Hleðsludagur, taka tvö

Ég lærði mína lexíu síðasta laugardag - það er betra að hafa hleðsluna inn í miðri viku þar sem laugardagar eru þekktir sem "slepptu þér manneskja - éttu þangað til augun standa út úr höfðinu" hjá fleirum en mér! Þó svo "svindlið" hafi ekki verið stórt þá var það svo sannarlega bannað og fimmtudagar eru fullkomnir fyrir jóla-bökunar-nammiátvagl sem smámsaman er að jóla-áts-bugast. Þar sem fimmtudagur er jú fimmti dagurinn í vikunni og skv. mínu tímatali, vinnudagur, þá er aðeins erfiðara að hafa gúrmey stemmara í hleðslunni. En myndirnar láta ekki á sér standa - ég hafði það assgoti gott í dag!

Fyrir æfingu 

Rjómakenndur bananagrautur með rúslum

Sami grautur og síðast, sömu hráefni, sama magn - önnur aðferð, önnur áferð.

Bananagrautur með eggjahvítum, vanilló, kanil og rúslum

Eggjahvítur örbylgjaðar þangað til stífar og hrærðar í spað. Hafrar settir í pott með tvöföldu magni af vatni, stöppuðum banana, vanilló og kanilló. Soðið upp, eggjahvítum bætt út í þegar þykkt á graut er að þínu skapi, hellt í skál og rúslum stráð yfir. Svoooo gott! Bananinn gerir grautinn ekki bara sætan, heldur að algerum rjómakenndum fluffypúða. Lovit. Sjáið t.d. muninn á þessum graut og síðasta hleðslugraut! Setti núverandi reyndar í ísskáp yfir nótt og í morgun var hann eins og karamella. Hefði verið geggjað að setja rommdropana út í þennan - hefði komið vel út.

Bananagrautur með eggjahvítum, vanilló, kanil og rúslum

Bananapönnsugrautur með rommi og rúsínum 

 

 

 

 

 

Eftir æfingu 

Stútfull skál af dísætu Kelloggs Special K með "Vanilla Ice" prótein búðin

Ice ice baby! Hrærði próteinið þykkt með vatni og klaka, hellti í skál plastbox og morgunkornið yfir. Eftir nokkra stund hrærði ég þessu þó öllu saman og borðaði eins og bragðaref. Svínvirkar og kornið gúffað hratt og örugglega.

Vinnublender - enginn Kitchen Aid hérna

Vanillu prótein búðingur með Speical K 

 

 

 

 

 

 

Hádegismatur 

Kínanúðlur með eggjahvítum og grænmeti

Sama og síðast. Ég stóðst ekki mátið! Þær voru.. eru bara of góðar. Nohm! Ég er með kínanúðluþráhyggju á háu stigi þessa stundina. Enn og aftur kom magnið mér á óvart og enn og aftur kom ég sjálfri mér á óvart með því að klára þetta allt!

Kínanúðlur með grænmeti og gleði

Mjög.... mjög mikið af kínanúðlum

 

 

 

 

 

 

 

Kaffi

Kjúklingapíta kramin í grilli

Ostur og deig klikkar aldrei! Hafði kjúklinginn í hunangsdijon/vinagrette og steinseljulegi í nótt. Hvað annað? Troddaði inn í pítabrauðið ásamt grænmeti, eplasneiðum, 9% osti og kramdi... kramdi frá mér allt vit! Samstarfsfólk góndi og glápti forviða þegar ég stóð við grillið hlæjandi tryllingslegum vondukallahlátri. Þið verðið svo að fyrirgefa mér myndirnar, litla fína myndavélin mín er að geyspa golunni held ég.

Le monstre

Hleðslupíta með kjúlla - nahm 

 

 

 

 

 

 

Brenndur ostur, ég veit ekki hvað gerist en stórkostlegt er það. Ég eeelska... brenndan ost. Þetta er örugglega óhollt úr því það hlakkar í átvaglinu - en ó... gleðin einar. Bráðinn ostur er ekki verri! Ostur og deig.. ostur og deig! *hamingja*

Biti af brenndum osti

Hleðslupíta með kjúlla og 9% osti

 

 

 

 

 

 

Ohhh... búið!

Ohh.. búin.

Kvöldmatur

Bolognese hambó

Ég á engin orð. Engin. Þetta var svakalegur hambó. Semi bolognese sósa. Skar niður hvít- og rauðlauk ásamt púrru og steiki í 30 sek á pam-aðri pönnu. Hellti þarnæst niðursoðnum tómötum frá Ítalíu (enginn sykur, salt...) út á pönnuna og 1 dl vatni ásamt smátt skornum gulrótum, sveppum og papriku. Kryddaði með oregano, basil, steinselju, salti, pipar, cumin, kanil og kóríander. Ffjúhh! Lét malla þangað til þykkt. Hambó púslaði ég saman úr kannski 3 gr. eggjahvítu, 96% hakki og kryddum. Steikti með sósunni og púslaði svo dýrðinni saman!

Bolognese hambó

Bolognese hambó

 

 

 

 

 

 

Sósa á botninn, hambó, ostur, tómatar, rauðlaukur, paprika, meiri sósa og hamborgaralok! Hrmpfh!

Dýrðin kramin saman í viðráðanlega bithæðOmpfh.. gompfh

 

 

 

 

 

 

Fyrir svefninn

Banana og próteinbúðingur með frosnum jarðaberjum

Frosinn banani hrærður í muss, próteini bætt út í og örlitlu vatni og vanillu. Blandan verður mjög þykk. Jarðaber sett í skál og banana/prótein blöndunni hellt út á. Láta bíða smá í ísskáp þangað til þolinmæðin er á þrotum. Þá étið með áfergju. Gott slútt á massa fínum hleðsludegi.

Banana og prótein búðingur með frosnum jarðaberjumBanana og prótein búðingur með frosnum jarðaberjum

 

 

 

 

 

 

Niðurtalning er hafin að nýju. Þakkargjörð á laugardaginn, Boston helgina á eftir. Helgina eftir Boston verður líklegast jólahlaðborð og þar á eftir fyrsta fríhelgin í "sumarfríinu" mínu og svooo...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ok.. mig dreyyymir um þykkan prótínbúðing en ég næ ALDREI mínu svona þykku. Því verð ég að vita kæra fröken hleðsla, hvaða prótein er gætt þessum hæfileikum??

Helena (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:27

2 identicon

Ég varð vitni að hljóðunum í gegnum síma þegar þessari vesalings pítu var slátrað, það er eitthvað sem að gleymist seint! 

Stundum seint, seint á kveldin - þá heyri ég hljóðin enn: kjamms kjamms sluuuuuuurrrrrppp og svo ópin í pítunni

Dossa (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:57

3 identicon

ffoookkk hvað þessu hleðsudagur er geðveikur hjá þér... díses hvað ég var gjörsamlega að klúðra mínum.. ég var alltaf með e-h kartöflur í MIKLU magni, aldrei neitt djúsí og gott... djö skal ég hafa minn flottan næst ;)

held að trixið við þykkan próteinbúðing sé magn vatns og klaka. bara að byrja með lítið af vökva og bæta frekar í.. :)

Heba Maren (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 07:09

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Helena: Jú, sama og Heba segir  Fullkomið jafnvægi klaka og vatns á móti því próteini sem þú notar. Hef tekið eftir því að það er smá munur á próteinum hvað þetta varðar. En æfingin (og tilraunir) skapar próteinbúðingameistarann!

Dossa: ahahahhaa já. Pítan átti ekki sjö dagana sæla á meðan áti stóð. Svo mikið er víst. Held líka að grillið sem hún var kramin í ætli að kæra mig!

Heba: Kartöflur klikka samt aldrei. Næst ætla ég einmitt að vera með ofnbakaðar thyme teitur með gulrótum og svo djúsí, feita, nautalund (kvöldmaturinn). *slöööööf*

Elín Helga Egilsdóttir, 27.11.2009 kl. 08:38

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jöss.. fullt af hugmyndum guðmundum fyrir næsta hleðslukvikindið mitt.

Helena! Eftir margra ára reynslu og tilraunastarfsemi með hinar ýmsu tegundir kemst ekkert duft með tærnar þar sem Scitec hefur hælana, hvorki í þykkt né bragði. Sóðalegur sæmundur.

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.11.2009 kl. 09:48

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heyrðu já, ég þarf að prófa það! Hvar kemst maður í svoleiðis guðdóm?

Elín Helga Egilsdóttir, 27.11.2009 kl. 09:56

7 identicon

Ella: var að panta mér svona fyrir hálftíma ... sendir tölvupóst á siggi @fitness.is og pantar þér prótein þannig. Ég er búin að senda inn pöntun fyrir súkkulaði kókos delight og get ekki beðið eftir að fá það í hús!!

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 01:32

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

OHh sniiilld! Takk kærlega fyrir þetta Hólmfríður. Ætla að panta núna - hlakka mikið til að prófa!

Elín Helga Egilsdóttir, 28.11.2009 kl. 08:06

9 identicon

Ekki málið, nú er bara að telja niður dagana

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband