Nýtt Scitec og smá stress

Svaðaleg blanda!

Út næsta laugardag. Búin að hlaupa um í tvo daga að "redda" því sem ímyndunarveikin heldur að þurfi að redda - kemur í ljós að það er ekkert svo voðalega mikil veiki þó það sé kannski ímyndun í einhverri mynd.

Í bland við reddingar uppfæri ég icelandair á 3ja mínútna fresti með annað augað lokað!

Ekki mikið um fínt át, hið minnsta ekki nógu merkilegt til að brotlenda á þessari síðu... oj... kaldhæðnisleg orðað ekki satt!

Smakkaði samt Scitec Súkk/Kókos og af þeim þremur sem ég hef smakkað þá er það lakast. Ekki alveg nógu hrifin verð ég að segja. Sama áferð og á hvíta súkkulaðinu, ekki jafn fluffy og ofur eins og Súkk/Mokka, sem er að sjálfsögðu í fyrsta sæti.

Scitec súkk/kókos

Ég hætti að finna fyrir kókosnum eftir nokkra bita og eftir sat hálfgert leiðinda súkkulaðibragð - ekki eins og súkk/mokka af einhverju ástæðum, þetta er súkkulaðibragðið sem ég reyni að forðast hvað prótein varðar.

Scitec súkk/Kókos

Ekki misskilja þó, áferðarlega séð verður þetta étið upp til agna. Kanill reddar líka öllu alheilögu og heilögu!

Jæja, nú hefst listasmíð. Hvaða tösku ætla ég að taka með mér? Hverju ætla ég að pakka? Ég þarf að taka einar "mjóu buxur" og einar "nokkrum kílóum þyngri buxur" því það er staðreynd, ég ætla að njóta frísins í orðsins fyllstu og söddustu merkingu! Ipod! Teiknidót! Ástralskt visa! Farseðlar! Sokkar! Vegabréf! Bækur til að lesa! Hárbursti! Nóa kropp! Fylltar appololakkrís reimar!......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.. Ernu???

;) (og ég býst við að Lalli fylgi með)

Grát.. smááá öfund í gangi! :)

Erna (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 22:16

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahh... but you see! Ég þarf ekki lista til að minna á þig! Ah yes! You be one of my favorites!

Elín Helga Egilsdóttir, 20.4.2010 kl. 22:45

3 identicon

Ég keypti Súkk/mokka og varð fyrir svakalegum vonbrigðum. Þetta er eins og lím með pappírs/mokkabragði.

Búin að taka eina skeið úr dunknum og efast um að þær verði fleiri :(

Held því bara áfram að éta hreint kea skyr, með eða án kanil í tonnavís :)

Kristín (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 22:48

4 identicon

Ég ætlaði að bæta Dossu á listann en þá var Erna búin að stela þrumunni minni - darn her sinister attraction  

Dossa (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 22:51

5 identicon

hvar kaupiru scitec hérna í bænum?? leiðist að láta senda mér það frá akureyri...

ásta (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 23:07

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Kristín: Ég eeeelska súkk/mokka - með hnetusmjöri er það stórhættulegt! En misjafn er mannanna smekkur, sem betur fer. Kea og Kanill er eðalblanda!

Dossa: hehe :)

Ásta: Ekki hægt að kaupa það í bænum. Sótti þetta á pósthúsið.

Elín Helga Egilsdóttir, 20.4.2010 kl. 23:23

7 identicon

mér hefur alltaf fundist Scitec súkk/kókos laaaaang besta prótein ever.... hef reyndar ekki smakkað súkk/mokka.....

Er með hvítt súkk Scitec núna og finn að það er aaaaaðeins of eitthvað. Smakkaði svo Scitec Delight Ananas um fitness helgina og fannst það alveg hreint ljómandi en kaupi samt frekar Whey heldur en Delight og veit ekki hvort Whey er til með ananasbragði..... kannski líka svolítið væmið til lengri tíma

Ég þarf greinilega að spufa eitthvað meira í þessum efnum ;)

Hulda (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 09:27

8 identicon

Súkkmokka er líka í uppáhaldi hjá mér. Ég var að kaupa hvíta súkkulaðið og prufaði í morgun í svona kökudeigsgraut og var það bara nokkuð gott. Eiginlega eins og að borða kökudeig ..... Bíð svo spennt að prufa vanillu með berjabragði.

Sæunn (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 11:19

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sammála með súkk/kókos, það er allt í lagi fyrstu skeiðarnar en dvínar svo óneitanlega og verður aðeins of væmið. Súkk mokka er klárlega konungurinn enda Whey delite og það verður þykkara en 100% whey. En hreint súkkulaði í 100% whey er reyndar sóðalega gott líka, minnir mig á Nesquick kakómaltið í gamla daga.

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.4.2010 kl. 09:51

10 identicon

já stelpur er sammála ykkur með súkk/kókos.. ekkert það besta...kóngurinn hjá mér er hreint súkkulaði.. umm..luv it.. á líka hvíttsúkk/jarðarb það er mjög gott út í jarðarberja sheikinn gerir extra jarðarberja bragð..

Heba Maren (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband