Hvað er það við þessar baunir?

Díses.

Ég skil þetta ekki.

Hreinlega skil þetta bara ekki.

Hvað er það við kaffi sem er svona gott? Það er ekki einusinni það gott á bragðið, ramt, en samt svo... svo gott!

Hvað kom eiginlega fyrir bragðlaukagúbbann?

Við skulum ekki hætta okkur út í umræður á félögunum heitu kaffi og dökku súkkulaði. Það er pro!

Tiramisu - með betri leiðum til að innbyrða kaffi!

Finn samt ekki fyrir áhrifunum sem þessi endurlífgunarelexír á að veita manni. Ef eitthvað, þá verð ég meira sybbin og værukeyr eftir kaffisopann - eitthvað við það að sötra heitt kaffi sem er svo ægilega notó. Hvort sem það er rétt fyrir svefn eða rétt eftir uppvaknelsi.

Fór á Kaffi París um daginn og slurpaði í mig frekar ógeðfelldum kaffibolla. Svolítið eins og blessað kaffið væri endurnýtt. Hálfgert pjatt en kaffið var piss.

Te og kaffi - jah. Held það sé barasta besta kaffið sem ég hef fengið hérna á höfuðborgarsvæðinu og svo að sjálfsögðu  Kaffi Krús á Selfossi. Það var ægilega fínt.

Mjög óskýr mynd af Kaffi Krús kaffi.

Kaffi krús kaffi

Sjáið svo bara hvað strákurinn hennar Ernu vinkonu er afskaplega vel heppnað eintak! Bara yndi!

Ernukútur

Þó litli snúður komi kaffi ekki við per se, teiknaði ég þessa mynd af honum yfir 100.002 áströlskum kaffibollum og vitið það mín kæru... ástralskt kaffi er töluvert mikið ofurbetra en íslenskt.

Nýsjálenskt kaffi er rómað. Nýsjálensk kaffidrykkja er því fyrirséð kaffidrykkja í minni nánustu framtíð.

Var síðan á Amokka í fyrradag og fékk feikivont kaffi. Allt of brennt. Fíla það ekki. Bollinn líka stútfullur af baunamylsnu. Væri fínt að nota svona brennd/sterk ... köff... sem grunn í hina ýmsustu kaffidrykki samt sem áður.

Kannski ég setji mér það sem markmið að finna hið fullkomna kaffi + kaffihús hérna á Íslandinu? Hver veit.

Hinsvegar er kaffivélin upp í vinnu barasta með betri baunamölunarmaskínum sem ég veit um! Get svo svarið það... fyrir utan Hlöðver að sjálfsögðu! Hann á sérstakan stað í hjartanu.

baunmölunarmaskína

johmn

Þetta er algerlega nýr markaður fyrir mig að kanna! Alveg hreint stórkostlega fínt hmm... ha!

Eigið þið uppáhalds kaffihús hérna í nágrenni við miðju alheimsins?

BWWLLLLAARRRGHHHH...ÖÖÖGGHHH... GUÐMINNGÓÐURÓGEÐ!!! Haldið þið að ég hafi ekki gúllað í mig síðasta sopanum af kaffinu og hann var kaldur. Þvílíkt og annað eins... ojbara! Shit.

Djö... þetta er án efa í 23 skipti sem ég geri þetta. Kræst. ((hrollur))

Föstudagur. Föstudagur til feikigleði. Njótið hans sem mest þið megið elskurnar.

Feikilega... feykilega. Er þetta orð með y eða ekki?

Þetta var mjög... mjög dularfullur bloggpistill!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Besta kaffið sem ég hef fengið er í Mosfellsbakarí við Háaleitisbraut.

Begga (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 10:36

2 identicon

Hæ Ella, ég er algjör kaffikelling og mig langaði að benda þér á silfurbaunirnar, veit að Innnes/Selecta flytur þær inn og þær eru mjög bragðgóðar, eru víst olíuminni en margar baunir og fara því ekki eins illa með kaffivélina. Annars langaði mig að leita ráða hjá þér. Þannig er að ég æfi fimleika og á þri og fim eru æfingarnar seint, 21 - 22.30 á kvöldin. Þar sem þessar æfingar innihalda mikið hopp og skopp get ég ekki borðað kvöldmat seinna en 18, 18.30 þessa daga og þá mjög léttan kvöldmat sem veldur því að ég er mjög svöng þegar ég kem heim kl að verða 23. Ég bara verð að borða eitthvað en spurningin er, hvað er best að borða ef maður þarf að borða svona seint? Hvað myndir þú borða? Tek það fram að ég er að létta mig, þarf að losna við ca 8 kg.  Kv. Íris

Íris Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 11:17

3 identicon

Espresso bar á Lækjartorgi er mega! :) En ég er líka sammála með Kaffi Krús, það er eiginlega besta kaffið á Íslandi!

Kristrún (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 11:17

4 identicon

kaffihúsið á Kárastíg....þér mun finnast te&kaffi rusl eftir að hafa smakkað þþað!!

annars fer ég á kaffitár efég er á ferðinni fjarri kárastígnum!

ásta (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 12:00

5 identicon

Kaffi Haítí niðri á höfn ....ummmm

Elísa (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 12:17

6 identicon

Frábærlega vel gerð teikning hjá þér :-)

Og takk fyrir alla skemmtilegu pistlana þína sem klárlega gefa extra gleði í daginn...

Guðrún (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 15:57

7 identicon

psst feikilegur ;) (þótt mér finnist að hitt eigi að vera rétt).

En kaffi, hmm - er ekki viss - á eflaust enn eftir að finna besta staðinn - jú, hérna - Kaffismiðjan: http://www.kaffismidja.is/kaffihusid/ bjóða m.a.s. upp á hafragraut með sultu (alveg datt mér þú í hug þegar að ég sá það!)

R (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 21:13

8 identicon

Kaffismiðjan Kárastíg ;) svooo gott kaffi þar.

Elísabet (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 21:29

9 identicon

Kaffifjelagið, Skólavörðustíg.

Kristín (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 23:59

10 identicon

Ég gef kaffismiðjunni mitt stig líka! Mig dreymir það kaffi! Þér á eftir að finnast te og kaffi commercial rusl eftir sopa af kaffismiðjukaffi! mmmmm...

inam (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 05:37

11 identicon

Kaffismiðjan er mitt uppáhald líka!! Svo af einhverjum ástæðum er ég mun hrifnari af Kaffitár heldur en Te og kaffi undanfarið.

Oh, nú langar mig í kaffi. Gott kaffi.

Elín Lóa (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 10:21

12 identicon

KAFFISMIÐJAN KÁRASTÍG AÐ SJÁLFSÖGÐU

Kristin (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 12:49

13 identicon

Ég kýs nú frekar Kaffitár heldur en Te og Kaffi. Annars er mitt eigið kaffi langbest og ég nota BARA pressukönnu! Þoli ekki kaffi úr vélum. Og svo er bráðnauðsynlegt að drekka það úr þunnum gömlum spábollum. Mér finnst hljóðið svo yndislegt þegar maður hellir kaffinu í bollann

Kolla Kvaran (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 13:16

14 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hohh!! Mikið, mikið af kaffihúsum, köffum og öðru kaffitengdu sem ég á eftir að prófa greinilega!

Mosfellsbakarí, Espresso bar, Kaffihúsið Kárastíg (kaffismiðjan), Kaffi Haítí, Kaffifélagið (skólavörðustígur) og svo að brugga sitt eigið eins og Kolla!!

Sýnist samt kaffismiðjan vera að rústa þessu - prófa það við tækifæri!

Guðrún: Takk fyrir það kærlega elsku besta :)

Íris Kristjáns: Jah. Það er spurning. Skyr og möndlur, próteinskot + hnetusmjör, kannski ávöxt til að seðja það sárasta? Hvenær ferðu í háttinn?

Svo er líka spurning hvernig ákefðin er á æfingunum hjá þér, maður þarf að passa að gefa skrokknum rétt að "borða" þegar æft er undir miklu álagi, bæði fyrir og eftir. Fá sér þá kannski gróft brauð með kotasælu og ávöxtum, eitthvað slíkt?

Ég myndi ráðleggja þér að setja þig í samband við t.d. einkaþjálfara eða næringarfræðing - nema þú prófir að senda fyrirspurn á hana Röggu og vita hvort hún geti leiðbeint þér eitthvað? Ef einhver veit, þá veit hún :)

Elín Helga Egilsdóttir, 9.10.2010 kl. 14:22

15 identicon

Takk fyrir þetta, ég er að öllu jöfnu farin í háttinn um 23 en eftir fimleikaæfingarnar er maður frekar hyper og er ekki sofnuð fyrr en um eittleytið. Þetta venst vonandi, ekki gott að sofna svona seint en ég bara tími ekki að sleppa fimleikunum, ótrúlega skemmtileg líkamsrækt :)

Íris Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 14:43

16 identicon

Þetta er svo æðislega fín mynd sem þú gerðir af Lallanum okkar. Enda er hún hér á stofuveggnum! :)

Uppáhaldsið mitt í kaffihúsum er Mokka á Skólavörðustíg þó ég hafi ekki farið þar lengi. En það er samt líka bara útaf gömlu MR-árunum + það er ótrúlega krúttlegt þarna. Heita súkkulaðið er líka ógeðslega gott og heita brauðið með skinku, aspas og sinnepi. Oh yes. Núna er samt bara opið á daginn og þess vegna hef ég ekki komist á það í ... nokkur ár!

Erna (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 20:43

17 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Íris Kristjánsdóttir: Nei um að gera og hreyfa sig og hafa gaman af! En af því þetta er það seint og þú í háttinn stuttu eftir að þú kemur heim þá myndi ég halda að eitthvað létt væri málið, en gefur þér samt alla þá næringu sem þarf. Prótein + kolvetni eða prótein + fita.

Erna: Það skiptir einmitt svo miklu máli líka. Stemningin! Ekkert gaman að sötra kaffi á stól þar sem þú þarft að halda jafnvægi sjálfur umvafinn satanískri hrukkubirtu og sterílu andrúmslofti. Jájájá.. þetta þarf allt að púslast vandlega og vel saman ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 10.10.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband