Allt og ekki neitt

Skírn, leti, útvarpsviðtal og matur þess á milli! Þið verðið að afsaka blogghallæri síðustu daga - það er svo assgoti mikið rót á átvaglinu þessa stundina!

En hvað er búið að gerast? Hvað er nýtt í fréttum? Hverjir fengu sér afgangs brúðartertu? Pönnsur framleiddar á mánudegi? Borðaði einhver eggjahvíturnar mínar? Súkkulaðið búið?

Ernan mín skírði litla kút á laugardaginn síðasta. Lárus Jensson Blöndal - afskaplega virðulegt og fallegt nafn.

Lárus Jensson Blöndal

Hún skírði í höfuðið á pabba sínum, afanum til einskærrar hamingju og gleði. Mér þykir sá siður afskaplega góður og fallegur. Yndisleg athöfn haldin í heimahúsi og litli herramaðurinn eins og hugur manns allan tímann. Ég mætti galvösk um morguninn til að aðsoða við snittuskreytingar, laxaskurð og kökumall.

Heimagrafinn laxPönnsur í bígerð

 

 

 

 

 

 

 

Svaðaleg maregnstertaÉg skal þrífa þetta!!!

 

 

 

 

 

 

 

Það má með sanni segja að veisluborðið hafi verið stórglæsilegt!

Glæsilegt skírnarhlaðborð

Náði reyndar ekki mynd af skírnatertunni sökum myndavélarþreytu!

Svakaleg rækju/krabbakjötsbrauðtertaSvakalega vel skorinn lax á þessum snittum!

 

 

 

 

 

 

Rice crispies kransakakan sem féll samanÞetta er svaðalegasta rjóma-maregnskaramellukaka í heimi

 

 

 

 

 

 

Enn annað listaverk - og gott... gott listaverkHamingjan sem ríkir á þessu borði er ólýsanleg

 

 

 

 

 

 

Á sunnudeginum brunaði átvaglið svo í viðtal - ójá - grautarviðtal á Kananum! Við skulum bara segja að það hafi verið mjög áhugavert og láta þar við sitja! Grin

Geir Ólafs og Eiríkur Jónsson

Tæknó

Geir Ólafs er samt sem áður velkominn hvenær sem er í graut til átvaglsins! Ég á gumsið til á lager!

Hádegismaturinn í dag var með eindæmum gleðilegur! Fiskur, grænmeti og grjón og mikið svakalega var fiskurinn vel heppnaður! Ohhh... það er svo gígantískt hamingjukastið sem undirrituð fær þegar bitið er í góðan fisk! Diskurinn líka afskaplega fríður - það verður bara að segjast!

Eðalfiskur og grjón í stíl

Eftir æfingu gleypti ég ómyndað súkk og kók og núna - ákkúrat..... núúúna er ég að japla á þessum dýrindis kjúlla, grænmeti og jújú, ómyndaðar möndlur í eftirrétt!

Bygg, brokkolí og sætar kartöflurÁsamt kjúlla

 

 

 

 

 

 

 

Þrír dagar í stuttu og laggóðu! Njótið kvöldsins snúðarnir mínir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flæktist hingað inn á í gegnum síðuna hennar Röggu Nagla sem er í miklu uppáhaldi. Þessi síða er líka komin á toppinn á vinsældarlistanum mínum. Ótrúlega gaman að lesa það sem þú skrifar og svo eru uppskriftirnar og hugmyndirnar ómetanlegar fyrir misvitran áhugamann eins og mig

Kveðja frá Ak-city

Hulda (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 21:29

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hæ Hulda og takk fyrir mig

Gaman að þér skuli líka vel.

Ohhh... alltaf svo gaman að fá að heyra - lesa svona.

Elín Helga Egilsdóttir, 1.2.2010 kl. 23:04

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það er naumast að 15 mínúturnar eru að teygjast hjá minni.... bara orðin heimsfræg á Íslandi.

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.2.2010 kl. 12:26

4 identicon

Ótrúlega girnilegar matarmyndirnar hjá þér alltaf.

Mig langar "næstum" því að byrja að borða hafragraut eins og mér þykir hann nú ógeðslegur :-)

Frk. Laxmýr (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 13:14

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ragga: Ji já.. segðu!

Frk. Laxmýr: Þakka þér  Ég styð hinsvegar heilshugar allt smakk sem tengist hafragraut - sérstaklega með stöppuðum banana, múslí og smá hnetusmjöri.

Elín Helga Egilsdóttir, 2.2.2010 kl. 15:24

6 identicon

voðalega er fiskurinn eitthvað girnó hjá þér, er hann steiktur eða kryddaður eitthvað spes?

Sylvía (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 17:51

7 identicon

Úúúu glæsilegar myndir af veisluborðinu! :) Það er annars ekkert verið að láta mig vita af þessu viðtali! Hnuss. Maður hefur bara ekki undan við að fylgjast með þér í fjölmiðlum!

Erna (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 18:17

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sylvía: Heyrðu, þetta var vinnufiskur. Ofnbakaður með indversku ívafi!

Erna: Þið eruð náttúrulega með eindæmum stórkostlegar matarkvinnur verð ég að segja! Þetta var geggjað! Ég hef greinilega klúðrað þessu allsvakalega með viðtalið - mig hefur líkleast dreymt mig tala við þig um það - get svo svarið það!

Elín Helga Egilsdóttir, 3.2.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband