Fiskisnobb og fjörubragð

Ég er mikil fisk-grúppía. Ég dái fiskinn og dýrka, sérstaklega þegar hann er góður. Yfirleitt elda ég þorsk ef, og þegar, ég ræð og elda sjálf. Ég er hinsvegar ekki mikill ýsuaðdáandi og finnst alltaf eins og ég sé mætt í fjöruna þegar ég borða ýsu.

Hádegismaturinn í dag var sumsé soðin ýsa. Mætti galvösk niður í matsal með vöffin (vöffin?) tvö, vigt og vél. Það er nú ekki hægt að segja að hádegismaturinn hafi verið spennandi Hansen með exotísku ívafi, en mig langaði svo hryllilega í fisk að fisksnobbið lét í lægra haldi. Ýsan vigtuð og snædd og viti menn, þetta var barasta ágætis ét. Ekki eðalsmeðal en gott, og ákkúrat það sem ég var að leita eftir. Létt og fínt.

Soðin ýsa, grænmeti og teitur

Þriðji síðasti pakkinn opnaður í dag. Bara tveir eftir.

Heilræði 14.12.2009

Fingurbjörg

 

 

 

 

 

 

Ætla að reyna við tvennskonar konfekt í kvöld. Sjá hvort tíminn leyfi það ekki örugglega. Kókos- og Oreo kúlur. Here I come!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ýsa ...yummy.  Ýsan er betri en thorskurinn sodin, steikt, reykt og hert.  Thorskurinn er betri en ýsan saltadur.

Hungradur (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 14:46

2 identicon

Oh, mikið væri ég nú til í soðna ýsu... eitt flak kostar hálfan handlegg hér í Hollandinu þar sem ég bý svo það er nú heldur lítið um fiskát því er nú ver og miður !

Ella (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband