Færsluflokkur: Hádegismatur

Sumarlegt...

...og hlýtt og blátt og bjart!

Góður dagur enn sem komið er. Föstudagur á morgun. Það er alltaf föstudagur, get svo svarið það. Afinn minn heldur upp á  75 árin sín um helgina - það verður ein góð ofurveisla skal ég ykkur segja! Tilhlökkunarvænt með eindæmum.

Morguninn fór í smá brennslu og maga ásamt þessu undri!

Möndlur og skyr

Mjög gott jákvætt og gleðilegt. Eitthvað við það að bíta í möndlu með skyri sem fær mína tungu til að æpa af hamingju. Eiga einhver dularfull efnaskipti sér stað á meðan þessu athæfi stendur. Mér líkar það stórvel!

Skvísa í hádegismatinn með eðalgrænmeti. Stundum þykir mér soðin ýsa svolítið eins og eitt stykki fjöruferð, ekki alveg nógu jákvætt, en því er þó yfirleitt hægt að redda.

soðin skvísa 

Salt, pipar og pestó tóku sig saman í þetta skiptið og gerðu máltíðina að mikilli veislu.

Pestó og kotó

Einar Crane, vinnufélagi extraordinaire, var ekki tilbúinn í fiskinn og fékk sér því kotasælu og tómathrökkbrauð. Tilfæringarnar við tómatáröðunina voru stórkostlegar. Með eindæmum vel raðaður tómatur! Svo vel raðaður að hann rataði hingað inn á bloggið. Til hamingju Einar!

Tómat og kotó hrökkbrauð vinnugúbba

Möndlur og tyggjó í eftirrétt sökum laukáts. Við viljum ekki að samstarfsgúbbar falli í yfirlið þegar átvaglið reynir að ræða málin! Möndlurnar enda ofan í maga, tyggjóið nýtur ekki þeirra forréttinda!

Möndlas

Hotness of the Yoga í kvöld. Ég er alveg að verða húkt á þessu, finn mikinn mun á sjálfri mér! Hlakka mucho mikið til eftir vinnu - jííhaa!


Vikan rétt að byrja...

...og þá kemur föstudagur!

Sjáið bara hvað vinnufólkið mitt er yndislega fínt!! Þetta beið mín á tölvuskjánum þegar ég mætti í morgun! Ég varð öll mjúk og meyr! Æðisleg leið til að byrja föstudaginn, svo mikið er víst! Heart

Hjartans þakkir fyrir hver sá sem skrifaði þetta! Joyful

Yndislega fínt 

Fyrsta át dagsins var þessi sérdeilis ómyndarlegi bananagrautur, en góður var hann ban(ana)settur! Sætur, vel þroskaður banani og grautur - hver sá sem bjó til bananann hefur verið í mjög góðu skapi þann daginn!

Eggjó með bananó

Netttur tilhlökkunarspenningur gerði vart við sig þegar ég uppgötvaði hvað yrði í hádegismatinn í dag. Ekta... íslensk... kjötsúpa! Ég eeeelska kjötsúpur og þessi stóð sko vel undir væntingum! Stútfull af allskonar góð- og gleðimeti! Rófur, kartöflur, laukur, gulrætur... ohhhggg! Eldhús ofurhetjurnar bjuggu til kjötsúpu þennan ágæta föstudag þar sem fyrirtækið ætlar að bregða undir sig góðu löppinni og skella sér á sveitaball í kveld! Gleðilegt nokk! Það verður dansað, það verður hlegið ok stappað!

Kjötsúpa og afgangs kjúlli

Vinnukjötsúpa

Kjötsúpa 

Salatbarinn góði! Fallegir, glæsilegir litir! Gæti horft á svona fínan mat allan daginn, get svo svarið það. Held ég þurf á aðstoð að halda!

Vinnusalatbar

Hádegisdiskur númer eitt sem veitt var grimm eftirför af súpudisk sem ekki náðist á mynd sökum hungurs umræddar myndavélar! Ég nældi mér líka í afgangs kjúlla síðan í gær! Gvöðdómlegt er fiðurféð!

Föstudagshádegi

Súpugrænmeti

Salatbar 

 

 

 

 

 

Æfing á eftir, tjútt í kvöld. Dans og með því! Meiri kjötsúpa - jebb, hún verður tekin með á ballið!

Lopapeysur, stígvél og strá í munninn! Þetta verður bara gaman!


Lífsrót, allt að gerast, breyttir tímar

Allskonar rót í gangi, búið að vera í gangi og verður áfram í gangi. Bæði gott og slæmt rót - en það gerir lífið bara spennandi og skemmtilegt. Hvar er fúttið í því að hanga á miðlínunni allan daginn? Fáar skemmtilegar sögur hægt að spinna út frá því.

Hvað er annars næst á dagskrá?

Ætla að prófa minn fyrsta Hot Yoga tíma á eftir. Hlakka mikið til að sjá hvort spítukvendið nái að liðka aðeins á sér bífurnar og bakið. Ég er komin á þau skemmtilegu tímamót í mínu lífi að ég get ekki beygt mig eftir hlutum á gólfið án þess að þurfa að beygja mig í hnjánum! Svakalega fín í uppréttri stöðu en um leið og átvaglið byrjar að fetta sig er voðinn vís! Eins og búið sé að stinga priki upp í óæðri endann á undirritaðri sem nær alla leið upp í haus - afsakið martraðirnar sem gætu ásótt ykkur eftir þessa fallegu lýsingu. Verður spennó að sjá hvernig þetta fer - ójá.

Það er möguleiki að villivaglið sé að fara í svaðalega gleðilegt ferðaleg. Meira um það seinna! Cool

Ultratone! Ég er nokkuð viss um að allir séu að velta þessu fyrirbæri fyrir sér. Virkar það, virkar það ekki? Er ég að eyða peningunum mínum í tilgangslausa kippi og spenning fyrir smá kitl í rasskinnarnar? Ég er nefnilega með slitinn vöðva í vinstra læri. Fór í ultratone prufutíma til að sjá hvort ég kæmi einhverju lífi í hann greyið þar sem hann er dofinn og ónýttur. Afgreiðsludaman stakk upp á því að ég tæki bara heildarpakkann, blöðkur á bumbu/rass/læri/ruslakistu úr því ég væri að þessu og jújú, af hverju í ósköpunum ekki? Reyndar hægt að velja um margar mismunandi meðferðir. Þarna lá ég og kipptist til eins og rúllupylsa í nokkrar mínútur. Skvísan lofaði þessa meðferð svo svakalega að ég snérist eins og úldinn ullasokkur á rigningardegi og vildi ólm taka stöðuna á þessu til að geta "afsannað" þá kenningu. Ég trúi jafn mikið á svona "meðferðir" og "megrunarkúra"! Hún talaði t.d. um að fitnessfólk færi í þetta rétt fyrir keppnir til að "strekkja" aðeins á sér. Auðvitað nefndi hún það einnig að matarræðið þyrfti að breytast hjá þeim sem væru að spögúlera í þyngdartaps-meðferð ofr. En ekki hvað ég bara spyr? Hvað um breytt matarræði og almenna hreyfingu?  Ég var að spögúlera í því hvort ég ætti að láta peningaplokka mig og leyfa ykkur jafnvel að fylgjast með. Fyrir og eftir myndir, allur pakkinn. Hvað segið þið um það? Svona úr því að ég er á "réttu róli" og allt það. Þetta er kannski bara þvæla, kreppa og peningaeyðsla - gæti samt orðið áhugavert! Hmmm.. spáum í þessu.

Mötuneytið mitt er annars að standa sig með prýði eins og ávallt. Eftirfarandi dýrð var gleypt á örfáum mínútum á slaginu 11:15. Gat ekki beðið lengur. Skrokkurinn var alveg á síðasta snúning.

Æðislegur kjúlli og risaskammtur af grænmeti

Salatbarinn góði

Kjúlli og grjón

 

 

 

 

 

 

Keila frá því í gær. Fiskiprinskeila og möndlur í eftirrétt! Klukkan er 14:33 og allt er í lagi!

Fiskiprinskeila

Mandlas

Fyrir þá sem ekki vita - þegar ég tala um "ruslakistuna", þá er ég að vitna í stórkostlega hliðarsvæðið aftan á baki, rétt fyrir ofan rassinn! Bakspikið undursamlega. Þaðan kemur mörin til með að leka af mér þegar sól skín í helvíti! Ömmu andskotans til mikillar hamingju! En það er bara krúttaralegt - eitthvað til að klípa í!

Jæja... hot yoga mín kæru. Here I come!


Sæla í koti

Kotasæla er mikil sæla. Þykir hún óskaplega góð en neyti hennar "spari" og/ef þegar engin önnur próteinafurð er í nálægð. Það átti sér stað í hádeginu í dag. Fyllti því diskinn minn af grænmeti og kotó og graðgaði villimannslega í andlitið á mér... ohhh, gæti borðað kotasælu að eilífu! Reyndar fylgdu gleðinni nokkrir sveppir úr bolognese sósunni sem var í matinn í dag - sveppir eru líka sæla í minni bók

Kotasælugleði 

Hinsvegar mun hverjum þeim sem þótti það glimrandi snjallræði að hætta framleiðslu á Létt-kotasælu, en halda eftir kotasælu með ananas og kotasælu með hvítlauk, eiga mig á fæti!


Kjúlli í Mango Chutney og Hrefnu carpaccio

Mister Magoo, you've done it again! Magoo verandi vinnan mín að sjálfsögðu!

Það er dekrað og dekrað og dekrað...

Hrefnu carpaccio

Mango chutney kjúlli

...og dekrað og dekrað við bumbuna!

Jákvætt hádegisát að baki mín kæru!


Grænmeti er guðdómlegt

Stundum langar manni bara í grænmeti! Þó svo þú haldir að þú viljir það ekki, þá langar þig samt sem áður í það... ójúvíst! Vittu til! Fáðu þér grænmeti á diskinn, helst ferskt og athugaðu hvort skrokkurinn æpi ekki á meira eftir fyrsta bitann! Reyndar, þá er alveg jafn mikil gleði að bíta í grænmetið hitað/grillað/soðið/steikt... grænmeti er barasta guðdómlegt!

Grænmetisafurðir eru flestallar mikilvægar uppsprettur næringarefna eins og t.d. potassium, trefja, folic sýru, A-E og C vítamína.

  • Grænmeti hefur í mörgum tilfellum lágan kaloríufjölda ásamt því að vera "fitusnautt" = mjög gott að graðga í sig svolitlu af grænmeti ef þú ert að létta þig og til að "fylla" upp í svartholið.
  • Matarræði sem ríkt er af potassium gæti aðstoðað skrokkinn að viðhalda blóðþrýsing. Afurðir ríkar af potassíum eru t.d. kartöflur (sætar, venjulegar), hvítar baunir, tómatafurðir, rófur, spínat, nýrnabaunir...
  • Trefjar sem koma frá grænmetisafurðum, sem hluti af heilsusamlegu matarræði, hjálpa til við að minnka kólesteról í blóði og gæti mögulega minnkað líkur á hjartasjúkdómum. Trefjar eru einnig mjög mikilvægar til að viðhalda súperfínni þarmastarfsemi og allri hamingju sem innviðis klósettkvillar gætu valdið. Ennig aðstoða trefjar við að halda átvaglinu "sáttu" í lengri tíma. -> gulrætur, avocado, brokkolí, spínat, sætar kartöflur...
  • Folic sýra hjálpar blóðinu að útbúa rauð blóðkorn. Talað er um að konur sem eru að reyna að verða ófrískar eða eru nýlega orðnar ófrískar ættu að taka folic sýruna inn til að minnka líkur á "neural tube defect" - heili og mæna fósturs ná ekki að þroskast að fullu -> blómkál, spínat, brokkolí, aspas...
  • A vítamín fyrir ónæmiskerfið, sjón, frjósemi og verjast hvurslags sýkingum -> gulrætur, sætar kartöflur, spínat, grænkál...
  • E vítamín hjálpar til við að "vernda" A vítamínið og hindrar t.d. oxun kólesteróls = minnkar líkur á blóðtppa. E vítamín er uppleysanlegt í fitu og skal því neyta með fituríkum matvælum svo þarmarnir taki það betur upp -> Hægt að taka inn olíur, grænmetisolíur. Canola-, sólblóma-, sesamolíu... nú eða t.d. hveitikím eða hvietikímsolía. Hafrar, hnetur, kjúklingabaunir (halló hummus), linsubaunir.
  • C vítamínið fyrir ónæmiskerfið, sár og skurði (vörn gegn bakteríum), góma og tennur. Aðstoðar við inntöku járns sem kemur úr grænmeti (ekki kjötmeti). Aðstoðar eina af þeim 20 aminósýrum sem við þurfum til að byggja upp prótín. Ákkúrat þá krúttarlaegu aminósýru sem aðstoðar prótínið kollagen sem er hluti sina og brjósks sem þolir átök. -> Brokkolí, kartöflur, rauð paprika, spínat, gærnmeti með blaðgrænu...

Flottur hádegisdiskur. Próteinið mitt í hádeginu í dag var svo hreint ómyndað gleðiKea með fræjum og smá kanil, rétt fyrir crunch og kram.

Grænmetisgeðveiki

Svo flottir litir!

Glæsilega fínt

Nohm 

 

 

 

 

 

BrokkolíRadísurnar mínar 

 

 

 

 

 

 

Ohh.. ég öölska svona fínt, ferskt grænmeti! Eins og listaverk - get svo svarið það.


Hryllilega gott skap

Veit ekki hvað það er, hvort það sé skálin af ofurhöfrum sem ég fékk mér í morgun, snjóleysið eða bara almenn hamingja og gleði en geigvænlega gott er skapið í kvendinu í dag!

Hélt upp á þetta ágæta hugarástand með eðal fínni vinnuskál af grænmeti, fisk og avocado.

Allt sem er grænt grænt finnst mér vera fallegt... Skreytt með furuhnetum, kókos og graskersfræjum! Rauða dýrðin - rauðlaukur og paprika - fela sig undir grænu gleðinni!

Eðalgott hádegisát

AvocadogleðiRétt sést í paprikuna 

 

 

 

 

 

Stórgott hádegisát mín kæru.

Roastbeef og appelsínugulur sætusnúður fyrir æfingu á eftir! Hlakka mikið til að rífa í járnið!


57 dagar...

 ...að einum viðbættum og voila... 1. maí er genginn í garð! *Gleðisprengjuhamingjukast*

Snjórinn kom, sá og stoppaði umferð í nokkra daga. Nú mætti hann, blessaður, fara að láta sig hverfa. Ég veit, ég veit... ekki kvörtunarvænt þar sem núverandi ástand hefur rétt staðið yfir í rúma viku og íslenskir vetur eru í flestum tilfellum stórkostlegri í umfangi en snjópísl undanfarinna daga. En vitið þið hvað? Mér líkar píslin barasta ágætlega vel í mínu stolta, harða, íslenska "Ég fer út á berrassgatinu í -20° frosti og borða grílukerti" víkingahjarta. Ég gæti vel lifað hamingjusömu íslensku töffaralífi án sex mánaða snjótíðar. Hnatthlýnun og gróðurhúsaáhrif! Jahérna hér!

Annars var eggjahvítugrautur maximus á boðstólnum í morgun. Soðinn upp með banana og skreyttur með múslí og frosnum hindberjum. Ég át hann samviskulaust án myndavélarinnar þar sem hungur í bland við leti yfirtók átvaglið eftir fyrsta bitann. Grauturinn hvarf á hraða ljóssins - ég rankaði við mér þegar ég beit í skálina. Það var ekki ákjósanlegur endir á annars góðu áti!

Hádegismaturinn samanstóð af eftirfarandi litadýrð og fiðurfé í stil. Saffran kjúllinn - ég fæ bara ekki nóg.

Afgangs saffran, grjón og gleði

Grænmetið mitt 

 

 

 

 

 

Mango er yndislegtSaffran og grjón 

 

 

 

 

 

 

Ég mátti til með að mynda hádegismat vinnufélaga míns. Afmælisbarn með meiru svo ég óska honum hér með til hamingju með daginn. Mér er slétt sama hvað fólk fær sér að borða, ekki halda annað elsku bestu - þótti þetta bara fyndið. Munurinn á mínum disk og hans. Hann fær þó plús í kladdann fyrir að fá sér svolítið af mat með sósunni. Þessi diskur kætti mitt fasíska sjálf óstjórnlega.

Kartöflubuff og kínarúlla með sovs

Afgangs saffran, grjón og gleði

Talandi um fasískar venjur. Annar vinnufélagi kom niður í matsal, þar sem ég sat með myndavélina og tók matardiskinn í gegn, og sagði "Ahh.. grænmetisbuff og salat, klukkan er 11:30, Elín er að taka mynd af matnum sínum... allt eins og það á að vera"! Matarmyndatökuáráttan er farin að trodda sér inn hjá nærstöddum átfélögum.

Roastbeef og sæt fyrir æfingu á eftir, súkk- og kók eftir æfingu og Ossobúkkóveisla í Gúmmulaðihöllinni á morgun a la madre. Famelían saman, matur, kósýness og krúsíbombur ásamt nokkrum köttum og hundum.

Stundum er ekkert nema gleðilega fyndið að vera til. Joyful


Hvaða hrúga er þetta?

Ég tók mig til og útbjó hafrastangir um helgina. Hafra- og bláberjastangir. Tókst ekki betur til en svo að það sem líta átti út eins og stöng breyttist í óskilgreinda hrúgu af gumsi sem var ljótara á litinn en myglublettur á fituskán! Ágætlega bragðgott en ekki nánda nærri jafn gullfallegt og átvaglið hefði á kosið.

Þar af leiðandi koma engar myndir af krumpinu fyrr en fullkomnað er! Ég held ég viti hverju ég klikkaði á, kemur í ljós í næstu tilraun!

En svona til að halda í hefðir þá var þessi diskur gleyptur í hádeginu! Gullfallegafínn ekki satt?

Túnfiskur og gleðilegheit

Öreindarifnar gulrætur og paprika með túnfisk er ótrúleg hamingja! Blanda gumsinu saman og voila! Sérstaklega fiskurinn og paprikan. Stórskemmtilegt!

Túnfiskur/paprika

Túnfiskur/gulrætur

 

 

 

 

 

 

 

!KASJÚ! -> Guð blessi þig!

Krúttusprengjur

Gvöð hvað maður er nú kómískur svona á mánudegi!


Kjúlli í dag, hafrastangir á morgun

Kreppa hvað? Velmegunarmælirinn spryngur, bráðnar og breytist í svarthol!

Fór í klippingu í dag og skellti mér svo í bæinn með systur minni ástkærri og leyfði henni að gera gömlu kerlinguna upp! Jú, ég á það til að kaupa mér utanáklæðnað - gerist annanhvern ársfjórðun á fjólubláu tungli.

Precious

Nú er ég nokkrum þúsundköllum fátækari og nokkrum flíkum ríkari. Hárið aðeins tekið stakkaskiptum og veðrið að bæta upp fyrir snjóleysiskast janúar og febrúar! Hann má nú samt alveg missa sín snjórinn - ágætt ef veðrið tekur Ísland á þetta og rignir duglega í næstu viku.

Við stukkum inn á Serrano þegar maginn var farinn að baula og átvaglið byrjað að naga neglurnar.

Serrano karfaSerrano karfa

 

 

 

 

 

 

 

Burrito í skál með tvöföldum kjúlla, fullt af jalapeno og að sjálfsögðu hot sauce, sem bætt var samviskusamlega út á gumsið þar til skálin var tóm!

Aldrei gleyma hot sauce

Átvaglið og nammikarfan

Svabban át quesadilluna sína með ofurlist og ostasósu. Svövudýrið var samt öllu hressara en á þessari mynd og quesadillan var með eindæmum gúrmey!

Ofursvabba

Ohhhhh... búið!

Ohhh.. búið!

Við systur erum sérlega leðurklæddar og punk-ass í góða veðrinu! Stórkostlegur útbúnaður í snjó!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband