Færsluflokkur: Hafragrautur
1.9.2009 | 09:44
Veturinn er hinumegin við hæðina...
...og mér líkar það vel!
Núna, þegar ég fer út á morgnana, þá er svalt úti, loftið ferskt og ég finn vel fyrir því að veturinn sé að ganga í garð... OG JÓLIN... meira um það seinna! Tímabil hafragrautsins fer því að hefjast á ný, mér til mikillar hamingju! Eftir gott ræktarsprikl og nokkuð massívar kviðæfingar bjó ég mér til þessa einföldu, en allaf æðislegu, hafragrautsdýrð í vinnunni í morgun!
Tilbúinn vinnugrautur, ein skúbba GRS-5, 1/2 stappaður banani og kanill. Múslí til gamans og gleði, ískalt, stökkt, brakandi, ekki gleyma djúsí, epli og C-vítamínbætt vatn! Það er bara svo ferskt og fínt! Sjáið svo hvað beið mín í botninum á skálinni!
Og já, viðurkenni það fúslega að ég myndi sleikja skálina ef andlitið yrði ekki útatað í graut!
Gott start á deginum - það verður bara að segjast!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2009 | 09:25
Bollagrautur
Svaka fín morgunbrennsla að baki og magaæfingar í stíl. Hvað er svo betra en grautur til að róa sársvangt átvaglið eftir æfingar að morgni til?
Jah, fátt betra... en, til hliðar og með er ekki neikvætt að fá sér ískalt epli og eitt glas af vatni, með jarðaberja C-vítamíni! Frískandi og bjútifúl á móti bollagrautnum góða!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 09:27
Of gott til að sleppa
Hrærði saman í morgunmatinn minn í dag.. í gær!
Gúmslaði saman 200 gr. hreinu Kea skyri, 1 niðurskornu epli og rúmlega 1 dl. Sólskynsmúslí. Þessu leyfði ég að sitja inn í ísskáp yfir nóttina og í dag var blandan orðin að miklum graut. Sem ég fíla alveg í botn. Þegar ég mætti svo í vinnuna í morgun blasti þetta heimagerða ofurmúslí við mér...
...þið sjáið það bara sjálf. Þetta múslí er of girnilegt til að sleppa. Heilar hnetur, bitar af döðlum, sólblóma- og graskersfræ, furuhnetur og kókos. Mmmm! Ég fékk mér að sjálfsögðu múslí út á skyrið mitt.
Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, ónei. Þetta er bland sem ég gæti vel hugsað mér að narta í yfir góðri bíómynd! Erna (yndislega fína eldhússkvísan í vinnunni) þú ert snillingur!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.8.2009 | 09:57
Hafragrautshallæri
Á sumrin, dettur grautur, sem er morgunmatur númer 1,2 og 3, yfirleitt út af radarnum hjá mér sökum birtu, árstíðar og hita. Ég sæki frekar í frískandi og léttan morgunmat, en heitan og þungan, á þessum tíma. Persónulega eru heitir gúmmulaðigrautar hinn fullkomni vetrar-morgunmatur. Það er svo kósý að njóta þess að borða heitan graut á dimmum vetrarmorgnum. Þó sérstaklega dimmum, helgar, vetrarmorgnum. Þá er hægt að kveikja á þeim tveim útvöldu lömpum, sem gefa notelegustu birtuna, klæða sig í feitan mjúkan slopp, inniskó og góna út í kuldann og snjóinn á meðan grautarskálin er að klárast. Ohhh ég get ekki beeeðið eftir þessum tíma! Hihiiii... Ég er strax farin að lampa íbúðina upp á kvöldin og kveikja á nokkrum kertum til að koma mér í gírinn.
Fékk mér annars hinn langþráða graut í morgun. Hann var góður. Úff hvað grautur er góður! Ár og aldir síðan ég fékk mér svona æðislega skál síðast. Sem er án efa ástæðan fyrir æðislegheitunum!
Múslígrautur með granola stöng, súkkulaðibitum og sprauturjóma
1 dl uppáhalds haframúslí
1 skeið vanillu GRS-5 prótein
1 tsk hreint möndlusmjör
kanill eftir smekk
2 dl vatn
Ég stakk grautnum svo inn í örbylgju í 1 mín til að þykkja hann örlítið upp.
Hafragrautsskraut:
Hunangsdreitill, nokkrir bitar af 75% súkkulði, 1/4 mulin Fruit'n'Fibre stöng, 2 muldar valhnetur, ristaðar kókosflögur og dropi af sprauturjóma! Þeir sem vilja lifa hættulega fá sér ís í staðinn fyrir rjóma! Ég hefði svo sannarlega gert það ef hann hefði verið til!
Eftirrétturinn var svo þessi æðislega pera. Hún bráðnaði í munninum á mér! Fullkomlega rétt þroskuð og ísköld eftir ísskápsveru. MJög jákvæður biti eftir heitan ofurgraut!
Svo þarf að sjálfsögð að fullkomna nammidaginn með ís... jafnvel góðu rjómapasta! Sjáum hvað setur. Klukkan er rétt að verða 10 og ég hef allan daginn til að ákveða eitthvað sórkostlegt ét!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2009 | 06:20
Súkkulaði...bita-köku...grautur?
Þetta er nú ekki flókið!
Grautur eins og þér þykir hann bestur. Í þessu tilfelli banana og kanilgrautur með mjólkurdreitli.
Og að sjálfsögðu toppaður með stjörnu dagsins, eða gærdagsins,....
...mulinni súkkulaðibitaköku!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2009 | 09:27
Súkkulaði- og butterscotch bita á grautinn minn
Graskersmaukið er orðið mikill vinur minn og besta nýting á því hingað til er í grautinn á morgnana. Lasagna á reyndar eftir að líta dagsins ljós... þarf að skoða það betur! Keypti mér aðra graskersdós í gær og bjó mér til smá gums hérna í vinnunni í morgun við mikil andköf nærstaddra! Mér til mikillar skemmtunar fékk ég nokkrar spurningar í leiðinni og eina góða staðreynd!
"Ogh.. af hverju er hann appelsínugulur?"
"Setur þú kanil í grautinn þinn?"
"Af hverju viltu hafa hnetur og súkkulaði á þessu?"
"Elín, þú ert mikill grautarpervert!"
Pumpkin pie hafragrautur með hnetum, súkkulaði- og butterscotch bitum

1 skeið hreint prótein
1/4 bolli, rúmlega 60 gr. graskersmauk
2 tsk mulin hörfræ
kanill
Soðinn grautur (a la vinnan)
Hafragrautsskraut:
Muldar valhnetur, súkkulaði- og butterscotch bitar.
Mmmhmm... Mjúkur grautur, crunchy hnetur og bráðið dísætt súkkulaði- og karamellubragð á móti sætu graskeri og kanil! Allt átti þetta sér stað fyrir klukkan 12:00 á þriðjudegi - dásamlegt!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2009 | 09:02
Grautur í krukku
Ég rakst á svo mikla snilld á netinu um daginn. Búin að vera að hugsa um þennan graut alveg síðan og loksins fékk ég tækifæri á að prófa í dag. Möndlusmjörið sem ég bjó til um daginn kláraðist í gær. Ef þið eruð hnetusmjörsfíklar eins og ég þá komið þið til með að prófa þetta!
Grautur í krukku
Næstum því tóm hnetusmjörskrukka. Í þessu tilfelli hunangskrukka fyllt með heimalöguðu möndlusmjöri! Hún brosti meira að segja til mín þegar ég opnaði til að kíkja á innihaldið!
+
Grautur eins og þér þykir hann bestur!
=
Grautur í krukku! HAHH.... ójá!
Botninn er mikið sælgæti!
Af því að þetta er nú hnetusmjör, þá bætti ég um betur og toppaði snilldina með niðurskornum banana og sultu! Hvað annað?
Grauturinn bragðaðist nákvæmlega eins og hann gerir alltaf. Enginn munur þar á að sjálfsögðu, en oj hvað það var eitthvað skemmtilegt að borða hann upp úr krukkunni! Sérstaklega þegar hægt var að skrapa botninn! Nahm! Ef þið munið eftir tilfinningunni, þegar þið voruð yngri, að fá að sleikja sleifina... þá vekur grauturinn í krukkunni þá gleði upp!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2009 | 10:36
'Pumpkin Pie' hafragrautur
Ár og aldir síðan ég fékk mér hafragraut! Hlakkaði líka mikið til að dýfa mér ofan í þessa skál eftir sprettina í morgun. Um að gera og nota graskersmaukið góða og skella í Pumpkin Pie í morgunmat. Amerískur þakkargjörðar-eftirréttur um mitt sumar á Íslandinu! Mikil gleði!
'Pumpkin Pie' hafragrautur
30 gr. hafra, ég notaði grófa. Um það bil 1 dl.
1 skeið hreint prótein (má sleppa)
60 gr. grasker. Um það bil 1/4 úr bolla.
Kanill
Nutmeg (múskat?)
Mætti jafnvel setja einn negulnagla eða mulin negul. Ég gerði það reyndar ekki.
vanilludropar
1,5 dl vatn
Hafragrautsskraut:
Skyrsletta, 3 muldar valhnetur og kókos. Ef þið viljið vera extra góð við ykkur, þá setjið þið örlítið af púðursykri ofan á grautinn, sjóðandi heitan, og slettu af þeytirjóma í staðinn fyrir skyrið! Mmmmmm...
Þessi var geggjaður! Algerlega geggjaður! Held að graskersmauk verði mikill vinur minn í framtíðinni!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 09:51
Innkaupadagurinn og bollarnir
Við náðum að klára um það bil allt bitastætt í gúmmulaðihellinum í gær. Síðustu bitar af grænmeti fóru í hallærismáltíðina, nammiskápurinn er svo til tómur og þegar ísskápurinn er opnaður heyrist drungalegt vindhljóð! Ég kem því til með að bæta úr því í dag, sem er endalaust almennilegt. Alltaf svo gaman að klára birgðirnar til að geta farið og verslað nýtt gleðiefni! Kætir mitt matgráðuga hjarta óstjórnlega!
Ágætis brennsla átti sér stað í morgun. Gamla góða 40 mínútna brennsluæfingin tekin með trompi á rassatækinu sívinsæla. Það verður nú samt að segjast eins og er, HIIT brennsla er töluvert áhrifaríkari og skemmtilegri brennsluaðferð. En eins og með svo margt annað, þá er ágætt að breyta til inn á milli.
Morgunmat var púslað saman upp í vinnu í tveimur mismunandi bollum. Annar bollinn, sumarlegi jólabollinn, samanstóð af vatni og Detox te...
...á meðan hinn bollinn, nokkuð vinsælli, samanstóð af örbylgjuhituðu hreinu próteini, kanil, smá graut og banana. Þá dýrð toppaði ég með nokkrum rúsínum, sólblóma- og graskersfræjum, 5 korna blandi og möndlum. Gæti trúað því að fræblandan hafi verið msk.
Bollinn útataður í kanil og bitinn upp úr útataða kanilbollanum fullkominn! Heitt, sætt, crunchy... mMmM!
Og já... það er mjög skemmtilegt að borða eðalgraut upp úr bolla!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2009 | 12:56
Spánarfarinn á heimleið
Yndislegur dagur, æðislegt veður. Hlýtt og gott. Líkaminn hinsvegar mjög súr út í mig eftir Fit Pilates í gær. Kom skemmtilega á óvart - er með furðulegar harðsperrur á dularfullum stöðum. En það er alltsaman jákvætt... enn sem komið er. Lét eymslin þó ekki á mig fá og tók nokkra HIIT spretti í morgun, varð rauð eins og kirsuber og datt næstum á trýnið í síðasta sprettinum! Ég bjargaði mér samt glæsilega vel með tilheyrandi ópum, köllum og handapati!
Byrjaði daginn á einum klassískum vinnugraut. Prótein, hörfræ, möndlur, kanill, grautur, banani, múslí, örbylgja og voilá! Og jú, þið sjáið að ég notaði mikið... mikið af kanil!
Womans Energy Detox te fylgdi svo grautnum í morgun! Ég hef sagt það áður og stend við það, ég er engin tekerling. En þessi Yogi Te eru æðisleg á bragðið!
Annars get ég ekki dásamað það nóg hversu frábært það er að fá grænmeti í hádeginu. Tala nú ekki um þá snilld að búið er að skera það allt niður. Verð bara að viðurkenna það, grænmetisskurður er ekki í uppáhaldi. Hádegisgrænmetisát er því orðið ansi djúsí partur af deginum hjá mér þar sem við kaupum kannski ekki allt of mikið af því heima. Með í grænmetishrúgunni á þessari mynd eru kjúklingalæri, kartafla og kotasæla. Vinnan mín fékk að fylgja með í mat í dag... hefði betur sleppt því, átti í fullu fangi með að hamsa í mig þennan disk og fá mér smá ábót!
Systir mín kær er svo að koma heim frá Spáni í kvöld eftir mánaðardvöld þar í landi. Hlakka mikið til að sjá dýrið - ætli við skellum okkur ekki eitthvað sniðugt út að borða, í dag eða á morgun, í tilefni heimkomunnar! Lítill fugl hvíslaði því að mér að Saffran væri nú með humarsalat á boðstólnum! Ég held það sé mjög nauðsynlegt, í heilagri leit minni að girnilegum humarréttum, að fjárfesta í slíku salati næst þegar ég rek nefnið þangað inn!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)