Færsluflokkur: Svindl

Kjúlli og kaka

Nammidagur í dag. Góður félagsskapur í mat og fyrir valinu varð Marakóski kjúllinn og svaðaleg karemellu eplakaka! Mikið gott, mikið gaman, mikið borðað. Látum myndirnar tala sínu máli - reyndar allar með flassi og allar mjög ógirnilegar! En ég læt það ekki á mig fá og skelli inn herlegheitunum engu að síður!

"Forréttabakki"

Súkkulaði hnetunasl að sjálfsögðu. Wasabi hnetur og wazabi/karrý dukkah kurl ásamt basiliku olíu. Dýfa brauði í olíu, svo í kurl og svo í munn. Ómægoodnessgottaðborða!

Svaðalegur forréttabakki

 Æðislegur ofur aðalréttur. Mikið ofboðslega er þetta gott - sérstaklega að dýfa brauðinu í sósuna!

Marakó kjúlli

Eftirréttur ofætusjúklingsins! Ekki fyrir byrjendur. Svo svaðalega karamelliseruð eplakaka að maður fær spékoppa á rasskinnarnar eftir fyrsta bitann! LOVIT!

Svaðaleg epló

Óskilgreind hrúga á skemlinum. Sneri rassinum í heimilisfólkið, flatur eins og pönnukaka!

Feiti kisi

Njótið kvöldsins mín kæru Joyful


Karamellu kanilpopp með pecanhnetum og súkkulaði

Enn einn vel heppnaður nammidagur yfirstaðinn og sálin tilbúin að takast á við aðra, frekar æðislega viku, fulla af hnetum, harðfisk, kjúlla og öðru uppáhalds fæði. Eins og nammidögum, a la Ella, sæmir var hið sígilda nammi keypt. Hnetu- og nammibland, Nóakropp og fylltar lakkrísreimar. Bara svo þið vitið, þá er Nóakropp og fylltar lakkrísreimar uppáhalds nammið, fyrir utan ís, og skal ætið borða saman! Það er hin fullkomna nammitvenna. Lakkrís, marsipan, súkkulaði og crunch!

Nammidags nammibland

Ofnbakaða ziti-ið fékk að líta dagsins ljós. Svaðalega fínt pasta með tómat-basilsósu, parmesan, mozzarella og hakki. Með fylgdi hvítlausbrauð og baguette. Þetta var æði!

Ofnbakað Ziti

Svo bjó ég til svolítið sem ég ætla að gera aftur... og aftur... og örugglega aftur! Ofnbakað KARAMELLUPOPP! Þetta var brjálæðislega frábærlega fínt! Karamellan harðnar utan á poppinu og það verður stökk og skemmtilegt að bíta í, bragðið æði og áferðin el perfecto.

Karamellu kanilpopp með pecanhnetum og súkkulaði

Og vitið þið hvað... það er næstum því betra, ef ekki í sama sæti og Nóakropp, út á ís! Næsta laugardag ætla ég að búa mér til bragðaref með karamellupoppi einvörðungu!

Karamellupopp og nóakropp út á ís

Mér til mikillar furðu þá kláraðist nammið ekki! Það varð reyndar svo mikið eftir að næsti nammidagur er nokkuð góður bara! Hinsvegar hvarf poppið á nokkrum mínútum, síðasta Nóakroppskúlan var kláruð fyrir 21:00 og ísinn tekinn með trompi.

Það er amk nokkuð augljóst hvað er vinsælast í Gúmmulaðihellinum!


Svindlmáltíðin

Alltaf ein slík í viku. Alltaf jafn gaman þegar að henni kemur. Höfum þetta stutt og laggott. Ég, hér með, játa allar syndir laugardagsins umbúðalaust og sver við nafn hins alheilaga ræktarhúss, að mæta galvösk á mánudaginn og pína hverja einustu frumu í blússandi botn!

PIZZA

Veit ekki af hverju, en svindlið virðist aldrei vera fullkomið nema með einni slíkri! Hún vinnur sveitt ostapasta, hambó og doritos kjúlla, drukknandi í sósu, með bros á vör... ef pizzur væru með varir! Woundering

Eldbökuð pizza með rjómaosti, kjúlla, jalapeno, lauk, papriku og oregano

NAMMI

Súkkulaðihjúpað hnetumix, uppáhalds nammið verð ég að viðurkenna, og smá nóakropp. Doritos fyrir Palla þar sem súkkulaðiandinn virðist ekki leggja hann jafn stíft í einelti og mig!

Súkkulaðihjúpað hnetumix og nóakropp

Doritos

Loks kemur að langrþáðri stjörnu kvöldsins!

KÖKUDEIGSÍS

Svakalega dónalegt, hjemmelavet, hnetusmjörs kökudeig með súkkulaði- og butterscotch bitum og pecanhnetum. Hrært saman við ísbúðar-ís, nóakropp og dolce de leche! Guð minn almáttugur og allir englarnir!

Svaðalega dónalegt kökudeig, ís og nóakropp

Massífur kökudeigsís

Ég segi ekki meir og ætla að fá mér einn bita í viðbót! Ójá! Devil


Tilbiðjum nammiguðinn

Athöfn sem á sér stað nokkrum sinnum yfir árið. Iðulega á laugardögum. Stundum á föstudögum og í örfáum tilfellum frá föstudegi til sunnudags. Hörðustu fylgjendur tilbiðja daglega og láta sykurskatt ekki á sig fá! Margir ranka þó við sér í sykurmóðunni miðri, fara með 100 armbeygjubænir, 30 spretti, 2 kollhnísa og bíta í gúrku til að losa sig við öll ill nammiatóm. Það gerðist ekki hjá mér í dag!

Um kvöldmatarleyti er stiginn tryllingslegur nammidans og fórnir færðar guðinum í formi grænmetis, hafra, korns og annars heilnæms fæðis. Loks er guðinn hylltur með fyrstu máltíð kvöldsins, sem yfirleitt er fæða af einhverri sort - svo tilbiðjandinn fái ekki magaverki og hverfi í sykurmóðu löngu fyrir miðnætti. Fæðan er þó ekki guðinum bjóðanleg nema kolvetnis og fitumagn fari yfir 423% og tilbiðjandi eigi erfitt með andardrátt eftir átið!

Saffran kjúklinga baka

Til að flýta fyrir ótímabæru hjartaáfalli, stífluðum æðum og almennum kvillum, er átinu haldið áfram! Eftirrétturinn tekur nú við, í allri sinni rjómakenndu dýrð, og öllum til mikillar furðu var hann í formi íss! Guðinum til ískrandi hamingju að sjálfsögðu! Kasjúhnetan er til að vinna inn aukastig í tilbeiðslunni.

Ís með átroðinni kasjúhnetu

Ungviðið hún systir mín rak augun í kökudeigsbita. Jújú, ekki láta ykkur detta annað í hug...

Kökudeig

...kökudeigsbitabragðarefur! Harkan sexþúsundogfimmtíu!

Svava og kökudeigsísinn

Þar sem við erum trúræknar mjög og harðir fylgjendur hins almáttuga Olsen olsen þá létum við ekki þar við sitja...

Hnetugums

...eða þarna!

Svaðalegt nemmibland

Það er nokkuð ljóst að við fáum stóru svæði úthlutað í nammilandi þegar þar að kemur!

Nammiguðinn kallar

Tilbeiðslu er formlega lokið... næstu 100 árin eða svo! Ég held ég verði mjög þunn á morgun!


Inglorious Basterds og harðfiskur

Fór í þrjú bíó í dag. Hahh... eitthvað sem ég hef ekki gert í ansi langan tíma. Myndin kom mér nokkuð á óvart, væri vel til í að góna á þessa ræmu aftur. Eins og sönnum Íslending sæmir tók ég galvösk til harðfisk og pecanhnetur áður en lagt var af stað í bíóför. "Bíónamminu" kom ég fallega fyrir í tveimur aðskildum pokum og arkaði, stórum skrefum, framhjá nachos, ostasósu og bíópoppinu sem tekur á móti manni í bíóhúsum landsins. Svellköld! Mynd af herlegheitunum var ekki fest á filmu sökum myrkurs í bíósal, en harðfiskinn ákvað ég að geyma eftir mikið hugsana- og átvaglastríð við sjálfa mig - það er líklegast ástæða fyrir því að 'illa' lyktandi fæða er ekki seld til snæðings í litlum, þröngum rýmum!

Beint úr bíó og heim til ofur ömmunnar í mat. Kjúlli og grænmeti. Einfalt, fljótlegt, nom.

Léttur og ljúffengur ömmukjúlli

Að sjálfsögðu var ís í eftirrétt. Myndin segir ekki alla söguna en góður var hann. Heslihnetur og smartís skreyttu dýrðina. Margfaldið þessa skál með 2,5... og nokkrum smartísum!

Eðalís - ís er bestur

Gúmmulaðihellirinn tók loks við og undirbúningur, fyrir morgundaginn og vikuna, hófst. Grillaði kalkúnabringu í herra Foreman. Hún kemur til með að fæða okkur tvö í hádegis og kvöldmat. Gleðilegt nokk. Það sem kemur, meðal annars, til með að fylgja mér í vinnuna á morgun er biti af ofurbringunni.

Kalkúnabringa - dugir í 2 máltíðir f/2

Valhnetu-, banana og kanilgums.

Valhnetu-, banana- og kanilgums

Já gott fólk... Lucky Charms! Ég mæli ekki með þessu í morgunmat fyrir nokkurn mann - ekki einusinni kettina mína. En þetta kemur til með að fara ofan í mig eftir æfingu á morgun. Það skal líka viðurkennast, hér og nú, að það er ekkert slæmt að narta í Charmsið!

Hræðilegt eftir æfingu lucky charms gums - en samt svo skammarlega gott

Það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að taka fínar flasslausar myndir á kvöldin. Sérstaklega með rassmusar týpunni af mini-vél sem fylgir mér hvert sem ég fer. Ætli ég endi ekki á því að útbúa mér ponsulítið stúdíó í einu horni Gúmmulaðihallarinnar. Þar gæti ég stundað brjálæðislegar matarmyndatökur langt frameftir nóttu...

...matarklám af sverustu gerð! Herre gud og allir englarnir!


Bragðarefir og bólfimi

Eftir mjög vel heppnað matarboð hjá Einari og Ósk, sem innihélt meðal annars lasagna, búðing, kökur og eplapie, þá var nammidagurinn fullkomnaður með ís. Ekki bragðarefur í eiginlegri merkingu... en svo til sömu innihaldsefni! Uppáhalds uppáhald!

Ís í brauðformi með nóakroppi - nammidagsnammi númer 1,2 og 3

Eftirvæntingin var mikil á leiðinni heim í Gúmmulaðihellinn. Þar beið okkar herra Þór! Ég lét ekki segja mér það tvisvar og testaði að sjálfsögðu gripinn. Ekki bólfimi í eiginlegri merkingu heldur... en assgoti nálægt því!

Flikk...

Flikk

...wheeeee...

Flakk

...flakk...

Heljastökk

...heljastökk.

Hnakka

Þórinn virðist einnig gefa sumu fólki yfirnáttúrulega hæfileika!

Páll á flugi

Ahh!

Þreyta

Þetta er ekkert nema gleði! Rúmið stóðst prófið með prýði! Já, það er myndalaus rammi fyrir ofan rúmið, já, rúmið heitir því eðal nafni Þór og jú, að fara í kollhnís í nýju rúmi er eitthvað sem allir amk. hugsa um að gera einusnni!

Þá er bara að sjá hvort skrokkurinn sætti sig við nýheitin!


Nammidagar eru gleðidagar

Nammidagar eru gleðidagar. Nenni yfirleitt aldrei að elda á þeim dögum sem ég titla "nammidaga" og því enda þeir yfirleitt á þennan veg.

Saffran kjúklingur.

Saffran kjúklingur

Saffran baka fyrir mister Paulsen.

Saffran baka

Ís með jarða- og bláberjum og Nóa Kropp. Toppblanda!

Ofurnammi nammidagsins. Best í heimi.

Hafrakaka sem ég deildi með Abbý ofurfrænku, Palla, Mömmu og ömmu.

Hafrakaka frá herra Jóa Fel

Orkustöng a-la Jói Fel. Jújú, henni var deilt niður á nokkra einstaklinga. Nokkuð svipaður innihaldslisti og er í þeim "orkustöngum" sem ég bý mér til. Fyrir utan hrásykurinn kannski. Mjög góður biti.

Orkustöng - jói fel

Nokkur tonn af ómynduðu nammi, þó sérstaklega hnetum og þurrkuðum ávöxtum. Svo gaf hún elsku besta amma mér líka æðislega ofurfína lopapeysu! Ekki það að ég fái gefins lopapeysu hvern einasta nammidag!

Nammidagspeysa

Ég er ekki búin að ákveða hvað kvöldmaturinn ber í skauti sér en í náinni framtíð, (svona um klukkan 21:00 í kvöld) veit ég að hrískaka með kókosrjóma, a la Erna vinkona, bíður eftir mér í vinahitting!

Allar syndir dagsins skráðar og skjalfestar. Annars er sumarið búið, veturinn að byra og nammiát kemur til með að minnka stórkostlega með komandi mánuðum. Nammidagar breytast í nammimáltíðir og vikulegar nammimáltíðir í 2ja vikna... er ekki ágætt að ná sér á strik fyrir jólaátið? Wink


Orange Lab

Orange Lab takk fyrir góðan daginn. Mættum hálftíma fyrr en planið gerði ráð fyrir. Sökum:

1. Hungurs.

2. Tilhlökkunarspennings.

3. Meira hungurs.

Orange Lab

Fyrsta sem ég tók eftir þegar inn var komið voru gullfiskaskreytingar upp á vegg. Jújú, þetta er voðalega fensí smensí, en ég vorkenni svo aumingjast gullfiskunum! Greyin!

Hmmm

Áður en forréttir voru bornir á borð fengum við dularfullan bréfboka afhentan ásamt smjeri! Svosum hægt að ímynda sér hvað í þessum poka leynist...

Dularfulli bréfpokinn

...og jú. Brauðpoki, fullur af yndislega fínum og heitum brauðbollum.

Brauðbollupokinn

Stuttu eftir að brauðpokinn var mættur á svæðið kom þessi líka fína karfa! Þurrís og heiallíúbba!

Smakk-karfa

Í krukkunum var hálfgerður plokkfiskur með stappaðri kartöflu og blómkálsmauki. Oofboðslega gott! Hefði getað japlað á þessu allan tíman.

Plokkfiskur með kartöflumús og blómkálsmauki

Í forrétt pantaði ég mér Fruit Basked. Sem var lax, einhvurslags frauð, mango, appelsína, wasabi hrogn, grænmetis-dressing og kartöflumús. Við vorum bæði sammála um að þessi réttur hafi verið svona.. blah! Alls ekki vondur, en ekkert sem skilur eftir sig.

Fruit Basked á Orange Lab

Humarinn.... ohhhh. Humarinn var æði. Humarmúslí kallast þetta. Múslíið eru í raun ristaðar þunnar sneiðar af brauði. Diskurinn er borinn á borð, svo er nýmjólk hellt út á diskinn, úr fernunni, sem umbreytir réttinum í hálfgerða súpu. Ég get því miður ekki talið upp það sem í þessari snilld er því þjónninn okkar var ekki alveg viss Wink En gott var þetta!

Humarmúslí á Orange Lab

Þetta var svo þjónninn okkar þetta kvöldið! Glæsilega fínn!

Orange Lab þjónn

Aðalrétturinn minn var The Orange Submarine. Æææðislegur réttur. Inn í rúllunni, lengst til vinstri, var lax og humar. Með þessu var kartöflumús og...

The Orange Subrarine - Orange Lab. Æðislegur réttur.

...TADAAAA - GRÖNA BÖNAR! Woohooo hvað það gladdi mitt grænubaunagráðuga hjarta óstjórnlega. Grænar baunir og grænubaunamauk! Ææðislegur réttur. Ég myndi fá mér þennan aftur. Saltur fiskurinn á móti sætum baunum og kartöflumús. Virkilega flott!!

Það eru fleiri sem nota grænar baunir en ég!

Pallinn fékk sér nautakjötið. Skemmtilega við þennan rétt var að hann innihélt nokkra mismunandi bita af kjöti. Þetta var ekki bara lund og kartafla - eins og við bjuggumst við. Þarna voru bitar af nautatungu, file, lund, kartöflu og sveppabiti ásamt blómkálsmús. Virkilega bragðgott!

Bull Fight - Orange Lab

Eftirréttirnir fengu líf þar sem við vorum meira í stuði fyrir... ójá! Ekkert sem slær þessari snilld við!

Nammidags bragðarefur

Orange Lab kom skemmtilega á óvart. Fullkominn staður til að fara á með t.d. hópum, afmælum, eftir einn kaldan!  Ligeglad og létt andrúmsloft. Réttirnir eru bornir skemmtilega fram (þó svo ég, persónulega, gefi því ekki stig - Palli var mjög hrifinn af því). Maturinn er afskaplega bragðgóður (aha, það sem skiptir mig mestu að sjálfsögðu) og þjónustan nokkuð fín. Elskulegur þjónninn okkar hefði kannski mátt segja okkur aðeins betur hvað við vorum að borða, úr því hann var að því á annað borð! En gleðilegt var þetta, svo mikið er víst!

Brunuðum annars beinustu leið í Gúmmulaðihellinn eftir átið og eftir að kaup höfðu verið fest á helgarísnum. Í hellinum beið okkar Nóa kropp ásamt hnetu og ávaxtamixi...

Nammidagsbland laugardagsins

...gúmfeybuxur, gúmfeysokkar og tölvuleikur!

Gúmfeyland og tölvuleikjaspil

Ahhh.. letilíf. Gott kvöld, gott ét, gott að vera komin heim! Ætla að halda áfram á þessari 'góðu' braut og njóta nammidagsins í bullandi botn!

Letilífs nammidagsát

Skál í bjóðinu!


Allt er þegar þrennt er!

Menninganótt og ég sit hér heima, á erfitt með að loka augunum sökum seddu, með bumbuna út í loftið og góni á bíómynd! Gullfalleg sjón, ég get lofað ykkur því. Wink Nokkur kerti eru heiðruð með litlum loga og lamparnir mínir fá að njóta sín fullkomlega.

Uppáhalds steinalampi

Allir lamparnir mínir! Líka þessir tveir litlu undir loðkollinum!

Kattalampi

Ahh hvað það er notalegt að vera hér heima! Við vorum að koma úr þriðju matarveislu þessarrar viku. Síðasta matarboð sumarsins. September verður meinlæta-mánuður mikill og áti verður haldið í lágmarki. Amk áti umfram það sem þarf til að halda skrokknum gangandi. Fiestan átti sér stað í Gúmmulaðikastalanum. Ég læt myndirnar tala sínu máli!

Fyrsti hluti!

Bananabrauð a-la amma, koníaksleginn-, reyktur- og graflax, rækjukokteill a-la amma (best í heimi) og ávaxabakki.

Forréttir - Síðasta matarboð sumarsins

Annar hluti!

Móaflatarkjúlli!

Aðalréttur - Síðasta matarboð sumarsins

Þriðji hluti!

Sítrónu frómas a-la Amma, ís, hollustu-afmæliskakan, innbakaður Camembert með möndlum, sultu og döðlu ásamt vínberjum a-la Moi.

Eftirréttir - Síðasta matarboð sumarsins

Guð minn góður! Ef þetta er ekki matarklám þá veit ég ekki hvað! Ég er að springa - ég veit ekki hversu mikið magn af ís ein kroppur getur í sig látið, en ég held ég toppi alla skala! Hollustu-afmæliskakan, það sem eftir var af henni, þótti ofur, mér til mikillar hamingju og gleði!

Jæja mín kæru. Hollustu múrar heimsins hrundu í dag og urðu að dufti! Njótið þess að vera til á menningarnótt og hafið ljúft það sem eftir lifir kvöldsins! I know I will Smile


Afmælis.. jú.. mamma!

Í tilefni af því héldum við systur föstudaginn hátíðlegan fyrir móður okkar. Pabbinn enn út á sjó svo hann fékk ekki að vera með!

Byrjuðum á því að taka óvænt á móti Múmfey í ný-tiltekinni Gúmmulaðihöllinni með Fresítu glasi, einni lítilli afmælismuffins, með kertum, og afmælispökkum...

Afmælismuffins útatað í kertum

...svona útlítandi! Svabban var fljót að þrífa þetta framan úr sér!

Afmælislið

Afmælispakki númer eitt var iPod fullur af uppáhalds rokkaralögum mömmunar. Þar á meðal Dr. Hook, Elo, Creedence Clearwater, Nazareth, Fleetwood Mac, Frank Sinatra, Aretha Franklin, Mahalia Jackson, Janis Joplin... svaka kát með það. Nú er tími diskaskrifa liðinn!

Afmælis iPod

Meðal innihalds afmælispakka voru að sjálfsögðu myndir af okkur systrum... af hverju að sjálfsögðu veit ég ekki en ungviða-myndahallæri Gúmmulaðihallarinnar var farið að hafa áhrif á lendaávextina svo við redduðum því! Hryllilega prúðar og fínar...

Systramynd í Gúmmulaðihöllina

...svona yfirleitt! Ahh.. betra!

Systramynd í Gúmmulaðihöllina - náði ekki á lista

Eftir það fékk hún rúman klukkutíma til að gera sig reddí í svaðalegt át á Basil og Lime. Maturinn var æði. Basil og lime er æði. Pasta er að sjálfsögðu mikið í uppáhaldi en ég prófaði í þetta skiptrið humar-risotto og risarækjur á salatbeði. Þvílíkt nammi!

Risarækjur á salatbeði

Haldið var heim á leið og fresítan kláruð. Afmæliskakan tekin fram. Hollustukaka með meiru og svona líka hræðilega góð! Með henni voru fersk jarðaber, bláber, sprauturjómi og kókos'sósa'. Mmhmm! Hún vakti lukku! Uppskrift væntanleg!

Hollustu afmæliskakan

Gott afslappelsi, gott kvöld, eitt stykki góð mamma!

Svo má ekki gleyma ofurveislunni sem verður í Gúmmulaðikastalanum á morgun. Meðal áts mun verða graf- og reyktur lax, rækjukokteill, Móaflatarkjúlli, heimabökuð bananabrauð, ís og fleira undursamlegt sem ég get ekki beðið með að setja ofan í mig! Uhh.. þessi vika er búin að vera svakaleg.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband