Allt fyrir áferðina

Þið sem lesið þetta hjá mér vitið eflaust að áferð á mat er número dos í röð yfir mikilvæga hluti í matargerð og mataráti Elínar. Er oft að leika mér með ýmsar tegundir af morgunkorni, koma því fyrir inn í ísskáp með mjólk/jógúrt/skyri og bæta einhverju krumsi út í það daginn eftir.

Prófaði um daginn að blanda saman skyri og Havre fras og geyma inn í ísskáp yfir nótt. Að sjálfsögðu leyfði ég jarðaberjunum mínum að vera með og smá vatni. Hitaði berin að mauki í örbylgju, bætti við skyri, vatni, kanil, vanilludropum og loks Havre fras bögglum, þannig að skyrið húði bögglana rúmlega.

Havre fras og skyr eftir nótt í ísskáp

Bjóst nú ekki við miklu eftir ísskápsveru en viti menn. Áferðaperrinn hið innra æpti og skrækti af gleði! Ef ykkur þykir t.d. brauðtertubrauð gott, rjómatertubotnar nú eða pizzabrauðið, sem hefur fengið þann heiður að vera undirlag fyrir sósu og ost, þá eigið þið eftir að elska þetta gums. Havre fras koddarnir bólgna út og verða að hálfgerðu brauði.

Havre fras og skyr eftir nótt í ísskáp

Mætti segja að þetta sé ekki ósvipað ofnhituðum brauðbúðing nema ögn ferskara! Fluffy eins og sykurpúði, næstum eins og ladyfingers í tiramisu...

Næstum eins og ladyfingers í tiramisu

...ég ætla að búa til annan skammt í kvöld og borða á morgun. Ójá! Kannski ekki fallegasta gumsið í blokkinni en þó fínna en Franken-grauturinn sívinsæli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áferðarperrinn!! haha ja hérna hér. En ég er glöð að hafa fundið annann áferðarperra, því ég get svo svarið það að bragð og áferð keppast alveg um 1. sætið hjá mér.. þoli ekki mat sem hefur ekki réttu áferðina..! Meira að segja mikið hægt að leggja á sig fyrir hollustuna ef áferðin er rétt þó en bragðið kannski ekki alltaf uppá marga fiska.

Langaði líka að deila með þér yndi sem ég set alltaf útá hafragrautinn minn. Ég er mikill kanilsykurs aðdáandi en það er ekki í boði að nota svoleiðis fíneri dags daglega svo ég bý til kanilkókos, blanda saman fínmöluðu kókosmjöli og kanil og leyfi þessu að gumstast saman í boxi. Kókosmjölið drekkur í sig kanilinn og krispast einhvernveginn upp með tímanum. Og það er bara svooo gott að mega strá einhverju yfir grautinn..gleður sálina ;)

Helena (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Úúúhhúú... þetta er frábær hugmynd Helena! Kanilkókos!! Nahm! Ætla að prófa þetta, bý til einn skammt á eftir.

Kókos er líka svo góður á bragðið. Þetta var sérstaklega gleðilegt komment, takk kærleg fyrir mig og æðislega ábendingu

Elín Helga Egilsdóttir, 19.9.2009 kl. 12:57

3 identicon

ú æði, ég ætla að prófa kanilkókosið líka :)

Laufey (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband