, óformlegt matarboð, en matarboð engu að síður, þá skilaði ég módelinu að sjálfsögðu aftur á sinn stað.

Mascarpone marsipan ostakaka með súkkulaðisósu og flöde

Ekkert sem súkkulaðisósa felur ekki!
 
Það er hægt að hella súkkulaðisósunni yfir dýrið og láta harðna, en kannski betra að leyfa fólki að skammta. Sovsan getur falið svolítið marzipanbragðið. Ofboðslega góð þessi köka, það verður bara að segjast. Þétt og góð. Langsamlega best beint út úr kæli þykir mér þó. Gaman að bíta í hana og áferðin fullkomin. Næstum karamellukennd. Spurning um að minnka aðeins marzipanmagið, 150 - 200 gr? Fer eftir því hvort osta eða marzipanfíkilinn hið innra er sterkari. Marzipanið gerir áferðina að sjálfsögðu aðeins kornóttari, 250 gr. sluppu vel til.

Svakalega góð, þétt, mjúk - æði.

Voila. Marzipan ostakaka með súkkulaðisósu og rjóma.

Ég borðaði þessa sneið... aðra til... og svo um það bil 1/4 af allri kökunni eftir að ég andaði hinum tveimur sneiðunum að mér. Þið megið geta ykkur til um magn rjóma sem fylgdi með.

Mmmhmmmarzipan!

Já... ég nota z.


Djúsí gulrótarkaka

Sökum veikinda og uppdópunar hendi ég inn föstudagskökunni. Útbjó þessa fyrir 2 vikum.

Fyrsta skipti sem ég útbý gulrótarköku held ég. En hún er svakalega... svakalega góð og ég er ekki mikið fyrir gulrótarkökur sjálf. Reyndar er þessi útbúin með olíu, þyrfti að finna eina góða með smjeri. Það er hinn alheilagi kaleikur baksturs. Smjör, smjör og meira smjör. Ekkert sem slær því við!

Gulrótarkaka nohm

Gulrótarkaka, mjúk og bragðgóð

2,5 bollar hveiti

1 1/4 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1,5 tsk kanill (já, ég nota mikið)

1/2 tsk múskat (nutmeg)

1/8 tsk negull

1/2 tsk salt

3 bollar rifnar gulrætur

1,5 bollar sykur

1/2 bolli púðursykur

4 stór egg

1,5 bolli olía

Vanilludropar, eftir smekk

Sítrónubörkur, eftir smekk

Aðferð:

Hræra saman í stórri skál hveiti - salt. Setja til hliðar. Í matvinnsluvél, saxa niður gulrætur með því rifjárni sem fylgir vélinni. Ég notaði minnsta rifjárnið svo gulræturnar yrðu næstum að hálfgerðu mauki, þykir betra að bíta ekki í gulrótarbita í kökunni minni. Felurætur! Rífa niður um það bil 3 bolla af rótum, kannski 5 - 7 gulrætur. Fjarlægja gulrótahrat úr matvinnsluvélar-skálinni og setja til hliðar. Í matvinnsluvélinni hræra saman eggjum og sykri þangað til létt og ljóst. Kannski 20 sek. Hella olíunni þá hægt og rólega út í og láta vélina ganga á meðan. Hella síðan blautu saman við þurrt, ásamt rótum, þangað til allar hveitirákir eru horfnar og bæta þá út í deigið vanilludropum og sítrónuberki.

Hella í bökunarform og baka í 175 gráðu heitum ofni í 30 - 40 mín, eða þangað til prjónn, sem stungið er í kökuna miðja, kemur til baka hreinn og fínn.

Gulrótarkaka nohm

Leyfa köku að kólna vel áður en kreminu er smurt á!

Þetta veit ég... svona er ég nú klár.

Þetta ætti ég amk. að vita. En átvögl eru og verð átvögl. 

Smjör-rjómaostakremssmurningur á heita múshí köku eru mistök sem ég endurtek ekki aftur í bráð. Litla þunna kremröndin sem sést þarna í kökunni miðri átti einmitt að vera millilagið en nei, nei Elín Helga... smurningin þurfti að eiga sér stað strax.

Dýrið var því penslað með kreminu ógurlega og kakan bókstaflega lak í sundur. Það sem þið sjáið hér er eitthvað sem ég náði að púsla saman með allskonar prjónum og öðrum tiltækum eldhúsáhöldum. Ágætis redding svosum, kakan ekki síðri á bragðið og meira krem fyrir mig að "bjarga".

Krem (hræra saman)

close up450 gr rjómaostur

140 gr. smjör

1 - 2 msk sýrður rjómi

1 tsk vanilludropar

2,5 bollar flórsykur (eða eftir smekk)

Ég bætti svo út í þetta handfylli af ristuðum kókos

 

Hún er æðisleg á bragðið. Virkilega. Kannski svolítið sæt, mætti jafnvel sleppa vanilludropunum (ég er samt svoddan vanillukerling, get aldrei af þeim séð). Hún er mjög djúsí og mjúk og deigó og gaman að bíta í og kremið - kremið er æði! Sítrónubörkurinn kemur líka með skemmtilegt spark í hvern bita.

Þeir sem vilja gætu svo t.d. bætt út í degið rúslum og/eða hnetum.


Vanillu mascarpone ostakaka með möndlubotni

Svona af því að það er að koma helgi.

Gerið þessa í dag, borðið hana á morgun.

Þið sjáið ekki eftir því! 

Vanillu mascarpone ostakaka með möndlubotni

Ofur ostakaka með vanillubaunum

Botn

200 gr. hobnobs, hafrakex, hvað sem er.

1/2 bolli bráðið smjör

1/4 bolli púðursykur

100 gr. möndlur (væri æðislegt að salta þær og rista áður - þá sleppa saltinu hér að neðan)

Smá salt, eftir smekk

Fylling

900 gr. rjómaostur (ég notaði 250 mascarpone)

1 bolli sykur (200 gr. um það bil)

3 msk hveiti

5 stór egg við stofuhita

1/3 bolli rjómi

sítrónubörkur eftir smekk

1 tsk vanilludropar

Baunir innan úr 1 vanillustöng

Toppur - hræra saman í lítilli skál

1 dolla sýrður rjómi

2 msk sykur

1/2 tsk vanilludropar

 

Aðferð

Botn:

Allt í matvinnsluvél nema smjör. Mylja smátt og bæta svo smjöri út í í restina. Hræra saman þangað til úr verður smávegis deig eða bolti. Þrýsta í 23 cm. smellukökuform og upp með hliðum. Kannski 2,5 cm upp með hliðum. Setja inn í ísskáp á meðan fylling er útbúin.

Mmmhmmm

Fylling (tips, hræra á mög hægri stillingu, þú vilt ekki fylla degið af lofti):

Rjómastur -> hveiti í hrærivél. Hræra þangað til vel blandað, 2 - 3 mínútur. Bæta þá við eggjum, einu eggi í einu, og hræra í blöndunni á milli. Bæta þá við rjóma, sítrónuberki, vanilludropum og vanillubaunum og hræra þangað til vel blandað. Taka botninn út úr ísskáp, hella fyllingunni í og inn í miðjan 175 gráðu heitan ofn í 15 mínútur. Lækka þá hitann í 120 gráður og baka þangað til hliðar kökunnar eru stífar og gylltar, en miðjan enn nokkuð blaut. Ef þú kemur við kökuformið þá hristist miðjan smá. Um það bil 1 - 2 tímar, ágætt að byrja að fylgjast með henni eftir 1,5. Ég var með mína inni í um það bil 2 tíma.

Taka dýrið út úr ofninum og bæta toppnum ofan á heita kökuna og aftur inn í ofn í 15 mín.

Taka þá út, losa hliðar kökunnar frá formi með hníf svo ekki komi rifur í kökutoppinn þegar hún kólnar (hún skreppur smá saman) og leyfa að kólna smá í smelluforminu. Setja þá inn í ísskáp (enn í smelluformi) og leyfa að kólna yfir nótt. Best að gera kökuna deginum áður og geyma jafnvel í sólarhring inn í ísskáp.

Mmmhmmm

Svo bara skreyta, gleðjast og borða eins og hugurinn girnist.

Ég bjó til karamellu og hafði með þessu vanillurjóma og bláber. Það var æði!! Og þessi kaka! Fyllinging er algerlega... ohh my god! Hver biti þéttur og silkimjúkur. Vanillan skilar sér vel með smá hinti af sítrónu og smá jógúrtfílíngur í topplaginu. Stökkur saltur botninn er svo toppurinn yfir i-ið. Áferðahimnaríki, vá. Þið getið líka tvöfaldað botninn ef þið viljið meira af ofurkrami, ég ætla að gera það næst - botninn er nú alltaf svo mikið nohm. 

Ég þarf að prófa að útbúa fleiri ostakökur, svo mikið er víst. Amaretto/hvítt súkkulaði, kaffi, súkkulaði, banana/karamellu, hnetusmjörs, kökudeigs...

...óguð!!

Leit að hinni fullkomnu ostaköku er hér með hafin!


Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

Biscotti er ein af mínum uppáhalds kökum. Hart, crunchy, hnetur, sætt. Æðislegt. Ég hef aldrei "þorað" að baka biscotti. Hélt alltaf að það væri maus og vesen en viti menn, handavinna - allt og sumt. Þetta er æðislegt biscotti. Bragðgott og mjög hart - það þykir mér best.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum1 bolli sykur

1 bolli púðursykur

2 egg, hrærð saman

1/3 bolli smjör

1 tsk vanilludropar

1 tsk möndludropar

1 bolli heilar möndlur. Með hýði eða án.

1 bolli bland af rúslum og dökku súkkulaði. Bá vera annaðhvort, á sleppa, má setja meira af hnetum...

2.5 bollar hveiti

2 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

1 eggjarauðu og 3 - 4 msk vatn til penslunar

Aðferð:

Hita ofn í 180 gráður.

1. Hræra saman smjör, sykur og egg, eitt í einu, þangað til létt og ljóst. Bæta þá við möndlu- og vanilludropum.

2. Sigta saman þurrefnin og bæta út í smjörblönduna ásamt möndlum, súkkulaðibitum og rúslum. Hella deiginu á smjörpappír eða skipta því niður í skálinni. Ég tvöfaldaði minn skammt svo ég hellti öllu á bökunarpappír.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

3. Skipta deiginu í 3 skammta. Forma í hálfgert baguette og koma fallega fyrir á bökunarpappír. Gott að hafa rúmt pláss því þessi snilld tvöfaldast að stærð. Pensla topp með eggjalböndu og strá smá kanilsykri yfir.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

 

 

 

 

 

 

4. Baka í  ofni í 20 mín, eða þangað til fallega brúnt/gyllt og miðjan er nokkuð stíf. Taka út úr ofni, af ofnplötu og kæla lítillega á bökunarpappírnum. Stilla ofn á 150 gráður. Skera kökurnar niður í 1 - 1,5 cm sneiðar, leggja á hliðina og baka í 15 - 20 mín í viðbót og snúa á hina hliðina einusinni í millitíðinni.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínumMöndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

 

 

 

 

 

 

Taka þá út úr ofni, leyfa að kólna smá og loks kæla alveg á grind. Setja í loftþétt ílát og stelast í af og til. Ef það verður eitthvað eftir. Þessar kökur geymast mjög lengi.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband