Hleðsludagurinn ógurlegi - fyrsti hluti

Morgunmatur

Bananapönnsugrautur með rommi og rúsínum.

Banani örbylgjaður í muss og bætt út í vel kryddaðan pönnsugraut. Rommdropar komu við sögu. Rúslum stráð yfir, inn í ísskáp og hlakka til að vakna. Þessi var hamingjan einar. Ákkúrat áferðin sem ég var að leita eftir. Þéttur í sér, næstum eins og brauð og ó, svo sætur.

Bananapönnsugrautur með rommi og rúsínumBananapönnsugrautur með rommi og rúsínum

 

 

 

 

 

 

Eftir æfingu

Ristuð beygla með kanilpróteini og Special K krumsi. Óguð!

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi

 Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi

 

 

 

 

 

Hreint prótein blandað mjög þykkt með vatni, kanil og vanilludropum. Beyglan ristuð og próteinið smurt yfir beygluna og látið leka smá ofan í brauðið. Kanil stráð yfir.

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsiRistuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi

 

 

 

 

 

 

Special K krumsi stráð yfir og smá prótein yfir morgunkornið. Þetta var ekkert nema gott. Sætt, stökkt beyglubrauð, karamellukennt kanilprótein og kornflex crunch. *hamingja*  Rúsínu og kanilbeygla næst!

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsiRistuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsi 

 

 

 

 

 

Ohhh neiiii ... búið!!

Ristuð beygla með kanil próteinbúðing og special k krumsiOhhh.. búið!

 

 

 

 

 

 

Hádegismatur

Kínanúðlur með krumpueggi og grænmeti.

Síðan ég var peð hef ég alltaf kallað krullaðar núðlur, kínanúðlur. Hádegismaturinn voru því kínanúðlur og krumpuegg með snöggsteiktu grænmeti. Búin að vilja gleypa svona núðlur í mig í óratíma og vá... þessar voru geðbilaðslega góðar þó ég segi sjálf frá!

Fyrst, hita vatn í örbylgju og leysa upp 1 grænmetistening. Setja núðlur í skál og hella smá vatni yfir þær - rétt til að mýkja.

Núðlur að mýkjast

Hita svo 2 tsk soja og 2 tsk hrísgrjónaedik í djúpum botti. Hella þar út á hvítlauk, lauk, skarlot, púrrulauk, engifer og smá chilli. Steikja í um það bil 30 sek.

 Laukurinn að mýkjast

Bæta því grænmeti út í sem þú vilt nota ásamt rauðum piparflögum. Steikja í nokkra stund í viðbót eða þangað til grænmetið er orðið aðeins mjúkt.

Það sem til var í ísskápnumGrænmetið byrjað að eldast

 

 

 

 

 

 

Bæta þá núðlunum út í pottinn ásamt rest af soði (fara eftir leiðbeiningum á pakka), 2 tsk soja, 2 tsk hrísgrjónaedik og ponsulitlu hunangi. Hræra saman þangað til núðlurnar hafa drukkið í sig soðið. Bæta eggjahvítum út í gumsið og hræra saman. Hella í skál, skreyta með t.d. sesamfræjum, kóríander - meira af rauðum chilliflögum. BORÐA!

Geggjaðar eggja- og grænmetisnúðlur

Jebus, þetta er nóg fyrir heila fjölskyldu...

Geggjaðar eggja- og grænmetisnúðlur

...og ég át þetta ein! Pouty

Guð... minn... góður!

Shit!

Afsakið orðbragðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

djöfull ertu sniðug með hafragrautinn og eftir æfingu máltíðina.. sjitt hvað ég ætla að prufa þetta....

tx fyrir að deila þesssu...

Heba Maren (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 19:33

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta var afskaplega jákvætt át! Sérstaklega eftir æfingu beyglan! *Hómerhljóð*

Elín Helga Egilsdóttir, 22.11.2009 kl. 09:34

3 identicon

Snilldar síða hjá þér! Ég er farin að kíkja hér inn á hverjum degi.

Rosa girnilegur eggja og grænmetis núðlu rétturinn þinn. En ein spurning, hvaða grænu baunir eru þetta ?

Takk fyrir að vera svona viljug að leyfa "Pétri og Páli" að fylgjast með ;)

Helen (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 10:52

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohhh grænurnar mínar. Elska grænar baunir. Þetta eru bara frosnar grænur frá euroshopper minnir mig

Það var nú mest lítið með Pétur og Pál. Til þess var leikurinn gerður

Elín Helga Egilsdóttir, 22.11.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband