Humarmole - stjarna dagsins

Afgangar síðan í gær. Avocado breyttist í guacamole og humarinn var skorinn í smábita og bætt út í. Þessu hrærði ég svo saman - og nei, það þarf aldeilis ekki að hræra allt í graut. En gleði og hamingja hvað þetta kom vel út. Næst þegar ég útbý humarmole kemur það til með að enda á milli tveggja brauðsneiða með tómat, káli og einhverri góðri sinneps dressingu. Kannski ekki fallegasta gums sem til er - en gott var það.

Humarmole með vinnugrænmeti

Kvöldmaturinn var ekki síðri. Allt sem ég fann í ísskápnum, steikt á pönnu og roastbeefinu mínu bætt út á í lokin. Þetta klikkar aldrei. Laukur, rauðlaukur, sveppir, gulrót, púrra, hvítkál og paprika skorið smátt og steikt að eilífu með smá sojasósu, pipar, engifer, balsamic ediki og kannski 1/4 úr tsk af muscovado sykri.

Roastbeef stir fry

Enn heldur jólapakkatilraunastarfsemi áfram. Bakstur gleður mig mjög!

Hafrakökutilraun 2

Tvennskonar snilldarkökur og önnur pottþétt í pakkann. Vinnan og Paulsen búin að testa og gáfu grænt ljós. Þessar voru amk jákvæðari en þær sem ég bjó til í fyrradag, þó svo þær hafi verið yndisega fínar.

Pottþétt jólakaka numero 1Pottþétt jólakaka numero 1

 

 

 

 

 

 

 

Ætla að prófa tvennskonar hafraköku uppskriftir núna um helgina áður en biscotti gerð hefst! Hafrakökur eru einfaldlega bestar í mínum kladda!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl

er einnig kúnni naglans og datt inn á þessa síðu hjá þér.. ég sagði jess.. upphátt.. loks ísl gúmmelaði síða sem gerir mækænd of fúd.. læk it ;)

 verð sko tíður gestur hér inná.. og lýst vel á jólabaksturinn.. verður að vera dugleg að henda inn uppskriftir af þeim tilraununum ;)

Heba Maren (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:20

2 identicon

Ells gells!

Var að spááá´, geturu sett eins og eina uppskrift af biscotti hérna inn! Ég dái og dýrka biscotti...dýfa því oní kaffið og englar alheimsins byrja að syngja!

Og elska síðuna, þú beisikllí bjargar mér frá mataræði sem samanstendur af hrísgrjónum og soja sósu!

inam (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 08:04

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heba: Hahahha, almennilegt! Skúbb og skram, nýta eitthvað af þessu krafsi mínu. Og yeahbs... jólatilraunauppskriftir skúbbast hérna inn í hrönnum þegar ég hef fundið hinar fullkomnu 2009 kökur.

Inam: Kemurðu ekki heim í juletiden? Þurfum að fara að standa við stóru orðin og gera eitthvað í þessum hitting! Hendi svo inn biscotti, og sammála - eeeeelska gott biscotti, um leið ég hef tilraunast með nokkrar uppskriftir.

Elín Helga Egilsdóttir, 21.11.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband