Færsluflokkur: Hádegismatur
26.10.2009 | 14:51
Ljóshraðamatur
Áttu tilbúin grjón, bygg, couscous? Það alltaf gleði að búa til "grjóna" mall. Það heppnast nú yfirleitt alltaf vel, það er gaman að bíta í grjónin og gumsið slekkur á svengdinni.
Bygg, örbylgjuð gulrót, smátt skorinn rauðlaukur, hot salsa, hot sauce, smátt skorið jalapeno og örbylgjaðar eggjahvítur.
Hrært saman og hananú! Flott í hádegismatinn - tekur jafn langan tíma, ef ekki styttri, að hræra saman eins og að fara út í búð og kaupa eitthvað!
Svo var þetta líka bara svo assgoti gott á bragðið! Nefrennsli og heitur haus fyrir allan peninginn! Almennilegt!
Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.10.2009 | 11:06
Íslenskt bankabygg
Ég hef nú áður romsað í gegnum ágæti þessarar afurðar og hef enn og aftur fengið byggfluguna í hausinn. Geri fastlega ráð fyrir því að bygg muni koma mikið við sögu á þessu bloggi, í margskonar myndum, á næstunni. Tel því viðeigandi að setja inn svo gott sem eina mynd af bygggjörning dagsins.
Kjúklingabringa skorin í litla bita ásamt einum tómat og smátt skornum rauðlauk. Sett í skál ásamt því magni af byggi sem þig langar að bíta í. Smá skvetta af salsasósu og hot sauce og loks basilika og steinselja. Einfalt, bragðgott og afskaplega fljótgert!
Skera, skála, krydda, hræra og það besta af öllu. Borða!
Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2009 | 15:07
Nautalund í hádeginu og nammibland á kvöldin
Nammikvöldið er hinsvegar löngu planað. Ofnbakað ziti með hakki, nammi og að sjálfsögðu ís. Nammidagar eru ekki heilagir nema ísinn komi við sögu.... sagið einhver Nóakropp? Ef hressleikinn verður til staðar í kvöld lista ég upp syndirnar hverja á fætur annarri. Ohhh hvað ég get ekki beðið með að byrja hamsið!
Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2009 | 12:35
Gómsætar hrísgrjóna kjötbollur
Svona líka svaðalega góðar og gleðilegar að borða! Annað upp á teninginn með aumingjans myndavélina sem er bensínlaus. Ég reyndi... reyndi að taka myndir á símann minn. Þær eru óskýrar, ponsulitlar og á engan hátt bjóðandi sem sýnishorn af þessum ofurbollum. En ég læt þær samt fylgja með til vitnis um hræðilegheit myndasímans míns. Ég þarf greinilega að redda mér betri myndavélasíma til reddinga eins og í dag.
Sauð mér hýðisgrjón um daginn, í mikinn graut, til að geyma inn í ísskáp og grípa í, í hádegismat/kvöldmat út vikuna. Átti afgangs hakk í frysti og ákvað að sameina þetta tvennt í kúluformi. Grjónin eru nefnilega svo klístruð, ef svo má að orði komast, og halda gumsinu vel saman. Hrærði rúmlega bolla af grjónum saman við, jah.. svipað magni af hakki? Skar út í herlegheitin smá lauk og kryddaði með oregano, basiliku, salti og pipar. Steikti svo á olíulausri tefflon pönnu þangað til eldað í gegn! Kemur stökk skorna utan á bollurnar. Bara flott! Þessi mynd gæti þó allt eins verið af hrúga af hakki - en bollur eru það!
Þar sem ég bjó þetta gums til í gærkveldi, fyrir hádegið í dag, nennti ég ekki að standa í stórræðum. Skar niður lauk, gulrætur, tómata, papriku og hvítlauk. Kryddaði með salti, pipar, basiliku, oregano og smá tómatkrafti og inn í örbylgju til að búa til hálfgerða sósu. Hellti henni svo yfir.
Eitt orð. Rosalegabragðgóðarogskemmtilegarbollurmeðstökkriskorpu!
Nahaamm! Ég ætla pottþétt að gera þessar aftur bráðlega! Þvílík snilld - og tekur svo stuttan tíma að útbúa! Næst ætla ég einnig að gera tómatsósuna skemmtilegri, jafnvel rétt brúna bollurnar á pönnu, svo skorpan láti sjá sig, af pönnunni og inn í ofn til að malla í sósu og eldast í gegn! Ekkert egg, brauð eða ostur til að halda þessum elskum saman.
Frábærar, fínar, flottar! Ekki steiktar upp úr olíu, en það má... ohh hvað það var gaman að vera ég í hádeginu í dag!
Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.10.2009 | 19:20
Svellköld... eins og Shaft
Fórum í húsgagnaveiði í dag og ég held, svei mér þá, að ég hafi fundið hluti á sæmilegum prís til að skreyta hellinn með. Endanleg kaup verða fest í vikunni. Vissi hinsvegar að ég yrði út úr húsi í hádeginu svo ég skellti saman hakki, grænmeti og sætri kartöflu til að taka með. Ágætis gums þó svo það vinni engin verðlaun!
Palla þótti þetta stórmerkilegt og fór að mínu fordæmi. Hann skellti í sinn eigin skammt og var svakaleg ánægður með útkomuna. Ég verð nú samt að viðurkenna, þó svo mitt gums hafi ekki verið það fínasta, sem út úr mínu eldhúsi hefur komið, þá var Pallaskál allsvaðalega fátækleg! Ég hló mikið þegar ég sá meistaraverkið afhjúpað! Harlem hakk og harðfiskur a la Palli! Kreppufæði upp á sitt besta
Beint úr hádegisnarti og inn í IKEA. Þegar inn í völundarhúsið var komið tók mikil snúðalykt við mínu sérlega nefi. Bökunarlyktin varð meiri og meiri eftir því sem leið á labbið og loks, mér til mikillar skelfingar, rann það upp fyrir mér. Það eru snúðadagar í IKEA! SNÚÐADAGAR! Nýbakaðir snúðar í öðruhverju IKEA eldhúsi og allir smjattandi, brosandi, hlæjandi... ég lét það ekki á mig fá! Ekki einusinni þegar Palli gafst upp og byrjaði að narta. Fólk stökk á mig úr öðruhverju skúmaskoti og bauð mér snúðasmakk... græðgispúkanum til mikillar kátínu. Eftir smá hik rankaði ég þó við mér og með smá tilhlaupi tók ég þrefallt heljastökk yfir bjóðarann, tæklaði bakarann með örlitlu "Jííhaaa" og strunsaði svellköld framhjá lyktinni. Shaft! Í fjarska heyrði ég bjóðarann hrópa "Dúnmjúkir með kanileplum, valhnetum og karamellusósu"! Ég sneri mér þá við, tók eitt stórt þef út í loftið og hélt labbinu áfram.
Ef einhverntíman hefur verið lagt próf fyrir átvaglið, þá var það í dag. Ég geri passlega ráð fyrir því að hafa staðist þolraunina með mikilli prýði og heimta sæti í svakalegum grískum guðagarði í næsta lífi.
Farin að fá mér kjúklingbringu! Það held ég nú!
Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.10.2009 | 15:56
Einfaldur og fljótlegur roastbeef hrísgrjónaréttur
Eins og ég hef alltaf sagt. Það þarf ekki að vera flókið til að bragðast vel! Einfalt, fljótlegt, bragðgott - mitt mottó takk fyrir góðan daginn. Byrja á því að sjóða hýðisgrjón í muss með smá salti. Gulrót, laukur (rauð- og hvít-) og paprika er skorið niður í litla bita, sett í skál og hitað í örbylgju. Fátt um fínheit, í matargerð, á laugardegi . (Þetta er sama grænmetisbland og ég notaði hér. Það svínvirkar með pipruðu kjötinu) Á meðan grænmetið er að örbylgjast, er kjötið rifið/skorið niður í litla bita.
Hella heitum grjónum og grænmeti í skál, ásamt rifnu kjötinu, og hræra saman. Kjötið fær í sig hita frá G-unum tveimur (grjón og grænmeti) og bragðið af því verður guðdómlegt. Engin olía, bara salt frá grjónum og pipar frá kjöti.
Þetta gæti ekki verið einfaldara og jah... hollara? Allt syndsamlega 'löglegt' og ekkert nema gaman að bíta í. Að frátöldum 45 mínútunum sem það tók grjónin að sjóða, þá var ég 10 mínútur, frá byrjun til enda, að púsla þessu saman. Þó rétturinn sjálfur hafi verið hálf litlaus greyið, þá var þetta æðisleg máltíð og bragðið geggjað!
Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2009 | 17:27
Rækjusamloku í töskuna
Átti afgangs rækjur síðan í gær, og vissi að ég yrði út úr húsi yfir hádegismatinn, svo ég bjó ég mér til rækjusamloku 'to go'. Flott að geta nýtt rækjurnar og ennú betra að þurfa ekki að velta um sjálfa mig af hungri inn í miðri smáralind. Pakkaði dýrinu inn í vitawrap!
Rækjulokan kemst mjög fallega fyrir í ofurtöskunni minni ásamt penna, glossi, kveikjara og tannþræði. Allt mjög þarfir hlutir til að búa til sprengju - eða aðra rækjusamloku! Bond... Elín Bond!
Voila!
Gott að grípa í samlokuna þegar hungrið fer að segja til sín...
...ét og njót!
Hver þarf lítinn hund í töskuna þegar þú kemur rækjuloku þar fyrir? Ekki éturðu hundinn - svo mikið er víst!
Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.9.2009 | 14:40
Kósý inniveður
Þetta veður býður ekki upp á neitt annað en inniveru, kúr og bíómyndir! Vafin inn í teppi, útötuð í köttum og fletið fyrir framan sjónvarpið reddí! Eina sem vantar, til að gera inniveruna fullkomna...
...matur!
Ástæðan fyrir því að þið sjáið ekki pizzu, sveittan burger eða ís á þessari mynd (sem væri hið fullkomna vondaveðurs snakk) er einföld. Inniveður = að vera inni og það að panta mat kostar svo gott sem handlegg. Ég hljóp því inn í eldhús, þegar hungrið fór að segja til sín, steikti risarækjur, þurrristaði grjón og blandaði öllu saman í skál með grænmeti! Endaði nú reyndar á því að skera risarækjurnar niður í smærri bita til að létta átvaglinu lífið.
Rækjunum leyfði ég að liggja í sítrónusafa, smá sítrónuberki, engifer, hvítlauk og cumin fræjum. Saltaði loks gumsið og pipraði, eftir að rækjurnar voru tilbúnar. Bragðið var flott, skemmtileg blanda með grjónunum og virkilega fínn innipúkamatur!
Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2009 | 14:24
Hakk og spag... eða... voru það grjón?
Jú. Hakk og hýðisgrjón í tómat-basil blöndu. Rændi grænmetinu í vinnunni og voila! Ég elska svona hakk-gums, hvort sem því fylgir grjón, spaghetti eða einfaldlega grænmeti. Þetta hakk er líka frábært. Hvorki meira né minna en 4%. Þannig er það best. Ég er algerlega á því að kaupa ekki hakk út í búð. Eina sem er í boði þar eru 8% - 14% bakkar, verður ekkert úr því við steikingu, vatnsþynnt og áferðin á því eitthvað leiðinleg.
Svo ætlar minn sérlegi sambýlismaður að útbúa kjúlla fyrir konu og ketti í kvöld... kannski ekki ketti en a.m.k. kvendið. Hlakka mikið til. Wicked Paulsen er nefnilega mjög wicked kjúllaeldari!
Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2009 | 18:39
Möndluhúðuð kjúklingabringa
Möndlur eru bara ekki nóg í kaffinu! Ekki þegar möndlu-craving er allsráðandi, jafnvel sterkara en grænubaunalöngun mín um daginn! Nokkuð mikið sagt þar!
Jæja. Hrærði saman 1 msk dijon sinnepi, 1 msk grófu dijon, rúmlega tsk hunangs dijon og 1 tsk balsamic ediki, í skál. Bringunum velti ég upp úr sinnepsblöndunni og þarnæst upp úr möndluflögum sem ég hafði stráð á grunnan disk. Beinustu leið þaðan ofan í eldfast mót og inn í 180 gráðu heitan ofn. Ætli þær hafi ekki fengið að malla í 25 - 30 mínútur.
Möndlurnar festast ekki vel á, þarf að vanda vel til verks ef þú vilt að bringan líti svaðalega vel út. Kjúllinn, með möndlunum og sinnepinum, bragðaðist samt afskaplega vel og ég kem pottþétt til með að útbúa þetta aftur.
Með kjúllanum hafði ég 2 niðurskorna tómata, 1/2 bolla grænar baunir og jújú.. meira af möndlum!
Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)