Kjúlli og kaka

Nammidagur í dag. Góður félagsskapur í mat og fyrir valinu varð Marakóski kjúllinn og svaðaleg karemellu eplakaka! Mikið gott, mikið gaman, mikið borðað. Látum myndirnar tala sínu máli - reyndar allar með flassi og allar mjög ógirnilegar! En ég læt það ekki á mig fá og skelli inn herlegheitunum engu að síður!

"Forréttabakki"

Súkkulaði hnetunasl að sjálfsögðu. Wasabi hnetur og wazabi/karrý dukkah kurl ásamt basiliku olíu. Dýfa brauði í olíu, svo í kurl og svo í munn. Ómægoodnessgottaðborða!

Svaðalegur forréttabakki

 Æðislegur ofur aðalréttur. Mikið ofboðslega er þetta gott - sérstaklega að dýfa brauðinu í sósuna!

Marakó kjúlli

Eftirréttur ofætusjúklingsins! Ekki fyrir byrjendur. Svo svaðalega karamelliseruð eplakaka að maður fær spékoppa á rasskinnarnar eftir fyrsta bitann! LOVIT!

Svaðaleg epló

Óskilgreind hrúga á skemlinum. Sneri rassinum í heimilisfólkið, flatur eins og pönnukaka!

Feiti kisi

Njótið kvöldsins mín kæru Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt saman girnó.  Góda nótt!

Hungradur (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 23:31

2 identicon

Oh ég fæ svona matarflashback. Svo goooottt!! Takk fyrir okkur!!

Erna (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 11:21

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Kjúllinn var svaðalegur daginn eftir! Ofboðslega góður og verði ykkur að góðu!

Fyrsta flokks félagsskapur, svo mikið er víst

Elín Helga Egilsdóttir, 19.10.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband