Færsluflokkur: Skyr

Skyrgums

Skyr er ágætis fæða og einfalt að grípa í. Skyr.is set ég sjaldan eða aldrei inn fyrir mínar varir. Skrokkurinn á mér harðneitar að kyngja og snýst til varnar um leið og boxið er opnað. Ég borða alltaf hreint/hrært Kea skyr því bragðbættu tegundirnar eru eins og ís sem þykist vera með jarðaberjabragði. Það er bara eitthvað afskaplega ónáttúrulegt við það. Hinsvegar, því verr og miður, þá á ég afskaplega erfitt með að borða hreina skyrið eintómt og þarf yfirleitt að blanda út í það ávöxtum af einhverju tagi. Þetta gums er t.d. með frosnum hindberjum, banana og möndlum fyrir crunch. Svaaðalega gott!

Hreint Kea skyr, frosin hindber, stappaður banani og möndlur

Ég veit ekki hvort þetta ástand sé gott eða vont eða hvort ég ætti að vera að borða skyr yfir höfuð úr því staðan er eins og hún er. En um leið og ávextirnir mæta á svæðið, þá verður allt svo miklu gleðilegra! Skyr og t.d. bláber... gæti ekki beðið um það betra!

Mín persónulega trú, í þessum matarmálum, er að pína aldrei, aldrei aldrei eitthvað ofan í sig af því að það er titlað "hollt, æskilegt, nauðsynlegt". Það er nægur matur til og úrvalið eftir því - finndu þér bara eitthvað annað til að uppfylla prótein-/kolvetna- eða fituþörf. Hinsvegar, ef hægt er að umbreyta óborðanlegum mat á þann hátt að hægt sé að.. jah, borða hann (eins og t.d. skyrgumsin mín), þá er um að gera og nýta hráefnið til hins ýtrasta!


Matur á fartinum

Þegar mikið liggur við og þú ert uppteknari en allt sem er upptekið þá er ágætt að geta hrært í eitthvað á örskotsstundu sem hægt er að kippa með í bílinn/vinnuna/töskuna. Gott dæmi um gott nart, á ljóshraða, er skyr og skyrgums.

Skyr, stappaður banani, frosin bláber og möndlur

Skyr, stappaður banani, frosin bláber og möndlur. Hræra saman, beint ofan í plastbox og viti menn - þú þarft ekki að láta sjoppufæði heilla þig upp úr skónum og nartar í ljóshraðamatinn þegar hungrið segir til sín.

Síðustu vikur hef ég verið að taka hellinn í gegn og því ekki búinn að vera mikill tími til matarplans. IKEA var að sjálfsögðu einn af mínum viðkomustöðum um helgina og á vissum tímapunkti var maginn farinn að kvarta sáran. Hrærði því saman í ljóshraðagumsið, á myndinni hér að ofan, og borðaði með góðri lyst í bíl, ala Palli driver, á leiðinni í völundarhúsið. No problemo! Engar IKEA pulsur eða sænskar kjötbollur! Þó það sé að sjálfsögðu alltaf gott að bíta í sjóleiðis gums!


Allt fyrir áferðina

Þið sem lesið þetta hjá mér vitið eflaust að áferð á mat er número dos í röð yfir mikilvæga hluti í matargerð og mataráti Elínar. Er oft að leika mér með ýmsar tegundir af morgunkorni, koma því fyrir inn í ísskáp með mjólk/jógúrt/skyri og bæta einhverju krumsi út í það daginn eftir.

Prófaði um daginn að blanda saman skyri og Havre fras og geyma inn í ísskáp yfir nótt. Að sjálfsögðu leyfði ég jarðaberjunum mínum að vera með og smá vatni. Hitaði berin að mauki í örbylgju, bætti við skyri, vatni, kanil, vanilludropum og loks Havre fras bögglum, þannig að skyrið húði bögglana rúmlega.

Havre fras og skyr eftir nótt í ísskáp

Bjóst nú ekki við miklu eftir ísskápsveru en viti menn. Áferðaperrinn hið innra æpti og skrækti af gleði! Ef ykkur þykir t.d. brauðtertubrauð gott, rjómatertubotnar nú eða pizzabrauðið, sem hefur fengið þann heiður að vera undirlag fyrir sósu og ost, þá eigið þið eftir að elska þetta gums. Havre fras koddarnir bólgna út og verða að hálfgerðu brauði.

Havre fras og skyr eftir nótt í ísskáp

Mætti segja að þetta sé ekki ósvipað ofnhituðum brauðbúðing nema ögn ferskara! Fluffy eins og sykurpúði, næstum eins og ladyfingers í tiramisu...

Næstum eins og ladyfingers í tiramisu

...ég ætla að búa til annan skammt í kvöld og borða á morgun. Ójá! Kannski ekki fallegasta gumsið í blokkinni en þó fínna en Franken-grauturinn sívinsæli!


Nýtt rúm

Það held ég nú. Nýtt rúm væntanlegt í hús í dag. Mikið verður gleðilegt að þurfa ekki að sofa á dýnu sem skilur eftir sig gormafar í andlitinu á manni. Hressandi!

Vaknaði í miklu letikasti en hrökklaðist af stað í ræktina - 30 mínútum, 5 km., og eldrauðu fési seinna mætti ég í Gúmmulaðihellinn og bjó til...

Banana ís með próteini, skyri, múslí og glas af jarðaberja C-vítamín vatni

...banana ís! Pimpaði upp á ísinn með 50 gr. skyri, 1 skeið GRS-5 og 1 dl. hafra- og hnetumúsli. Svo, af því að það er nú laugardagur, skreytti ég gumsið mitt með þeystirjóma og súkkulaði- og butterscotch bitum.

Banana ís með próteini, skyri, múslí með þeystirjóma og nammi ;)

Blandan verður eins og þykkur búðingur og próteinið gefur vanillubragð sem skilar sér í karamellufílíng! Ekkert nema gleði!

Banana ís með próteini, skyri, múslí með þeystirjóma og nammi ;)

Mmmmm... næstum eins og ís! En bara næstum.

Ég sé nýtt rúm, bragðaref og jafnvel smá Nóa Kropp í minni nánustu framtíð! Ójá!


Góður dagur...

...ég finn það á mér!

Alltaf ágætt að byrja daginn, eftir svaðalegt át, á einhverju léttu og ljúffengu. Gott fyrir líkamann og sálartetrið. Líka ágætt að borða létt og lúffengt sama dag og svaðalegt át er á matseðlinum. Þó aðallega svo pláss sé fyrir allt ljúfmetið sem fyrir höndm munni er, um kvöldið! Þetta var því hinn fullkomni hádegismatur. Skyr, prótein, múslí...

Skyr, GRS-5 prótein og múslí

...og ískalt brakandi epli.

Eðalepli

Einfalt, mettandi, átvaglið sátt og hlakkar mikið til kvöldsins!


Of gott til að sleppa

Hrærði saman í morgunmatinn minn í dag.. í gær!

Gúmslaði saman 200 gr. hreinu Kea skyri, 1 niðurskornu epli og rúmlega 1 dl. Sólskynsmúslí. Þessu leyfði ég að sitja inn í ísskáp yfir nóttina og í dag var blandan orðin að miklum graut. Sem ég fíla alveg í botn. Þegar ég mætti svo í vinnuna í morgun blasti þetta heimagerða ofurmúslí við mér...

Ofurmúslí í vinnunni

...þið sjáið það bara sjálf. Þetta múslí er of girnilegt til að sleppa. Heilar hnetur, bitar af döðlum, sólblóma- og graskersfræ, furuhnetur og kókos. Mmmm! Ég fékk mér að sjálfsögðu múslí út á skyrið mitt.

Vinnuskúbbað yndælis múslí

Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, ónei. Þetta er bland sem ég gæti vel hugsað mér að narta í yfir góðri bíómynd! Erna (yndislega fína eldhússkvísan í vinnunni) þú ert snillingur!


Hallærismatur...

...bítlafæði, tækifærisnart!

Slappleiki búinn að angra mig í allan dag. Er búin að liggja eins og pönnukaka frá því ég opnaði augun í morgun. Áætlun kvöldsins hafði gert ráð fyrir tígrisrækjum en heilsan hélt nú ekki! Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að skjalfesta gumsið, sem ég fékk mér í 'kvöldmat' í dag, eða ekki. Furðuleg samsetning á fæðu en virkaði flott fyrir mig. Ég held að allir eigi sér a.m.k. eina dularfulla matarsamsetningu sem enginn fær að vita um nema viðkomandi. Ég veit um einn sem fær sér t.d. flatköku með kokteilsósu og osti Shocking. Af hverju maður segir ekki frá uppgötvuninni er til þess að losna við "Ugghh.. af hverju þetta tvennt?" eða "Ohj, þetta er hræðilegt" og njóta þess að háma í sig furðugumsið.

Til að gera langa sögu stutta þá blandaði ég saman 100 gr. af skyri við 100 gr. af kotasælu. Fyrir ykkur sem ekki hafa prófað, og getið borðað bæði kotasælu og skyr, þá mæli ég með þessu. Eeelska þessa blöndu. Út í kotasælublönduna fóru að sjálfsögðu grænu baunirnar mínar og sem uppskóflunartól, fyrir utan skeiðina, hitaði ég sæta kartöflu.

Slappleikafæði

Ég játa það frjáls- og fúslega, hér og nú - þetta var barasta fínt! Ég kem án efa til með að fá mér svona einhverntíman aftur þegar bítla- og slappleikaandinn kallar!

Slappleikafæði

Það er bannað að segja oj fyrr en búið er að smakka... en það er í lagi að hugsa það. Wink


Grísaflensa

Erna vinkona á tvo litla naggrísi og bað mig um að passa þá yfir helgina. Hún skrapp út úr bænum. Báðir tveir, greyin, eru með lungnabólgu og það þarf mikið að hugsa um þá og gefa þeim til að koma aftur á legg. Þetta er brot af leiðbeiningunum sem hún skildi eftir handa mér.

Naggrísaleiðbeiningar

Það þarf að gefa þeim sýklalyf, sveppalyf, recovery mat, c-vítamín og magnyl svo eitthvað sé nefnt. Sumt af lyfjunum er grísunum gefið með sprautu, eins og sýkló og sveppó!

Sýklalyfsgrís

Grísunum til mismikillar skemmtunar. Greyið!

Ókátur Fúsi að berjast við sveppalyf

Annar grísinn er líka veikur í kjálkunum og getur því ekki tuggið sjálfur. Hann þarf að handmata gegnum sprautu. Tilfæringarnar eru miklar...

Fúsi kjálkaveiki

...stundum aðeins of miklar!

Recovery Gú út um allt

Fúsi og Gnúsi.

Gnúsi er mikill heygrís og borar sig ofan í heyið sitt þegar færi gefst. Rétt glittir í bakið á honum í græna búrinu.

Fúsi og Gnúsi í góðum fíling

Annars fékk ég mér banana-ís í morgunmat. Gerði svolítið sniðugt. Í staðinn fyrir að planda próteininu við, í matvinnsluvélinni, bleytti ég upp í því og bætti svo banana-ísnum við það, eftir að hann fékk að maukast. Þá veður blandan ekki svona svakalega fluffy! Með þessu hafði ég svo rúsínu-kanil möndlusmjör í skeiðinni og múslí mér til gmans og gleði. Þetta var gott. Svaka gott!

Banana ís með próteini, hnetusmjöri og múslí

Næst á dagskrá: Ræktin, stúss, meiri grísagjöf og brúðkaup. Muna bara að mæta ekki í brúðkaupsfötunum í grísagang í eftirmiðdaginn! Útkoman gæti orðið skrautleg!

PS: Engir grísir eða sófar hlutu skaða á meðan grísagjöf stóð.


Morgunmatur meistarans

Skyr, epli, banani, kanill, hörfræ

Það er ekkert jafn gott og að fá að borða nákvæmlega það sem hugurinn girnist þá sekúnduna. Ekki satt?

Af einhverjum dularfullum ástæðum þá hef ég ekki bitið í ávöxt í næstum 2 daga?!? Fékk ávaxta-craving aldarinnar í gær og gúllaði í mig 2 tonnum af vatnsmelónu, svona um það bil. Ég lét ekki þar við sitja og hrærði saman í morgunmatinn minn í dag. Hann var fullkominn!

200 gr. hrært Kea skyr, 1/2 niðurskorið - crunchy, íískalkt grænt og súrt epli, 1 tsk mulin hörfræ, kanill og 1/2 niðurskorinn, mjög vel þroskaður og sætur, banani.

Súrt skyr, súrt/sætt stökkt epli, mjúkur, karamellukenndur dísætur banani og kanill. Herre gud.. þetta var fullkomin blanda!


Bráðum tími á berjamó

Fullkomin skál af wonderfulness! Ferskur og góður morgunmatur eftir fína HIIT brennslu. Ég var næstum því búin að fá mér hafragraut sökum loftkulda en gat ekki séð af bláberjunum inn í ísskáp í annað en kalt skyr!

Próteinblandað skyr með ferskju, bláberjum, múslí og möndlusmjöri

Get ekki beðið eftir berjamó í haust!

Glæsilega fín bláber

Próteinblandað hrært kea skyr, bláber, ferskja, múslí, möndlur og möndlusmjör í skeiðina!

Möndlusmjörið góða

Bragðgott OG gordjus á litinn!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband