Færsluflokkur: Skyr

Hvernig er best að byrja?

Hva... ekki horfa svona á mig. Sitt sýnist hverjum!

Átvaglið er þó afskaplega hrifið af...

...nýjaðasta besta vini sínum. Honum hefur verið veitt nafnið Hlöðver. Ó elsku besti - það sem ég hef verið að fara á mis við í gegnum tíðina.

Halló elskan

Góðu kaffi fylgir svo ætíð uppáhalds bolli og þessir bollar eru þeir bestu í heimi. Litlir, gammeldags, ákkúrat í réttri stærð. Æðislegir! Perralega gaman að drekka úr þeim mjöðinn góða. Nýt hvers morgunsopa í botn.

Ofurbollinn minn

Jasoh 

Að kaffi í ofurbolla, og höfrum, meðtöldum inniheldur gott start á deginum meðal annars:

Hellou my pretties

Bananahrúga 

 

 

 

 

 

 

le skyr

Sjáið þið ekki dásemdina fyrir ykkur?

Kremja banana. KRAMBANA!

Krambani!

Setja smá vatn og krambanann í skál með höfrunum og hræra í gumsl. Þykkt eftir vatnsmagni og smekk - ég er steyputýpan. Því þykkara því betra. Helst þannig að hægt sé að útbúa hafrabolta!

Hafra, vatns og bananagums

Hræra svo gommu af skyri í grautinn og ómynduðum vanilludropum.

Skyrblandaður grautur

Bláberja!

Get ekki beðið

Hræra og hafragrautsskreyta!

Timblin - banana skyrgrautur með bláberjum og múslí

Voila!

Setja svo hnetusmjör í skeiðina, nú eða möndlur í bland fyrir kys og kram!

El perfecto

Gott start!

Bara gleði

Gott, gott start!


Hjálpi mér allir heilagir - komdu með skyrið

Get svo svarið það. Dreymdi skyr og ber í nótt! Þegar ég vaknaði í morgun voru öll skilningarvit æpandi á þetta kombó af svo miklum heljarinnar fítons krafti að annað eins hefur ekki verið skráð í græðgisbækur! Hjörð af súmóglímuköppum hefði ekki stoppað átvaglið á leið sinni í ísskápinn eftir hinum alheilaga kaleik ofurskyrs! Þessari krísu var reddað hið snarasta!

Áfram strunsaði kvendið, inn í ísskáp, reif skyrdolluna út með ólýsanlegu offorsi og arkaði svo í frystinn þar sem öll ofurber alheimsins hvíla... svo gott sem. Bláber og hindber urðu fyrir valinu enda þeim hrúgað af mikilli áfergju ofan í skyrdolluna ásamt muldum hörfræjum og kanil og þessu hrært saman á augabragði. Það reyndi á í morgun að byrja ekki að hamsa þessu í andlitið á sér en vinnufundur kallaði á kúna!

Lítur svolítið sakleysislega út ekki satt?

Skyr í felum

Dollan fór því í nokkurra mínútna ferðalag með undirritaðri, kom sér vel, því ég gat troðið þessu eins frekjulega og ég vildi í andlitið á mér á fundinum góða. Ekkert uppvask og dollan tæmd á hraða ljóssins!

Nau nau nau nau...úúúúú... hvað er að ske hér?

Gjuggí borg

ÚÚÚÚÚ..... plánetubláber!

Hamingja og gleði - plánetubláber

Meiri kanil takk...

Kanill og bláber

...og skeið sem er stærri en dollan sjálf! Það vill enginn ganga um með skyrfingur!

Skyrputtar

Svo er ég með áráttu fyrir því að borða skyrgums/grauta/búðinga... með teskeið! Það er bara eitthvað við það sem ég fíla betur en risa Cheerios skeiðar! Sem er svo önnur saga - morgunkorn/múslí með mjólk skal ætíð spisa með stórri skeið! Súpur tilheyra einnig stóruskeiðarflokknum!

Takk fyrir í dag - humar í hádeginu og bak/brjóst æfing í eftirmiðdaginn! Það held ég nú!


Sumarlegt...

...og hlýtt og blátt og bjart!

Góður dagur enn sem komið er. Föstudagur á morgun. Það er alltaf föstudagur, get svo svarið það. Afinn minn heldur upp á  75 árin sín um helgina - það verður ein góð ofurveisla skal ég ykkur segja! Tilhlökkunarvænt með eindæmum.

Morguninn fór í smá brennslu og maga ásamt þessu undri!

Möndlur og skyr

Mjög gott jákvætt og gleðilegt. Eitthvað við það að bíta í möndlu með skyri sem fær mína tungu til að æpa af hamingju. Eiga einhver dularfull efnaskipti sér stað á meðan þessu athæfi stendur. Mér líkar það stórvel!

Skvísa í hádegismatinn með eðalgrænmeti. Stundum þykir mér soðin ýsa svolítið eins og eitt stykki fjöruferð, ekki alveg nógu jákvætt, en því er þó yfirleitt hægt að redda.

soðin skvísa 

Salt, pipar og pestó tóku sig saman í þetta skiptið og gerðu máltíðina að mikilli veislu.

Pestó og kotó

Einar Crane, vinnufélagi extraordinaire, var ekki tilbúinn í fiskinn og fékk sér því kotasælu og tómathrökkbrauð. Tilfæringarnar við tómatáröðunina voru stórkostlegar. Með eindæmum vel raðaður tómatur! Svo vel raðaður að hann rataði hingað inn á bloggið. Til hamingju Einar!

Tómat og kotó hrökkbrauð vinnugúbba

Möndlur og tyggjó í eftirrétt sökum laukáts. Við viljum ekki að samstarfsgúbbar falli í yfirlið þegar átvaglið reynir að ræða málin! Möndlurnar enda ofan í maga, tyggjóið nýtur ekki þeirra forréttinda!

Möndlas

Hotness of the Yoga í kvöld. Ég er alveg að verða húkt á þessu, finn mikinn mun á sjálfri mér! Hlakka mucho mikið til eftir vinnu - jííhaa!


Hræringur

Hræringur af góðu sortinni. Hafragrautur, skyr, rúslí (hnetu og rúslu múslí), smá salt, kanill og niðurskorinn ofurbanani!

Fyrir hræring hræringur

Bananas

Hafragrautshræringur in the making

Hrærið og þér munið finna...

Skyrhræringur með múslí og banana

...allskonar óvænt!

Æðislegt að fá smá saltan bita af og til, kram úr múslíinu og bita af sætum banana! Ohh hvað ég saknaði þess að hafa banana í grautnum mínum!

Hafragrautsskyrhræringur

Svolítið spennó og skemmtilegt að vita aldrei hvað maður er að bíta í "Úhh.. banani...","hohh.. múslíkrums og hneta", "nohoom, saltkrums og rúsína"!

Það er ekkert nema skemmtilegt að borða!


Skyrgrautur með vínberjum og múslí

Ekki vonda grimma Skyr.is onei... hreint, gvöðdómlegt Kea! Þetta hefði reyndar orðið fullkominn ofurgrautur hefði ég haft bláberin með mér í vinnuna. Skyr og bláber eru ekkert nema hamingja og gleði. Það verður bara að segjast.

Ég elska líka hvernig grauturinn verður þegar Skyrinu, nú eða AB-mjólk, er blandað saman við. Verður hálfpartinn eins og brauð eða brauðbúðingur. Alveg eitthvað fyrir mig og áferðaperrann hið innra!

Skyrgrautur með vínberjum og múslí

Með aðstoð frá smá vinnu kanil og vinnu salti, best að tileinka vinnunni það sem hún blessuð leggur til, varð til sérdeilis ágætur vinnugrautur! Soðnum graut blandað saman við skyrið beint!

Skyrgrautur með vínberjum og múslí

Sérdeilis ágætur mín kæru!

Æfing á eftir, bakið grætur, brjóstið emjar! Hlakka mikið til beyglunnar sem ég graðga svo í andlitið á mér um sex leitið! Búðingur og beygla, gerist varla betra eftir mikil átök.


Alltaf að hræra saman

Ég er ein af þeim! Viðurkennt, sýnt og sannað! Ég gæti gúmslað saman allskonar mat, hrært í graut og líkað vel - mörgum áhorfandanum til mikils ama og ógleði í hjarta.

Skyr.is. Ég hef rætt þetta mál mín kæru og fer ekki nánar út í það en mikið assgoti þykir mér þetta vond afurð. Væmnara verður það varla. Hreint Kea er svo langsamlega best en þar sem ég hef ekki úr Kea að moða varð Skyr.is fyrir morgunmatsvalinu.

Hræðilegt skyr.is

Ofan í skál ásamt graut og kanil.

Allir saman saman

Hrært saman.

Aðeins meira af graut

Skreytt.

Hafragrautsskraut

Þetta var barasta ágætt. Slapp þó svo væmnisbrgaðið hafi öskrað á mig allan tímann. Pinch 

Grauturinn gerir kraftaverk. Ég segi það satt.

Nohm

Bara bjútifúl 

 

 

 

 

 

 

Njótið dagsins fína fólkið mitt.


Sæll gamli vin

Skyr! Jasoh! Ansi langt síðan ég bragðaði á slíku!

Skyr, epli, haframúslí og smá hnetusmjör í skeiðina. Þetta var bara gleðilegt!

skyrgums

Leyfði slettu af bláberjaskyri að fylgja með upp á grínið!

Leitdagur með meiru! Stórkostlega gott!


Mafíósar og agnarsmáir eftirréttir

Árshátíðin leið og nammidagurinn líka. Get nú ekki sagt að nammidagurinn hafi verið jafn stórkostlegur og síðustu nammidagar hafa verið. En það er allt í lagi, maður þarf ekki alltaf að velta um og gráta sykri svo átið hafi talist gott.

Aftur var haldið á Selfoss, en í þetta skiptið öllu seinna. Mættum á staðinn að verða 17:30 og á leiðinni hamsaði ég í mig skyrgums. Skellti því reyndar í blender. SGB - Skyrgums í blender. Skyr, frosin jarðaber, epli, smá vatn blandað vel og hellt í skál. Ristuðum pecanhnetum dreift yfir.

SGB - skyrdrykkur

Ekki gleði! Jah... jú, gott á bragðið en hundleiðinlegt að borða. Þyrfti helst að hella út í þetta höfrum eða morgunkorni. Mér þykir miklu skemmtilegra að hamsa í mig, tyggja og bíta en að svolgra/drekka. Iss, ég þyrfti amk að blanda þetta þykkara. Svo mikið er víst.

Mættum á hótelið, herbergi 216. Síðasta herbergisnúmer * 2 (vorum í 108 síðustu helgi). Þar beið okkar kunnugleg sjón. Gleðipakki! Jebb... ungfrúin át súkkulaði á meðan Paulsen gúmslaði í sig bjór og snakki. Skemmtilegir svona óvæntir át-árshátíðarpakkar.

Árshátíðar gleðipakki númer 2Árshátíðar gleðipakki númer 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árshátíðin var þematengd. Fyrsta skipti sem ég fer á sjóleiðis árshátíð - svolítið skemmtilegt. Þema kvöldsins voru mafíósar og tískan 1920. Margir mjög flottir karakterar sem poppuðu upp um kvöldið. Við vorum líka fljót að komast í gírinn á meðan uppstríli stóð. Mústasið (yfirvaraskeggið) átti mikinn þátt í því!

BindishnútaæfingarDon Paulsen

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjög glæsilegir. Ég var svo í kjól af ömmu minni, einstaklega gleðilegt nokk! Lion King, spöng og skart frá Dossu frænku og skór frá Svöbbu systur. Ætli nærbuxurnar mínar hafi ekki verið það eina sem ég átti sjáf... HAHH! Cool

Grafalvarleg myndataka! Já nei, það er ekkert grín að vera mafíósakvendi!

1920 ellaMister Paulsen og átvaglið

 

 

 

 

 

 

 

Fordrykkur tekinn með trompi, undirrituð í óáfengu deildinni og loksins... jújú, þið vitið um hvað ég er að tala. Elsku besti maturinn!

Rjómalöguð humarsúpaKalkúnn, grænmeti og sæt kartafla

 

 

 

 

 

 

 

Kallið mig átvagl eða græðgishaus, en þessi eftirréttur var ekki upp í nös á ketti amöbu! Ef amöbur eru með nasir - hvað þá það! En góður var hann!

Tveggja munnbita engifer og appelsínu ostakaka

Yfirvaraskeggið fékk líka að njóta sín örlítið þetta kvöld. Vakti mikla lukku þetta skegg. Breytti mér t.d. í Freddie Mercury af einhverjum dularfullum ástæðum!

freddie mercuryMústasglas

 

 

 

 

 

 

 

Á meðan átvaglið var í vatninu fékk Palli sér drykk ríka mannsins. Eftir nokkra þannig blasti við kunnugleg sjón! Hann fékk meira að segja auka dansara með sér í lið. Svo tryllt var sveiflan þetta kvöldið.

Tryllt sveifla

Ahh. Gott kvöld, skemmtilegt fólk. Enginn ógeðishambó í þetta skiptið enda maginn afskaplega þakklátur þegar ég vaknaði í morgun.

Túnfiskhambó í kvöld mín kæru?

Átvaglið

Over and out!


Selfossdagar

Nýjasta uppáhalds nýjasta nýtt. Enn eitt skyrgumsið!

Skyr, jarðaber í allskonar myndum, epli, kanill og vanilló 

Le gums innihélt smátt skorið epli, nokkur frosin jarðaber, nokkur örbylgjuð jarðaber, vanillurdropa, kanil og ristaðar pecanhnetur. Oghh... gott! Geymt í kæli, naturlig, og borðaði ísbrakandikalt! Ætla að setja hindber út í næst, þau eru svo ljúf.

Annars er árshátíðin mín haldin á Selfossi um helgina. Gisti frá föstudegi til sunnudags og þarf þar af leiðandi að skipuleggja matarræðið pínkulítið. En þó bara pínku. Laugardagar eru nammidagar og árshátíðin verður nýtt til hins ýtrasta. Ég ætla líka að leita uppi spriklstöð á Selfossinum og sprikla aðeins á laugardaginn. Sýna Selfyssingum hvernig Garðbæingar stúta fótleggjum! Taka svaðalega æfingu rétt fyrir árshátíð - allt í lagi, sperrurnar láta aldrei sjá sig fyrr en daginn eftir, ef þær láta sjá sig það er!

Ekkert minnst á jólin í þessum pistli.. hahh... uuuu.. hmm? FootinMouth


Góður dagur, góðar æfingar

Ég er alveg að komast á það stig að fullkomna eggjahvítugrautinn minn! Fékk mér einn slíkan með jarðaberjum í morgun og einu steiktu eggi! Rauðuna sprengdi ég svo yfir grautinn og úhhúú hvað það var gott! Mmhmm... ég held að það sé góðs viti að hlakka til að vakna á morgnana því maður veit að grauturinn bíður eftir manni! Það hlýtur að teljast góður grautur!

Annars sauð ég mér byggskammt í gær, bætti út í hann vanilludropum og smá kanil. En ekki hvað? Ákvað svo að vera ævintýraleg og frábær og bætti bygginu mínu út í skyr ásamt tæpri 1 tsk af splendu. Lét það bíða yfir nótt í ísskáp og smakkaði svo á því eftir hringþjálfunina í morgun.

Skyr og bygg

Splendunni bætti ég út í því ég var nokkuð viss um að skyrið yrði, eins og Ásta svo fagmannlega orðaði það - súrt og stammt, bara með viðbættu bygginu. Viti menn, þetta var partý fyrir áferðaperrann og hamingja fyrir átvaglið! Það er svo gaman að bíta í bygg, eins og það poppi eða spryngi. Svo held ég að gumsið hafi reynt að breytast í brauð í nótt. Ég veit ekki hvernig ég get orðað það betur - áferðin var barasta þannig!

Góður dagur framundan mín kæru. Það held ég nú.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband