Færsluflokkur: Prótein
19.8.2011 | 08:09
EVERYDAY I'M FLUFFLIN'!
Ég rakst á þessa snilld á netinu og varð að prófa.
Morgunmatur. Eftirmatur. Millimálsmatur.
Að sjálfsögðu. En ekki hvað? Af hverju í andsk.. datt mér þetta ekki í hug fyrr?
- 30 gr. hreint prótein
- 130ish gr. frosin ber (eða hvað sem er.. jafnvel meira magn)
- Tæplega rúmur.... deselíter mjólk, tæplega rúmur.
Prótein + ber.
Prótein + ber + mjólk.
Prótein + ber + mjólk + kanill + vanilludropar.
MAGIGSTICK
HRÆRA
Tilvonandi próteinfluff, hittu herra K-aid.
15 sek
30 sek
Ooohh bayyybee!
Innan við mínúta!
Marengs einhver?
Já, já takk fyrir.
Það heyrðist meira að segja svona marengshljóð í þessu þegar ég hrærði því til og frá.
"Flúghbllflúhhbbfglhúú"
Og... svo... whooobbah... á hvolf... ójeah!
Það helst. Það marengshelst!
Gerum þennan gjörning svo örlítið myndvænni.
En bara örlítið.
Því ég var svöng.
Og gráðugri en amma skrattans.
Próteinfluff + Buddhaskál = öööööölsk!
Jebb. Þið vitið hvert þessi klessa fór.
Svo bætti ég "aðeins meiri" kanil. Bara aðeins.
Því kanill er góður.
Þannig er það nú bara.
Elskaðu kanilinn.
Hugsið ykkur gott fólk... allan dónaskapinn sem hægt er að framkalla héðanaf!
- Frosnir-bananar fluff! (Ég gæti gubbað af hamingju)
- Mangófluff!
- Bláberja og kanilfluff!
- Banana og kókosfluff!
- Ananasfluff!
- Peru og bláberjafluff
Sjáið þið ekki svo fyrir ykkur bananapönnsurnar sem uppskúbbunaráhald?!?!?!?!
*og átvalgið sprakk úr hamingju*
The end.
Dreeeeptu mig ekki úr matarpervisku dauðans.
Eini ókosturinn, ef einhver, er að þetta þarf helst að borðast med det samme, annars oxast kvikindið eins og allsber banani í sól og verður að hálfgerðri loftbólu af einhverjum ástæðum.
En hvað með það... gumsið kemur ekki til með að lifa nógu lengi til að loftbólast. Trúið mér!
Voila. Þú ert hérmeð útskrifað eintak úr próteinfluffskólanum.
Farðu nú og búðu þér til fluff!
Prótein | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.8.2011 | 08:01
Prótein... marengs?
Þú veist þér þykir gott að borða óbakaða maregnsgleði!
Ekki reyna að neita því.
Það er syndsamlega svaðalega ljúft í allri sinnir sykurvímu og hamingjugleði!
Ég kynni því hérmeð til leiks skáfrænda "eitthvaðótrúlegasvipaðmarengsdeigi"!
Prótein berja marengs. Diet marengs? Marengs lite... M-Zero!
Matarklám, matarkóma... oh baby jebus feed me!
More to come!
Prótein | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.10.2010 | 07:53
Cheerios prótein... muffins?
- Það er ekki góð hugmynd að fara í kvartbuxum í ræktina þegar það er kalt úti.
- Dr. Hook eru töffarar og enn eitt uppáhalds í uppáhaldssafnið.
- Cherrios er snilldarinnar eftir æfingu fóður - í kolvetnum talið.
Yfirleitt nota ég próteinið eins og "mjólk" og borða út á Cheeriosið.
Jah... yfirleitt hræri ég próteinið þykkt og nota eins og "jógúrt" út á Cheeriosið.
Prófaði því í morgun, áður en í rækt var haldið, að gera eins og "yfirleitt" en skipta gumsinu í 4 kúlur og henda inn í ísskáp.
Cheerios prótein muffins! Klessu? Kúlur?
Átti því miður ekki muffinsform, það hefði verið fullkomið. Cheeriosið verður að sjálfsögðu mjúkt, því þetta er jú sykurlaust, óbakað og vatnsblandað, og allur bitinn er eins og hálfgerð karamella.
Hafið þið tekið eftir því hvað allt er eins og karamella í mínum heimi?
En þetta var ógeðslega skemmtilega gleðilegt að borða (þið vitið, á perralega áferðarháttinn) og ég er að spá í að útbúa mér nokkrar kúlur til að geyma í frysti/ísskáp.
Einfalt.
Eftir æfingu - 4 kúlur!
Prótein | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.9.2010 | 08:26
Eftir æfingu
Má ég kynna núðlurnar mínar!
Fann þær í Hagkaup.
Nokkuð gott eftirátakssnakk ekki satt!?!?!?
Prótein þykkt blandað með vatni, kanil, vanillu... hverjusemþérþykir gott! Sjódda núðlur, kæla smá, blanda öllu gumsi saman og inn í ísskáp!
Að sjálfsögðu var meiri kanil bætt út á gumsið eftir að efri myndin var tekin og já, ég geri mér grein fyrir því að kanill hefur komið við sögu í fyrstu tveimur máltíðum dagins!
Voila. Prótein núðlur!
Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2010 | 21:53
Nýtt Scitec og smá stress
Svaðaleg blanda!
Út næsta laugardag. Búin að hlaupa um í tvo daga að "redda" því sem ímyndunarveikin heldur að þurfi að redda - kemur í ljós að það er ekkert svo voðalega mikil veiki þó það sé kannski ímyndun í einhverri mynd.
Í bland við reddingar uppfæri ég icelandair á 3ja mínútna fresti með annað augað lokað!
Ekki mikið um fínt át, hið minnsta ekki nógu merkilegt til að brotlenda á þessari síðu... oj... kaldhæðnisleg orðað ekki satt!
Smakkaði samt Scitec Súkk/Kókos og af þeim þremur sem ég hef smakkað þá er það lakast. Ekki alveg nógu hrifin verð ég að segja. Sama áferð og á hvíta súkkulaðinu, ekki jafn fluffy og ofur eins og Súkk/Mokka, sem er að sjálfsögðu í fyrsta sæti.
Ég hætti að finna fyrir kókosnum eftir nokkra bita og eftir sat hálfgert leiðinda súkkulaðibragð - ekki eins og súkk/mokka af einhverju ástæðum, þetta er súkkulaðibragðið sem ég reyni að forðast hvað prótein varðar.
Ekki misskilja þó, áferðarlega séð verður þetta étið upp til agna. Kanill reddar líka öllu alheilögu og heilögu!
Jæja, nú hefst listasmíð. Hvaða tösku ætla ég að taka með mér? Hverju ætla ég að pakka? Ég þarf að taka einar "mjóu buxur" og einar "nokkrum kílóum þyngri buxur" því það er staðreynd, ég ætla að njóta frísins í orðsins fyllstu og söddustu merkingu! Ipod! Teiknidót! Ástralskt visa! Farseðlar! Sokkar! Vegabréf! Bækur til að lesa! Hárbursti! Nóa kropp! Fylltar appololakkrís reimar!......
Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.4.2010 | 13:43
Þykkt blandað prótein
Jah, veit ekki alveg hvað skal segja. Eins lítið af vatni og þið komist upp með.
Prótein í skál.
Nokkrir dropar af vatni. Tæplega matskeið myndi ég halda og hræra.
Þá gerist þetta. Próteinið kurlast upp. Aðeins meira vatn, bara ogguponsulítið...
...og voila. Próteinleðjan rúllast upp í kúlu og utan um skeiðina. Ef það er of mikið vatn þá gerist þetta ekki.
Preppa poppkexið!
Smyrja poppkexið!
Samloka poppkexið!
Borða villimannslega eftir æfingu!
Af hverju ég náði ekki mynd í fókus af prótein popplokunni er mikil ráðgáta, en ég set hana inn engu að síður. Þetta hefur líklegast verið of dásamlegt fyrir myndavélina, hún réði ekkert við þetta greyið.
Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2010 | 16:55
Vakna úr páskadvala
Þvílíkt snilldarinnar ofurletifrí!
Ég stóð næstum því við allt sem ég sagðist ætla að gera... eða ekki gera! Eitt blogg gott fólk! Eitt blogg laumaðist inn í fríinu og síðan ekki söguna meir! Yoga var tekið með trompi og lyftingar samar við sig.
Tók smá handa-action í bland við yogað í dag. Bís og trís, enda handleggirnir farlama lufsugrey eftir atið. Allt þess virði, sérstaklega þegar ég vissi af máltíðinni sem beið mín eftir æfinguna!
Þar sem ég þurfti að rjúka strax eftir handapat í morgun greip ég plastbox og mixaði hvítt súkkulaði scitec þykkt með kanil og muldi svo rískökurnar út í gleðina. Gumsið var æði þykkt, karamellukennt og bjútifúlt og pínkulítið erfitt var að hræra allt saman í lokin en það hafðist - enda verða rískökurnar að engu eftir hræringinn! Þetta lítur kannski ekki par fallega út en hey... áferðarbragðsgleði!!!
Eins og sykurpúði! Ég segi það satt - áferð og bit eins og sykurpúði!
"Karamelló" og kanilló í bland við rísó! Þetta er æði! Hlýt að geta mixað eitthvað meira úr þessu! Gera próteinið þykkara, rúlla upp í litlar kúlur, geyma inn í ísskáp og voila! Eftir æfingu konfekt!
Límkennt, klístrað karamellugums!
Helst meira að segja sjálft uppi.
Til að sanna að í þessu sé rískaka en ekki ... eitthvað annað... VOILA!
Af hverju ég tel mig knúna til að sanna að ég hafi gúllað í mig rísköku er enn ekki vitað!
Páskalamb á boðstólnum í kvöld. Móaflatarpáskakjúlli átti sér einnig stað í fríinu, ég þyrfti að sýna ykkur dýrðina við tækifæri!
Vona að páskarnir hafi verið ykkur góðir mín kæru! Rúmar 3 vikur í maí! Sumarið er handan við hornið!
Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2010 | 19:10
Sammari með hvítu súkk eftir æfingu
Sammari, súkk... þetta kalla ég góða íslensku! Enginn sem mun fella tár eftir þennan lestur!
Hvítt súkkulaði Scitec hresst á kanntinum, grátandi, bíðandi eftir því að ég kláraði æfinguna mína.
Komið fallega fyrir á Risa Rísköku!
Kanillað!
Samlokað!
Borðað!
Mmmmhmmm!
Hafið það notalegt um helgina elsku bestu!
Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
24.3.2010 | 19:14
Nýtt Scitec komið í hús
Ójá! Hvítt súkkulaði Scitec. Er búin að vera að pissa í mig af tilhlökkunarspenningi í allan dag. Eftir æfingu máltíðin kallaði úr töluverðum fjarska klukkan 10 í morgun en þetta hafðist!
Tadaa! Hvítt súkkó og biscuits eftir æfinguna!
Beint í skál...
...undir krana og smávegis vatn...
...ekki nóg vatn...
...smá vatni bætt við og voila!
Ekki alveg jafn ofurþykkt og skemmtilegt eins og Súkkulaði/Mokka. Það prótein er sér á báti skal ég segja ykkur. Fluffast upp og verður eins og herra Royal! En þetta, mín elsku bestu, var eins og bráðið... hvítt... súkkulaði! Ég segi það satt!
Geri reyndar sjaldan eins og flestallir aðrir, setja í blender með klaka. Það er að sjálfsögðu hamingjan einar og verður eins og ís! Leitipúkinn tekur við eftir æfingar - þá vill skrokkurinn mat 1, 2 og sjóhattur!
Rískexið sívinsæla! Eðalfínt út í svona gums - krums og kram!
Mylja út í og blanda smá!
Að sjálfsögðu bætti ég kanil út í. En ekki hvað? Enda varð þetta eins og hrísgrjónagrautur! Hinsvegar, allt sem gæti mögulega verið vanillu-eitthvað + kanill = hrísgrjónagrautur!
Hamingja í skál og hamingjusamt átvagl! Þetta er einstaklega bragðgott prótein! Alls ekki væmið að mér finnst, en á móti kemur að ég er mikill vanillumisnotari!
Uppskrift af hafrakökum kemur á morgun. Það á eftir að taka mig allt kvöldið að henda inn myndasyrpunni sem fylgir þeirri gleði! Húha!
Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
9.2.2010 | 14:47
Avocado, eggjahvítur og Snickers?
Þvílíkur dásemdar hádegismatur! Svínahnakki í hádeginu - ekki alveg í stuði með grísnum í dag og réðst því að sjálfsögðu á vinnuhvíturnar. En ekki hvað? Með herlegheitunum fylgdi einn af mínum uppáhalds fitugjöfum! Avocado! Óhguðogallirenglarnir! Það var fullkomlega rétt þroskað. Saltaði smá, pipraði og grét næstum af átgleði!
Sjáið þið bara hvað diskurinn er líka glæsilega fínn! Þessi litagleði kætir mig aðeins meira en góðu hófi gegnir held ég. Ég lummaði með á diskinn, ólívum og einum litlum sólþurrkuðum tómat. Syndsamlega gott. Ég sé í hyllingum "Sólþurrkaða tómata- og ólívupasta" á næstu dögum.
Það má ekki leika með matinn. Ég veit það vel - en það er eitthvað kætandi við það að krota andlit á gumsið. Við skulum ekki fara aftur út í það hversu hræðilegar "Harðar Duftkenndar Gulur" eru! Þið sjáið það mæta vel sjálf á þessari mynd - kvikindið hefur ekkert gott í huga.
Viðbit dagsins... lítur skelfilega illa út!! SKELFILEGA! Ég ætla ekki einusinni að segja ykkur hvað mér dettur í hug... finn það á mér að Heba Maren komi með góða útskýringu!
En gott var það! Hnetusmjör og Súkkulaði-Moccha Scitec! Eins og Snickers gott fólk! Alveg eins og Snickers!
Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)