21.12.2010 | 13:13
Hver vill memm í ræktina?
Heyrið mig.
Ein spurning.
Eða tvær.
Kannski meira hugmynd en spurning. Hugdetta?
Hvað segið þið um að hittast milli jóla og nýárs, þegar allir "eiga" að vera latir og uppfullir af mat og almennri jólahamingju, og fá sal lánaðan í t.d. Sporthúsinu og taka eina vel valda Karvelio æfingu?
Fara svo eitthvað sniðugt saman eftirá, fyrir þá sem vilja. Fá okkur spis, kjafta um daginn og veginn?
Já? Já? Da?
Hittast, borða, sprikla, hlæja, heilsast, garga, svitna, skammast. Ekki endilega í þessari röð. Sparka aðeins í rassgatið á okkur í jólaátsmóðunni?
Þriðjudagurinn 28. desember klukkan "óráðið"?
Þið sjáið mig... núna langar mig að sjá í trýnið á ykkur!
Strákar, þið eruð líka velkomnir ef þið lesið þetta blogg!
Allir saman nú, taka vel á því milli jóla og nýárs??? Þeir sem vilja/nenna/hafa áhuga kommenta hér eða sendið á mig póst kunigund(hjá)gmail.com
Maður... kona... eða mús?
Látið mig vita. Ef við náum yfir 10 þá skellum við okkur í þetta!
20.12.2010 | 12:59
3 DAGAR
Í HÁSTÖFUM
ÞRÍR... DAGAR GOTT FÓLK!
FYLLING, ÖND, RÍSÓ, KONFEKT, JÓLALJÓS, HAMINGJA, GLEÐI, JÓLAJÓLAJÓLA
HIHIHIHIIIIIIII
hmm hmm.. afsakið.
Þegar ég var að baka um helgina keyrði Kóka-kóla jólalestin framhjá íbúðinni minni. Ég hélt ég myndi tryllast úr ofurspenningi og hljóp út... get svo svarið það. Verri en litlu börnin.
Maðurinn sem stóð á götuhorninu glotti út í eitt. Ég hljóp út vopnuð myndavél með deig í hárinu spenntari en góðu hófi gegnir.
Sönnun
Og maðurinn sem stóð út á götuhorni er ekki hvaða maður sem er... það er.. maður-inn! Sá sem stendur alltaf út á götuhorni. Þið vitið. Maðurinn....
...allavega!
Snéri svo vörn í sókn, eftir ofát helgarinnar, og hlammaði mér í ræktina í morgun. Byrjaði daginn á einum gömlum, en góðum. Grautargleði í sinni einföldustu mynd, subbuleg skál og allt.
Við mitt sérlega vel metna eldhúsborð!
Afrekaði það að klára Karvelio hringinn á mettíma - þar með talið 120 armbeygjur og 60 froskar. Jííhaaaw!
Gúllaði Hámark eftir æfingu... stalst svo til að taka eina egosentríska "eftir" mynd til að nota í hinn svaðalega "fyrir-eftir" póst sem kemur til með að líta dagsins ljós á næstunni.
Egosentrísk í þeim skilningi að mér leið eins og hálfvita með myndavélina að vopni. Hún heppnaðist því ekki betur en þetta.
Note to self: Dröllast til að láta einhvern annan taka hinar ó svo "ekki þær skemmtilegustu" eftir myndir.
Flundraðist í vinnuna og við mér tók svona líka eðalfín jólagjöf!!!
Þessari krúttusprengju verður heilsað yfir hátíðarnar.
Át nokkrar ómyndaðar brasilíuhnetur + mandarínu í einu svaðalegasta hungurmóki sem undirrituð hefur upplifað í langan tíma.
Mandarínan var eðall í mandarínuskinni!
Borðaði líka hvítlauks-löngu og grænmetisfjall í hádeginu. Það var eðall í... hvítlauks... skinni...?
Tók svo brot af afrakstri helgarinnar með mér í vinnuna og útbjó smá "smakk-platta". Alltaf gott að hafa tilraunadýr við hönd.
Hafrakökur + súkk mokka + karamellur vinsælast.
Og bara svo þið vitið það... þá er Herra Gymboss líka nýtanlegur í kökubakstri!! Stórgóður sem bökunarboss og sérlegur aðstoðarkokkur.
Einn, tveir og ÞRÍR.
Skytturnar ÞRJÁR.
ÞRJÁR raddir.
Allt er þegar ÞRENNT er.
Jebb.
Þrír!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.12.2010 | 23:03
Viðburðarríkur dagur
Dagurinn í myndum.
Byrjaði sakleysislega.
Svo gerðist þetta.
Undirbúningur fyrir piparkökuhúsagerð!
Ásamt kökum og öðrum kræsingum.
Smá smakk frá mér.
Svo ákvað ég að taka smá rækt á þetta. Chiaskyr eftir atið.
Ohhh hef ekki fengið mér chiaskyr í langan, langan tíma!
Þvílík hamingja.
Chiaskyr og kanill með vanillu torani = grjónagrautur.
Chiaskyr varð að veruleika í dag af því að Svava mín kær sendi á mig chiafræ, mér til óbilandi ánægju og hamingjugleði! Eeeelsku besta mín, takk aftur fyrir.
Svo gerðist þetta!
Barnaafmæli!
Óguð!
Einn af mínum 8 akkilesarhælum.
Fullkominn vettvangur ofgræðgisáts og annarrar syndsamlegrar matarpervirsku.
Svo gerðist þetta!!!
Fannar... ég á núna eldhúsborð!
Preis ðe lord.
Súkkulaði Mokka súperkökurnar litu dagsins ljós í kvöld!
Jebb, þær eru jafn góðar og þær líta út fyrir að vera.
Ásamt... já, tvöfalt já og amen með flöde!
Gott fólk!
Uppáhalds, uppáhalds smákökurnar mínar! Einföldustu hafrakökur sem þið finnið.
Algert! Uppáhald!
Hélt ég hefði týnt uppskrifitinni en nei, fann'ana! Þær eru svo frábærar að þær fá sitt eigið uppskriftablogg á næstu dögum. Uppáhalds kökurnar mínar og pabba. Alltaf fyrstar til að hverfa.
Sykur, vanilla, smjör og hafrar! Þetta kombó klikkar bara ekki.
Súkk-mokka kökurnar fá líka sér blogg. Þær eru svaðalegar.
Það sem stendur þvi uppúr jólabakstri 2010 eru einföldu ofurhafrakökurnar, súkk-mokka, biscotti og hafrakökurnar frá því í gær.
Ahhh!
Núna ætla ég að súkkulaðihúða þessar karamellur og fara svo að sofa.
Jólin eru eftir 4 daga!
Hólí-hell... nei... ég meina... Holí jólí!
Djefulli hlakka ég óstjórnlega mikið til!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2010 | 23:37
Bakstri lokið...
...að minnsta kosti fyrir daginn í dag.
Súkkulaði-Mokka deig hinkrar inn í ísskáp ásamt óskorinni karamellu.
Eggjalausu-hafrakökurnar - nema með heslihnetum og súkkulaðibitum.
Æðislegar, kryddaðar hafrakökur með rúslum og muldum hnetum. Mjööög seigar og djúsí og skemmtilegar að bíta í. Geri þessar pottþétt aftur.
Engiferkökur, kryddkökur, með hvítum súkkulaðibitum. Mjúkar í miðjuna með stökka skel. Kannski smá þurrar, en koma á óvart. Ekki mínar uppáhalds í þessu holli samt sem áður.
Biscotti með möndlum og hvítum-/dökkum súkkulaðibitum.
Einfaldar hafrakúlur eru á dagskrá í næstu viku. Þær eru uppáhalds.
Ahh hvað það er gott að setjast niður.
Húsið ilmar eins og bakarí.
Held ég hafi borðað þyngd mína í deigi - mylsnu - kökum í dag.
*átvaglshimnaríki*
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2010 | 12:53
Mjúkar saltkringlur
Mikið assgoti hef ég staðið mig vel í 2009 bakstrinum í fyrra.
Smá brauðgerð til að vinna upp á móti sykursjokki síðustu daga. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með þessar. Treystið mér bara.
Ætla að útbúa þessar snúllur aftur í næstu vikur.
Mjúkar saltkringlur
- 1,5 bollar volgt vatn
- 1 msk sykur
- 2 tsk salt
- 1 og 1/4 tsk þurrger
- 4,5 bollar hveiti
- 57 gr. ósaltað bráðið smjer
- Olía
- 15 bollar vatn
- 1 bolli matarsódi
- 1 stórt egg
- sjávarsalt
Aðferð:
1. Hræra saman vatni, sykri, salti og geri í skál. Láta sitja í 5 mínútur. Ætti að myndast froða. Froða er góð.
2. Blanda þá samanvið bráðnu smöri og hveiti. Ef þú ert með hrærivél, nota deigkróg og láta hræra þangað til deigið losnar frá hliðum skálarinnar. Annars bara hnoða.
3. Færa deigið í olíuborna skál, snúa klumpnum við svo hann húðist allur olíu. Breiða klút yfir skálina og leyfa deiginu að hefast í klukkustund.
4. Skipta deiginu í 8 - 16 hluta. Fer eftir því hversu margar kringlur þú vilt. Getur líka útbúið stangir. Rúlla deiginu í pulsur og gera svona!
5. Nú þarf að sjóða kringlurnar. Gerir þær mjúkar og gefur þeim fallega brúnan lit. Láta vatn og matarsóda sjóða. Færa 1 - 2 kringlur í pottinn. Eftir 30 sek, snúa kringlunni við og láta sjóða 30 sek í viðbót. Fjarlægja úr potti, þetta aðeins og koma fyrir á bökunarpappír. Endurtaka með rest. Ef kringlurnar detta í sundur í vatninu, taka þær uppúr eftir að suðu er lokið og púsla þeim aftur saman á bökunarpappírnum.
6. Pensla með eggjablöndu (egg og vatn) og strá með salti.
7. 225°C heitur ofn í 14 mínútur og voila! Saltkringlur til að vinna á móti öllum sykrinum! Færa þær strax á grind til að kæla og guð minn almáttugur... afsakið guðlastið.
Þessar kringlur eru geggjaðar!
16.12.2010 | 19:00
Grænmetisgleði
Í öllum fomum, myndum, gerðum og eitthvað meira skemmtilegt.
Nema kannski grænmetissafi. Get svo svarið það gott fólk. Hef ekki komist upp á lagið með að drekka slíkt.
Svo... komum okkur að efninu.
Í kvöld átti þetta sér stað.
Sjáið nú hvað það er glæsilega fínt rauðkálið.
Allir saman saman ofan í fat ásamt olíu, salti og vel völdum kryddum. Basilika þar með talin.
Elska... elska basiliku.
Inn í 200 gráðu heitan ofn í 30 - 40 mínútur.
Voila!
Skál, roastbeef, kotasæla, honey dojon og steinselja.
Fullkomið át!
Nota svo afgangana í eitthvað gott jukk sem framtíðin ein mun bera í skauti sér.
Sjáum hvað gerist á morgun.
16.12.2010 | 09:40
Alvarlegar umræður - búlemía?
Mér var sendur póstur um daginn.
Mér brá svolítið þegar ég las hann. Varð meira hissa. Fékk, með leyfi frá sendanda, að tala um innihald hans.
Nú gætu skapast umræður kringum þetta efni og minn ásetningur með þessu er ekki neikvæður. Tel þetta mjög áhugavert, í ákveðnum skilningi, en þar sem ég er ekki næringarfræðingur, læknir, íþróttafræðingur eða nokkuð annað en meðalkvendi sem leikur sér í ræktinni af og til og hangir inn í eldhúsi þá bara... ég hreinlega hef ekki næga þekkingu til að gefa ráð í þessum efnum en tel nauðsynlegt engu að síður að tækla um leið og kraumar á.
Er svolítið stressuð að setja þetta hérna inn, þetta er viðkvæmt, en tel vel þess virði að ræða á þessum blessaða vef.
Mér þótti það sem manneskjan talaði um í póstinum nokkuð "truflandi", játaði því í góðu og fékk "Ég veit, þessvegna vildi ég svo bera þetta undir þig" svar til baka.
En aftur, tel mig ekki hæfa til að gefa "lokasvar", ráðleggingar eða hvað skuli gera í framhaldinu. Þótti samt mikið til koma að manneskjan gerði sér grein fyrri þessu. Benti þó viðkomandi á að hafa samband við sinn lækni sem gæti þá leiðbeint frekar. Helst fyrr en seinna.
Er þó uppi með mér að þú hafir leitað til mín.
Í stuttu máli þá hljóðaði bréfið á þennan veg og elsku bestu, ekki vera gagnrýnin ef þið á annað borð hafið eitthvað um þetta að segja. Ég er svolítið að leita til ykkar og hvort einhver hafi upplifað eða farið í gegnum svipað ferli og vilji deila því, þar sem ég tel að það þurfi að impra á svona hlutum um leið og þeir skjóta upp kollinum. Hver veit nema einhver eigi við samskonar vandamál að stríða sem les þetta hérna?
"Hef verið að stunda líkamsrækt í nokkurn tíma en matarræðið alveg í klessu. Þykir of gott að borða og get ekki bara sleppt því að bíta í eitthvað gott ef það er fyrir framan mig. Get það bara ekki.
Er mikið á móti því að 'gubba' mat, kem ekki nálægt því. Borða hollt, borða reglulega og lít þokkalega vel út. Styrkur og þol í botni.
En glími við vandamál. Ef ég sé t.d. snúð eða brauð eða.. eitthvað. Þá tek ég það, tygg það, en hræki svo út úr mér. Hef oft keypt risastóra poka af nammi, snakki 'étið' en hrækt út úr mér. Á það til að smyrja mér brauðsneið, bara til að tyggja og spýta. Þetta er ógeð. Ég veit. En mig langar bara í 'bragðið' eða 'tyggja'. Hreinlega veit það ekki.
Ég borða. Ekki misskilja. Ég borða vel á þeim tímum sem ég 'á' að borða. En mig langar ekkert að hætta því þegar ég á annað borð byrja og leysi því 'vandamálið' á þennan veg.
Þetta er hræðilegt. Vanvirðing við mat og þá sem ekki hafa efni á mat. Ég vil bókstaflega éta heiminn. Græðgi.
Hefur þú lent í einhverju svipuðu? Myndir þú halda að þetta sé búlemía? Hvað gerir þú til þess að sneiða fram hjá því sem þig langar mest í íheiminum þegar þú ert í stanslausu græðgiskasti? Hvar færð þú þína sjálfsstjórn?"
Fékk einnig senda kroppamynd af viðkomandi og ég get svo sagt ykkur það að þessi skrokkur lítur ekki út fyrir að eiga við "átröskunar" vandamál að stríða.
En þetta þykir mér ekki gott, hvorki fyrir líkama, sál eða budduna og tel það þurfi að ná tökum á strax.
Er einhver hérna sem getur gefið ráð, hefur lent í svipuðu, veit hvað viðkomandi er að ganga í gegnum?
Eins og sagt er:
Er þetta búlemía? Byrjunarstig?
Ég er hálf gáttuð. Ég hreinlega hef ekki heyrt af einhverju svona áður.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.12.2010 | 16:34
Karamellu- og kanilpopp með pecanhnetum
Hef gert þetta margoft síðan síðustu jól með allskonar tilfæringum, breytingum og kryddútúrsnúningum. Hnoða poppið í bolta, búa til popp-sleikjó, húða með súkkulaðikaramellu, nota sem millilag í köku, bæta Nóakroppi út í, eplaköku-kanilpopp...
Þetta bregst ekki!
Gott fólk, má ég kynna eitt af mínu uppáhalds heimabruggaða ofurnammiátsgleðioghamingju!
Karamellu-pecan kanilpopp
- 1 bolli gróflega saxaðar pecanhnetur
- 1 bolli púðursykur
- 1 tsk kanill
- 1/4 bolli sýróp eða hunang
- 113 gr. smjör
- 1/2 tsk matarsódi
- 1 tsk vanilludropar
- Smá sjávarsalt (Því salt og karamella... óbeiibeh)
- Hvítt súkkulaði
Aðferð:
1. Hita ofn í 120 °C og leggja bökunarpappír yfir t.d. eldhúsborðið! (Fer kannski eftir skammtastærð, ég bjó til popp fyrir heila þjóð)
2. Setja popp og pecanhnetur í stóra skál eða geyma í stórum potti. Ég hef þetta allt í pottinum sem ég poppa poppkornið í. Hann þarf að vera mjög stór.
Það er að sjálfsögðu hægt að kaupa tilbúið popp. Herre gud... bara svo gaman að heimapoppa!
3. Hræra saman púðursykri og kanil, í miðlungs stórri skál. En þó stærri skál en þú heldur. Ójá! Ekki vanmeta heita karamellu.
Skerið svo smjörið í litla bita og setjið yfir sykurinn og loks sýróp eða hunang yfir smjerið.
Sjááið'etta!!! Ohhhhhh smjöööör!
- Góði Guðmundur. Gefðu mér einn dag þar sem ég get étið smjör, sykur, ís, rjóma og súkkulaði einvörðungu, án stopps og án viðbjóðsseddutilfinningar, án þess að fá hjartaáfall og stútfullar æðar af almennri óhamingju!
Hmm... það er eins gott að við fáum ekki uppfyllta eina ósk frá æðri máttargíröffum yfir ævina. Þá á ég ekkert inni þegar ég stend fyrir framan ljónið í Afríku á komandi misserum.
- Ella: Óguð Óguð Óguð Ó-Góði Guðmundur...
- Guðmundur... ekki svo góði: NA-HAAAHAAA.... bíddu bíddu bíddu. Manstu um árið. Smjörið.. manstu. Hahh.. súkkulaði... jáá vina mín. Soner'etta. Sjáumst eftir smá!
4. Henda inn í örbylgju í 30 sek., taka út og hræra saman. Henda aftur inn í örbylgju í 2 mínútur, taka út og hræra aftur. Aftur, örbylgja, 2 mínútur - líka gott að fylgjast bara með því. Eftir þennan tíma ætti karamellan að vera byrjuð að bubbla mjög mikið. Ef hún bubblar ekki er hægt að setja hana smá inn í örbylgjuna aftur en passa verður að elda hana ekki of mikið. Annars harðnar hún og breytist í risakaramelluklump.
Sem er svosum allt í lagi. Ekki græt ég það.
En ekki það sem við leitumst eftir hér.
Hún ætti að líta um það bil svona út.
5. Fjarlægja úr örbylgjuofni og hræra vanillu og matarsóda samanvið. Blandan blubblar mjög mikið upp við þetta. Hræra vel, hræra fljótt - karamellan stífnar nokkuð hratt við þetta samspil ofurefna.
6. Hella karamellu yfir popp og pecanhnetur og hræra vel þangað til allt gums er karamelluhúðað.
Stilltu þig... ekki klára poppið!
7. Dreifa á bökunarplötu, útataða í bökunarpappír, og inn í ofn í 30 mín. Hræra í á 10 mín fresti. Eftir 30 mín tékka á poppinu til að sjá hvort það sé nógu hart. Ef ekki, baka í 5 mín aukalega. Annars taka út, salta smá, og reyna að éta ekki allt í einu.
Reyna.
Í alvöru, það er mjög, mjög erfitt að reyna að reyna ekki.
Mjög erfitt.
Bræða svo hvítt súkkulaði og dreifa yfir gleðina! Ójá, ég sagði það!
Bræða... hvítt... súkkulaði yfir herlegheitin. *yfirlið*
Þetta er eitt besta, og einfaldasta, ofurnammi sem ég hef smakkað... skulum ekki tala um karamellusprengjurnar út á ís.
Tilvalið í jólapakkann. Einfalt. Hægt að útbúa í tonnavís!
Usss!!!! Svei þér kerling!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2010 | 12:11
Átvaglið og græðgissveinarnir
Það er orðið svo mikið jóla jóla í vinnunni.
Jólalandið mitt og Stellu orðið æði kósý og notalegt!
Svo var jólamaturinn í dag! Búið að gera jólafínt í matsalnum.
Jólabland og konfekt prýða annars gullfallega fín borð.
Ohhh mama! Sjáið þið bara!!!
Kalkúnn og tilbehör! Gerist ekki betra. Enda var Átvaglið og græðgissveinarnir 7 (hádegisklúbbur fyrir snemmétara) mættir galvaskir á slaginu 11:25.
Hér kynni ég til leiks, græðgissvein númer eitt -> Einar.
Þar sem við, ég og mínir 107 persónuleikar, tökum alltaf hnébeygjur á einari eða gleðjumst einar, þá fær hann að vera einn og sér á mynd.
Ljósbaugar sitthvorumegin við hann - vondi og góði engillinn!
Jólavinnuátið mitt og jólavinnuát jólaEinarsins.
Ahhhh hvað það er gott að vera ég stundum og aahhhh hvað ég öölska matinn í vinnunni minni.
Annars verður Karvelio gærdagsins tekinn með trukki á eftir. Var eitthvað sloj og ömmi áttavilti í gær og flundraðist heim eftir vinnu. Stillti klukkuna samviskusamlega kl. 07:00 (ætlaði að sofa smá út) og vaknaði 09:30 í morgun.
Já takk fyrir það. Ég væri vel til í að kenna almennum slappleika um, skrokkþreytu... jafnvel svefnleysi.
En í anda jólatíðar, af því við eigum alltaf að segja satt á jólunum,...
...ÉG VAR LÖT! ÓKEI??!?!? Ég nennti ekki. Hefði frekar tuggið sítrónubörk en að mæta í ræktina!
There... sagði það! Pff!
Hefði þó verið æði ljúft að hafa einhver félaga til að sparka almennilega í rassgatið á mér í gær því innra sjálfið var svo sannarlega ekki að standa sig í peppinu... en svo fór sem fór.
Eigið ljúfan dag elsku bestu. Girnó, 2009, jólapakkauppskrift bíður spennt eftir að líta dagsins ljós í eftirmiðdaginn.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)