Færsluflokkur: Kvöldmatur

Þorskur og fallegir litir

Af hverju ekki skella í fisk í kvöld? Þarf ekki að vera soðin ýsa og teitur, þó svo það sé að sjálfsögðu alltaf ágætis át.

Steikja papriku, hvítlauk, sveppi, döðlur og svartar ólívur á pönnu, salta og pipra. Flott... ekki satt?

Gleðigrænmeti

Sjóða couscous og koma fyrir í eldföstu móti, hella grænmetisgumsi þar yfir.

Couscous og grænmeti

Léttsteikja þorskinn á pönnu, krydda eftir smekk.

Léttsteikja þorsk

Raða fallega yfir grænmetið - mjög mikilvægt að það sé fallega raðað! Munar öllu bragðlega séð.

Raða fisk yfir grænmeti

Setja tómatsneiðar yfir hvert fiskstykki og ost yfir hverja tómatsneið.

Mmhmm

Inn í 175 gráðu heitan ofn í 20 - 30 mín, eða þangað til fiskmetið er eldað í gegn.

Inn í ofn

Voila! Gullfallegafínt! Guuuullfallega fínt... og gullfallegaofurgott á bragðið!

Tilbúið og ofurgott

Takk fyrir mig Joyful


Ég sé rautt

Ykkur hlýtur bara að langa í kjöt þegar þið sjáið þetta! Það kemur einfaldlega ekkert annað til greina...

Eðal... roastbeef

Ohmygod!

'Oguð

Come to mama!

Einum of gott kjet

...nema þið séuð grænmetisætur! Þá skil ég kjötleysið mætavel!

Cool


Kvöldmatur í tiltektargírnum

Ég er búin að taka til í öllu húsinu, hreinsa ísskápinn, taka til í fataskápnum og taka eitt gleðitryllingskast. Hreinsun á ísskáp fólst meðal annars í því að fjarlægja allt sem gæti mögulega eignast afkvæmi á meðan við erum í burtu. Bjó því til "Hvað er til í ísskápnum" hvítkáls-roastbeef hræru í tilefni af ísskáps hreinsuninni.

Roastbeef hvítkáls hræra með soja og brokkolí

Blaðlaukur, laukur og rauðlaukur skorið smátt og steikt upp úr tæplega msk af olíu. Á meðan er hvítlaukur, hvítkál og brokkolí skorið smátt og lagt til hliðar. Hvítlauk er bætt út á pönnuna þegar laukgumsið er orðið mjúkt ásamt rauðum piparflögum, engifer, smá salti og pipar. Loks er grænmetinu bætt út á pönnuna og leyft að steikjast þangað til kálið er orðið nokkuð mjúkt. 3 - 4 mínútur. Þá bætti ég 2 tsk soja og 2 tsk hrísgrjónaediki út á pönnuna, hrærði duglega í og lét krauma.

Roastbeef hvítkáls hræra með soja og brokkolí

Loks reif ég niður yndislega fína roastbeefið mitt og skellti út á pönnuna til að rétt hita í gegn. Skreytti með sesamfræjum - ristuðum.

Gvöööðdómlegt gums. Mikið er hvítkál svaðalega gott svona steikt og krumsað. Mjög gott kvöldsnarl - hef gert þetta áður og kem til með að gera aftur. Bara gleði.


Ofnbakað rósakál

OH ÉG FÉKK SVO GÓÐAR FRÉTTIR Í DAG! Ég er öll bubbly og hamingjusöm í hjartanu! *gleði* Joyful 

Er að taka til kvöldmatinn í dag og matinn fyrir morgundaginn. Þá umbreytist eldhúsið mitt í haug af allskonar... allskonar! Snyrtilegt, ekki satt?

Hrúga af allskonar allskonarAllt að gerast í eldúsinu

 

 

 

 

 

 

En svo við snúum okkur að rokkstjörnu dagsins. Rósakál... hvar hefurðu verið allt mitt líf? Þetta datt mér ekki í hug. Fann þessar krúsíbombur í búðinni um daginn og ákvað að prófa. Hreinsaði smá, skar í tvennt, skellti í fat með gulrótum og olíu, saltaði, pipraði og beint inn í 200°C heitan ofn.

Rósakál og gulrætur á leiðnni í ofninnRósakál og gulrætur, krispí og bjútifúl

 

 

 

 

 

 

Leifði þeim að hangsa þar í dágóða stund, hrærði aðeins í gumsinu aftur og inn í ofn í 5 - 10 mín í viðbót. Hefði mátt vera lengur upp á áferð - en ég var of svöng og gat ekki beðið. 

Vel kryddað og sterkt hakk með sveppum ásamt rósakálsgleðinni

Fallega brúnir og fínir knúbbar og... bíðið aðeins... GÓÐIR! Alveg svakalega góðir - stökkir og skemmtilegir að bíta í að utan, karamellukenndir að innan. Ohh, gleðilegt nokk. Ætla að tilraunast með þessa dýrð við tækifæri. Ég var gríðarlega hamingjusamt kvendi á meðan áti stóð. Þvlílíkt nammi. Hakkið steikti ég með sveppunum, saltaði, pipraði og chilli-aði veeel. Reif mjög vel í eins grámuskulegt og það lítur út á þessari mynd.

Svo er hleðsludagur á morgun. Já nei takk, ekki aftur hleðsla á laugardögum. Búin að setja saman smá seðil sem hentar vinnudegi - ekkert ofur, en tilhlökkunarvænt.

Viljið þið svo sjá...

Biscotti, fyrsta umferðBiscotti, önnur umferð

 

 

 

 

 

 

 

Allt biscotti saman samanBiscotti, up close and personal

 

 

 

 

 

 

...oh my babies! Smjör biscotti (dökkur) vs. ólífu olíu biscotti (ljós). Þessir dökku voru betri. Stökkir, bragðgóðir og skemmtilegir að bíta í. Ljósu voru svaka fínir líka, nokkuð stökkir, svolítið skonsulegir en hinir unnu með ansi mörgum stigum bæði hjá Paulsen og smökkurunum niðrí vinnu. Ætla að prófa mig áfram með súkkulaði biscotti um helgina.

Ég gerði líka stórt og mikið skammastrik í síðustu viku. Stóðst ekki mátið og keypti RAUÐA KASSANN!

Fylgist með. Rauði kassinn verður afhjúpaður innan tíðar!

Vina þakkargjörð um helgina og svo Boston. Tíminn líður hraðar en það tekur átvaglið að borða ís!


Humarmole - stjarna dagsins

Afgangar síðan í gær. Avocado breyttist í guacamole og humarinn var skorinn í smábita og bætt út í. Þessu hrærði ég svo saman - og nei, það þarf aldeilis ekki að hræra allt í graut. En gleði og hamingja hvað þetta kom vel út. Næst þegar ég útbý humarmole kemur það til með að enda á milli tveggja brauðsneiða með tómat, káli og einhverri góðri sinneps dressingu. Kannski ekki fallegasta gums sem til er - en gott var það.

Humarmole með vinnugrænmeti

Kvöldmaturinn var ekki síðri. Allt sem ég fann í ísskápnum, steikt á pönnu og roastbeefinu mínu bætt út á í lokin. Þetta klikkar aldrei. Laukur, rauðlaukur, sveppir, gulrót, púrra, hvítkál og paprika skorið smátt og steikt að eilífu með smá sojasósu, pipar, engifer, balsamic ediki og kannski 1/4 úr tsk af muscovado sykri.

Roastbeef stir fry

Enn heldur jólapakkatilraunastarfsemi áfram. Bakstur gleður mig mjög!

Hafrakökutilraun 2

Tvennskonar snilldarkökur og önnur pottþétt í pakkann. Vinnan og Paulsen búin að testa og gáfu grænt ljós. Þessar voru amk jákvæðari en þær sem ég bjó til í fyrradag, þó svo þær hafi verið yndisega fínar.

Pottþétt jólakaka numero 1Pottþétt jólakaka numero 1

 

 

 

 

 

 

 

Ætla að prófa tvennskonar hafraköku uppskriftir núna um helgina áður en biscotti gerð hefst! Hafrakökur eru einfaldlega bestar í mínum kladda!


Humar og avocado salat með dijon dressingu

Þetta var mjög sumarleg máltíð verð ég að segja. Létt og gott - einmitt það sem maginn æpti á eftir allt þetta kjötát! Kjöt er gott, en það er ó svo gott í hófi. Amk. fyrir minn kjúklinga- og fiskvana maga.

Kramdi 1 hvítlauksrif og setti út í litla skál sem passaði vel upp á hrátt humarkjötið. Út í sömu skál fór smá sítrónusafi, salt, pipar og steinselja. Þessu leyfði ég að sitja á meðan ég skar niður salatið, hitaði pönnudýrið og bjó til örlitla dressingu.

Avocado og humarsalat

Iceberg, kirsjuberjatómatar og avocado skorið smátt og hrært saman í skál. Smá sítrónusafa hellt yfir grænmetið. Rauðlaukur er skorinn smátt og stráð yfir það sem komið er í skálina ásamt smátt skornum púrrulauk. Þetta er mikill feluhumar. Hann blandast vel inn í litinn á kálinu. Tómatar og rauðlaukur faldir inn á milli.

Avocado og humarsalat

Dijon sinnepi, honey dijon, balsamic ediki, sítrónusafa, salti og pipar gúmslað saman og loks.. aha, í staðinn fyrir olíu, nokkrar tsk af ósætuðu eplamauki! Namaha! Barasta gott mál. Þessu dreifði ég svo yfir salatið - en bara örlitlu. Mjög bragðsterk dressing/sósa/gleðilegheit.

Avocado og humarsalat

Panna pömuð, humar steiktur og settur út á salatið. Spáið nú í því ef í þetta salat væru settar smá hnetur eða brauðteningar... heilagur salatmæster.

Borða og brosa.

Ég held ég hafi minnst á það áður hvað humar og avocado eiga vel saman. Það er ekkert nema diskótek fyrir bragðlaukana. Bjó mér því til ,í tilefni af humar- og avocado afgöngum, humarbætt guacamole! Jebb - hádegismatur á morgun!


Hvítkálshakkhræra

Ég veit ekki hvað ég get kallað þetta annað. Örugglega til eitthvað fínt orð yfir gumsið en þetta er það besta sem ég fann upp á í bili.

Hvítkáls hakkhræra

Ég notaði í gumsið púrrulauk, 1 hvítlauksgeira og venjulegan lauk. Steikja allan lauk upp úr olíu í 2 - 3 mínútur. Bætti þá út á pönnuna káli og sveppum og steikti þangað til kálið var orðið nokkuð mjúkt en samt ekki í döðlum. Kryddaði svo með pipar, kannski 1/2 tsk sojasósu, agnarögn af balsamic ediki, engifer og cumin, hrærði saman og bætti þá forsteiktu hakkinu út á pönnuna. Lét malla þangað til hakkið var orðið heitt í gegn. Ahaa.. einfalt, fljótlegt, hollt, gleðilegt.. ofl. vel valin lýsingarorð.

Hvítkáls hakkhræra

Ég er búin að vera hugsandi um hvítkál, steikt/soðið/hitað/eldað í um það bil viku. Ég bara varð að slökkva á hvítkálsgarginu áður en öll skilningarvit færu forgörðum. En þetta var samt gott... ég segi það satt! Sætur laukur, sætt brakandi kál, samhljómur ofurkrydda. Kem til með að hræra mér í svona aftur! Bæta við grjónum, jafnvel möndlum/valhnetum, ponsulítið af púðursykri og meira gúmmulaði. Mmmm.... 

Mmmm hvítkál

Annað í fréttum:

Hleðsludagar hafa nú verið forfærðir yfir á hina alheilögu nammidaga! Laugardaga! Halló morgunverðar heilvheiti bananapönnsur, kvöldmatar humarpasta og jú..., ég er ekki búin að gleyma því - roastbeef hádegisbeygla!


Létt og laggott

Grænmetið skorið, kalkúnninn kryddaður og herra Foreman preppaður! Tíu mínútum seinna borðaði ég þetta.

Foreman grillaður kúni með grænmeti

Lítur kannski ekki stórkostlega út, en gott varð það. Sérstaklega grænmetið! Saltaði það örlítið - mmhm! Fékk mér svo að sjálfsögðu ómyndaðar kanilristaðar möndlur í eftirrétt.

Lífið er ljúft.


Æðisleg tær grænmetissúpa

Súpur geta verið svo góðar - sérstaklega þegar, jah.. þær eru góðar!

Ohh hvað þessi snilld var ákkúrat það sem mig langaði að bíta í eftir veikindaviku. Svona súpur eru alltaf í uppáhaldi hjá mér. Soðsúpur, stútfullar af grænmeti og gleðilegheitum. Einfaldar, fljótlegar, bragðgóðar. Átvaglið má líka borða þangað til eitthvað gefur sig... gæti ekki verið betra!

Steikti fullt af gróft skornum rauð-/hvít-/púrrulauk upp úr 1 msk olíu, ásamt gulrótum, sellerí og niðurrifnum engifer, þangað til laukurinn var orðinn mjúkur og gullinn. Bætti þá tæpum 6 bollum af vatni í pottinn ásamt 2 teningum af grænmetiskrafti. Já, ég veit, svindl. En þeir gefa gott bragð. Lét þetta malla saman þangað til vatnið var farið að bubbla og þá bætti ég rest af grænmeti út í. Barasta það sem ég fann í ísskápnum. Blómkál, gulrætur, niðursoðnir heilir tómatar (frá Ítalíu), kartöflur, sætar kartöflur, paprika og rófa. Skorið gróft í um það bil jafn stóra bita.

Æðisleg tær grænmetis soðsúða

Sjóða þangað til gulrætur/kartöflur eru tæplega al dente! Ég vil hafa rótargrænmetið aðeins undir tönn en ekki maukað. Voila! Guðdómlegt gums í skál! Það væri reyndar hægt að gera þetta enn meira gúmmó og bæta út í súpuna t.d. byggi.

Æðisleg tær grænmetis soðsúða

Bætti reyndar út í súpuna mína örbylgjuðum eggjahvítum og já, þetta verður hádegismaturinn minn á morgun. *Get ekki beðið* Eftirrétturinn var gúrmey. Kanilristaðar og crunchy!

Pecanhnetur

Átvaglið er mætt á svæðið! Nú er ekkert sem stoppar kvendið fram að jólum!!


Egg-cellent eggjakaka

Ohh þetta var svo gott! Ég veit ekki af hverju.. eða jú, ég veit það alveg! Ég bjó þetta til í gær fyrir hádegismat í dag og svona leit gleðin út með flassi og án!

Karamellizeruð lauk og gulrótar eggjahvítukakaKaramellizeruð lauk og gulrótar eggjahvítukaka með flassi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leit já... ég borðaði þetta án þess að mynda, svellköld og skammaðist mín ekkert fyrir það! Svooo mikið gúmmó að ég hef ákveðið að útbúa þetta aftur í kvöld! Einfalt, svo sáraeinfalt og þægilegt að elda! Laukur og gulrætur steikt í 100 ár svo lengi að allt sem gumsið snertir verður sætt. Eggjahvítunum hellt yfir og látið krauma í dágóða stund.

Í kvöld ætla ég að fylla kökuna með tómatgumsi...

*gleði*


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband