Einn, tveir og páskar

Ekki á morgun heldur hinn verður páskeggið rifið upp með svo stórkostlegum tilþrifum, óhljóðum og öllu tilheyrandi að óvíst er að það lifi hamaganginn af...reyndar einkar óheppileg niðurstaða fyrir mig ef eggið yrði að engu í látunum! Oh jæja, ég reyni að fara varlega!

Kynnti sjálfa mig á nýjan leik fyrir hálfgerðu skyrgumsi í morgun! Mikil kátína sem átti sér stað við átið á þessari skál. Hreint hrært KEA, frosin blönduð ber og 1 tsk mulin hörfræ. Skandall og skaði að eiga ekki möndlur, þarf að endurnýja birgðirnar.

Skyrgums að verða að.. skyrgumsi

HRÆRA - HIP HIP HIP

Skyrgums

Bjó mér svo til enn eitt gumsið í eftirmiðdaginn. Elska svona allrahandahrærumix. Ein msk. olía, hvítlaukur, 1 sólþurrkaður niðurskorinn tómatur, laukur og sveppir steikt á pönnu með salti og pipar og að sjálfsögðu....TJÚTT-LINGUUUUR!! Kjúlla síðan í gær bætt út á rétt í lokin ásamt soja sósu og smá karrý.

Kjúklinga og laukgumshræra

Mmm svissaður laukur og sveppir

Tjúttlingur

Græna gleðin fékk að vera memm eftirá. Hélt að gúrkan myndi ekki virka með þessu en hún var bara fín! Ef ég hefði átt tómata og/eða papriku hefði þetta orðið svaðalegt!

Kjúklingagums

Le gúrk

Sjáið bara hvað hún er fín!

glæsilega fín

Svo fengu furuhnetur að skreyta diskinn fyrir einskæra hamingju og gleði. Hefði verið snjallt að rista þær fyrst og bæta svo við um leið og kjúllanum! Svakalega gott að hafa þær með - gáfu æðislegt bragð!

Furuhnetunohm

Þetta var barasta gott!

Annars er ekkert nema dásemd að vera í fríi! Ákkúrat núna er ég að horfa á þessa mynd:

UP

Hver pantaði annars þetta veður ég bara spyr! Vindur og hagl - gribbulegra gerist það varla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

myndin up er alveg brilliant :)

ég er komin með æði fyrir sósunni sem þu póstaðir inn hér um daginn, grísk jógúrt, gúrka,hvitlaukur ofl.. ummmm svo góð og ferst..

núna ætla ég að fara að finna eplapægúmmelaðið sem þú hefur OFT gert... nú er komin tími á að marr prufi líka...

ógvöð páskaeggið..bara 2 dagar.. újé..

gleðilega páska

Heba Maren (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 20:12

2 identicon

matarboð hjá háværufamelíunni minni á mánudaginnn og þar verður m.a. boðið upp á brokkolísalat og eplakrums-nammið þitt... Ó já nú fær famelien að smakka á því sem ég er alltaf að segja þeim frá

Svo er kökudeigsgrautur í ísskápnum sem bíður eftir smökkun frá m&p..... ég er búin að dásama hann svo mikið að þau heimtuðu að fá að smakka

Hulda (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 13:10

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heba Maren: Oh já, hún er æði. Næstum notanleg með öllu, get svo svarið það. Eplasprengjan er uppáhalds, gæti synt í þeirri dýrð. En það er bara ég Gleðilega páska sömuleiðis mín kæra - betra seint en aldrei!

Hulda: Úú, brokkolísalatið þykir mér æði! Ég er reyndar brokkolífíkill - það er kannski ekki að marka. 

Kökudeigsgrautar eru góðir grautar - sérstaklega með kanil og bláberjum. Eitthvað mjög dramatískt sem á sér stað í þeirri blöndu! Vona að settinu hafi líkað vel ;D

Elín Helga Egilsdóttir, 5.4.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband