Hræringur og Chiabland

Nýjaðasta uppáhalds hjá mér er að útbúa Chia sósu/graut/muss með kanil og vanillu torani sýrópi.

1 msk chia blandað saman við vatn, smá salt, kanil, Nescafé og torani sýróp og leyft að standa þangað til þykkt. Borða svo með skeið, hreint og beint. Jafnvel nota epli eða eitthvað til að skúbba upp!

Þú getur reynt að drýgja átið og borðað með gaffli... ég mæli samt ekki með því.

Þar af leiðandi bjó ég til hræring í gærkveldi. Held ég kalli þessa "tegund" af graut bara hræring, hann verður svo ofurmjúkur og æðislegur.

Hafrar + vatn í skál og örbylgja.

Ég notaði 20 gr. af höfrum.

Hræringur, stig1

Bæta hvítum við, 80 gr. í þessum skammti, á meðan grauturinn er enn heitur.

Hræringur, stig2

Hræra og aftur inn í örbylgju.

Hræringur, stig3

Skohh... orðinn hvítur og fínn. Samt aðeins of glansandi og "blautur" fyrir minn smekk. Hræra meira og aftur inn í bylgju tækið!

Hræringur, stig4

Perfecto.

Hér, í þessari skál, eru hafrarnir svo gott sem uppleystir. Það er einstaka hafrakorn sem þú bítur í, annars er gumsið silkimjúkt og krúttaralegt.

Sem er reyndar mjög ólíkt mér því ég vil alltaf hafa bit, knús og kram!

HRÆRA MEIRA!

Hræringur, stig5

Torani, vanilludropar, smá salt, kanill og bláber!

Hræringur með bláberjum og kanil

Chiagums!

Chiagums í afkvæmi Hlöðvers

Chiagums yfir hræringinn, blanda létt og inn í ísskáp.

Sjáið barasta magnið sem ein msk af Chia framkallar þegar vökvi kemur við sögu.

Svona Gremlins stíll á þessu.

Chiaklessa

Hræringur með Chiablandi

Út úr ísskáp í morgun og skreytt með dropa af skyri og hörfræjum... á slaginu 08:30.

Hræringur með Chiablandi, skyri og hörfræjum

Skyrið kom glimrandi vel út í þessu blandi. Mjög gaman að fá "rjómakennda" sýru með sætum, mjúkum grautnum. Ætla að gúmsla því með næst.

Ég veit - skálin er skítug! Ég kenni bláberjunum alfarið um þetta!

Hræringur með Chiablandi, skyri og hörfræjum

Nú veit ég ekki hvort áferð breytist eitthvað ef fræjunum er hreinlega hrært samanvið frá upphafi. Þeir verða kannski meira fluffy og þú finnur ekki alveg jafn mikið fyrir fræjunum sjálfum. Það var því mjög gleðilegt að bíta í mjúkan graut í bland við chiafræin sem hrúgast saman og mynda kúlur.

Hið minnsta skemmtileg tilbreyting.

Nohm

Hræringur með Chiablandi, skyri og hörfræjum

Stórgott grautarát í morgun. Held ég endurtaki gjörninginn í vikunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er farin að reita hár mitt og nálægt því að höggva mann og annann í leit minni að þessu sykurlausa sírópi, þú gætir hugsanlega komið í veg fyrir mannsmorð, hvar færðu þetta síróp ?

Kveðja, Vala

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Núh... í Krónunni maður! Haha...

...Krónan virðist vera mekka alls sem ég kaupi þessa dagana!

Elín Helga Egilsdóttir, 27.9.2010 kl. 15:19

3 identicon

Ótúrlega skemmtilegt að lesa um grautana þína, hvað eru chia grjón, hvar færðu þau og kosta þau mikið ?

Ella (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 22:37

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Góðan daginn nafna

Chia fræ eru skáfrændur hörfræja en næringarlega séð, aðeins betri :) Meira af omega3, andoxunarefnum ofr.

Fékk þessi í Heilsuhúsinu Smáratorgi (hliðina á Lyfju) og já... þau kosta um það bil einn handlegg og frumburðinn! Því miður.

Elín Helga Egilsdóttir, 28.9.2010 kl. 09:17

5 identicon

Ekkert smá margar nofnur sem thú átt

Mér tókst ad búa til kryddkokudeigsgraut um helgina og át hann med bestu lyst í morgunmat á sunnudaginn. Kaffi, vanillidropar, salt, kanill, engifer og smá negull auk orlítils saetuefnis thar sem ég bý ekki svo vel ad eiga sykurlaust síróp.  Tharf líklega ad leggjast í daudaleit ad thví sem og odru hér í hollenskum verslunum !

Ella í Hollandi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 10:58

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Mhmmmmm... hljómar mjöög vel! Ætla að prófa þennan!

Elín Helga Egilsdóttir, 28.9.2010 kl. 10:59

7 identicon

Takk fyrir frábært blogg ;o) Ég kíki hingað inn daglega til að fylgjast með þér og lesa bloggin þín sem fá mig alltaf til að brosa.

Þú ert algjör snillingur og frábær penni.

Ég sá mynd af þér með Gunnari M á Heilsupressunni, ætlar þú að vera með pistla þar inni ? Mér sýndist þetta vera bara heilt landslið af frábæru fólki sem verður þarna inni ef eitthvað er að marka þessar myndir.

Segðu mér eitt, hefur þú pantað Chia fræin af síðunni sem þú bentir okkur á í sumar ?

http://www.organicsaustraliaonline.com.au/webcontent-2.htm?q=chia+seed

Hvað borgaðir þú fyrir þau í Heilsuhúsinu, annað enn handlegginn og frumburðinn ? hahahah

Ekki það að ég geti ekki hringt þangað og tékkað á því hahahah

Kveðja,

Guðrún Birgisdóttir

Guðrún Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 17:00

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohh takk fyrir það mín elsku besta.

Já, heilsupressan... fer í loftið von bráðar ;)

Chia fræin fann ég í Heilsuhúsinu Smáratorgi. Kostuðu rúman 4000 kall, 450 gr. takk fyrir góðan daginn. En þau eru afskaplega ljúf :)

Elín Helga Egilsdóttir, 4.10.2010 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband