Færsluflokkur: Hádegismatur

Rip, Rap og Rup redduðu deginum

Ég var að búast við vinnukjúlla en sænskar kjötbollur yfirtóku eldhúsið og stormuðu fram með látum! Ég barðist hetjulegum, og mjög dramatískum, bardaga við kvikindin! Ég vann!

Til reddinga ákvað ég að ráðast á eggjaforðabúr vinnunnar og rændi þar nokkrum eggjum! Held það sé í lagi að álykta að fleiri egg, en þau sem sjást hér að neðan, komu við sögu. Gúmslaði grænmeti í skál ásamt kartöflum. Æhj hvað kartöflur eru gleðilegar til átu!

Eggjahvítur og gleðin einar

Eggjarauðurnar/gulurnar/appelsínugulurnar aleinar og yfirgefnar að áti loknu! Það skal eigi borða harða og hræðilega gulu. Aðra eins skelfingu bítur átvaglið ekki í - áferðardauði!

Hræðilegheit í skál

Ágætis redding - hefði kosið kjúllann - sænskurnar máttu missa sín! Ekki alveg í stöði fyrir Swedish Meatballs! Nej!


Hádegisklúbburinn

Ég vaknaði klukkan 5 í morgun! Klukkan 5!! Ég reyndi að sofna aftur, mig langaði að sofna aftur, skrokkurinn á mér æpti á meiri svefn en allt kom fyrir ekki. Ég drattaðist því framúr, át minn graut og þrusaði af staði í ræktina klukkan 6. Ég held ég fái að finna vel fyrir því á morgun - spriklið var afskaplega vel af hendi reitt hjá undirritaðri! Varð meira að segja vör við eilítið massa rymj og fnas í síðustu settunum!

Sökum ólöglegs snemmvaknaðar var hádegishungrið farið að segja vel til sín uppúr 10. Aftur, þrátt fyrir að reyna og vilja halda aðeins lengur út, æpti átvaglið, maginn og andinn á mat af svo miklum krafti að óhljóðin heyrðust fram á gang! Þar af leiðandi hljóp kvendið niður í mötuneyti á ljóshraða og andaði að sér eftirfarandi disk!

Túnfiskur, grænmeti og hrísgrjón 

ANDAÐI... AÐ SÉR! Ég held ég hafi étið þetta í þremur munnbitum!

Óóóguuð hvað það er gott að borða!


Kjúllinn er ómissandi

Það er svakalegt að koma sér af stað aftur. Harðsperrurnar sem ég vitnaði í um daginn eru barnaleikur miðað við sperrurnar sem ég er að upplifa í dag. Fæturnir hlýða ekki, bakið er með derring og axlirnar gretta sig í hverri hreyfingu. En það er ágætis áminning um að koma sér í gírinn - ahhh hvað það er gott að komast í ræktina aftur.

Kjúllinn var góður í dag. Rauð paprika og laukur fengu að fylgja með inn í ofn og dýrið steikt í mauk. Rauð paprika er alveg að gera sig svona ofnbökuð eða grilluð.

Ofnbakaður laukur, kjúlli og paprika

Ofnbakaður kjúklingur, laukur og paprika

Einn dagur í helgina! Woohoo...

...veit svosum ekki af hverju ég er að woo-a. Ég er í fríi... allir dagar eru föstudagar! Það virðist samt ekki koma að sök hvað varðar gleðina sem fylgir föstudeginum. Hihii


Áframhaldandi tiltekt og rósakál í millitíðinni

Jasoh! Það er svoleiðis uppi á manni trýnið að annað eins hefur ekki verið skráð í sögubækur. Búin að vera með rassinn upp í loft í allan dag, inn og út úr eldhússkápum. Eldhúsið er hér með fullkomlega endurskipulagt og æðislegt. Draslaraskúffan var upprætt með látum. Hún barðist hetjulega - hún má eiga það kvikindið á henni. Það er mjög góð tilfinning að vita að sú skúffa sé dáin og grafin í bili. Annars er afskaplega mikilvægt að vera með rassinn upp í loft í svona tiltektum. Af hverju veit ég ekki alveg, en það er lykilatriði í vel skipulagðri eldhúsrassíu.

Rósmarínkjúlli var púðraður á milli þess sem pottar og kryddbaukar voru færðir á milli skápa. Rósakál sem meðlæti var engin spurning. Ég er búin að hugsa um þessar krúttusprengjur síðan fyrir jól og í kvöld fékk kálið að njóta sín. Hreinsað örlítið, skorið í tvennt, olíað og kryddað ásamt smá rauðlauk. Inn í ofn síðustu 30 mín. af eldunartíma kjúllans. Kálið verður krispí og bjútifúl.

Ofnbakaður kjúklingur með ofnbökuðu rósakáli

Þetta var svo gott. Ég sneri kjúllanum bringur niður, í fatinu sem ég eldaði hann í. Fyllti hann líka af hvítlauk og sítrónusneiðum. Úhh hvað kjötið var mjúkt og djúsí. Æðislegt bragð. Mikið einfalt og gott ét, það verður bara að segjast.

Ofnbakaður kjúklingur með ofnbökuðu rósakáli

Áramótin eftir 2 daga. Humarsúpa, humar, hörpuskel, frómas, fyllt kalkúnabringa... ójá, þetta verður geggjað!


Kjúlla og roastbeef í bílinn takk

Var að koma heim! Svo gott að koma heim eftir heilsdags ark! Morgunbrennsla á sínum stað og bæjarráp í kjölfarið. Ég og Svabban sveimuðum um Smáralind og Kringluna í jólamóki inn á milli þess sem við toguðum í föt og horfðum út í loftið. Ég var að sjálfsögðu undir útiveruna búin og hafði til "nesti" svo átvaglið yrði ekki stjórnlaust.

Ég og Palli byrjuðum þó í Hagkaup í morgun, áður en Svövudýrið vaknaði. Finna allra síðustu gjafirnar - eða, jah.. fylgigjafir. Maður getur ekki hætt! Stelpan á kassanum horfði mjög svo dularfullum augum á kaupin. Getið þið ímyndað ykkur hvaða hlutur í þessair hrúgu voru tækifæriskaup?

Jóla- og tækifæriskaup

Svabban sótt, Pallanum skutlað í vinnuna og átvaglið þaggað niður. Gleðibox... gleðibox með meiru!

Matarbox með meiru

Kjúllinn minn og möndlurnar. Þetta gæti ég snakkað endalaust - ekki spennó í margra augum svona beint af kúnni - en aaalltaf svo gott. Mmm..

OHhh... búið!

Kjúlli og möndlurbúúiið

 

 

 

 

 

 

 

Til að gera langa sögu stutta hoppaði Svabban á Serrano og greip sér quesadilla í eftirmiðdaginn.

Serrano Svava

Undirrituð, eins fasísk og hún er, stoppaði við í Kjöthöllinni og keypti sér hakk og roastbeef áður er jólalokanir taka gildi.

Kjetið og mest notaða eldhúsáhaldið

Það held ég nú! Elínator með vigtina á bakinu - kjötætunni sleppt lausri og roastbeefið graðgað vilimannslega í bílnum með tilheyrandi smjatti og óhljóðum! Svöbbunni til allskostar ógleði og augngota!

WRAAAGRWER

En mikið svakalega var þetta gott!! Subbulegt? Ekkert frekar en að gúlla hreint og beint af matardisk innan veggja Gúmmulaðihellisins (nema þar myndi maður líklegast nota hífapör... eða hvað?). Lak í sundur eins og smjer - ég segi það satt. Ughhh... nom nom. Eftirrétturinn samanstóð svo af meiri möndlum. Ef ég gæti, þá myndi ég líklegast lifa á möndlum einvörðungu. Get ekki fengið nóg af þeim.

Möndlurnar mínar

Kvöldið tekið við. Kjúlli og lax í minni nánustu framtíð. Jólaspennan magnast og eftir 48 klst. verð ég smjattandi á eðal graflax, bíðandi eftir jólaönd og fyllingu og tilbúin að kynna ómissandi rísó fyrir Palla.

Þangað til - innpakkanir, klipping, lestur, Lilli Au, jólamyndir!


Allt sem er grænt, grænt

Svooo góður hádegismatur. Hakk og avocado er mikil snilldarinnar blanda í sínu einfalda sjálfi. Saltað og piprað hakk á móti rjómakenndu avocado. Úhúhúuú! Fyrir utan ofurbragð og ánægt átvagl þá gladdi þessi matardiskur augað óstjórnlega! Grænt virðist gera allt svo fínt og fallegt. Nema mygluost - hann er ekki guðdómlegur á að líta!

Hakk og avocado - guðdómleg blanda 

Síðasta vinnujóladagatalsgjöfin komin í hús.

Fishy fishHeilræði 16.12.2009 

 

 

 

 

 

 

Allt jólagóssið mitt! Mjög tilfallandi og skemmtilegt! Vantar reyndar inn á þessa mynd tvö súkkulaðiegg sökum Palla og eitt málband sem ég geymi vel og vandlega í töskunni minni!

Jólagóss 

Farin að búa til karamellur. Karamellur eru einn af mínum veikleikum, ég gæti borðað þær að eilífu. Karamellur eru góðar me... við skulum ekki klára þessa setningu! Shocking


Fiskisnobb og fjörubragð

Ég er mikil fisk-grúppía. Ég dái fiskinn og dýrka, sérstaklega þegar hann er góður. Yfirleitt elda ég þorsk ef, og þegar, ég ræð og elda sjálf. Ég er hinsvegar ekki mikill ýsuaðdáandi og finnst alltaf eins og ég sé mætt í fjöruna þegar ég borða ýsu.

Hádegismaturinn í dag var sumsé soðin ýsa. Mætti galvösk niður í matsal með vöffin (vöffin?) tvö, vigt og vél. Það er nú ekki hægt að segja að hádegismaturinn hafi verið spennandi Hansen með exotísku ívafi, en mig langaði svo hryllilega í fisk að fisksnobbið lét í lægra haldi. Ýsan vigtuð og snædd og viti menn, þetta var barasta ágætis ét. Ekki eðalsmeðal en gott, og ákkúrat það sem ég var að leita eftir. Létt og fínt.

Soðin ýsa, grænmeti og teitur

Þriðji síðasti pakkinn opnaður í dag. Bara tveir eftir.

Heilræði 14.12.2009

Fingurbjörg

 

 

 

 

 

 

Ætla að reyna við tvennskonar konfekt í kvöld. Sjá hvort tíminn leyfi það ekki örugglega. Kókos- og Oreo kúlur. Here I come!


Ekki á morgun heldur hinn

6 tíma flug, jólafílíngur, jólapakkarölt, jólakaffihúsastemning, ostakökur og almenn gleðilegheit. Þar af leiðandi verður enginn hleðsludagur í dag. Hrein og bein fram á sunnudag þegar Ostakökuverksmiðjan verður tekin með trompi - forréttur, aðalréttur og ostakaka. Svo stutt í þetta!

Pakki dags numero tres innihélt eftirfarandi.

Heilræði dagsins

Málband - mikil snilld

 

 

 

 

 

 

Mjög mikið þarfaþing fyrir kvendi sem mælir sig sundur og saman og tekur húsið í gegn á sama tíma. Mæla læri, mæla skáp, mæla hurð, mæla mitti, mæla upphandlegg, mæla glugga, mæla Palla... allt góðar og gildar mælingar mín kæru.

Tók annars með mér hýðisgrjón í vinnuna í dag. Hýðisgrjón með soja og rauðum piparflögum - hryllilega ljúft. Vinnan skaffaði kjúllan - kvendið skaffaði viktina. Vopnuð henni getur ekkert stöðvað mig... nema kannski Terminator, en það er önnur saga!

Hadegismatur, kjúlli, hýðisgrjón og grænmeti

Mér til mikillar hamingju eru vinnufélagar flestir hættir að skipta sér af dularfullum átvenjum undirritaðrar og farnir að venjast. Nokkrir líta ennþá upp til að fylgjast með, aðrir tjá sig eilítið um athæfið en flestallir taka þessu með mikilli sálarró, góna á sinn disk og njóta hádegismatarins.

kjúlli, grjón og grænmeti. Kgg

Þegar fólk spyr mig spurninga og er að spögúlera í því sem ég er að vesenast svara ég 110% og þykir gaman að. Ekki nema von að sumir séu forvitnir. En um leið og einhver labbar upp að mér til þess eins að góna á matinn minn, horfa á það sem ég er að borða, stingur höfðinu ofan í matardiskinn, setur jafnvel upp einhvern vanþóknunarsvip eða setur út á það sem ég er að borða "Oj, þetta er eins og...", "til hvers ertu að þessu?", "...geturðu ekki borðað það sem fyrir þig er lagt?" þá fyrst verð ég fokvond. Dónalegt já takk! Hafðu áhyggjur af þínum eigin átvenjum, ekki mínum!

Brjálað átvagl

Og hananú!Ninja


Hýðisgrjón í hádeginu og kalkúnakjöt á kvöldin

Hrísgrjón eru góð grjón. Hýðishrísgrjón eru æðisleg grjón. Það er svo gaman að bíta í þau og borða. Áferðin fullkomin og bragðið skemmtilegt.

Eggjahvítur örbylgjaðar.

Örbylgjaðar, stappaðar eggjahvítur

+

Dásemndargrjón soðin.

Hýðisgrjón

+

Grænmetið pamað, saltað og ofnbakað.

Ofnbakað grænmeti er ljúffengt

=

Eðalfínt hýðisgrjóna og eggjahvítugums með soja og ofnbökuðu grænmeti

Æðislegt, æðislegt hrísgrjónagums í skál. Toppað með smá steinselju og soja hellt yfir. Heitt, ofnbakað grænmeti er svoddan glimrandi Guðmundur. Sætur rauðlaukurinn bráðnar líka upp í manni.... mmm. Sojan var svo punkturinn yfir i-ið. Úhhúúh!

Hýðisgrjón, eggjahvíta, soja og ofnbakað grænmeti

Svo er þakkargjörðin í kvöld. Hugsið ykkur hvað þetta er búið að vera fljótt að líða. Þegar ég byrjaði fyrst að telja þá var röðin svona: Þakkargjörð í foreldrahúsum, tvær árshátíðir, matarboð, þakkargjörð númer tvö, Boston, jólahlaðborð, bökunarhelgi og jólin. Núna er það þakkargjörð númer tvö, Boston, jólahlaðborð, bökunarhelgi og jólin. Hihihihi... þegar kvöldið er búið þá eru 4 eftir af 9!


Hleðsludagurinn ógurlegi - fyrsti hluti

Morgunmatur

Bananapönnsugrautur með rommi og rúsínum.

Banani örbylgjaður í muss og bætt út í vel kryddaðan pönnsugraut. Rommdropar komu við sögu. Rúslum stráð yfir, inn í ísskáp og hlakka til að vakna. Þessi var hamingjan einar. Ákkúrat áferðin sem ég var að leita eftir. Þéttur í sér, næstum eins og brauð og ó, svo sætur.

Bananapönnsugrautur með rommi og rúsínumBananapönnsugrautur með rommi og rúsínum

 

 

 

 

 

 

Eftir æfingu

Ristuð beygla með kanilpróteini og Special K krumsi. Óguð!

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi

 Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi

 

 

 

 

 

Hreint prótein blandað mjög þykkt með vatni, kanil og vanilludropum. Beyglan ristuð og próteinið smurt yfir beygluna og látið leka smá ofan í brauðið. Kanil stráð yfir.

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsiRistuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi

 

 

 

 

 

 

Special K krumsi stráð yfir og smá prótein yfir morgunkornið. Þetta var ekkert nema gott. Sætt, stökkt beyglubrauð, karamellukennt kanilprótein og kornflex crunch. *hamingja*  Rúsínu og kanilbeygla næst!

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsiRistuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi 

 

 

 

 

 

Ohhh neiiii ... búið!!

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsiOhhh.. búið!

 

 

 

 

 

 

Hádegismatur

Kínanúðlur með krumpueggi og grænmeti.

Síðan ég var peð hef ég alltaf kallað krullaðar núðlur, kínanúðlur. Hádegismaturinn voru því kínanúðlur og krumpuegg með snöggsteiktu grænmeti. Búin að vilja gleypa svona núðlur í mig í óratíma og vá... þessar voru geðbilaðslega góðar þó ég segi sjálf frá!

Fyrst, hita vatn í örbylgju og leysa upp 1 grænmetistening. Setja núðlur í skál og hella smá vatni yfir þær - rétt til að mýkja.

Núðlur að mýkjast

Hita svo 2 tsk soja og 2 tsk hrísgrjónaedik í djúpum botti. Hella þar út á hvítlauk, lauk, skarlot, púrrulauk, engifer og smá chilli. Steikja í um það bil 30 sek.

 Laukurinn að mýkjast

Bæta því grænmeti út í sem þú vilt nota ásamt rauðum piparflögum. Steikja í nokkra stund í viðbót eða þangað til grænmetið er orðið aðeins mjúkt.

Það sem til var í ísskápnumGrænmetið byrjað að eldast

 

 

 

 

 

 

Bæta þá núðlunum út í pottinn ásamt rest af soði (fara eftir leiðbeiningum á pakka), 2 tsk soja, 2 tsk hrísgrjónaedik og ponsulitlu hunangi. Hræra saman þangað til núðlurnar hafa drukkið í sig soðið. Bæta eggjahvítum út í gumsið og hræra saman. Hella í skál, skreyta með t.d. sesamfræjum, kóríander - meira af rauðum chilliflögum. BORÐA!

Geggjaðar eggja- og grænmetisnúðlur

Jebus, þetta er nóg fyrir heila fjölskyldu...

Geggjaðar eggja- og grænmetisnúðlur

...og ég át þetta ein! Pouty

Guð... minn... góður!

Shit!

Afsakið orðbragðið!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband