5.1.2011 | 09:45
Þetta er víst skemmtilegt!
Aðgerðinni "Bumbuna burt" hefur verið hleypt af stokkunum samhliða "Upp með þolið" og "Afturábak með smjörið".
Byrjaði daginn á SS (Slow-Steady) brennslu. Eitthvað sem ég hef látið ósnert í ansi langan tíma og Óóhh-heilagir og óheilagir leiðindapúkar hvað þetta getur verið skelfilega myglandi. Hélt ekki lengur út en tæpan hálftíma sökum fyrrnefndrar ástæðu.
Sem er synd. Svei... bannað að hugsa svona.
"Þetta er skemmtilegt", "Þetta eru forréttindi", "Þetta er víst skemmtilegt"... og svo framvegis í átt að jákvæða gaurnum á Akureyri.
Hann er víst svo jákvæður að hann prumpar regnbogum!
ALLAVEGA
Ég játa þó að stundum er ekkert nema ljúft að þurfa ekki að huga um neitt annað en að hreyfa á sér bífurnar og láta hugann reika. Stundum er það bara notalegt, ekki satt? Óumflýjanleg staðreynd er þó sú að einhver hreyfing er jú mun betri en engin - og almáttugur, ekki það að ég sé að setja út á SS-krúttusprengjuna sem slíka.
Ákkúrat núna... fyrir mig... þá er bara muuuun skemmtilegra að nýta tímann í HIIT eða aðrar æfingar, prófa eitthvað nýtt. Finnst ég aldrei vera að gera nokkurn skapaðan hlut ef ég hlussast á bretti eða stigavél í allan þennan tíma. Sem, ég játa aftur, er líklegast hálf kjánaleg hugsun?
Ætla þó að taka morgunbrennslu sem þessa út vikuna (ásamt Karvelio) og bera saman líðan/ástand við næstu viku, sem tekin verður á venjulegu tempói. Langbrennslan er blessunarlega yfirstaðin fyrir þennan skítkalda miðvikudag. Ég hélt, án alls gríns, að hvítan í augunum myndi kristallast sökum kulda á hlaupum inn í ræktarhús.
Get þó prísað mig sæla að einungis eru 2 dagar eftir að SS hamingju þessarar viku, og já, ég svindlaði smá - mánudagurinn var tekinn í almenna leti og "Æji, ég byrja bara á morgun..." samanber spark-í minn eigin rass pistill gærdagsins.
ÞANNIG AÐ.... morgunbrennsluleiðindapúki...
...nei, ég meina, morgunbrennsluhamingjutryllingur-> hræringur! Vinnuhræringur. Skjör/grautur/kanill/múslí. Þetta þarf ekki að vera flókið.
Get svo svarið það. Magnað hvað ég ölska bragðið af höfrum.
Sem minnir mig á það - þyrfti að kaupa mér ristavél!!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.1.2011 | 12:50
NEI... þetta er allt saltið sko!
Ahhh. Búið.
Eins ljúf og yndisleg og jólin og hamingjan og áramótin og hamingjan og átið og ofurhamingjan eru nú, þá er alltaf gott þegar tíðin er yfirstaðin.
Bæði hvað át, at og almennt stúss varðar.
Stúss?
Þó svo maður, í mínu tilfelli, sitji mestmegnis með grautarskálina í fanginu, glápandi á sjónvarpið, nartandi í afganga í náttfötunum í viku!
Stúss?
Hmm... ekki það að þú þurfir að vera étandi ótæpilegt magn af öllu sem í sjónmáli er á meðan þetta svaðalega lýjandi "stúss" gengur yfir. Hver segir að það sé samasem merki á milli ofáts og jóla?
Enginn! En ég ofét bara samt já takk fyrir því það er ógeðslega gaman að borða!
Maður framkvæmir og uppsker eins og maður sáir og mikið djefulli var þessi uppskera svaðaleg... í gleðilegum skilningi á ská.
Munið eftir þurrkarabrókunum í sumar?
Jebb, þær eru komnar aftur. Í öllu sína bláa sjálfi með húrrandi Haaalelújah systir og Amen í bland við:
"Já nei takk, við þurrkarabrækur viljum knúúúsa þennan rass... knúúús'ann!!!".
Og oh my er hann knúsaður vandlega þennan ágæta fyrsta þriðjudag ársins 2011! Honum er vel við haldið blessuðum... hoho!
Næstu þrjár vikur verða teknar í nefið hvað matarræði varðar og aðal áhersla lögð á allt sem er hreint hreint, ferskt, brakandi og fínt. Ughh hvað ég hlakka til.
Ekki misskilja, risalamande er það besta sem til er í heiminum (að auki við nýslegnu-graslykt, humar, jólaandarfyllingu, jólaönd, síðsumarkvöld, glóðasteikta hörpuskel, karamellu....) en þegar grjónin fara að leka út um eyrun á þér þá hljómar ískaldur tómatur ekkert voðalega illa.
Þið megið samt alveg vita það gott fólk að þetta... er það sem ég er að hugsa um.
Ekki þetta!
Heldur þetta! Ohooo yeah!!!
Æfingar verða samar við sig. Matarræði súper trúper.
Nú er mál að girða bol ofan í níþrönga þurrkarabrókina og sparka í rassgatið á sjálfum sér. Neinei, þetta er ekki saltinu að kenna...
...amk ekki alfarið!
Ekkert væl. Komdu þér af stað í dag. Ekki á morgun... ekki eftir helgina. Í dag! Þú ert engu bættari með að sitja á rassinum í þrjá daga í viðbót og gúlla rísó-skál númer 54. Þú veist hvernig hinar 53 voru á bragðið.
Koma svo, af stað nú!!!
*hip hip hip*
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.1.2011 | 13:35
31.12.2010
Heilt ár...
...og þrír dagar! Hmm hmm!
Hey, betra seint en aldrei. Stundum. Yfirleitt.
Sérstaklega þegar það kemur ekki að sök! Nei, ég er ekki með neinar afsakanir á nýárinu! Við, hreyfigúbbar og lífstílsbreytarar, komum aldrei með afsakanir fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Við ákveðum, framkvæmum og viðhöldum!
Nema einstaka bloggskrifum og áramótapistlum... sökum leti... ég meina fingra-frís. Ég þarf að hlaða puttana fyrir næstu 362 daga.
Ég trúi þessu samt varla.
Mikið svakalega er tíminn fljótur að líða.
Í anda pistils síðasta árs tek ég mig til og rita þennan upp í svipuðum stíl. Stikla á assgoti stóru þó.
Þegar þú heldur að árið hafi verið tiltölulega óviðburðaríkt, þannig lagað, kemur annað á daginn. Ekki það að ég hafi fjárfest í villu út á Ítalíu, farið til Borneo og keypt mér ástralskan kóala fyrir gæludýr. Ekki það að ég hafi leyst NP vandamálið. Ekki það að ég hafi uppgötvað nýja köngulóategund og fundið nýtt frumefni. Ekki það að ég hafi átt í dularfullum ástarsamböndum við heimsfræga menn.
Athugið, ástarsamböndum... í fleirtölu! Ég nefni engin nöfn...
...*hóst* Josh Hartnett *hóst* Gerard Butler *hóst* Alexander Skarsgard *hóst*
...
Hvað?
Ekki það að maður þurfi að tiltaka alla smá-atburði sem áttu sér stað til að fylla upp í, eins og eftirréttir gera, til að blekkja sjálfið og halda að óviðburðarríkt ár hafi verið með öllu geypilega viðburðarríkt og regnbogar.
Alls ekki.
Gott ár er þó að baki ljúfust. Erfitt ár. Öðruvísi... ár. Nokkrum tímabilum í mínu lífi lauk, önnur tóku við. Hugarfarsbreytingar á mismunandi sviðum í bland við margar nýjar áskoranir. Sumar tæklaðar, aðrar ekki.
Eins og gengur og gerist.
Flutti aftur í Gúmmulaðihöllina eftir fjögur ár að heiman. Það var nokkuð skrautlegt. Eitt tímabil leið undir lok í byrjun árs. Kvaddi Gúmmulaðihellinn og sálirnar mínar þrjár sem áttu þar, og eiga, heima.
Pabbinn minn kær, sjómaður, eðalmenni og gleðibomba, var heima á afmælisdaginn minn! Það, elsku besta fólk, er sjaldséð. Sjaldgæft og sjaldheyrt!
- Þegar ég fæddist.
- Þegar ég var 13 ára.
- Þegar ég varð 26 ára.
Ég tók mynd því til sönnunar!
Hlammaðist á síður Séð og heyrt sem "Hafragrautarhetjan" og í kjölfar þess í útvarpsviðtal á Kananum þar sem Geir Ólafs tók fyrir mig lagið.
KONAN SEM Á 100 MYNDIR AF HAAAFRAGRAUUUUT!!!
"Hún situr í ruggustól út á palli vopnuð riffli og myndavél, sem hangir kæruleysislega um háls hennar. Þrýstir í táberg hægri fótar til að nýta allt sem stóllinn hefur upp á að bjóða. Vindhviða hrífur með sér skrjáfandi, gul og rauð, fallin laufblöð, haustboða, sem hringsnúast og dansa við fætur hennar. Með grautarskál í hægri hendi, og rifillinn í þeirri vinstri, stendur hún upp úr ruggustólnum sem brakar eilítið í, leggur grautarskálina varlega frá sér á gamalt, veðrað, borð sem á er fallegt pottablóm. Riffilinn leggur hún upp við bíslagið og grípur í myndavélina. Grauturinn í forgrunni, pottablómið í baksýn, vélin munduð. Allt eins og það á að vera. Hún gerir sig tilbúna til að mynda máltíðina. Annað augað í pung, hægra munnvik eilítið opið þannig rétt glitti í augntönnina. Með vísifingur hægri handar í viðbragðsstöðu, og öll skilningarvit í fyrsta gír, þrýstir hún létt á hnappinn og bíður eftir því að myndavélin nái fókus. Vélin gefur lokst til kynna að nú sé hún tilbúin, gefur frá sér nett "píp" og á sömu sekúndu þrýstir konan hnappinum alveg niður, varlega þó. Hljóðlátur, hlédrægur en ákveðinn, smellur gefur til kynna að morgunverðurinn hafi verið festur á filmu og tími sé kominn til að setjast niður og njóta þess að borða meistaraverkið!"
Kveðja, The Crazy Oatmeal Lady
Beyglurnar mínar gáfu upp öndina.
Hef ekki litið til baka, við höldum ekki framhjá bestu beyglunum. Hef þar af leiðandi uppskorið tefflon fingur. Get stungið hendinni inn í 200°C heitan ofn án þess að finna fyrir því, tek sjóðheitar smákökur upp með fingrunum án þess að fipast.
Ég held þetta sé vottur af ofurhetju-eiginleika.
Ofurhetjueiginleikinn minn er þó óumdeilanlega sá að geta útbúið hafragraut úr hverju sem er! Eins og James Bond getur útbúið sprengju úr límbandi og nagla!
Prófaði Ultraone.
Tvö orð "Sparaðu peninginn".
Ég heimsótti Euan vin minn til Ástralíu. Eðaleintak og ofurkokk með meiru.
Vinur minn til 11 ára hvorki meira né minna.
Ég fór... til Ástralíu! Ég trúi því ekki. Trúi heldur ekki að það séu 7 mánuðir síðan. Hvert fór þetta ár eiginlega??
Þetta var æðisleg ferð með meiru.
Í Ástralíu fór ég líka í þyrlu. Fyrsta skipti!!
Hef ALLTAF... alltaf alltaf viljað fara í þyrlu!
Það var geggjað!
Varð vitni að flottustu sólar-lögum hér á Íslandinu sem ég hef... jah, orðið vitni að í langan tíma, núna í sumar.
Hélt áfram að misþyrma aumingja eyrunum mínum.
Hægra eyrað er nú öllu götóttara en það vinstra.
Fór í Bútkampfh og tæklaði það ágætlega.
Setti mér nokkur markmið og náði þeim.
Það var andskoti gleðilegt fyrir antilópumóralinn.
Ekki jafn gleðilegt fyrir bakið á mér!
Eyddi dágóðum tíma í uppáhaldshorninu mínu í sumar.
Eyddi líka dágóðum tíma í hengirúmi.
Sumarið var yndislegt.
Uppgötvaði fimm ný "brögð" á árinu! Ekki brögð í tafli þó... hohohoo!!
Guð minn góður hvað ég er ógeðslega fyndin svona í byrjun 2011!!! Hlakkið þið ekki til ef þessi gígantíska kómík heldur svona áfram?
Alltaf jafn skemmtilegt að ná því að koma bragðlaukunum á óvart. Brögðin fimm eru:
*trommusláttur*
- Kaffi - HÚRRA
- Gráðost - HÚRRA
- Ostrur - ekkert til að hrópa húrra yfir
- Sellerí - HÚRRA
- Torani - HÚRRA
Magnað að ég hafi virkilega byrjað að drekka kaffi!!!
Magnaðra að ég hafi smakkað kaffi áður og ekki fundist það frábært!
Magnaðast að ég hafi í raun ekki uppgötvað kaffi fyrr!
Ég uppgötvaði þennan eðal elexír svo svaðalega að ég setti hann meira að segja út í grautinn minn!
Kynntist Stunu.
Keypti mér Buddhaskálar!
Ég elska, elska þessar skálar!
Keypti mér uppáhalds - át - áhald.
Keypti mér herra Gymboss sem orðinn er geypilegur partur af æfingaprógramminu mínu.
Líka kökubakstri!
Eignaðist lítinn frænda og varð í kjölfarið "THE GODMOTHER"! :)
My little peanut!
Uppgötvaði enn um sinn í milljónasta skipti hvað ég er partur af yndislegum hópi af frábæru fólki.
Reyndi meðal annars að éta heimsækjarann.
Náði að hífa mig upp!
Náði að taka hnébeygju á einari!
Uppgötvaði Chia fræ í Ástralíu.
Uppgötvaði chia fræ á Íslandi.
Og my oh my... ég nýtti mér fundinn svo sannarlega.
Flutti mig um set í vinnunni.
Flutti í Hafnafjörðinn!
Fyrsta skipti sem Átvaglið á heima eitt og sér! Fyrsta skipti sem kvendið getur talist Hafnfirskt.
Keypti mér aspas!
Fyrsta skipti sem Átvaglið kaupir sér aspas!
Rakst á grautarlíf mitt hangandi upp á vegg! Það var nokkuð magnað... og dramatískt.
Var gestakokkur í vinnunni við góðar undirtektir vinnuétara!
"Elín... ótrúlegt!! Þú kannt í raun að útbúa mat, ekki bara taka mynd af honum!!!"
Útbjó ofurþorskréttinn Hachala. Arabískur... eða... segist vera arabískur að uppruna.
Skrifaði smá fyrir Heilsupressuna.
Ég sá líka stærsta stjörnuhrap sem ég hef nokkurntíman séð, núna í desember. Hef séð þau mörg ansi mögnuð en þetta var lyginni líkast. Held það hafi staðið yfir í góðar 10 sekúndur áður en það brann upp með tilheyrandi ljósasýningu, eldhnetti og bláu skotti. Varð eiginlega hálft létt þegar ég sá hlunkinn hverfa!
Ég sá líka ANNAN ASPAS! Alveg eins og minn Aspas! Ætlaði að hoppa út og taka af honum mynd en gugnaði á því. Skemmtilega við þann fund var að þegar undirrituð og bílstjóri hins Aspassins gripu athygli hvors annars tók við stórkostleg gleðisprengja, hamingjutryllingur og vink! Hahh!! Hefði það gerst ef þetta hefðu verið tveir silfurlitaðir Golf??
Nei... ég held nú ekki!
Ég hef líka kynnst mikið af frábæru fólki á þessu ári. Eignast nýja vini, kunningja. Það er alltaf jafn gaman að geta skráð nýtt, mjög gott fólk, á góðufólkalistann. Þykir líka alltaf jafn æðislegt að rekast á einstaklinga sem einhvernveginn smellpassa eins og þurrkarabuxur við rass.
Ég vil þó meina að ég hafi lært töluvert mikið um lífið- og tilveruna, alheiminn og alltsaman á því herrans ári 2010.
Mikið sem ég elska "Hitchhikers guide".
Lært mikið inn á sjálfa mig, bæði á andlega og líkmalega sviðinu. Fengið nokkur spörk í rassinn, gefið nokkur spörk í aðra rassa, þegið aðstoð, veitt aðstoð, hugsað um sjálfa mig, hugsað um aðra, lagst undir feld, ofaná feld og farið í feld.
Við mikinn fögnuð grínpís!
Nei ókei, fór samt ekki í feld... í eiginlegum skilningi þessarar setningar.
Þið þekkið þetta. Líklegast samskonar hjá öllum.
Þó svo ég deili mikið af sjálfri mér á þessum vettvangi þá er nokkuð margt sem ég læt ósagt. Margt hefur gerst bak við tjöldin sem ég, og mínir nánustu, höfum bak við eyru og nasavængi.
Get þó sagt að nokkuð magnaðir atburðir hafa átt sér stað á þessu ári sem ég bjóst ekki við og árið 2011 verður forvitnilegt með eindæmum. Mjög... forvitnilegt
Ég hlakka til.
Þetta var all svaðalegt át-ár, mikið tilrauna-ræktarár og gleðilegt með eindæmum.
Takk fyrir samfylgdina 2010 elsku besta fólkið mitt. Þið eruð eðall í rafrænu formi! Stefnum á hitting 2011. Þó það sé ekki nema bara yfir kaffibolla...
...því jú, núna er ég byrjuð að drekka kaffi!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
29.12.2010 | 20:17
Fyrir, eftir, á meðan og núna
Jæja, þá er þetta loksins komið heim og saman. Eftir mikla leit, graf og krafs.
Já, hér eru bumbumyndir og fleira í þeim dúr. Verið góð við mig!
Samt magnað hvað það getur verið ömurlega flókið að finna almennilegar myndir for helvede.
Get svosum ekki sagt að ég hafi einhverntíman verið í "hræðilegum" málum hvað holdarfar varðar. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. En í hræðileg mál var ég komin með þol, styrk og úthald almennt. Fékk töluvert spark í rassgatið þegar ég ætlaði mér að hjóla upp eina auma brekku, í fyrsta gír, móð og másandi eins og sprungin belja. Búkhljóðin svo svaðaleg að fólk var komið út í glugga til að athuga hvaðan harmakveinið barst.
Mér brást allur máttur þegar frammúr mér arkaði 134 ára gamall maður, gangandi við staf.
Það viljum við ekki lömbin mín. Ekki þegar þið eruð rétt að skríða í 21 ár.
Unglingsárin einkenndust af auraskorti, nammiáti, nóakroppi og kókdósum í bland við prófalestur og allt "heilafóðrið" sem honum fylgdi. Heilafóður sem fóðraði töluvert margt annað og meira en bara heilann skal ég ykkur segja... ójá.. svona er ég nú klár.
Þar af leiðandi er undirrituð hér í öllum formum, myndum, aðstæðum, stærðum og gerðum frá árinu 2004.
Spánn 2004.
Kvendið nýskriðin í 20 ár.
*kútsí kútsí kútsí kútsí*
Spánn 2005.
Bleiktoppa 21 árs, aðeins búin að skafa af belgnum á mér. Þarna var ég, í fyrsta skipti, nýbúin að vera í einkaþjálfun heilt sumar. Má segja að "ferlið" hafi byrjað þetta ár í kjölfar hjóladramans. Vissi samt nákvæmlega ekki rass í baun hvað ég var að gera þegar ég fór í ræktina.
Þetta er árið sem ég lét ég þau frægu orð falla:
"Guð minn góður hvað sumt fólk er bilað að nenna að mæta í ræktina kl. 6 á morgnana. Það er nú ekki allt í lagi með þetta lið!"
Góð Elín - góð!
Svo tók við átvetur mikill, ég skrapp í JSB eftir jólin, 2005/2006. Léttist um 10 kg. í átaksnámskeiði þar, þá orðin 66 kíló, og aftur tók við átvetur mikill.
Átveturinn sá einkenndist af kleinum og kókómjólk í morgunmat, samloku með ítölsku salati í hádegismat, oftar en ekki súkkulaði og kakó í eftirmiðdaginn og einhveruslags hamborgarasulli í kvöldmat.
Alltaf, alltaf ís eftir klukkan 19:00!
Jólin 2007/2008.
Febrúar 2007.
Besta Amsterdam-mynd hérnamegin Alpafjallanna.
Mæjó fröllur! Ekki góðar fröllur - en ég át þær samt!
Sumarið 2007 fór ég svo í Bootcamp með Ernu vinkonu. Léttist aðeins þar, var í 67 kg. rúmum og hélt af stað til Frakklands, elsku Frakklands og Ítalíu í því formi.
Bestaðasta eðaltjaldferð sem ég hef farið í. Ítalía vann - mikið endemis ofur sem ég elska Ítalíu.
Franskar sveitir vega þungt en Ítalía... *dæs*
Svona fór um sjóferð þá.
Byrjun september.
Miðbik september.
Lok september.
Úhlalahh.. orðin svolítið pattara- og frúkkuleg. Yrði flott ítalskt sí-rífandikjaft-kvendi í framtíðinni.
Er reyndar sí-rífandikjaft kvendi núna. Bara af ísklenskum uppruna.
Krúttaraleg Ellusprengja.
Líklegast upp á mitt þyngsta hérna. Lenti í Frakklandi 67 kíló, sneri til baka tæp 76.
Dugleg stelpa!
En það var ekkert nema gaman... og gott engu að síður Sjóóðandi heit, brakandi mjúk baguette og ostur í morgunmat. Heimalöguð sulta frá 107 þúsund ára gömlum bónda.
Yndislegt.
Þarna hafði ég þó fengið nóg og var komin með hálfgert ógeð. Labba smáspöl, hvað þá upp stigana í Colloseum, og ná vart andanum var ekki alveg að gera sig i minn bók.
Eða brók.
Svo ég ákvað að dúndra mér í að koma allserjar ástandi í sæmilegan farveg. Má segja að hér hafi ég tekið þetta af "alvöru".
Ferlið, áhuginn, matarræðið, æfingar.
Jólin 2008/2009.
Búin að vera í einkaþjálfun í tvo mánuði tæpa, eftir Frakklandið, og búin að léttast um 8 kíló.
Lyfingar í bland við brennslu.
Eftir þessi jólin vildi ég sjá hvort ég gæti, bókstaflega, lifað án þess að setja sykur inn fyrir mínar varir. Það heppnaðist.
Á afmælinu mínu 2009.
Tveimur mánuðm eftir jólakökur, ofát og allskostar gúmmulaði-svarthols ítroðslu. Ákvað að taka þetta með trukki og gera almennilega.
Ekki arða af sykri fór inn fyrir varirnar frá 1. jan - 1. mars.
Á þessum tíma varð bloggið svo til. Enda sést það vel í "Um höfund" ræðunni hvar ég var stödd í þessu annars ágæta ferðalagi mínu.
"En er ekki betra að bíta í eitthvað sætt ef þú veist að það er "gott" fyrir skrokkinn í leiðinni? Fáðu þér döðlur, fíkjur, rúsínur. Búðu þér til hafrakökur með banana - finndu þér sykurinn á öðrum stað en í t.d. nammiformi."
Mikið af vatni... Atlantshafið... hefur runnið til, jah, sjálfs sín síðan þá
Mánuði seinna... og 300 klst. brennslu.
JÁ... ég þoooli ekki að láta taka svona myndir af mér. Þessvegna tek ég þær yfirleitt alltaf sjálf, mis vel heppnaðar (mis-vel-heppnaðar) í spegli.
Jebb, þarna var ég í hálfgerðu tjóni. Sjeikar, brennsla, meiri brennsla og jah... meiri... brennsla?
"GUÐ MINN GÓÐUR... ÉG BORÐAÐI KARTÖFLU... ahh ok, ég kveiki í henni með auka klukkutíma á morgun"
Heilbrigt ekki satt?
Þreytulegri en skúringamoppa. Lít út fyrir að vera 150 ára.
Maí 2009.
Sýnir sig og sannar. Þarft ekki að vera "heilbrigð(ur)" þó svo þú sért grönn/grannur. Það er stórkostlegur munur þar á gott fólk.
Númer 1, 2 og 3. Ef þér líður ekki vel, þá kemur það til með að sjást - alveg sama hvað talan á viktinni segir. Þið sjáið það bara á myndinni hér að neðan.
-> Takið samt efitir því hvað systir mín er eitthvað lítil og krúttaraleg á þessari mynd
Þarna var ég komin í smá sumarfrí og við tók ofurát.
Uppsöfnuð gremja og ömurlegheit í bland við áhugaleysi og hálfgerða uppgjöf.
Júlí 2009.
Ágúst 2009.
Búin að sitja föst í sama farinu allt sumarið. Alveg sama hvað ég barðist um í ræktinni eða hversu oft ég fór.
Orðin frekar súr í sálinni á þessum tímapunkti.
Sumsé, til að taka saman tímabilið frá því ég kom heim frá landi baguette og osta, fram að þeim tímapunkti sem ég stútaði öllu brennslusystemi.
Nýkomin frá Frakklandi lengst til vinstri - 6. október 2007, örlagaríkur kreppudagur með meiru. Hálfu ári seinna var ég komin niður í viktina sem ég er í dag eða 60 kíló. Það má sjá á mynd lengst til hægri. Þarna var ég hinsvegar búin að brenna frá mér vit og rænu - en eftir bókinni, hvíthærð með brúnkukrem.
Stórkostlegt!
Mánuði seinna, og um það bil 700 klst. brennslu.
Tók það saman að á þessu tímabili, miðað við ofnotkunina á rassatækinu (stigavélinni), þá hafi mér tekist að arka langleiðina til tunglsins.
Á engar almennilegar fyrir/eftir bumbumyndir frá þessu tímabili. Því verr og miður.
Sumarið fór svo í almennt át og hamingju, eins og góð sumur eiga að vera. Sleppti mér í áður nefndu sukki og þyngdist um 5 kíló á tæpum þremur vikum. Vel af sér vikið ekki satt? Þetta gerist þegar maður er átvagl af guðs náð og sleppir nammidögum með eftirsjá í hjarta og lifir á loftinu. Aumingjans brennslukerfið allt í rugli og skrokkurinn harðneitar að láta í té þær hitaeiningar sem hann hefur nælt í á annað borð af hræðslu við að missa þær aftur.
Og nota bene mín elsku bestu, á myndinn hér að neðan, eftir að 5 kílóin bættust utaná kvendið, fannst mér ég vera með bumbu á við Buddha og skvap fyrir allan peninginn.
Biluð?
Já... það held ég nú.
Þar sem ég er lélegri en allt að láta taka af mér myndir, í þeim tilgangi að nóta niður árangur, þá eru þetta því miður einu myndirnar sem ég fann frá þessu tímabili. Engar byssumyndir eða bak-kremjur. Ég er svo léleg, ég er ekki einusinni í pósu!
Sem er að sjálfsögðu nauðsynlegt í svona efnum!
Gamla eldhúsið hennar mömmu, sælla minninga, kvaddi þennan heim, 2009, sökum ofnotkunar yfir sumartíðina. Spaghettisen sló heimsmet í fjölskyldufiestum og áti yfir höfuð.
Af því að við borðum jú alltaf yfir höfuð!
Eftir sumarið æpti ég hástöfum á Röggu til hjálpar og varð hún við þeirri bón svo um munar. Eftirfarandi póst sendi ég á hana 25. ágúst 2009 - nákvæm hérna.
"Sæl og blessuð
Ég sendi þér nokkrar línur um daginn varðandi sjálfa mig og þjálfunina mína.
Ég vil aftur þakka þér kærlega fyrir svörin sem þú gafst mér. Alveg frábær.
Nú er ég hinsvegar komin á þann punkt að ég verð að fiffa og hressa upp á prógrammið áður en ég mygla. Búin að vera í sumar að gera í raun... bara eitthvað! Ef þú veist hvað ég meina. Búin að vera að lyfta á fullu en aldrei neitt sérstakt prógram og er alveg týnd. Veit ekkert hvar best er að byrja eða hvernig best sé að sparka aðeins í rassgatið á sjálfri mér. Bæði hvað lyftingar, brennslu og mat varðar.
Lýst svo helvíti vel á þig og miðað við það sem ég hef lesið eftir þig þá veist þú 100% um hvað þú talar. Sé sjálfa mig í mörgum af þínum pistlum.
Ef þú hefur laust pláss fyrir eitt stykki geit sem er tilbúin í blóð svita og tár þá yrði ég ofurkát"
Átvenjur bötnuðu til muna. Ásamt því að koma brennslukerfi í samt lag þá styrktist ég mjög hratt, léttist í leiðinni, sem er bara bónus. Ég á mér "þægilega og óþægilega" vikt. Góða viktin mín liggur á bilinu 58 - 65 kg. Allt undir eða yfir þessum tölum er 'óæskilegt' í minni bók og mér líður hálf kjánalega í eigin skinni.
Nema þegar ég var upp á mitt "besta" hvað vöðvamassa varðar. Þá var kvendið 65 rúm með 12% fitu utanáliggjandi. Leimmér að heyra "Ku-j-öööt".
KUU-JÖHÖÖT!
September 2009.
Búin að vera að lyfta a-la Ragga í mánuð, uppgötva allt sem ég "mátti" borða. Heimskulegt að segja þetta. En ég hreinlega vissi ekki betur.
Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég var að gera mikið "rangt" í þessum matarmálum. Svei!!
Hér kveikti ég líka á perunni með viktarmál. Viktin segir ekki alla söguna mín kæru og árangur er hægt að mæla í auknum styrk, þoli sem dæmi.
Tók ekki nema, hva, rúm 3 ár að átta sig á þessu?
Nóvember 2009 - 2 mánuðir liðnir af Röggu-píníngum.
Metnaðurinn i botni og viktin blessuð tekin með út að borða!
Ef ég væri ofurhetja þá héti ég "Viktarinn" eða "Vik-tor"!
Árshátíð vinnunnar í nóvember 2009.
65 kíló og búin að týna 4 cm af ummáli og tækla lyftingar af krafti.
Bostonferðin sælla minninga.
Enn og aftur var étið á sig gat.
Cheeeeesecakefactory ostakökur! Óguð... ég dey!
Þarna var ég 63 eða 64 kíló, búin að bæta á mig töluverðum massa. Orðin mun, mun sterkari en fyrr um veturinn. Skelfilega gleðileg tilfinning það.
Hér urðu svo enn aðrar afskaplega "drastískar" breytingar.
Allt að ske.
Einu tímabili lauk og annað tók við. Bæði hvað líf varðar og háralit.
Áramótin/jólin 2009/2010.
Janúar 2010.
Byrjuð að skafa, skera og sneiða töluvert hérna.
Það er bannað... að gera grín að speglasjálfsmyndatökum! Bannað!
Febrúar 2010 vs Febrúar 2009
Afmælisdagurinn þetta árið. Ledderhósen með emo-hár. Gaman að þessu.
Mars 2010
Enn var "mokstri" áfram haldið.
Matarræðið búið að vera 110% síðan í janúar. Lyftingar 3x í viku, brennsla 3 - 5 daga eftir nennu og helgarnar frí.
Tæpum tveimur árum eftir að ég byrjaði á þessu öllusaman þá komst ég í þetta form. Að skafa af bumbunni tók mig frá jan - apríl 2010.
Mars 2010 til vinstri, apríl 2010 til hægri.
Jafn þung og eftir brennsluna miklu, jan - maí 2009. Spáið í því! Aðeins meira af vöðvum hafa bæst utan á kroppinn.
Jan 2009 vs. apríl 2010
Svo var förinni heitið til Ásralíunnar. Lands alls þess sem átvögl ættu með öllu að "forðast".
Óhh... dramatíkin.
Þarna arkaði ég um með lausan tauminn, og étarann í viðbragðsstöðu, í mánuð og át allt sem tönn á festi! Það var æði!! Uss það er svo mikið af allskonar eðalfæðuefni í þessu blessaða landi.
Skundað út á Akureyrarflugvöll, sælla eldfjallaminninga, í lok apríl...
...át um það bil svona upp á dag næstu 30 daga...
...brotlenti mánuði seinna í bakgarðinum hjá móður og föður, nokkuð sællegri en þegar ég fór af landi brott. Hér ku vera lok maí þessa árs.
Buxurnar góðu pössuðu ekki... eða... þú veist. Skruppu í þvotti og allt það.
Þarna var ég þó byrjuð að Bútkampfa eins og vindurinn. Fékk nóg af letinni í lok maí og ákvað að sparka aðeins í nennarann og koma mér af stað á nýjan leik eftir 2ja mánaða pásu.
Eldhress í sumarkampfi.
Júlí 2010.
Jasoh... tíminn fljótur að líða maður. Eins og þessi mynd hafi verið tekin í gær!
Tók smá stefnubreytingu í æfingavali hér. Engar lyftingar allt sumarið.
Sigraði hlauparann!!! Eða.. minn hlaupara.
Náði að antilópast samfleytt í 30 mín án þess að kalla til Björgunarsveitina.
Ágúst 2010.
Ofursviti eftir einn-tvöfaldan, frekar massívan, Kampf-tíma.
Skírnarveislukökumatsofurátsgleði.
Eins og með barnaafmæli, þá eru skírnar-/fermingarveislur alveg jafn mikill hamingjuhæll fyrir Akkilesinn.
Stunan farin að smokra sér inn hérna, Bootkamp búið og lyftingar teknar í og með á nýjan leik.
Enn erum við í Ágústmánuði.
Og buxurnar blessaðar pössuðu utan um rassgatið á mér í annað sinn. Bara smá þolinmæði og þú nærð takmarkinu þínu. Tók mig rúman mánuð að komast í brækurnar á nýjan leik.
Ekki að það hafi verið "takmarkið" en ágætis viðmið engu að síður.
Tók mig líka 2 mánuði að vinna mig upp í 62 kg. í hnébeygju aftur eftir Ástralíuferð og sumarleti.
Október 2010
Hér er ég farin að taka Karvelio á þetta. Engar eiginlega "lyftingar", mestmegnis core æfingar með meiru - virkilega, virkilega kerfjandi og skemmtilegar. Góð og gleðileg tilbreyting og engin "brennsla". Þá er ég að tala um 30 - 40 mín. rassatækismyrðingu. Hef alveg látið það eiga sig núna í vetur.
Tækifæris magamynd fyrir þetta pistilsgrey. Best að hafa hana í svarthvítu sko. Einmitt.
Samt forvitnilegt að sjá muninn á mjög "sköfnum" maga og svo í dag. Eilítið öðruvísi samsettur. Kannski ekkert stórkostlegt, en smá.
Október 2010
Apríl/Mars 2010
Nóvember 2010
Árshátíð vinnunnar. Ári seinna.
2010 vs. 2009
Sælla... sælla... ó svo sælla minninga.
Árshátíðir geta... ég endurtek, geta... verið góðar "tíðir" daginn eftir.
Geta.
Þetta kvikindi var svo tekið núna í desember.
Líður alveg hreint ágætlega bara, fyrr utan pínínguna sem fylgir því að taka þessar helv... myndir.
Afsakið orðbragðið.
Hreyfing/matarræði allt innan skynsemis og hófmarka. Líkar það vel. Komin í rútínu og maginn sáttur við sitt. Orðin assgoti hraust á skrokkinn, búin að ná nokkrum hápunktum á árinu eins og einni dauðri, hlaupum og hnébeygju á einari.
Eitthvað sem ég gat t.d. ekki áður en ég fór til Ástralíu.
2004 - 2005 - 2007 - 2009febrúar - 2009mars - 2010
2004 - 2007 = Vissi ekki neitt, var bara að "lalla"
2007 - núna = Tekið með trukki! Hugsaði út í það sem ég var að gera.
Jól 2007 - 2008
Jól 2009 - 2010
En það sem mestu máli skiptir, og sem ekki er hægt að sjá á "mynd", er árangurinn sem ég hef náð! Frá því að taka 2,5 kg. í tvíhöfða í 12 kg. Um það bil 15 kg. í bekkpressu í 40, 20 kg. í hnébeygju í 62, aukið þol, aukinn styrkur, aukin hamingja og gleði. Svo eitthvað sé nefnt. Matarræðinu snúið 180 gráður réttsælis og lífstílnum í leiðinni.
Þetta hefur því verið ágætis ferðalag frá því að vita nákvæmlega ekki neitt um nokkurn skapaðan hlut tengdan hreyfingu til þess að vera bara ágætlega vel að mér í því sem "má og má ekki" bæði hvað varðar hreyfingu og mat. Er líka með þá vitneskju í kollinum hvað ég þarf að gera/borða til að létta mig/byggja mig upp/auka þol ofr. Eitthað sem ég bý að alla ævi.
Þetta eru ekki geimvísindi.
Það er jú hægt að fara eftir ákveðnum formúlum en mér þykir best að finna svolítið út sjálf hvað hentar fyrir minn skrokk. Það sem virkar fyrir mig, virkar kannski ekki fyrir Benjamín frá Biðukollu. Það sem ég þarf að gera til að byggja mig upp er kannski ekki rétta formúlan fyrir þig.
En það er ekkert að því að fá aðstoð, byrjunarreit, eitthvað til að vinna með og vinna sig út frá því.
Bloggið blessað varð til í mars árið 2009. Hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan þá bæði hvað innihald og framsetningu varðar. Tala nú ekki um hugarástand undirritaðrar. Ég hef bæði elskað þennan vettvang og hatað. Hef jafnvel hugsað mér að hætta þessu alfarið en það er ótrúlegt hversu mikil hvatning það getur verið að fá alla ykkar jákvæðni beint í æð.
Þið eruð ekkert nema æðisleg!!
Ég er nákvæmlega enginn brautryðjandi á þessum vettvangi. Ég veit um andskoti marga sem gert hafa "stórkostlegri" hluti en ég í þessum efnum. En það sem ég setti mér sem markmið hef ég náð og viðhaldið. Með það er ég virkilega, virkilega ánægð. Fékk aðstoð frá nokkrum valinkunnum einstaklingum, tala nú ekki um fjölskylduna mína og vini, á leiðinni og hef kynnst mikið af góðu, góðu fólki.
Markmiðið sem þú setur þér er hvorki minna/stærra en þeirra sem í kringum þig eru - það er þitt. Púnktur. Haltu þig við það, ekki gefast upp og njóttu ferðalagsins.
Matur og drykkur | Breytt 30.12.2010 kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
28.12.2010 | 13:44
Spaghettijól 2010
Jólin komu og þau fóru.
Með stæl.
Góðmundur og allir hans félagar léku lausum hala og áttu mikið meira en bara sjö dagana sæla. Eins og mamma orðaði það þegar undirrituð mætti í Gúmmulaðihöllina á aðfangadag.
"Guð minn góður, þarna kemur dökkhærða beinagrindin frá Hrauninu og étur okkur út á gaddinn!!"
Ég var kölluð Skeletor það sem eftir lifði kvölds.
Velmegunarbelgurinn stendur svo langt út frá miðjunni að stafurinn "Þ" ætti að skammast sín og taka "D" sér til fyrirmyndar. Tærnar sjást ekki þegar litið er niður á þær, fyrir utan þá óumflýjanlegu staðreynd að ég lít niður á tær bara almennt - ljótbífur með meiru, og þar sem einusinni gætu mögulega hafa talist verið útlínur á skrokknum eru óskilgreind mörk ítroðslu og geypileg góðæris ummerki. 2007 ofát án landamæra.
Stóðst ég jólaprófið í ár?
Já... svo um munar. Nokkurra daga áti var pakkað saman í eina kvöldstund og afganga daginn eftir.
Annar í áti sló ekki slöku við og var síður er svo eftirbátur sykurvímu og rjómasturtu aðfangadags. Vélindað fylltist rétt fyrir klukkan 21:00 á aðfangadag og ég þurfti að halla höfðinu aftur til þess að geta:
- Andað
- Borðað meira
- Stundað annan í áti
Þriðji í áti var nokkuð slakari en forverar hans tveir, slakari í þeim skilningi að ekki var étið frá morgni til kvölds... meira bara... kvölds! Ef til er græðgisblætisguð í þessum heimi þá mun ég eflaust heimsækja hann í nokkrar vikur eftir að ég hverf yfir móðuna miklu.
Gott fólk, yfir helgina náði undirrituð að slurka í sig um það bil kílói af graut. Rúmlega. Geri aðrir betur. Ég og Rísó eigum að sjálfsögðu í leynilegu ástarsamandi, matarpervismi af hæstu sort. Einkennist af troðslu, þar til grjón eru uppurin, og eftirsjá þegar umrædd stund rennur upp.
Kærið mig!
Jólin eru þó alltaf yndisleg með meiru. Við höfðum það ljúft, gott og allt sem talist getur uppáhalds í þessum heimi. Mikið sem við erum heppin að geta átt, og leyft okkur, daga sem þessa í faðmi fjölskyldu og vina.
Látum myndirnar tala. Velmegunabumban var/er of hræðileg til að ég fari að sporta þeirri náhvítu synd framan í alþjóð. Ég vil helst ekki að þið missið matarlystina mín kæru. Þið verðið bara að trúa mér.
Yfir og út, þar til annað kemur í ljós.
Æði "hressar" jólasystur.
Grautarhermennirnir mínir! Ég át heila skál... ein... og óstudd!
Tók 2,5 daga í gjörninginn.
Jólalax með heimagerðri ofursósu.
Fjórir diskar og já, ég ét mig yfirleitt alltaf sadda af forrétt!
Sadda sjáið til... ekki pakksadda! Restin af kvöldinu fer í það.
HAHH!!
Þetta er nákvæmlega eins og atirðið úr Christmas Vacation - þegar kalkúnninn er skorinn!
Og já... ekki hafa áhyggjur gott fólk.
Afi fékk blessað jólarassgatið á öndinni! Ef aumingjans öndin hefði nú bara vitað hvað beið hennar.
Greyið!
Myndin hér að neðan er bönnuð innan 18!
Þið getið svo margfaldað neðangreindan skammt með 3,5.
Munið mín kæru, ég lýg aldrei til um magn af mat sem ofan í gapholið hverfur!
Margfalda þennan með 3,5 mínus kartöflur á 1 disk.
Millimál.
Í öll mál... helst.
Áthvíld og pakkaupprífelsi.
Kósíheit.
Kjaft, spjall, raus, mas, hlátur, meiri pakkar.
Gúmfey sokkar - ómissandi á jólunum!
Eins og með jólaöndina, ef það eru ekki sokkar þá eru ekki jól... óhh... dramtíkin!
Grautarstundin runnin upp mín kæru!
Óheilögrjómasletta með grjónum!
GUÐ MINN GÓÐUR
Fallegt ungrú... jólafallegt!
Jebb.
Eigum við að fara út í stærðfræðina hérna?
Marföldun í hæsta gæðaflokki.
Neðangreint * 7.
Og það var bara aðfangadagsátið, annar- og þriðji ekki með taldir!
Smá slökun áður en herskarinn mætir!
Átþreyta og kjötsviti upp á sitt besta!
Loks mætti rest af Speghettiliðinu í Höllina. Húsið var bókstaflega morandi í fólki!
Sæta fína Guðrún Hrefnan mín.
Sæta og fína Helgan mín.
Jólasnær með jólagleraugun
Annar í afgangs-áti.
Og nei, átið átti sér ekki stað í þeirri röð sem myndirnar gefa til kynna.
Þið megið vita það, ójá, að grauturinn er alltaf það fyrsta sem inn um varirnar fer annan í áti! Helst þrjár skálar.
Þar á eftir kemur laxinn og öndin en gröðguð í eftirrétt.
Þannig rúllar Spaghettilýðurinn!
Þriðji... í áti!
Frómasían og rækjukokteillinn hennar ömmu er ómissandi 26. át.
Jebb.
Sinnum 3.
Hérna gat ég hinsvegar ekki meir.
Ketið fékk átvaglsfrí.
En ástæðan var einfaldlega...
...ójeah!
Eftirréttarsítrónufrómasía!!
Ég vil heyra ykkur segja FJÓRIR!
"FJÓRIIIIIIR"
Ofátsgræðgismúrinn hefur hérmeð verið felldur, sprengdur og grafinn! Tvöfalt. Þrefalt... Margfalt.
Svona nú... allar syndir og ósyndir upp taldar í máli og myndum.
Pheew *anda inn*-*anda út*
Vona að þið hafið ekki sofnað á leiðinni!
Svo er ekki nema korter í 2011. Vissuð þið þetta?
Jáhérnahéri og allir hans fylgdarmenn.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.12.2010 | 09:51
28.12.2010...
...og allt er í hálfgerðu hálflagi.
Hausverkur í bland við beinverki.
Ég kenni ofáti um. Ég kenni ofáti um og skammast mín ekkert fyrir það.
Sprikli dagsins þarf ég að fresta til morguns eða fimmtudags. Hið minsta sprikli sem inniheldur undirritaða. Afsakið það mínar kæru. :(
Best að reyna að sofa veikluna úr sér, áramótin eru handan við hornið. Viljum helst ekki vera veik þá - sumsé, ég og allir mínir persónuleikar.
Jólapistill, fyrir og eftir pistill ásamt áramótapistli koma til með að líta dagsins ljós á komandi.. hva... þremur dögum?
Njótið lífsins.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2010 | 13:23
JÓL JÓL JÓL JÓL
4,5 tímar
5 tímar
7 tímar
Gott fólk... ég get ekki andað... sökum spennings.
Það er mjög, mjög óæskilegt!
Gleðileg jól elsku vinir, nær og fjær. Eigið yndislegt kvöld og hafði það ljúft yfir hátíðarnar.
23.12.2010 | 13:07
EINN
EINN
EINN... DAGUR
EINN
SHIT
SORRY...
...sveii! En jóladónó að segja sh** EINN í jól!
EINN
29 tímar í ótakmarkað graflaxát!
29, 5 tímar í ótakmarkað anda- og fyllingarát!
31 tími í grautinn gott fólk. 31!
Þangað til ætla ég að jóla með sjálfri mér hérna í vinnunni...
...ómæjól!
22.12.2010 | 17:02
Súkkulaði biscotti með espresso, valhnetum og hvítum súkkulaðibitum
Enn eru tveir dagar í jólin og, trúið því eða ekki, fleiri ofur sykurbombuuppskriftir bíða birtingar síðan í fyrra.
Ég segi samt ekki meir. Held ég sé dáin og farin til himna!
2009 - ó hvað ég elska þig!
Súkkulaði biscotti með espresso, valhnetum og hvítum súkkulaðibitum
1/2 bolli kakóduft, ósætað
1 - 2 msk espresso duft eða instant kaffi. Malað.
3/4 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
6 msk smjör, 85 gr. uþb
1 bolli sykur
2 stór egg, hrærð léttilega
1 tsk vanilludropar
1 bolli - valhnetur, gróft saxaðar og hvítir súkkulaðibitar
113 gr. dökkt, gott súkkulaði
Kanilsykur til að strá yfir
Aðferð:
1. Hita ofn í 175 gráður.
2. Sigta saman þurrefni - allt nema sykur.
3. Hræra saman smjöri og sykri á meðalhraða, þangað til ljóst að lit. Um það bil 2 mínútur. Bæta þá eggjunum út í og halda áfram að hræra, 2 mínútur.
4. Lækka hraðann og bæta þurrefnunum samanvið í þremur skömmtum, þangað til rétt blandað og deig er farið að taka á sig mynd. Blanda hnetum og súkkulaði samanvið.
5. Skipta deiginu upp í 2 stóra bita, eða 3... eða 4... fer eftir því hversu stórt biscotti þú vilt fá. Ég skipti því í 4 og fékk minni kökur. Fletja aðeins út svo myndist hálfgerður ferhyrningu. Deigið er mjög meðfærilegt. Ágætt að vinna þetta á smjörpappírnum sem þeir koma til með að bakast á.
6. Setja inn í ofn í 15 - 25 mínútur. Fer eftir stærð. Mínir voru inn í 20 mín. Passa að hafa þá ekki of stutt, annars krumslast þeir í sundur þegar reynt er að skera í þá. Leyfa að kólna í 10 - 20 mín.
7. Skera í 1 - 1,5 cm þykkar sneiðar, leggja á hliðina og inn í ofn aftur í 8 - 10 mínútur.
8. Taka út úr ofni, leifa að kólna smá og loks færa yfir á grind til að kæla alveg.
9. Borða með kaffi, kaffi... kaffi og meira kaffi... deyja svo hamingjusamur... hmm?
Vonandi þó eftir allmörg hamingjurík og krúttaraleg ár.
Það má líka borða þetta með kakó eða mjólk, ég leyfi það.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2010 | 09:19
Matarræði í grófum dráttum
Hef fengið nokkrar spurningar varðandi það sem ég er að borða. Eðlilega.
Matarræðið er það sem stoppar flestalla í að ná árangri og nákvæmlega þeim ofurrassi sem leitað er eftir.
Það er hægt að klifra allan skalann í þessum matarmálum en klippt og skorið fer það allt eftir því hverjar áherslurnar eru. Ertu að massa þig upp, létta þig, skera eða viðhalda þyngd?
Það sem ég er að gera í dag er í raun barasta að borða það sem mig "langar" til að borða innan skynsemismarka. Ef ég myndi leyfa mér allan alheiminn, þá myndi ég svo sannarlega éta allan alheiminn. Þannig er það nú bara. Til að sporna við alheimsáti þá er t.d. hægt að vigta matinn - svaða fín aðferð til að passa upp á "inntöku" og í raun, komast upp á lagið með skammtastærðir ofl. Virkaði flott fyrir mig.
Ég er nefnilega manneskjan sem étur smjör þráðbeint uppúr dollunni sjáið til. Þó helst með smá kanilsykri.
Eitt verð ég þó að brýna fyrir ykkur og það er að enginn er nákvæmlega eins... ótrúlegt en satt... og það sem hentar mér hentar ekki endilega John Smith út í bæ. En viðmið, sjá hvað aðrir eru að gera ofr. er alltaf eitthvað sem gott er að hafa "við höndina". Þú breytir þá og bætir í takt við þínar þarfir og markmið.
- Ég er yfirleitt vöknuð um 5 leitið. Skulum hafa það í huga.
- Ég reyni að stunda hreyfinguna mína að morgni til - tímasetja kolvetni eftir æfingatíma.
- Verð svöng með 2 - 3 tíma millibili og get eeekkert að því gert. Verð að borða svo ört því annars breytist ég í ömurlegt óviðræðuhæft fýluskremsel sem er ekki gott fyrir þolanda... eða alheiminn ef út í það er farið.
- Miiiikið af grænmeti/1 - 3 ávextir yfir daginn
- Ég er mjög hrifinn af fuglum og fiskum
- Ég er aðeins meira en hrifin af beljum
- Eggjahvítur eru góðar í minni bók... raunverulega... góðar = nohm! Þrátt fyrir bragðleysi.
- Vatn, vant og já... vatn. Drekktu vatn. Það er ókeypis.
- Holla fitan - (update 22.12 - það gleymdist, trúið þið því?) Avocado, möndlur, hnetur, fræ, feitur fiskur, ólífu olía...
- FJÖLBREYTNI
Þannig að... dæmi um týpíska daga í hinum fullkomna Ellu heimi.
Venjulegur dagur - hvíld (yfirleitt sunnudagur - vakna milli 7 - 9)
- 09:00 - Einn einfaldur með hnetusmjöri og bláberjum/Chiaskyr með ávexti
- 12:00 - Risaofursalat (ávextir/grænmeti) + próteingjafi (kjúlli/kjöt/fiskur/egg/kotó) + kolvetni (grjón/teitur/brauð) + fitugjafi (hnetur, fræ, avocado, olía)
- 15:00 - Hámark/skyr + hnetur/eggjahvítur + avocado/skyr + ávöxtur/ávöxtur/kotasælubrauð með grænmeti/skyr einvörðungu/ávöxtur + hnetusmjör/grænmeti + hnetusmjör/hrökkbrauð með áleggi
- 18:00 - Salatfjall + próteingjafi + fitugjafi + lítill skammtur af kolvetnum (ef vill - sætar, brún grjón, gróft brauð...)
- Ef ég er að drepast fyrir svefninn (um 10 leitið) þá gúlla ég kannski smá hnetur eða kotasælu. Skyr. Prótein + hnetusmjör... eitthvað aðeins til að seðja það sárasta.
Æfing að morgni, lyft/ofurCore a la Karvelio
- 05:00 - Einn einfaldur með bláberjum/Einn einfaldur/GRAUTUR
- Æfing
- 07:30 - Hleðsla/Hámark/Hreint whey + hlaup/Hreint whey + cheerios/Hreint whey + beygla
- 09:30ish - Ávöxtur/lúka hnetur
- 11:00 - Hulk skammtur af grænmeti + það prótein sem er í boði í vinnunni (kjöt/kjúlli/nemo) + kolveti (teitur/grjón... ef í boði og ef vill) + fitugjafi (Hnetur/avocado/olía/fræ). Ef ekki kjúlli/kjöt/fiskur þá eggjahvítur, ef ekki eggjahvítur þá kotasæla, ef ekki kotasæla þá brauðsneið með osti eða eitthvað.
- 14:00 - Lítil dolla skyr og hnetur/salat eða ávöxtur + skyr/salat + eggjahvítur + hnetur/ávöxtur/hrökkbrauð + kotasæla + grænmeti...
- ...og svo framvegis. Það sem hendir er næst í vinnunni.
- 17:00 - Ávöxtur/lúka hnetur/próteingjafi - seðja það allra sárasta fram að kvöldmat.
- 19:00 - Hulk skammtur af grænmeti + próteingjafi (kjúlli/fiskur/kjöt/eggjahvítur) + fitugjafi (avocado/hnetur/fræ...)
- Ef ég er að drepast fyrir svefninn (um 10 leitið) þá gúlla ég kannski smá hnetur eða kotasælu. Skyr. Prótein + hnetusmjör, harðfisk, ávöxt... eitthvað aðeins til að seðja það sárasta.
"Brennsla"
Ansi langt síðan ég hef tekið reglulega SS brennslu (slow steady - langtíma, lítið álag). Engu að síður, þá væri þetta það sem ég myndi spísa eftir hana.
- Brennsla
- 08:00 - Einn einfaldur með bláberjum og hnetum/Chiaskyr-hræingur/Ávextir + einn einfaldur/Skyr og ávöxtur
- 11:00 - Hulk skammtur af grænmeti + það prótein (kjöt/fiskur) sem er í boði í vinnunni + kolveti (ef í boði) + fitugjafi (Hnetur/avocado/olía/fræ). Ef ekki kjúlli/kjöt/fiskur þá eggjahvítur, ef ekki eggjahvítur þá kotasæla, ef ekki kotasæla þá brauðsneið með osti eða eitthvað annars skyr eða jógúrt.
- 14:00 - Lítil dolla skyr og hnetur/salat eða ávöxtur + skyr/salat + eggjahvítur + hnetur/ávöxtur/hrökkbrauð + kotasæla + grænmeti... þið þekkið þetta.
- 17:00 - Ávöxtur/lúka hnetur/próteingjafi - seðja það allra sárasta fram að kvöldmat.
- 19:00 - Hulk skammtur af grænmeti + próteingjafi (kjúlli/fiskur/kjöt/eggjahvítur) + fitugjafi (avocado/hnetur/fræ...) + lítill skammtur af kolvetnum (sætar, grjón, gróft brauð, spelt pasta...)
- Ef ég er að drepast fyrir svefninn (um 10 leitið) þá gúlla ég kannski smá hnetur eða kotasælu. Skyr. Prótein + hnetusmjör... eitthvað aðeins til að seðja það sárasta.
Helgarnar - 1 dagur í viku
Nákvæmlega sama og á venjulegum dögum nema ofurát sé á dagskrá. Þá Byrjar ballið iðulega kl. 18:00 og stendur yfir til kl. 24:00. Þá er allt sem á vegi minum verður étið. Stundum er ég "pen". Fæ mér bragðaref á kvöldin, jafnvel djúsí pönnsur í morgunmat. Spila þetta svolítið eftir eyranu. En í grófum, nákvæmlega eins og aðrir dagar nema 1 - 2 máltíðir yfir daginn sem leyfa allt milli himins og jarðar.
Í stórum dráttum. Þá er ofangreint sumsé "hinn fullkomni heimur", eins og staðan er í dag.
Hinn fullkomni heimur. Hljómar það ekki dásamlega?
Hinn fullkomni heimur í átvaglslandi "riðlast" ansi oft til og ég fæ mér hambó í staðinn fyrir risasalat og með því. Stundum sleppi ég "prótíngjafa" og fæ mér baunir. Aðlaga mig eftir því sem til er í vinnunni hverju sinni... eitt og eitt skipti, í og með, inn á milli skiptir ekki sköpum. Sérstaklega ef:
- Maturinn sem þú skiptir út fyrir er "hollur".
- Eitt og eitt skipti er ekki 10 sinnum í viku.
Svo reyni ég barasta að hafa það að reglu að ef ég verð svöng 1 - 2 tímum eftir síðasta át, fá mér þá nart svo ég gúlli ekki fíl í næstum máltíð, og muna að setja meira á diskinn næst. Ef það er kaka í boði, þá borða ég hana ef ég hef lyst, hvort sem hún passar inn í "planið" eða ekki. Ef kaka er á boðstólnum alla daga vikunnar, þá borða ég hana að sjálfsögðu ekki alla daga vikunnar. Ef ég sleppi próteingjafa úr 3 máltíðum af X yfir daginn, þá eru það ekki endalok alheimsins. Gerist það oft í röð gæti það haft eitthvað að segja sért þú að reyna að byggja upp vöðva ofr.
Held þið áttið ykkur á því hvert þessi umræða stefnir hjá mér.
Allt er gott í hófi mín kæru og jafnvel of mikið hóf er líka gott í hófi.
Reynið því að finna einhverja leið sem ykkur hentar og haldið ykkur við hana. Gerið hana að ykkar því langtímaspáin verður mun auðveldari viðureignar þegar grænmetisfjallið, eða hvað það er sem flýtur bátnum ykkar, er forritað inn í systemið.
Þetta fer allt eftir smag og behag, áherslum og annarri hamingju. Gerið þetta bara skemmtilegt og njótið þeirra forréttinda að hafa í raun val um að éta kökusneið eða ekki.
Njótið dagsins mín kæru.
EKKI Á MORGUN... HELDUR HINN!
Sheiiiibs.
Ekki á morgun heldur hinn
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)