Afmælis.. jú.. mamma!

Í tilefni af því héldum við systur föstudaginn hátíðlegan fyrir móður okkar. Pabbinn enn út á sjó svo hann fékk ekki að vera með!

Byrjuðum á því að taka óvænt á móti Múmfey í ný-tiltekinni Gúmmulaðihöllinni með Fresítu glasi, einni lítilli afmælismuffins, með kertum, og afmælispökkum...

Afmælismuffins útatað í kertum

...svona útlítandi! Svabban var fljót að þrífa þetta framan úr sér!

Afmælislið

Afmælispakki númer eitt var iPod fullur af uppáhalds rokkaralögum mömmunar. Þar á meðal Dr. Hook, Elo, Creedence Clearwater, Nazareth, Fleetwood Mac, Frank Sinatra, Aretha Franklin, Mahalia Jackson, Janis Joplin... svaka kát með það. Nú er tími diskaskrifa liðinn!

Afmælis iPod

Meðal innihalds afmælispakka voru að sjálfsögðu myndir af okkur systrum... af hverju að sjálfsögðu veit ég ekki en ungviða-myndahallæri Gúmmulaðihallarinnar var farið að hafa áhrif á lendaávextina svo við redduðum því! Hryllilega prúðar og fínar...

Systramynd í Gúmmulaðihöllina

...svona yfirleitt! Ahh.. betra!

Systramynd í Gúmmulaðihöllina - náði ekki á lista

Eftir það fékk hún rúman klukkutíma til að gera sig reddí í svaðalegt át á Basil og Lime. Maturinn var æði. Basil og lime er æði. Pasta er að sjálfsögðu mikið í uppáhaldi en ég prófaði í þetta skiptrið humar-risotto og risarækjur á salatbeði. Þvílíkt nammi!

Risarækjur á salatbeði

Haldið var heim á leið og fresítan kláruð. Afmæliskakan tekin fram. Hollustukaka með meiru og svona líka hræðilega góð! Með henni voru fersk jarðaber, bláber, sprauturjómi og kókos'sósa'. Mmhmm! Hún vakti lukku! Uppskrift væntanleg!

Hollustu afmæliskakan

Gott afslappelsi, gott kvöld, eitt stykki góð mamma!

Svo má ekki gleyma ofurveislunni sem verður í Gúmmulaðikastalanum á morgun. Meðal áts mun verða graf- og reyktur lax, rækjukokteill, Móaflatarkjúlli, heimabökuð bananabrauð, ís og fleira undursamlegt sem ég get ekki beðið með að setja ofan í mig! Uhh.. þessi vika er búin að vera svakaleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott er að gleðja góðar múmmur, bara gaman að því

P.s. hvað er sprauturjómi??  Ég sé bara þeystirjóma á myndinni

Dossa (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta var mikið snilldar kvöld og þeystirjóminn nýttur sem aldrei fyrr

Elín Helga Egilsdóttir, 22.8.2009 kl. 09:34

3 identicon

Þakka ykkur systrum fyrir mig og Pallanum líka:)*kysogkram*

þetta var hrikalega skemmtilegt og gott og gaman...ég segi eins og Bjarni ben:

"ég er svo hrærður að ég gæti verið skyr..."

mammagamla (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:19

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahahahaah

Elín Helga Egilsdóttir, 22.8.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband