Færsluflokkur: Svindl
16.12.2009 | 19:11
Mjúkar piparkökur með hvítum súkkulaði- og butterscotch bitum
Svava systir varð rangeygð þegar hún smakkaði þessar. Mjúkar piparkökur, næsti bær við deig - svo ef þú er ekki mjúkkökumanneskja þá skaltu alfarið sleppa þessum elskum. Þær eru einnig sætari en allt sætt en það vinnur svaðalega vel með öllu kryddinu. Hinsvegar, ef þú ert ekki sætumanneskja heldur, þá gætu þessar orðið svaðalega væmnar fyrir þig. Kemur samt á óvart hvað butterscotch bitarnir passa vel við. Ég myndi jafnvel hætta mér út í það að auka kryddskammtinn í næstu tilraun. Mér finnast þessar æði! Mhhmmm!
Mjúkar piparkökur með hvítum súkkulaði- og butterscotch bitum!
2 tsk matarsódi
2 tsk kanill
2 tsk mulinn engifer
1 tsk negull
1/4 tsk allrahanda
1/2 tsk salt
1 bolli smjörlíki (225 gr.)
1 bolli púðursykur
1 stórt egg
1/3 bolli sýróp
1/2 poki Nestlé butterscotch bitar (170 gr. um það bil)
Hvítt súkkulaði eftir smekk. Ég held ég hafi notað 170 gr. af því líka.
Aðferð:
1. Hita ofn í 160 gráður
2. Blanda saman hveiti, matarsóda, kanil, engifer, negul og salti í lítilli skál.
3. Hræra saman smjör, egg, sykur og sýróp þangað til létt og ljóst. Hræra hveitiblöndunni saman við smjörið í skömmtum þangað til vel blandað. Hella þá súkkulaðibitum út í og hræra vel. Setja rúmlega msk. á pökunarpappír.
4. Baka í 10 mínútur eða þangað til kökurnar eru rétt gylltar. Kæla í 2 mínútur og færa svo yfir á grind til að kæla alveg.
Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2009 | 15:10
Spes spesíur
1 bolli mjúkt smjör (uþb 225 gr)
1 egg
1 tsk möndludropar
1 tsk vanilludropar
2 og 2/3 bollar hvieti
1 tsk salt
Aðferð:
1. Hita ofn í 160 gráður.
2. Hræra saman sykur, egg, smjör, vanillu- og möndludropa þangað til létt og ljóst. Hræra þá hveiti og salti við.
3. Rúlla upp í pulsu, vefja inn í plastfilmu og ísskápa í 20 - 30 mín, eða þangað til deigið er stíft.
4. Skera í viðráðanlega munnbita, koma fallega fyrir á bökunarplötu umvafna bökunarpappír og inn í ofn í 10 - 15 mín eða þangað til rétt gylltar.
Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.12.2009 | 19:17
Súkkulaði- brownie smákökur með hvítum- og dökkum súkkulaðibitum
Ef þú notar gott dökkt súkkulaði í þessar þá er súkkulaðiþörfinni fullnægt fyrir daginn ef ein kaka er kláruð. Þetta er hálfgerður blendingur á milli brownie súkkulaðiköku og smáköku. Stökk skorpa, mjúk miðja - mmm, nauðsynlegt að drekka mjólk með! Bæði Palli og Svabba fóru hamförum!
Svakalegar súkkulaði- brownie smákökur með hvítum- og dökkum súkkulaðibitum
225 gr. gott dökkt súkkulaði, smátt saxað
4 msk mjúkt smjör
2/3 bolli hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 egg
3/4 bolli púðursykur
1 tsk vanilludropar
340 gr. súkkulaðibitar (dropar t.d.). Ég notaði 240 gr. dökka og 100 gr. hvíta.
1 bolli t.d. valhnetur - má sleppa. Ég notaði þær ekki.
Aðferð:
1. Hita ofn í 175 gráður.
2. Setja smátt skorið súkkulaði og smjör í örbyljuörugga skál (gott orð ekki satt?) og hræra í með 20 sek. millibili þangað til súkkulaðið er bráðið. Hræra þá súkkulaðinu samanvið smjerið.
3. Í annarri skál hræra saman hveiti, lyftidufti og salti og setja til hliðar.
4. Í enn annarri skál hræra saman sykri, eggjum og vanilludropum þangað til létt og ljóst. Þá, hægt og rólega, bæta súkkulaðiblöndunni út í og loks hveitinu. Rétt hræra hveitið samanvið og þá hella súkkulaðibitunum út í og hærra til að blanda alveg.
5. Setja rúmlega msk. (má vera minna) með 3 cm millibili á bökunarpappír og baka í 12 - 15 mínútur. Snúa plötunni 180 gráður eftir helmingur bökunartímans er liðinn (6 mín) og klára að baka. Þær eru tilbúnar þegar brúnir kökunnar eru nokkuð þéttar, kakan glansandi, yfirborð sprungið en miðjan mjúk.
Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.12.2009 | 20:56
Kökubakstur 101
Þar tók kvendið við sér. Vopnuð Kitchen Aid flundruðust upp úr skál, inn í og út úr ofni fjórar tegundir af smákökum. Nokkrar tegundir eftir enn, biscotti, pretzels, karamellur og margt fleira gúmmó. Ég tók þann pólinn í hæðina, þessi jól, að lifa hættulega og útbúa "óhollt" jólanammi. Ég tók rimina ansi harkalega síðustu jól og því verða þessi með tauminn aðeins lausrai. Gleði og glaumur.
Svo ég vindi mér í fyrstu smákökutegundina sem ég bakaði í dag. Æðislegar hafrakökur. Þær eru alltaf bestar að sjálfsögðu. Hafrakökur af öllum stærðum og gerðum. Þessar eru þunnar, karamellukenndar, stökkar í endana en mjúkar í miðjunni. Hægt að hafa þær allar stökkar - bara baka ögn lengur. Þessar eru númer eitt á lista hjá mér og Palla þessa stundina. Hinar kökurnar koma í vikunni, ein uppskrift á dag.
Maple vanillu hafrakökur
1 3/4 bollar maple sýróp
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli hvítur sykur
2 stór egg
2 tsk vanilludropar
6 bollar grófir hafra (grænu solgryn virka flott)
2 bollar hveiti
2 tsk matarsódi
1 tsk salt
1/2 bolli rúslur, hnetur, súkkulaðibitar.... (Ég sleppti þessu. Næst ætla ég að bæta við möndlum)
Aðferð:
1. Hita ofn í 175 gráður.
2. Í stórri skál hræra saman smjöri, sýrópi, eggjum, sykri og vanilludropum þangað til létt og ljóst. Hræra þá höfrunum samanvið. (Ef þú vilt bæta við hnetum, rúslum ofl. gera það núna)
3. Hræra saman, í lítilli skál, hveiti, matarsóda og salti. Bæta svo hveitiblandinu við hafra og smjör. Hræra vel.
4. Setja rúmlega tsk. af deigi á böunarpappír með 4 - 6 cm. millibili. Þær dreifa vel úr sér þessar. Baka í 10 - 12 mín. Því lengur sem þær eru bakaðar, því stökkari verða þær. Þið ráðið Fer líka eftir því hvort ofninn sem þú ert að nota sé kjarnorku eða ekki. Minn er kjarnorku * 22.
Svava systir var annars að labba inn um dyrnar og fékk að smakka allar tegundir. Tvær voru í uppáhaldi. Mjúkar piparkökur með hvítum súkkulaði- og butterscotch bitum og súkkulaði-brownie með súkkulaði- og hvítum súkkulaðibitum. Það hummar í Svövudýrinu!
Áfram með smjerið! Tvennskonar smákökur eftir og biscotti á miðvikudaginn! Konfekt- og karamellugerð um helgina.
Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.11.2009 | 13:08
Ég er þakklát fyrir...
...vinina mína!
Ég er þakklát fyrir marga aðra hluti, en í dag er ég þakklát fyrir þennan æðislega frábærlega fína vinahóp sem ég tilheyri. Ég er eitt heppið átvagl! Þakkargjörð númer 2 byrjaði, leið og lauk uppúr miðnætti í gær. Maturinn var stórkostlegur, félagsskapurinn frábær og andrúmsloftið ljúfara en heitt kakó með rjóma þegar kalt er úti. Dag og Gunna vantaði sökum vinnu og náms erlendis, þeirra var sárt saknað - en það kemur þakkargjörð eftir þessa. Æhj hvað það var gaman í gær!
Hjölli ákvað að setja upp "Ætlarðu að taka myndir í allt kvöld" svipinn. Ótrúlegt en satt þá náði hann að setja svipinn upp á hverri einustu mynd - í miðju hláturskasti og allt. Mikið afrek verð ég að segja!
Kalkúnninn smjörvafinn, smjörhelltur og smjörleginn. Settur inn í ofn síðustu 20 mín. fyrir fallegan gullinn lit og stökka skorpu - húð - skinn... igh!
Borðhald og sósa að taka á sig mynd.
Sætar kartöflur með sykurpúðum og aðrar með sveppum og rjóma. Mikil hollusta í gangi á þessum bæ - en ó hvað sálin varð húrrandi kát og sátt við lífið.
Gleði við borðið með flassi og án. Mjög miklar myndavélatilraunir í gangi. Hjölli í svakalegum flasslausum snúning.
Snæbjörn og Elín Lóa mjög kát með að eftirréttirnir séu að mæta á svæðið.
Milljón húrra og hopp fyrir Ómari og fjölskyldu að lána okkur hús og eldhús, snilldarkokkunum Þórunni og Þorbjörgu fyrir kalkún, salat og kökur, Ernu fyrir ofur trönuberjasultuhlaupið og eitt klapp á mitt bak fyrir að stappa sætar kartöflur og fylla þær af smjeri og sykri. Ótrúlegt afrek ekki satt? Svo fær hópurinn í heild sinni 12 stjörnur af 10 mögulegum...
Má líka taka það fram að fyrir aftan okkur á þessari mynd var arinn í blússandi fílíng - okkur var öllum mjög heitt á rassinum en héldum það út í 10 mínútur og myndatöku á 3 mismunandi vélar!
Takk fyrir kvöldið mín kæru. Þetta var æði!
Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2009 | 15:42
Rauði kassinn
Ég keypti hann - samviskulaus... jebb. Ég keypti hann alveg ein!
MAAAAHAHAHAHAHAHAAAA!
ELÍN... HELGA... EGILSDÓTTIR!! SKAMMASTU ÞÍN!
Nei... það geri ég sko alls ekki!
Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
22.11.2009 | 12:15
Einn einfaldan takk
Oj hvað ég er í mikilli fýlu út í sjálfa mig ákkúrat núna! Af sex máltíðum á hleðsludegi klúðraðist ein sökum óviðráðanlegra aðstæðna, fjarveru frá Gúmmulaðihelli og hráefnaleysis. Iss... se la vi geri ég ráð fyrir, það kemur annar hleðsludagur eftir þennan, en assgoti er þetta hundfúlt!
Þegar ég er að fylgja svaðalegu ofurplani þá vil ég hafa hlutina 110%. Það þýðir í flestum tilfellum að undirrituð á mjög erfitt með að leyfa sér að mæta "óvænt" í matarboð, fá sér kökur í kaffiboðum og er almennt leiðinlega manneskjan sem borðar ekki það sem fyrir hana er lagt. Ekki að reyna að vera viljandi leiðinleg að sjálfösgðu. En þegar mánuður og mánuður er tekinn í senn, þá er það bara svo skammur tími og eitt, tvö.... klikk geta þýtt stórt skarð í árangri. Það er því hér með bannað að hugsa/segja "Ertu virkilega í svo ströngu "aðhaldi" að þú getir ekki borðað hérna með okkur?" um/við fólk sem vill standa sig súper vel í sinni heilsu-/líkamsrækt!
Nóg komið af skömmum og fnasi á þessum annars ágæta sunnudegi! Og nei, þessu er ekki beint að einum eða neinum, bara út í mitt innra sjálf
Morgunmaturinn var eðal. Hafragrautur í sinni einföldustu mynd og eggjahvítupönnsa með jarðaberjum.
Gamli góði klikkar aldrei - hafrar, tvöfalt vatnsmagn (nú eða undanrenna), vanilló, kanill og eitt egg sett í pott og soðið upp. Eggið gerir grautinn mjög fluffy og mjúkan. Kemur reyndar mikið bragð af rauðunni, ef þið fílið það ekki þá er um að gera og bæta smá hunangi/ávöxtum/rúslum... til að sæta upp. Fyrir mitt leiti er það óþarfi.
Annars var fyrrihelmingur hleðsludags með besta móti og næsta hleðsla skal sko ekki klikka! Hún verður föst og slegin næsta fimmtudag, engar undantekningar og allt skráð og skjalfest! Fékk mér hinsvegar kjúklinga panini í kaffinu í gær og það var gott og gleðilegt. Æðisleg balsamic-eplaediks dressing með dijon sinnepi og steinselju fylgdi með samlokunni, átvaglinu til ævarandi hamingju.
Svo er ég loksins búin að finna hafrakökurnar sem ég ætla að hafa í jólapakkanum! Þessar... eru... geggjaðar. Stökkar út í kanntana, mjúkar og karamellukenndar í miðjunni! Ójá! Mjög jákvætt alltsaman. Nú þarf ég bara að finna góðar smákökur sem innihalda súkkulaði í einhverju formi.
Biscotti gerð hefur því hér með formlega verið hleypt af stokkunum. Aðeins að skipta úr smákökugírnum. Verður allt klappað og klárt fyrir bökunarhelgina miklu 18. - 20. des. Jólapakkinn rennur í hlað og kökurnar ennþá heitar! Mmmmm...
Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.11.2009 | 09:54
Epla og karamellusprengja í tilefni föstudagsins
Svo einföld, svo svaðaleg. Þetta er uppáhalds eplakrumsið/eplakakan mín! Það er hægt að leika sér með dýrið eins og sykurgrísinn leyfir. Ég segi það satt. Margir hafa beðið mig um að henda inn örlítilli uppskrift og hér kemur hún - jafn örlítil og hún er.
Krums yfir köku:
Jafn mikið af hverju fyrir sig.
Smjör, hveiti, sykur. Ég nota yfirleitt 150 - 200 gr.
Hræra saman í skál með smá salti ef vill, jafnvel kanil og vanilludropum. En það þarf ekki endilega. hræra saman þangað til úr verður deigklumpur. Má setja inn í ísskáp til geymslu.
Eplagleði:
Ég nota yfirleitt græn epli. Þau eru svo súr og vinna svo vel á móti ööööllum sykrinum og smjerinu sem í kökunni er, verða heldur ekki að mauki. Nota 4 - 6 epli, fer eftir stærð epla og stærð fats sem púsla á eplunum í.
1. Flysja epli og skera niður í báta.
2. Búa til karamellubráð á pönnu. Ég nota dass af púðursykri, vanilludropa, smá kanil, smjör og sýróp.
3. Taka 1/3 - 1/2 af eplabátunum, ásamt t.d. salthnetum (eða pecanhnetum), og brúna í karamellunni.
4. Hér er hægt að byrja að leika sér. Stundum set ég nokkrar klípur af deigkrumsi í botninn og á milli ferskra- og karamelluepla. Einnig set ég t.d. snickersbita eða rolo yfir, í og með ásamt miiiikið af kanilsykri og pínku púðursykri ef ég er í stuði. Oft hef ég dökkt súkkulaði í felum þarna líka. Já - þetta er sko ekki laust við sykur.
5. Rest af ferskum eplabátum komið fyrir í fati, vel kanilsykraðir, og karamellu-epla-hnetublöndunni hellt þar yfir.
6. Deigkrumsið er svo mulið yfir kökuna og kanilsykur þar yfir. Mjög gott að mylja t.d. hnetumúslí yfir, hnetur, súkkulaði... rosa gott að strá smá grófu salti yfir. Maldon t.d.
7. Sykurmagn fer algerlega eftir sætuþörf hvers og eins. Kakan hjá mér er aldrei alveg eins.
8. Væri örugglega geggjað að hafa marsípan í þessu!
9. 175° heitur ofn í 30 - 40 mínútur eða þangað til krumsið er orðið gyllt og karamellan farin að bubbla upp með hliðum.
Borðist með gleði í hjarta, rjóma, helst ís - karamellusósu fyrir þá allra hörðustu - og undirbúið ykkur undir sykurcoma og óviðráðanlega augnkippi það sem eftirlifir vöku!
Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.11.2009 | 11:38
Hrekkjavökuþakkargjörð, 2.hluti
Svolítið snemma í kalkúninn, miðað við kanann, en ákkúrat í tíma fyrir hrekkjavökuna. Við púsluðum hrekkjavökunni saman við þakkargjörðarboð (númer 1) foreldra minna í Gúmmulaðihöllinni. Mikil fiesta enda allt Spaghettisen viðstatt.
Ég setti hrekkjavökugumsið, sem ég bjó til í fyrradag, á bakka og tók rest af karamellupoppi með í fati. Eplakakan bíður óbökuð eftir því að komast inn í Gúmmulaðihallar ofn og breytast í dýrðina sem eplakökur eru eftir ofnveru.
Þegar í Gúmmulaðihöllina var komið tók við okkur dýrindis lykt og, mér til mikillar hamingju, smá smakk af fyllingu sem ekki hafði komist inn í kalkaða kúninn. Hún var svakaleg! En þó, margfölduð með 1337 og við fáum jólafyllinguna... bara 2 mánuðir í það - TÆPIR! Einnig hafði mamma tekið upp á því að skreyta höllina smá. Það ver gleðiefni út af fyrir sig og vakti mikla kátínu átgesta!
Pabbi bauð fjölskyldumeðlimi velkomna í átið með stingandi augnaráði. Pabbúla greifi lifði sig mikið inn í þetta hlutverk og gekk um gólf með skikkjuna fyrir andlitinu. Svo miklir voru taktarnir að móðir mín kær limpaðist niður af hlátri og öskraði hástöfum "ÉG HELD ÉG HAFI PISSAÐ Í MIG"! Sú var þó ekki raunin en Dossa frænka geymir ástæðu þeirrar setningu vel og vandlega inn á sinni myndavél!
Fjölskyldumeðlimir týndust inn, hver á fætur öðrum, í mis uppstríluðu ástandi. Dossa var "Damsel in destress" með vampýrubit á hálsinum. Valdís Anna prinsessubarn var ekki par ánægð með pabba sinn og hippahausinn.
Gréta Lind Rokkarapía.
Palli ánægður með sjóræningjaátfittið. Eftir kvöldið fékk hann þó viðurnefnið "Hýri sjóræninginn". Túlki hver og einn það eins og honum sýnist.
"Arrr rarr mate-í... plííís"
Afi flottur með fiðrið og Ronju leðurblökuhund í bandi.
Svava frænka, Snær og Helga skella mættu galvösk í svakalegum múnderíngum.
Þau tóku með sér neonarmbönd o.fl. sem dreift var á liðið og meðal annars var amman tekin og skreytt frá toppi til táar. Eftir nokkurn tíma, mikinn hlátur og neonfikt, þá hrópaði gamla upp yfir sig "Gvöööð hvað það er yndislega gaman í svona halogen partýum". Það sló þögn á líðinn, allir horfðu á ættarhöfðingjann, svo á hvert annað og nokkrum sekúndum seinna... jesús, þið getið rétt svo ímyndað ykkur hlátursópin og köllin sem brutust út! Halogen = Halloween + neonljós. Og já, hún var alveg viss um að þessi fiesta væri kölluð halogen en ekki halloween.
Forréttir voru, meðal annars, hrekkjavökubakkinn minn og ömmubrauð (banana- og döðlu), laufa-og ristað brauð.... ásamt rækjukokteil.
Fyrrverandi fiðurféð fékk að bíða á eldhúsborðinu og jafna sig greyið eftir tæpa fimm tíma veru í ofni. Áður en dýrið var skorið niður, í mannsæmandi stóra bita, leit það svona út. Geigvænlega flottur fuglinn!
Fyrir
Eftir
Kalkúnn, hræðilega - svaðalega - skuggalega góð fylling, sætar með sykurpúðum, trönuberjasósa (nauðsynleg með fyllingunni), sveppasósa, valdorf, grænmeti og gular.
Barasta rabbabara... gott!
Mjög stuttu eftir eftir
Ohm nom nom nom!
Eftirréttirnir voru loks teknir fram og þó svo hinar há amrísku bökur hafi ekki látið ljós sitt skína þetta kvöldið kom það svo sannarlega ekki að sök. Svaðalega súkkulaðikakan hennar mömmu og eplakaka sem fengi ameríska ruðningskappa til að hlaupa grátandi til mömmu sinnar! Svakalegar sprengjur!
Ísinn mætti á svæðið stuttu eftir að þessr myndir voru teknar. Ís, karamelubombu eplakaka og súkkulaðisprengja móður minnar... ég leyfi ykkur að geta í eyðurnar...
...sykursjokkið sem fylgdi eftirréttinum, í bland við svefngalsa, einkenndi næstu tíma fiestunnar. Amma tók upp rokkaragítarinn hennar Grétu Lindar, klædd í drakúlaskikkju, og tók nokkur spor. Pabbúla hljóp á milli vígstöðva með skikkjuna sína. Ég, Helga og Voldemort blésum fjöðrum á milli og fólk gekk í eftirréttina, einn og einn bita í einu, og sagði í hvert skipti "NEI... nú er þetta búið, ég get ekki meira".
Lokaþáttur
Helga gafst upp klukkan 01:00.
Átvaglið krullaði sig saman upp í sófa, í fósturstellingunni, svo gott sem með þumalfingurinn upp í munninum, kremjandi al saklausan púða, og rotaðist mjög værum seddusvefni.
Þetta var æðislegt, æðislegt kvöld!
Nú er lag og grautarréttari hið fullkomna eftiráts snarl! Árshátíð næstu helgi - þetta er allt að koma.
Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.10.2009 | 20:43
Rjómi, ostur og rjómaostur
Hef verið friðlaus alla vikuna! Ostar og rjómi er það eina sem hefur komist að í nammilandinu og loksins varð veislan að veruleika í kvöld. Rjómaostapasta, rístertu-rjómasprengja og að sjálfsögðu kroppið mitt og lakkrísinn.
Átvagl 1: Elín 0
Ætlaði að vera svaðalega fensí smensí á því og útbúa hryllilega gúrmey máltíð en rjómapastað. Elsku rjómapastað vann. Sveppir, laukur, skinka, beikon og paprika svissað í örlitlu kryddsmjöri og piprað. Camembert, rjómaostur, sveppa smurostur og parmesan brætt saman í rjóma, kryddað með pipar og steinselju, og sveppagumsinu hellt þar út í. Ostasósunni er svo hellt yfir spaghettíið og gleðin toppuð með parmesan.
Átvagl 2: Elín 0
Ostagumsið snætt með bestu lyst og aðeins meira af kolvetnum og osti. Baguette, ritz og ostar! Mmmmm...
Í neðra horni vistramegin, á myndinni hér að neðan, er heimagerð bláberjasulta frá Ernu. Miiiikið gómsæti... mjög mikið!
Átvagl 3: Elín 0
Kropp og fylltar reimar. Uppáhalds nammibland númer 1, 2 og 3.
Átvagl 325: Elín - 14
Rístertu-rjómasprengja a-la Erna vinkona. Hér sameinast allir nammipúkar alheimsins í formi smjörs, sýróps, súkkulaðis, sykurs, hneta, karamellusósu, banana og nóakropps. Ísinn situr sallarólegur á kanntinum og án efa feginn að losna undan álaginu sem fylgir því að vera aðal-nammidagsnammið!
Þakkargjörðar fiesta numero uno næsta laugardag í Gúmmulaðihöllinni.
Ó hvað ég elska nammidagana mína!
Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)