Kryddaður tegrautur

Gúddei lúvlís!

Fætur tolleraðar eftir 93 mínútur en þangað til - grautarhjal.

Vinnan býður upp á svo suddalega ávanabindandi Yogi Te. Ég fjárfesti því í einni pakningu um daginn.

Cinnamon spice... að sjálfsögðu.

Mjög gleðilegt te

Hvað annað?

Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að ég væri 70% kanill, 10% Nóakropp, 5% rjómi, 2% ís og restin hafrar!

En ég veit betur.

Við skulum því hætta þessari vitleysu og snúa okkur að alvarlegri málum eins naflakuski og sápukúlum!

Fyrir utan það, að ef ég væri í raun samsett úr þessari upptalningu minni af hráefnum, væri ég að öllum líkindum einhvurslags piparkaka.

En aftur... þá veit ég betur.

Sem guðs... betur... fer.

Það er svosum ágætt. Væri ég piparkaka ætti ég eflaust erfitt með að narta ekki í sjálfa mig. Sem ætla mætti að væri afskaplega ánægjulega pínleg lífsreynsla?!?!?

...

Klukkan er 4:30. Viljið þið gera svo vel og gefa mér séns hérna!

35 gr. hafrar í skál, tevatn þar yfir og örbylgja.

Þið kunnið þetta.

Tók hinsvegar tepokann og reif hann í öreyndir í einskæru grautaræði!!! Bætti öllu hans innihaldi við elskulega hafrana áður en eggjahvítur komu við sögu.

Rifinn teposi

Dáinn teposi

Eftir eggjahvítur (150 gr) og hræring fékk þetta glæzta Anískrydd að vera með. Sjáið barasta hvað það er nú vel af guði gert.

Lakkrísblóm!

(Hann hefur hinsvegar ekki verið að vanda sig þegar hann bjó til Steinbít og tær, en það er önnur saga)

Anís er gleðisprengja

Anísblomst

Inn í örbylgju þangað til grauturinn er að þínu skapi. Ég kryddaði þennan svo með kanil, engifer og negul ásamt torani, vanilludropum og smá salti.

Bætti líka einu Anísblómi við til málamynda eftir kryddun, hrærun og nokkur fleiri -un.

Anísló

Svolítið eins og það sé könguló í grautnum mínum.

eitt einmana Anís í tegraut

Kom gumsinu loks fyrir inn í ísskáp.

Hvílir sig þarna í sátt og samlyndi við hlið le Gúrken.

Grauturinn til og átvaglið bíður

Og núna gott fólk... 8 tímum seinna, er ég að borða þessa endemis snilld!

Byrjaði á því að veiða.

Anís veiddur uppúr tegrautnum

Enn aðeins of "blautur" fyrir minn smekk.

Kryddaður tegrautur

Örbylgjaði hann því örlítið áður en át hófst. 

Þetta er gleðilega skemmtileg tilbreyting þó svo ég finni kannski ekki stórkostlega fyrir Te-inu sjálfu. En það er þarna, ójá. Kryddin koma líka með skemmtilegt spark og eftirbragðið tileinka ég anís og engifer - þessi grautarskál kætir mig óstjórnlega. Eins og nafna mín sagði - kryddkökufílíngur!

Eina sem mögulega truflar mig er blessað innihaldið úr tepokanum.

Gott á þig Elín! Rífa pokann svona eins og bestía.

Engir mannasiðir.

Yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mmmm kanilte! Likey! Hvenær endurtökum við "Hogsmeade"-ferð?

Svaðalega ertu dugleg að vera komin á ról og rækt svona snemma. Áttu ekki smá af þessum dugnaði til að lána mér??

Erna (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 08:27

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hogsmeade helst sem fyrst! Þeinkjúverímöts!

Myndi nú ekki titla mig duglega... virðist ekki ná að sofa lengur en til 5:30, með besta móti. Hef því lítið annað við tímann að gera fyrir vinnu en að rækta mig... gæti svosum legið í leti og lesið/teiknað/dansað/horft á málningu þorna, og stunda það í og með, inn á milli...

...ég á svo mikið líf sjáðu!

Elín Helga Egilsdóttir, 29.9.2010 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband