Færsluflokkur: Hádegismatur

Ekki meira, það brennur

Ojbara hvað ég gerði lúmskt erfiða æfingu í morgun. Á blaði var hún svo saklaus. Þarf að tækla monsterið betur á næstu vikum. Ná settinu el-perfecto, í einni bendu, lítil pása...

...engin fettmúlamiskunn hér takk!

Var með 20 kg. stöng á öxlum fyrir aftan höfuð. Þú hefur þá þyngd sem hentar þínu þoli/þreki. Það þarf ekki að vera með auka þyngd - taka þá aðeins fleiri endurtekingar. Kannski 20 stk.

Endurtaka eftirfarandi 3 æfingar 10 sinnum í röð. Ef þú getur 10 sinnum í röð, á sem bestum tíma. Muna eftir að halda forminu góðu, það er svo gígantískt mikilvægt.

  1. Afturstig/hné upp, annar fótur í einu. Stíga aftur, lyfta svo sama fæti beint upp í 90° úr afturstiginu og beint úr 90° í afturstig á nýjan leik. Með hné eins nálægt jörð og þú getur - 15 endurtekningar á hvort fót.
  2. Hnébeygja/jumping jack. Ferð vel niður. Þegar þú þrýstir upp, hoppa saman með fætur og beint niður í hnébeygjuna aftur - 10 endurtekningar. (Ég held að maðurinn í videoinu sé með rakettu í rassinum)
  3. Armbeygjur/hopp. Byrjar í armbeygjustöðu. Tekur ein armbeygju, þrýstir þér, í hálfgerðu hoppi, upp í neðstu stellingu hnébeygjunnar. Eftir það hoppa jafnfætis aftur í armbeygjustöðuna. (Sjá þetta video, sek 48 - 52, sleppir svo hoppinu sem fylgir í kjölfarið.) - 5 endurtekningar.

Þar sem ég tók smá lappasession í morgun ákvað ég að nota þetta sem semi-blandaða-upphitun. Átti ekki mikið eftir í setti 4. Pff... Ég þarf að ná 10. Nota kannski aðeins léttari stöng næst.

Skrifa það bak við eyrað!

Hádegismaturinn var eðalfínn. Bolognese með meiru. Veiddi upp úr vinnufatinu hakkbolta, gaman að því. Eins og kjötbollur.

bolognese

Þegar avocado er gott... ohooo. 

Jebb, held ég þurfi ekkert að klára þessa setningu.

*englahljóð*

besta avocado í heimi

Parmesan. Oh how I love thee!

Rétt upp hönd sá sem gæti lifað á osti... eða... skildu eftir... X í kommentakerfinu eða eitthvað.

Getur svosum rétt upp handlegginn fyrir framan tölvuskjáinn þinn - borið fyrir þig sérlega axlaæfingu ef einhver spyr hvað þú ert að gera!

Parmesan gerir gæfumuninn

Annars var smá keppni í Bootcamp í gær. Sá sem vann fékk frímiða á Expendables. Þurftum að halda fyrir ofan haus sandpokakvekendi og sú Kampfkerling og sá Kampfkarl sem héldu lengst út, unnu.

Ég vann! Hohoho..

Axlirnar eru hinsvegar ekki alveg jafn kátar með þá staðreynd og eigandinn. Á næstum erfitt með að klóra mér í trýninu. Hélt sandkvikindinu uppi í 3:50 minnir mig. Sem er nú hálf aumingjalegt, átti helling inni, frekar svekkt út í sjálfa mig en den tid, den sorg.

Svo er skírnin hjá litla Spaghettifrænda næsta sunnudag. Skondið. Ekkert nema spaghetti-stelpur í 40 ár og svo bamm... kemur ekki einn Lundi. Hohooo ég get ekki beðið. Undirrituð beðin um að vera skírnarvottur. Átvaglið rígmontið með stélið sperrt. Þá vitið þið það. Litla dýrið verður alið upp í frænkueldhúsi innan um allskonar eplakrums, grautarmall og át.

Inn á milli förum við svo í bíló, leikum Spiderman og tökum He-man með stæl.

Nema hann komi til með að leika með póný og barbie, sem er eðalfínt alveg - ég er hryllilega sjóuð í svoleiðis leikjum!


Miðvikudagur til matarboðs

Svona lítur upphandleggurinn á mér stundum út. Útbíaður í allskonar tækjum og tólum. Nauðsynlegum tólum þó. Annað til að halda geðheilsunni, hitt til að halda mér við efnið.

Handapat

15 umferðir, 2 interval hringir. Annar 10 sek (hvíldin), hinn 50 sek (átak). Þrjár umferðir af eftirfarandi, gefa 15 mínútna ofurátök. Eins margar endurtekningar og þú getur í hverju setti og gefa ALLT sem þú átt í þetta, helst þannig að skrokkurinn sé búinn eftirá.

15 mínútur gott fólk. Það hafa allir 15 mínútur.

  1. Froskur, hoppa yfir bekk, froskur. (11, 9, 8)
  2. Hallandi armbeygjur með fótakreppum til hliðar til skiptis. (7, 6, 5)
  3. Liggja á baki með lóð upp frá bringu og standa upp, án þess að nota hendur. Halda lóðum fyrir ofan höfuð allan tímann og leggjast svo niður. (3, 2, 2) - dauði!
  4. Uppstig á ská, hægri, með lóðum. (22, 18, 20)
  5. Uppstig á ská, vinstri, með lóðum. (22, 19, 20)

Var sein fyrir í morgun og lét mér nægja þetta kvekendi eftir interval. Hreint prótein, jarðaber, hörfræ og hafrar. Hef ekki fengið mér prótein í duftformi í afskaplega, afskaplega langan tíma. Mikið svaðalega er grauturinn, nú eða skyr, gleðilegra til átu.

Próteinshake

Hádegismaturinn var hvorki meira né minna en teriakyleginn lax, mikið af ofurgrænmeti og án efa besta avocado hérnamegin Esjunnar. Vá, óguð vá hvað þetta var ákkúrat það sem mig langaði í.

*Hamingja*

"Ákkúrat það sem mig langaði í" hamingja. Gott að fá þig aftur.

Litagleði

Ómægod!

Æðislegur lax

ofurgrænmeti

Matarboðshittingur með uppáhalds fólkinu mínu í kvöld.

Lambalundir a la Erna og Jens, Ristað brauð a la Egill, Marsipan Mascarpone ostakaka a la moi og notalegar stundir með litlu strumpunum sem bæst hafa í hópinn. Yndislega fínt alveg hreint.

Fyrsta skipti sem við náum að hittast öll í sumar. Magnað.

*tilhlökkunartryllingsdansmeðskrúfuogeinustappi*


Át um át á-fram

Má ég kynna

Hádegis Hrefnu...

Hrefna síðan í gær

...Ólíver og kotasælu...

meðlæti

...tómata...

tómatas

...og graskersfræ!

Góð eru graskersfræ

Ekki gleyma forðunni!

Froðupartý

Foamy goodness!

Mmm

Fyrir æfingu kjúllasamlokuofureðalfínt!

kjúllasamloka

Maður sveltur ekki. Svo mikið er víst.


Kjúklinga kálvefjur og næstum því Ástralía

Alltaf góðar! Alltaf. Krispí iceberg vafið utan um kjúllagums. Snilld.

Kjúklingakálgums

Salatbarinn góði

Raða fallega...

Nohma 

...waiiiit for it... waiiiiiiit for it... BORÐA! 

aðeins nær

Tveir svefnar þangað til! TVEIR SVEFNAR!


Dagurinn 100 árum lengri

Kjúlli er sívinsæll. Sé fiðurfé á boðstólnum í vinnunni eru allir mættir stundvíslega niður í matsal 11:30! Nema átvögl, þau fá leyfi til að byrja 11:11. Jafnvel 11:10. Gott að vera á sérsamning... eða...hmm, kannski enginn sérsamningur. Bara gott að vera gráðugur!

fyrrum fiðurfé

Allir bitar samsvöruðu þó hálfum kjúlla! Gráðug eða ekki, hálfan fugl gúlla ég ekki á "skynsömu" dögunum mínum. Bringan því tekin fallega til hliðar og restin varðveitt á húsbréfi til átu seinna í dag!

Gott gott ét

Eftirréttur voru mínar heittelskuðu ásamt tyggjóplötum til hreinsunar!

Fullkomið crunch

Var búin að gleyma því hvað það er nú notalegt að klára æfingaskammtinn á morgnana. Nú er allt í einu fullt eftir af deginum og ég get gert eitthvað svakalega skynsamlegt eftir vinnu! Eins og að redda teiknidóti, hljóðbókum og hitta ofurkroppinn og eðalkvendið mína ástækru Röggu!


Blátt, hvítt, gult, grænt

Vandlega geymd rest af rándýrum ofurbláberjum bætt út í hreint, hrært KEA með kanil... blátt og hvítt! Samt eiginlega brúnt sökum kanils en hverjum er ekki sama um það!

kea og bláber

Þessar gulu gersemar tóku líka á móti mér í vinnunni í morgun. B-ANANA-S!  

Allt sem er gult gult

Stóðst ekki mátið og át ananas! Hann var svakalega góður - fullkomlega fínn. Ákkúrat nógu súr, ákkúrat nógu sætur, ákkúrat rétt áferð - ákkúrat ananas!

Guðdómlegt niðurskorið gult kvikindi

Fékk mér svo aðkeyptan óvinnumat í hádeginu! Smalabaka kallaði ekki nógu stíft á átvaglið til að yfirtaka matmálstímann. Kjúklingasalat með mikið af jalapeno, ójá, káli og stjörnu dagsins, avocado! Kjúllinn fékk feimniskast og faldi sig... hvað eru mörg f í því?

Mmmm

Hlakka mikið til að komast heim á eftir - þar hinkrar eftir mér sojalax sem getur ekki beðið eftir því að hitta ofninn! Færslan hennar Röggu kveikti á óendanlegri laxalöngun. Óguð - ég elska lax.

Þriðjudagar eru Hot yoga-dagar. Löxum okkur upp og yogum okkur... niður?

Hafið það ljúft Smile


Einn, tveir og páskar

Ekki á morgun heldur hinn verður páskeggið rifið upp með svo stórkostlegum tilþrifum, óhljóðum og öllu tilheyrandi að óvíst er að það lifi hamaganginn af...reyndar einkar óheppileg niðurstaða fyrir mig ef eggið yrði að engu í látunum! Oh jæja, ég reyni að fara varlega!

Kynnti sjálfa mig á nýjan leik fyrir hálfgerðu skyrgumsi í morgun! Mikil kátína sem átti sér stað við átið á þessari skál. Hreint hrært KEA, frosin blönduð ber og 1 tsk mulin hörfræ. Skandall og skaði að eiga ekki möndlur, þarf að endurnýja birgðirnar.

Skyrgums að verða að.. skyrgumsi

HRÆRA - HIP HIP HIP

Skyrgums

Bjó mér svo til enn eitt gumsið í eftirmiðdaginn. Elska svona allrahandahrærumix. Ein msk. olía, hvítlaukur, 1 sólþurrkaður niðurskorinn tómatur, laukur og sveppir steikt á pönnu með salti og pipar og að sjálfsögðu....TJÚTT-LINGUUUUR!! Kjúlla síðan í gær bætt út á rétt í lokin ásamt soja sósu og smá karrý.

Kjúklinga og laukgumshræra

Mmm svissaður laukur og sveppir

Tjúttlingur

Græna gleðin fékk að vera memm eftirá. Hélt að gúrkan myndi ekki virka með þessu en hún var bara fín! Ef ég hefði átt tómata og/eða papriku hefði þetta orðið svaðalegt!

Kjúklingagums

Le gúrk

Sjáið bara hvað hún er fín!

glæsilega fín

Svo fengu furuhnetur að skreyta diskinn fyrir einskæra hamingju og gleði. Hefði verið snjallt að rista þær fyrst og bæta svo við um leið og kjúllanum! Svakalega gott að hafa þær með - gáfu æðislegt bragð!

Furuhnetunohm

Þetta var barasta gott!

Annars er ekkert nema dásemd að vera í fríi! Ákkúrat núna er ég að horfa á þessa mynd:

UP

Hver pantaði annars þetta veður ég bara spyr! Vindur og hagl - gribbulegra gerist það varla!


Korter í páska

Þrjátíu og fimm í sumarið!

Held ég takið því rólega um páskana. Borði góðan mat, slappi af og horfi sem minnst á tölvuskjá! Kannski ég hendi inn einni og einni færslu, hver veit. Ætli ég endi ekki á því að blogga um hverja örðu sem inn fyrir mínar varir fer! Ætla þó að reyna að hemja mig - hvíld og meiri hvíld.

Gleðidiskur

Gleðidiskur * 2

Jarðaber eru svo falleg og fín! Get ekki dásamað þau nóg!

Áferð, bragð, útlit - guuullfalleg greyin.

Svo svo fín

Síðustu járnrífingar fyrir páska á eftir. Annars fara súkkulaðidagarnir allir í hot yoga og jú, lappamisþyrmingar á laugardaginn.

Fyrir utan það - elsku bestu - hvíld!


Heitt heitt heitt

Nei - ekki úti, heldur gumsið sem ég graðgaði í andliti á mér í hádeignu! Ég svitnaði meira að segja á hausnum, augun urðu rauð og tárin láku í stríðum straumum!

Au natural tuna og vinnugrænmeti. Nokkrar kasjú og brasilíur fyrir kröns og kram og jú, hot sauce og chilliflögur! Chilliflögurnar ólmar í að komast uppúr stauknum!

Tadaaa, tuna og með'í

Með tilhlaupi komst myndavéln aðeins nær gleðinni. Kotasæla reynir að stemma stigum við herra Tapatíó! Það gekk ekki!

gott hádegisát

Þetta er ástæðan fyrir því!

Svaðalegra sambland af chilli-hot sauce fyrirkomulagi hefur ekki átt sér stað í langan tíma.

Svaðaleg hot sauce-chilli action 

Kjúlli og grjón fyrir æfingu á eftir. Hot Yoga á morgun! Orðin fastagestur, get svo svarið það. Farin að hlakka mikið til þess að Hot Yoga mig á yogadögum. Æðisleg tilfinning sem fylgir þessu, sérstaklega þegar kústskaftið (ég) er farið að komast í störukeppni við Dabbana (stóru tærnar)!


Föstudagur og fótaæfingar

Teknar með trompi á eftir, blessaðar bífurnar! Byrjum helgina á miklum hvelli og lymskum okkur svo inn í laugardaginn með Hot Yoga. Afmælisveisla að kveldi laugardags og átmúrinn sprengdur með tiþrifum, látum og heljastökki! Vottur af tilhlökkun hreiðrar um sig!

Svínalund og kálfakjet í boði vinnunnar í dag.

Svínalundir á kanntinumKálfakjöt og teitur 

 

 

 

 

 

Diskurinn æði fagur og þessar kartöflur! Oghh! 

Fullkominn hádegismatur

Gullfallegt

Bara gullfallegt

Ofnbakaðar og kryddaðar ofurkartöflur

Hef ég einhverntíman sagt ykkur frá því að fullkominn matur fyrir mig væri spaghetti með kartöflum, eggjabeyglu og ost? Jebb - ég er kolvetnasjúkur átfíkill með meiru!

Þar sem við vinnukerlingarnar viljum ekki slá slöku við þá tökum við fullan þátt í mottumenningu landans! Einn í vinnunni tók sig til og stílfærði myndina örlítið - en bara örlítið. Við erum mjög hard core vinnuhópur!

russkikaramba

Kjúlli og sæt fyrir æfingu á eftir, hvít súkkó rískökusamloka eftir æfingu.

Ljúfa líf!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband