Einn einfaldan takk

Oj hvað ég er í mikilli fýlu út í sjálfa mig ákkúrat núna! Af sex máltíðum á hleðsludegi klúðraðist ein sökum óviðráðanlegra aðstæðna, fjarveru frá Gúmmulaðihelli og hráefnaleysis. Iss... se la vi geri ég ráð fyrir, það kemur annar hleðsludagur eftir þennan, en assgoti er þetta hundfúlt! Angry

Þegar ég er að fylgja svaðalegu ofurplani þá vil ég hafa hlutina 110%. Það þýðir í flestum tilfellum að undirrituð á mjög erfitt með að leyfa sér að mæta "óvænt" í matarboð, fá sér kökur í kaffiboðum og er almennt leiðinlega manneskjan sem borðar ekki það sem fyrir hana er lagt. Ekki að reyna að vera viljandi leiðinleg að sjálfösgðu. En þegar mánuður og mánuður er tekinn í senn, þá er það bara svo skammur tími og eitt, tvö.... klikk geta þýtt stórt skarð í árangri. Það er því hér með bannað að hugsa/segja "Ertu virkilega í svo ströngu "aðhaldi" að þú getir ekki borðað hérna með okkur?" um/við fólk sem vill standa sig súper vel í sinni heilsu-/líkamsrækt!

Nóg komið af skömmum og fnasi á þessum annars ágæta sunnudegi! Og nei, þessu er ekki beint að einum eða neinum, bara út í mitt innra sjálf Grin

Morgunmaturinn var eðal. Hafragrautur í sinni einföldustu mynd og eggjahvítupönnsa með jarðaberjum.

Hafragrautur og eggjahvítupönnsa með jarðaberjum

Gamli góði klikkar aldrei - hafrar, tvöfalt vatnsmagn (nú eða undanrenna), vanilló, kanill og eitt egg sett í pott og soðið upp. Eggið gerir grautinn mjög fluffy og mjúkan. Kemur reyndar mikið bragð af rauðunni, ef þið fílið það ekki þá er um að gera og bæta smá hunangi/ávöxtum/rúslum... til að sæta upp. Fyrir mitt leiti er það óþarfi.

Einn einfaldur

Annars var fyrrihelmingur hleðsludags með besta móti og næsta hleðsla skal sko ekki klikka! Hún verður föst og slegin næsta fimmtudag, engar undantekningar og allt skráð og skjalfest! Fékk mér hinsvegar kjúklinga panini í kaffinu í gær og það var gott og gleðilegt. Æðisleg balsamic-eplaediks dressing með dijon sinnepi og steinselju fylgdi með samlokunni, átvaglinu til ævarandi hamingju.

Kjúklinga panini

Kjúklinga panini

 

 

 

 

 

 

Svo er ég loksins búin að finna hafrakökurnar sem ég ætla að hafa í jólapakkanum! Þessar... eru... geggjaðar. Stökkar út í kanntana, mjúkar og karamellukenndar í miðjunni! Ójá! Mjög jákvætt alltsaman. Nú þarf ég bara að finna góðar smákökur sem innihalda súkkulaði í einhverju formi.

Pottþétt jólakakaHafrakaka

 

 

 

 

 

 

Jólakökur1Jólakökur1

 

 

 

 

 

 

Biscotti gerð hefur því hér með formlega verið hleypt af stokkunum. Aðeins að skipta úr smákökugírnum. Verður allt klappað og klárt fyrir bökunarhelgina miklu 18. - 20. des. Jólapakkinn rennur í hlað og kökurnar ennþá heitar! Mmmmm...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Elín

Þar sem ég er búin að stela alveg ógrynni af uppskriftum og hugmyndum hér hjá þér :) þá langar mig að deila einni uppskrift með þér sem ég á, hún er svona frekar "Ellu-leg" en mig grunar líka að þú eigir eftir að "Ella" hana aðeins upp :) Þetta er jólabrauðið hér á bæ, en þarf ekkert endilega að vera jólabrauð :) Það kemur bara svo yndisleg jólalykt í húsið þegar það er að bakast :)

3 dl spelt
3 dl haframjöl
2 og hálfur dl púðursykur (veit ekki hvort þú samþykkir púðursykurinn, en það verður forvitnilegt að vita hvað þú setur í staðinn og hvernig það kemur út)
2 og hálf tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk kanill
hálf tsk engiferduft
hálf tsk negull
2 og hálfur dl AB-mjólk

Allt sett saman í skál og hrært saman. Bakað við 170 gráður í ca. 45 mín. Mjög fljótlegt og þægilegt og alveg voðalega gott með heitu kakói, t.d. þegar verið er að gera laufabrauð, aðventukrans eða bara yfir góðu spjalli :)

Villa (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 15:43

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hæhæ og takk kærlega fyrir þessa uppskrift! Æðisleg hráefni og fullt af sérstaklea vel völdum kryddum. Hafrarnir seldu mér þetta Kem til með að prófa þessa snilld á næstunni. Það er svo ljúft að bíta í heitt heimagert brauð!

Gaman að fá svona uppskriftakomment! Kætir mig mjög

Elín Helga Egilsdóttir, 22.11.2009 kl. 19:42

3 identicon

þegar ég baka set ég agave syróp í stað sykurs.. veit ekki hvort það sé e-ð mikið hollara en sykurinn allavegna e-ð hollara ;)

Heba Maren (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 20:07

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jah, svo var mér sagt. Agave, hunang... náttúrulegi sykurinn er lengur að skila sér út í blóðið sem gerir það að verkum að "fallið" verður ekki jafn svakalegt og þegar hvítur sykur er spisaður. Agave er líka öruggt fyrir þá sem eru sykursjúkir.

Elín Helga Egilsdóttir, 22.11.2009 kl. 20:44

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

En sykur er að sjálfsögðu alltaf sykur - sama í hvaða formi hann er

Sykurinn er besti vinur átvaglsins og ská-frændi gleðigensins!

Elín Helga Egilsdóttir, 23.11.2009 kl. 10:45

6 identicon

Þessar eru girnilegar!! :)

Þú tekur bara næsta hleðsludag með trompi. "You can do iiiit"

Erna (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:32

7 identicon

Hæhæ,

Er hægt að sníkja hjá þér uppskrift að þessum súper-girnilegu hafrakökum? :)

Rakel Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 14:54

8 identicon

segi það líka, lumaru ekki á uppskriftinni af hafrakökunum hehe

Karen (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:13

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég hendi uppskriftinni inn við tækifæri. Verð samt að taka fram að þetta eru ekki "hollustukökur" svona svo það fari ekki á milli mála.

Jólapakkinn kemur til með að samanstanda af ó- og hollustu. Það eru nú einusinni jólin!

Elín Helga Egilsdóttir, 23.11.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband