Færsluflokkur: Prótein

Hafragrautsdrottning

Hvorki meira né minna! Hafragrautarhetjan og allt þar á milli! Það er ekkert verið að skafa af hlutunum! Takið svo eftir því að kisinn og Kitchen Aidin eru eins á litinn! Best að hafa allt í stíl!

Og bara svo þið vitið það - þá get ég látið hluti svífa með hugarorkunni einnisaman!

Hafragrautarhetjan

Eftir æfingu hleðslusnarl! Byrjaði á því að rista mér beyglu og hræra í búðing.

Eftiræfingu beygla og prótein

Beit í beygluna, var á smá hraðferð - horfði svo á skálina. Ætti ég eða ætti ég ekki? Aftur á beygluna og svo aftur á skálina þangað til beyglan endaði, ganske pent, með höfuðið á undan ofan í búðinginn - það er, ef beyglur eru með höfuð!

nohm

Eftir þann bita var ekki aftur snúið! Ég gúmslaði búðingnum yfir gleðina og smjattaði græðgislega á. Svava hrópaðir uppyfirsig "Ellaaaa... neiiiiiiiii"! Ég hlustaði ekki! Þetta var eins og að borða Nutella á góðum degi! Nut-ella.. en viðeigandi!

12

 

 

 

 

 

 

Síðasti bitinn notaður mjög vandlega! Jújú, ég er enn í æfingahönskunum!

Last... melon...

Átti smá eftir af próteinhamingjunni þegar beygluát var yfirstaðið! Stórkostlegt alveghreint!

Hello my darling

Hér kemur svo dýrið sem ákvað að sofna frá mér í dag! Ofnotkun í besta falli - aumingjans greyið! Orðin þreytt á sál og linsu! Kannski meira hungruð eins og eigandinn.

Þreyta

Koma svo þið hafragrautssnillingar! Ég veit þið eruð þarna einhverstaðar! Stofnið blogg, það er gaman ég lofa, og náum heimsyfirráðum fyrir árið 2011!!!

Hver vill vera memm!!!?!?


2 máltíðir af 5

Fyrst á dagskrá! Til hamingju með daginn elsku besti pabbus! Gamli karl! Nú eru 48 ár síðan hann mætti á svæðið! Knús á pabbúla afmælisgamla!

Klukkan er ekki orðin 9 og át dagsins næstum hálfnað! Rétt tæplega hálfnað! Einn einfaldur var gúffaður af áfergju á meðan undirrituð hlustaði á vonda veðrið! Hér skelfur allt og hristist! Blístrar hvar sem rifa er á glugga! Vindur er ekki æskilegur veðurkostur í minni bók. Hann er of mikil frekja til að komast á lista! Vindur lagður saman við eitthvað annað - segjum rigningu/snjó/skaf er bara det verste som er! Fjúkandi bleyta beinustu leið í trýnið á manni gerir pirr-tauginni engan greiða!

Bláberja og eggjahvítugrauturBlanda

 

 

 

 

 

 

 

Fauk í ræktina eftir grautinn. Ég bókstaflega fauk. Beint á rassinn.. ofan í poll! Fuðraðist upp í loftið á bílastæðinu fyrir utan ræktarhús og réð ekki neitt við neitt. Nokkuð magnað - ég held ég hafi ekki fokið síðan ég vart tryppi!

Eftir æfingu súkk og kók! Mikið er það eitthvað dónalegt að borða nammi svona í morgunsárið! Ég þarf að fara og kaupa mér eitthvað annað til að klappa samviskunni - þó svo hún þurfi engar áhyggjur að hafa! Þetta athæfi minnir með eindæmum 7 ára laugardagsnammigrís yfir teiknimyndunum! Ahh.. góðir tímar það!

Vigtum hlaupið og borðum búðing

Vinnan kallar! Vinnan ræður! Gaman að vinna!


Svabban með í ræktina

Litla dýrið hún systir mín ætlar að taka nokkur vel valin spor með mér eftir vinnu. Þetta verður forvitnilegt.. síðast þegar hún kom með mér þá leið svo duglega yfir hana að hún varð græn í framan! Gaman að því Sick

Morgunmatur samastóð af Scitecinu mínu og soðnum hafragraut.

Grautur og prótein

Venjulegur grautur -> hafrar, vatn, örbylgja - próteini bætt út í eftirá ásamt bláberjum og að sjálfsögðu hrært duglega saman við. Set alltaf aðeins meira af vatni en þarf þegar ég bæti próteini út í grautinn. Próteinið þarf vatnið til að blandast, annars breytist grauturinn þinn í múrstein! Nema þér þyki múrsteinar góðir - sitt sýnist hverjum svosum Smile

Nohm

Gleði í grautarskál 

 

 

 

 

 

Bláberin

Gleði gleði 

 

 

 

 

 

Þessu dúndraði ég svo inn í ísskáp á meðan ég fór í sturtu og smjattaði á með góðri samvisku, yfir fréttunum, eftir sérdeilis dásamlegt sturtubað!

Næsti bær við það að fá sér súkkulaði muffins í morgunmat! Þetta er bara gott.


Súkkulaðibúðingur og kók eftir æfingu

Jah...

Kók eftir æfingu

Eftiræfingu hlaup

Scitec prótein

...svo gott sem! Cool

Scitec og hlaup! Dúndur fínt ét eftir svaðalega fín átök!


Scitec bjargar deginum...

...jah, svona næstum því. En ég var mjög hamingjusöm eftir æfingu áðan. Pantaði mér hreint Scitec um daginn, Súkkulaði-Mokka, og var að smakka það í fyrsta skipti áðan.

scitec - 100% whey delight 

Þetta er án efa, besta.. besta besta hreina prótein sem ég hef smakkað. Öll hrein prótein sem ég hef smakkað eru væmin og þunn eins og vatn en þetta - ohohoo! Meira að segja ungfrú Elín, prótein súkkulaði anticristur át súkkulaðigumsið með bros á vör. Ég hristi þetta saman með Kelloggs Special K eftir æfingu og dýrðin varð eins og þykkur búðingur! Enginn klaki eða neitt. Guð má vita hvað gerist þegar ég hræri þetta saman í blender með klökum! Kannski Arnold schwarzenegger birtist í eldhúsinu mínu? Ég setti annars inn mynd af gleðinni - ég hætti næstum við því hún er jafn grinileg og tásveppur. En ég læt vaða engu að síður!

Scitec ofurprótein - bara snilld

Næstsíðasti jóladagatalskassinn!

Heilræði 15.12.2009

Súkkulaðiegg - klikkar aldrei

 

 

 

 

 

 

 

Sjáið svo bara hver kíkti á mig í gegnum tölvuskjáinn þegar ég kveikti á vélinni minni í morgun! Vinnan veit líka að jólin eru að koma... jebb. Ég fékk jólakipp í hjartað... hihi!

Jólavinnusveinn

Kíkti annars við hjá afanum mínum, í Garðabæinn, í gær þar sem hann er með málverkasýningu. Ég bara mátti til með að sýna ykkur hvað hann gerir fínar myndir. 

Ofurafinn 

Ég öölska myndirnar hans. Ég er með þrjár myndir eftir hann hérna heima, hver annarri flottari. Líka svo yndislega fínt að vera með myndir upp á vegg eftir einhvern sem þér þykir vænt um. Það eru bestu og "eigulegustu" hlutirnir að mínu mati. 

Afasýning

Afi að sýna Palla

Þessi eru í uppáhaldi hjá mér. Er meira að segja að spá í að setja upp hvolpasvipinn og sjá hvort hún bætist í safnið mitt Halo

Glæsilega fína myndin hans afa

Með tilheyrandi blikkum væri ég alveg til í að sjá þessar upp á vegg hjá mér líka. Græðgi og frekja?

Jökull

Snjór

Allskonar

Já, ég er enn að reyna að læra á nýju, glæsilega fínu Nikon myndavélina mína. Hún gerir þessum málverkum hinsvegar lítinn greiða eins falleg og þau eru.

Svo gaf amma mér hring sem hún bjó til. Svaðalega hæfileikaríkt móðurforeldra sett sem ég á... hoho Joyful

Ömmurhringur

Huhh! Þessi pistill var um allt og ekki neitt! Kvöldmatarblogg verða ansi fátíð þar sem öll kvöld hjá mér, þessa vikuna, fara í bakstur og almenna gleði. Jú, ég borða ennþá og jú, ég borða "rétt" en reiði á einfalda, endurtekna rétti sem klikka aldrei. Ekkert nógu spennó til að henda hingað inn. Þetta reddast eftir helgina - þangað til lifir þetta svaðalega "heilsublogg" á smákökum og konfekti. Kaldhæðið nokk!

Hafið það gott í dag. Bara 10 dagar í jólaönd, jólagraut og fyllingu sem fengi fullvaxta Spartverja til að gráta.


Grjónagrautur

Oh þeir eru svo góðir. Mikil nostalgíu tilfinning sem blússar upp í hvert skipti sem ég borða eða finn lykt af slíku góðgæti. Reyndar hafa grautar með grjónum spilað mikið hlutverk í mínu lífi. Þegar ég var yngri var að sjálfsögðu grjónagrauturinn með kanilsykri oft á boðstólnum ásamt sago graut. Slíkt gleðimall hef ég reyndar ekki borðað í ansi langan tíma. Sago það er. Þyrfti að endurnýja kynnin við tækifæri. Yndislega fín áferð. Annars er grautur númer 1, 2 og 150 jólagrauturinn. Ris a la mande, stytt rísalamand eða rísó! Jólin eru ekki jól án hans. Einusinn á ári er þessi dýrð útbúin og þegar átið byrjar er þögn í húsinu í um það bil 5 mínútur. Einstaka "mmmm", "kjamms", "nohm" heyrist og svo er farin önnur ferð. Rjómakenndur, sætur vanillugrautur með grjónum sem poppa þegar bitið er í þau. (22 dagar).

En jæja. Innganginum að þessu blessaða bloggi voru gerð ágæt skil enda var svo gott sem grjónó í morgunmat. Seinni... morgunmat. Vanillu prótein, vanilló, smá salti og kanil blandað mjög þykkt með vatni eða mjólk. Kannski 1 - 2 msk af vökva. Út í herlegheitin fara svo hýðis- eða brún grjón og gumsinu hrært saman þannig að próteinið rétt þekji grjónin. Hér væri líka hægt að nota bygg, sago, hreint kúsús.... Kanil stráð yfir og inn í ísskáp, nú eða örbylgju, og borðað. Borðað eins og enginn væri morgundagurinn.

Næstum því grjónó

Þetta er svo gott og minnir mann svo heiftarlega á grjónagraut! Líka hægt að nota kotasælu í staðinn fyrir prótein. Nostalgíu snarl.

Svo er það pakki númer tvö.

Jóladagatal, numer 2

Heilræði dagsins og tyggjókúla! Næstum eins og að fá dót í skóinn.

Heilræði

Le gum

 

 

 

 

 

 

Ætla svo að fara eftir vinnu með fata- og matarpakka til fjölskylduhjálpar. Fékk vondan sting í hjartað þegar ég sá þessa frétt í gær. Lítið framlag + lítið framlag = ekki lengur lítið.

Ég vona að þið njótið þess að vera til í dag mín kæru og hafið það notalegt í kvöld. Smile


Vanillu-rommdropabætt prótein með kanilristuðum möndlum

Þetta er ekkert nema gott. Svo mikið nammi að það fær sér blogg og skref fyrir skref útskýringar! Mikið gúmmó verð ég að segja. Því miður eru myndirnar í vondum fílíng - seint að kveldi, rassgatavél og letin yfirtók undirritaða Cool

Setja prótein í ílát. Ég notaði hreint prótein og eitt af mínum heimsfrægu plastílátum til að taka með í vinnuna.

Hreint prótein

Setja örlítið af vatni - ég setti reyndar aðeins of mikið fyrir minn smekk.

Hreint prótein + vatn

Hræra.. og hræra vel.

Hrært prótein - þykkt

Hellú my pretties. Mætti jafnel bæta út í próteinið kaffi! Hmm....?

Rommi og Vanni

Núna sé ég þig!

Romm og Vanilló... smá sukk á föstudegi

Núna ekki!

Allt blandað saman

Kremja möndlur - þarf ekki, mjög mikið gúmmó að hafa þær heilar líka. Væri svosum hægt að nota hvaða hnetur sem er.

Marðar möndlur á leið í örrann

Hella í bolla, kanilstrá og inn í örbylgju í um það bil 2 mínútur. Ef þú vilt hafa þær stökkar, hafa lengur, en passa að þær brenni ekki. Líka hægt að rista þær á pönnu eða í ofni - aðeins betra, aðeins meiri fyrirhöfn.

Möndlur á leið í örbylgjuna

Hella út á próteinið...

Möndlur út í prótein - heitar og brakandi

...og hræra saman. Hér má svo t.d. salta smá, setja meiri kanil.

Möndlu og próteingums að bíða eftir því að breytast i karamellu

Loka boxi, setja inn í ísskáp og daginn eftir - KARAMELLUGLEÐI!

Gleðibox


Sólgleraugu og bananasprengja

Hausverkur, aðeins meiri hausverkur og beinverkir í stíl. Ég opna augun á milli þess sem ég sef og verkjatöflurnar segja til sín. Mikil þrekraun að skrifa þetta inn og horfa á blessaðan tölvuskjáinn... en ég reddaði því! Sólgleraugu! Ójá - sit í rúminu með rautt nefið, snýtubréf og sólgleraugu á trýninu í ristastórum slopp, púttuð undir sæng! Mjög "gott" framhald af ennú betri helgi GetLost

Í gær vaknaði ég í mikilli hungurpínu og staulaðist framúr í grautargerð. Nennti nú ekki að hafa þetta formlegt svo ég skellti höfrum í pott með smá mjólk og sauð upp með vanilló og kanil. Stappaði svo banana og skellti honum í örbylgjuna þangað til hann varð allur karamellukenndur og múshí! Bananagumsinu bætti ég svo út í grautinn með smá próteini og vohah!! Þvílík snilld. Mjólkin og örbylgjaður karamellubanani gefur grautnum æðislegt, æðislegt bragð! Rjómakenndur og flauelismjúkur... nohm!

KaramellubananagrauturKaramellubananagrautur

 

 

 

 

 

 

Prófaði því seinna um daginn, í enn einu pillumókinu, að stúta banana í örbylgjunni og bæta út í bananagusmið próteini og viti menn. Þetta varð eins og bananakaramella!! Sérstaklega eftir ísskápsveru. Verð að stúdera þetta betur þegar Eiki veiki hefur yfirgefið systemið.

Er þó töluvert betri í dag en í gær. Vona því að veiklan hverfi í dag/morgun. Ég get ekki beðið eftir því að komast í vinnuna/ræktina/út!


Jarða- og hindberjabland með hnetusmjörs prótein búðing

Þetta.... var æði!

Annað skiptið sem ég fæ mér þetta bland og eins og staðan er í dag, þá er þetta uppáhalds uppáhald. Búðingurinn hrærður með kanil og vanilló. Frosnum jarða- og hindberjum bætt út í og hrært smá. Geymt í ísskáp yfir nótt, berin byrjuð að bráðna og smá safi mættur á svæðið.

Yndislega fín jarða- og hindberjablanda með hentusmjörsblönduðu próteini

Hálfnuð og auðvitað búin að gúmsla saman - svoooo gott! Sum berin enn smá frosin, önnur sprungin, hindberin sæt á móti smá sýru í jarðaberjunum og svo kemur hnetusmjörsbúðingagleðin! Ogghh!

j

Óalmáttugurhamingjaoggleði! Ohmn nom nom nom!

Hnetusmjörsblandaður prótein búðingur með jarða- og hindberjum

Ég sé þetta fyrir mér á milli tveggja karamellu svampbotna með miiiiikið af rjóma! Svo gott þykir mér gumsið!

Annars er þakkargjörðarhrekkjavaka á morgun í Gúmmulaðihöllinni! Kalkúnn, eftirréttur og hrekkjavökunammi í stíl! Get ekki beðið!


Prótein bygg grautur

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér undanfarið að ég hef hvorki haft tíma né nennu til að búa mér til eitthvað svaðalegt í hádeginu eða á kvöldin. Síðustu tvær vikur hafa þessar máltíðir yfirleitt verið samsettar úr kjúkling, grænmeti og hnetum sem ég borða svo allt í sitthvoru lagi. Ekki spennó, en gottó og hvaða eðal einstakling sæmandi. Hinsvegar, í þessu róti öllusaman, þá hafa poppað upp allskonar millimál sem ég hef ekki gert áður en kem til með að búa til aftur. Eins og td. þessi snilld.

Blendingur á milli hrísgrjónagrauts og hafragrauts. Áferðin svipuð og á grjónagraut eða sago, gefið að sago grjónin væru stærri. Mmmm hvað þetta var gott fyrir öll skilningarvit sem tengjast bragði og áferð! GRS5 prótein blandað saman við smá vatn. Byggi bætt út í próteinið ásamt kanil og vanilludropum.

Prótein bygg grautur

Væri örugglega æði að setja út í þetta hnetur eða hnetusmjör, niðurskorið epli, banana, bláber... ohhh geggjað!

Prótein bygg grautur

Svo mikið er víst - þetta verður tíður gestur í mínu matarplani héreftir!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband