Færsluflokkur: Hleðsludagur

Séð og heyrt á hleðsludegi

Haldið þið ekki að átvaglið og hafragrautarnir hafi birst í Séð og heyrt í dag! Skemmtilegt nokk!

Hleðsludagur í dag! Kolvetni gleypt eins og enginn sé morgundagurinn! Risaskál af einum einföldum hömsuð í morgun. Hádegismatur samanstóð af kjúklinga baguette með hot sauce og grænmeti. Myndavélin mín kær missti vit og rænu áður en ég náði mynd af ofurlanglokunni fullunninni - en trúið mér elskurnar, hún var svaðaleg.

Tex mex súpa og kjúlli reiðubúinn i samloku

Tex mex súpan var góð en ég fékk mér bara smakk. Notaði pínkulítið af henni sem "sósu" á langlokukvikindið ásamt hot sauce og grænmeti. Kannski 1 - 2 msk.

Sósaður kjúlli

Hotness 

 

 

 

 

 

Gott gott ét! Æfing á eftir. Fætur munu gráta og grettur taka völdin.

Annars er ég alveg að komast í "búum til eitthvað" nýtt gírinn eftir jólatörnina. Ég sé fyrir mér allskonar bökunardót og bakkelsi ásamt ofurgrautum og girnilegum kvöldmat hinumegin við hæðina.

Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma yfir hæðina með sólgleraugu?

-Ekki neitt, hann þekkti þá ekki!

 

Já ég veit... þetta var stórkostlegur brandari!


Hleðsludagur, taka tvö

Ég lærði mína lexíu síðasta laugardag - það er betra að hafa hleðsluna inn í miðri viku þar sem laugardagar eru þekktir sem "slepptu þér manneskja - éttu þangað til augun standa út úr höfðinu" hjá fleirum en mér! Þó svo "svindlið" hafi ekki verið stórt þá var það svo sannarlega bannað og fimmtudagar eru fullkomnir fyrir jóla-bökunar-nammiátvagl sem smámsaman er að jóla-áts-bugast. Þar sem fimmtudagur er jú fimmti dagurinn í vikunni og skv. mínu tímatali, vinnudagur, þá er aðeins erfiðara að hafa gúrmey stemmara í hleðslunni. En myndirnar láta ekki á sér standa - ég hafði það assgoti gott í dag!

Fyrir æfingu 

Rjómakenndur bananagrautur með rúslum

Sami grautur og síðast, sömu hráefni, sama magn - önnur aðferð, önnur áferð.

Bananagrautur með eggjahvítum, vanilló, kanil og rúslum

Eggjahvítur örbylgjaðar þangað til stífar og hrærðar í spað. Hafrar settir í pott með tvöföldu magni af vatni, stöppuðum banana, vanilló og kanilló. Soðið upp, eggjahvítum bætt út í þegar þykkt á graut er að þínu skapi, hellt í skál og rúslum stráð yfir. Svoooo gott! Bananinn gerir grautinn ekki bara sætan, heldur að algerum rjómakenndum fluffypúða. Lovit. Sjáið t.d. muninn á þessum graut og síðasta hleðslugraut! Setti núverandi reyndar í ísskáp yfir nótt og í morgun var hann eins og karamella. Hefði verið geggjað að setja rommdropana út í þennan - hefði komið vel út.

Bananagrautur með eggjahvítum, vanilló, kanil og rúslum

Bananapönnsugrautur með rommi og rúsínum 

 

 

 

 

 

Eftir æfingu 

Stútfull skál af dísætu Kelloggs Special K með "Vanilla Ice" prótein búðin

Ice ice baby! Hrærði próteinið þykkt með vatni og klaka, hellti í skál plastbox og morgunkornið yfir. Eftir nokkra stund hrærði ég þessu þó öllu saman og borðaði eins og bragðaref. Svínvirkar og kornið gúffað hratt og örugglega.

Vinnublender - enginn Kitchen Aid hérna

Vanillu prótein búðingur með Speical K 

 

 

 

 

 

 

Hádegismatur 

Kínanúðlur með eggjahvítum og grænmeti

Sama og síðast. Ég stóðst ekki mátið! Þær voru.. eru bara of góðar. Nohm! Ég er með kínanúðluþráhyggju á háu stigi þessa stundina. Enn og aftur kom magnið mér á óvart og enn og aftur kom ég sjálfri mér á óvart með því að klára þetta allt!

Kínanúðlur með grænmeti og gleði

Mjög.... mjög mikið af kínanúðlum

 

 

 

 

 

 

 

Kaffi

Kjúklingapíta kramin í grilli

Ostur og deig klikkar aldrei! Hafði kjúklinginn í hunangsdijon/vinagrette og steinseljulegi í nótt. Hvað annað? Troddaði inn í pítabrauðið ásamt grænmeti, eplasneiðum, 9% osti og kramdi... kramdi frá mér allt vit! Samstarfsfólk góndi og glápti forviða þegar ég stóð við grillið hlæjandi tryllingslegum vondukallahlátri. Þið verðið svo að fyrirgefa mér myndirnar, litla fína myndavélin mín er að geyspa golunni held ég.

Le monstre

Hleðslupíta með kjúlla - nahm 

 

 

 

 

 

 

Brenndur ostur, ég veit ekki hvað gerist en stórkostlegt er það. Ég eeelska... brenndan ost. Þetta er örugglega óhollt úr því það hlakkar í átvaglinu - en ó... gleðin einar. Bráðinn ostur er ekki verri! Ostur og deig.. ostur og deig! *hamingja*

Biti af brenndum osti

Hleðslupíta með kjúlla og 9% osti

 

 

 

 

 

 

Ohhh... búið!

Ohh.. búin.

Kvöldmatur

Bolognese hambó

Ég á engin orð. Engin. Þetta var svakalegur hambó. Semi bolognese sósa. Skar niður hvít- og rauðlauk ásamt púrru og steiki í 30 sek á pam-aðri pönnu. Hellti þarnæst niðursoðnum tómötum frá Ítalíu (enginn sykur, salt...) út á pönnuna og 1 dl vatni ásamt smátt skornum gulrótum, sveppum og papriku. Kryddaði með oregano, basil, steinselju, salti, pipar, cumin, kanil og kóríander. Ffjúhh! Lét malla þangað til þykkt. Hambó púslaði ég saman úr kannski 3 gr. eggjahvítu, 96% hakki og kryddum. Steikti með sósunni og púslaði svo dýrðinni saman!

Bolognese hambó

Bolognese hambó

 

 

 

 

 

 

Sósa á botninn, hambó, ostur, tómatar, rauðlaukur, paprika, meiri sósa og hamborgaralok! Hrmpfh!

Dýrðin kramin saman í viðráðanlega bithæðOmpfh.. gompfh

 

 

 

 

 

 

Fyrir svefninn

Banana og próteinbúðingur með frosnum jarðaberjum

Frosinn banani hrærður í muss, próteini bætt út í og örlitlu vatni og vanillu. Blandan verður mjög þykk. Jarðaber sett í skál og banana/prótein blöndunni hellt út á. Láta bíða smá í ísskáp þangað til þolinmæðin er á þrotum. Þá étið með áfergju. Gott slútt á massa fínum hleðsludegi.

Banana og prótein búðingur með frosnum jarðaberjumBanana og prótein búðingur með frosnum jarðaberjum

 

 

 

 

 

 

Niðurtalning er hafin að nýju. Þakkargjörð á laugardaginn, Boston helgina á eftir. Helgina eftir Boston verður líklegast jólahlaðborð og þar á eftir fyrsta fríhelgin í "sumarfríinu" mínu og svooo...


Einn einfaldan takk

Oj hvað ég er í mikilli fýlu út í sjálfa mig ákkúrat núna! Af sex máltíðum á hleðsludegi klúðraðist ein sökum óviðráðanlegra aðstæðna, fjarveru frá Gúmmulaðihelli og hráefnaleysis. Iss... se la vi geri ég ráð fyrir, það kemur annar hleðsludagur eftir þennan, en assgoti er þetta hundfúlt! Angry

Þegar ég er að fylgja svaðalegu ofurplani þá vil ég hafa hlutina 110%. Það þýðir í flestum tilfellum að undirrituð á mjög erfitt með að leyfa sér að mæta "óvænt" í matarboð, fá sér kökur í kaffiboðum og er almennt leiðinlega manneskjan sem borðar ekki það sem fyrir hana er lagt. Ekki að reyna að vera viljandi leiðinleg að sjálfösgðu. En þegar mánuður og mánuður er tekinn í senn, þá er það bara svo skammur tími og eitt, tvö.... klikk geta þýtt stórt skarð í árangri. Það er því hér með bannað að hugsa/segja "Ertu virkilega í svo ströngu "aðhaldi" að þú getir ekki borðað hérna með okkur?" um/við fólk sem vill standa sig súper vel í sinni heilsu-/líkamsrækt!

Nóg komið af skömmum og fnasi á þessum annars ágæta sunnudegi! Og nei, þessu er ekki beint að einum eða neinum, bara út í mitt innra sjálf Grin

Morgunmaturinn var eðal. Hafragrautur í sinni einföldustu mynd og eggjahvítupönnsa með jarðaberjum.

Hafragrautur og eggjahvítupönnsa með jarðaberjum

Gamli góði klikkar aldrei - hafrar, tvöfalt vatnsmagn (nú eða undanrenna), vanilló, kanill og eitt egg sett í pott og soðið upp. Eggið gerir grautinn mjög fluffy og mjúkan. Kemur reyndar mikið bragð af rauðunni, ef þið fílið það ekki þá er um að gera og bæta smá hunangi/ávöxtum/rúslum... til að sæta upp. Fyrir mitt leiti er það óþarfi.

Einn einfaldur

Annars var fyrrihelmingur hleðsludags með besta móti og næsta hleðsla skal sko ekki klikka! Hún verður föst og slegin næsta fimmtudag, engar undantekningar og allt skráð og skjalfest! Fékk mér hinsvegar kjúklinga panini í kaffinu í gær og það var gott og gleðilegt. Æðisleg balsamic-eplaediks dressing með dijon sinnepi og steinselju fylgdi með samlokunni, átvaglinu til ævarandi hamingju.

Kjúklinga panini

Kjúklinga panini

 

 

 

 

 

 

Svo er ég loksins búin að finna hafrakökurnar sem ég ætla að hafa í jólapakkanum! Þessar... eru... geggjaðar. Stökkar út í kanntana, mjúkar og karamellukenndar í miðjunni! Ójá! Mjög jákvætt alltsaman. Nú þarf ég bara að finna góðar smákökur sem innihalda súkkulaði í einhverju formi.

Pottþétt jólakakaHafrakaka

 

 

 

 

 

 

Jólakökur1Jólakökur1

 

 

 

 

 

 

Biscotti gerð hefur því hér með formlega verið hleypt af stokkunum. Aðeins að skipta úr smákökugírnum. Verður allt klappað og klárt fyrir bökunarhelgina miklu 18. - 20. des. Jólapakkinn rennur í hlað og kökurnar ennþá heitar! Mmmmm...


Hleðsludagurinn ógurlegi - fyrsti hluti

Morgunmatur

Bananapönnsugrautur með rommi og rúsínum.

Banani örbylgjaður í muss og bætt út í vel kryddaðan pönnsugraut. Rommdropar komu við sögu. Rúslum stráð yfir, inn í ísskáp og hlakka til að vakna. Þessi var hamingjan einar. Ákkúrat áferðin sem ég var að leita eftir. Þéttur í sér, næstum eins og brauð og ó, svo sætur.

Bananapönnsugrautur með rommi og rúsínumBananapönnsugrautur með rommi og rúsínum

 

 

 

 

 

 

Eftir æfingu

Ristuð beygla með kanilpróteini og Special K krumsi. Óguð!

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi

 Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi

 

 

 

 

 

Hreint prótein blandað mjög þykkt með vatni, kanil og vanilludropum. Beyglan ristuð og próteinið smurt yfir beygluna og látið leka smá ofan í brauðið. Kanil stráð yfir.

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsiRistuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi

 

 

 

 

 

 

Special K krumsi stráð yfir og smá prótein yfir morgunkornið. Þetta var ekkert nema gott. Sætt, stökkt beyglubrauð, karamellukennt kanilprótein og kornflex crunch. *hamingja*  Rúsínu og kanilbeygla næst!

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsiRistuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi 

 

 

 

 

 

Ohhh neiiii ... búið!!

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsiOhhh.. búið!

 

 

 

 

 

 

Hádegismatur

Kínanúðlur með krumpueggi og grænmeti.

Síðan ég var peð hef ég alltaf kallað krullaðar núðlur, kínanúðlur. Hádegismaturinn voru því kínanúðlur og krumpuegg með snöggsteiktu grænmeti. Búin að vilja gleypa svona núðlur í mig í óratíma og vá... þessar voru geðbilaðslega góðar þó ég segi sjálf frá!

Fyrst, hita vatn í örbylgju og leysa upp 1 grænmetistening. Setja núðlur í skál og hella smá vatni yfir þær - rétt til að mýkja.

Núðlur að mýkjast

Hita svo 2 tsk soja og 2 tsk hrísgrjónaedik í djúpum botti. Hella þar út á hvítlauk, lauk, skarlot, púrrulauk, engifer og smá chilli. Steikja í um það bil 30 sek.

 Laukurinn að mýkjast

Bæta því grænmeti út í sem þú vilt nota ásamt rauðum piparflögum. Steikja í nokkra stund í viðbót eða þangað til grænmetið er orðið aðeins mjúkt.

Það sem til var í ísskápnumGrænmetið byrjað að eldast

 

 

 

 

 

 

Bæta þá núðlunum út í pottinn ásamt rest af soði (fara eftir leiðbeiningum á pakka), 2 tsk soja, 2 tsk hrísgrjónaedik og ponsulitlu hunangi. Hræra saman þangað til núðlurnar hafa drukkið í sig soðið. Bæta eggjahvítum út í gumsið og hræra saman. Hella í skál, skreyta með t.d. sesamfræjum, kóríander - meira af rauðum chilliflögum. BORÐA!

Geggjaðar eggja- og grænmetisnúðlur

Jebus, þetta er nóg fyrir heila fjölskyldu...

Geggjaðar eggja- og grænmetisnúðlur

...og ég át þetta ein! Pouty

Guð... minn... góður!

Shit!

Afsakið orðbragðið!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband