Grautur í krukku

Ég rakst á svo mikla snilld á netinu um daginn. Búin að vera að hugsa um þennan graut alveg síðan og loksins fékk ég tækifæri á að prófa í dag. Möndlusmjörið sem ég bjó til um daginn kláraðist í gær. Ef þið eruð hnetusmjörsfíklar eins og ég þá komið þið til með að prófa þetta!

Grautur í krukku

Næstum því tóm hnetusmjörskrukka. Í þessu tilfelli hunangskrukka fyllt með heimalöguðu möndlusmjöri! Hún brosti meira að segja til mín þegar ég opnaði til að kíkja á innihaldið!

Svo til tóm hnetusmjörskrukka

+

Grautur eins og þér þykir hann bestur!

Kanilgrautur með stöppuðum banana

=

Grautur í krukku! HAHH.... ójá!

Kanil- og bananagrautur í næstum því tómri hnetusmjörskrukku

Botninn er mikið sælgæti!

Kanil- og bananagrautur í næstum því tómri hnetusmjörskrukku

Af því að þetta er nú hnetusmjör, þá bætti ég um betur og toppaði snilldina með niðurskornum banana og sultu! Hvað annað?

Kanil- og bananagrautur í næstum því tómri hnetusmjörskrukku

Grauturinn bragðaðist nákvæmlega eins og hann gerir alltaf. Enginn munur þar á að sjálfsögðu, en oj hvað það var eitthvað skemmtilegt að borða hann upp úr krukkunni! Sérstaklega þegar hægt var að skrapa botninn! Nahm! Ef þið munið eftir tilfinningunni, þegar þið voruð yngri, að fá að sleikja sleifina... þá vekur grauturinn í krukkunni þá gleði upp!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband