Marakóskur kjúklingaréttur - GEGGJAÐUR

Ó vá... eina sem ég get sagt! Almáttugur hvað þetta var svakalega gott! Takk fyrir Antje mín! 

Marakóskur kjúklingaréttur í vinnunni í dag, í boði Antje minnar. Starfsmenn fyrirtækisins taka sig til, einn og einn í einu, einusinni í mánuði, og elda sinn uppáhalds mat fyrir hina úlfana. Antje tók þetta svona líka með stæl. Geggjaður réttur, æðislegur hádegismatur!

Antje ofureldari

Antje er með ofnæmi fyrir lauk svo honum var með öllu sleppt í þessari uppskrift. Kom svo sannarlega ekki að sök, mikið gúmmulaði sem þetta var! Örn, vinur hennar, matreiðslumeistari með meiru á þessa uppskrift. Er með æðislega veisluþjónustu! Ég mátti til með að segja frá, svo gott var Þetta! Döðlur, aprikósur, hnetur, negull, engifer, cumin fræ, kanill... ómægod!

Antje og ofurkjúllinn

Ég át of mikið. Guð minn góður ég er að springa - en ég gat bara ekki hætt! Uppskriftina má nálgast hér! Mmmmhmm.... búin að nóta þetta niður á uppáhaldslistann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Awwwwww - og hún er ekki bara hörkukokkur!  Heldur er hún líka einstaklega góður og rakadrægur leiðtogi

 *knús* í hús til ykkar, og eitt extra til Antje minnar

Dossa (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta var svo gott! Holymolyness! Þessi réttur verður endurtekinn um þessa eða næstu helgi og þeir sem vilja koma í mat!

Elín Helga Egilsdóttir, 28.8.2009 kl. 15:09

3 identicon

Dossa, *knús* Það var svooooo gaman að helda - nú verður þú að koma að borða hjá mér!

Ég skora á Ellu að elda handa okkur næst  :)

antje (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 15:12

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég þarf þá að elda eitthvað í fjarlægri framtíð - held það verði erfitt að toppa þennan rétt!

Elín Helga Egilsdóttir, 28.8.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband