Færsluflokkur: Pressan

Heilsupressan á húrrandi siglingu

Ég er ægilega ofurspennt.

Þar af leiðandi er mér sönn ánægja að segja frá því að ég, ásamt góðu liði ofurheilsuhetja, verð með pistla, eða blogg, fyrir nýja heimasíðu á vegum Gunnars Más Sigfússonar. Armur frá pressupennum, Golfressan o.fr.

Heilsupressan!

Allsherjar heilsusíða fyrir þá sem vilja vita/læra allt milli himins og jarðar tengt heilsu/matarræði/æfingum ofr. Virkilega ljúffengt lið af fólki sem að þessu kemur, meðal annars eðalkvendið hún Ragga mín Nagli, og sem kemur til með að deila leyndardómum heilsusamlegs lífernis og skrokks í toppstandi. Pff.. ekki miklir leyndardómar svosum, en ótrúlegt en satt þá eru þessar upplýsingar afskaplega vel "faldar" á netinu og maður veit aldrei hverju best sé að treysta. Þessi síða ætti því að auðvelda leitina þar sem allsherjar fróðleikur, samþjappaður á einum stað, er ekkert nema gleði og ég ekkert smá kát að fá að fylgja með og taka þátt!

Nú er því stóra spurningin sú hvort ungfrúin færi bloggið blessað yfir á pressuna eða haldi áfram skrifum hér? Ef ég færi það ekki yfir myndi ég ljá pressunni almennar spælingar og grautargleði í bland við millimál og nota þennan vettvang til að tuða um daginn, veginn og hversu mikið ég elska áferðina á baunasúpum!

Og hversu mikið ég elska kanil... og skeiðar... og súkkulaði... og hnetur...

Þið viljið kannski aðstoða mig við ákvörðunina? Wink Hvíla mbl í einhvern tíma... alfarið?

Heilsupressan fer annars í loftið næstkomandi laugardag. Ég hef þegar fengið smá innsýn í pistlana sem koma til með að líta dagsins ljós á þessum annars ágæta vettvangi. Barasta flottir og stút.. glimrandi fullir af fróðleik.

Þið verðið ekki vonsvikin... treystið mér. Meira að segja ég er að drepast ég hlakka svo til alls gumsins sem á eftir að birtast á þessari síðu. Kemur til með að hjálpa mér helling.

Hmmm.... Ekki það að ég sé eitthvað fyllri af fróðleik en næsti maður. Bandit

Þetta voru sumsé gleðifréttir dagsins í dag í boði Elínar Helgu.

Thank you... thankyouverymuch! (Elvis style)

ps: Ég fór svo feikilega illa með fettmúlana í morgun að ég þurfti að hvíla mig á leiðinni upp stigann í ræktarhúsi. Ég var næstum búin að húkka far með einum steraboltanum, en hann stoppaði 3 tröppum fyrir neðan mig.

Hann hefur því tekið 3 tröppum betur á en ég, bansettur!

Eitt er þó alveg víst, að það eru fleiri en bara ég sem koma til með að eiga í erfiðleikum með að standa upp af klósettinu á morgun!


Hibiscus iChiaskyrgrautur með hindberja-balsamic sýrópi

Ég er öll í morgunmatnum þessa dagana.

Sveik ykkur meðal annars um lasagna á sunnudaginn.

Svei þér Elín Helga Egilsdóttir... megir þú bíta í appelsínubörk rétt eftir tannburstun!

 

Jæja, nó komið af skömm og skælingu, vindum okkur að þessari snilld!!!

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Ójá... ó... já!

Dásemd.

Dýrð.

Viltu sjá meira? Ókei...

...ég álasa þér ekki.

Gerðu svo vel!

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Þetta smakkast jafn vel... og mér þykir það líta girnilega út!

Og mér þykir þetta líta mjög... girnilega út!

Ég er að borða þetta núna.

Ef það slettist grautur á skjáinn hjá þér bið ég þig um að afsaka.

Selbitaðu hann bara af.

 

Hibiscus yogi te. Það er rautt þema í dag!

Hibiscus yogi te

Hibiscus yogi te

Setja um það bil 20 gr. hafra í skál ásamt 1 msk chia.

pre te

Og hella tevatninu yfir.

post te

Leyfum chiafræjunum að drekka nóg. Þau eru svo þyrst greyin.

Ahh, ákkúrat! Já takk.

Ég vil ekki lifa í heimi án Chiafæja. Ef, fyrir einhverja ónáttúrulega tilviljun, plantan sem framleiðir þessa litlu hamingjubolta þurrkast af yfirborði jarðar, þá vitið þið hvað þið þurfið að gera.

tegrautur

Bæta loks út í gumsið smá vanilludropum, kanil, salti, skyri og torani sýrópi. Allt eftir smekk.

Ekki sullusmekk þó.

Ætli ég hafi ekki notað um það bil 100 gr. skyr, 1 tappa vanilludropa, 2 tappa torani, örsalt og 100 tonn af kanil.

Rökhugsun mín er óbrigðul í kanilmálum.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

HRÆRA!

Og blandið hefur tekið fölbleikan lit.

Alveg eins og litaspjaldið sagði til um.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Taka nokkur hindber og bæta þeim við dýrðina.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Ber á sveimi

1 tsk mulin hörfræ.

HRÆRA!

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

 

Hindberja-balsamic sýróp

  • Hindber... nema þú vijlir bláber, jarðaber, æðiber. En þá breytist væntanlega nafnið á sýrópinu. Þú gætir svosum haldið hinberjaþættinum í nafninu þrátt fyrir að berjategundin breytist. Það sem gerir þig glaða(n) er það sem blivar.
  • Sletta balsamic edik
  • Torani sýróp

Hvernig fer ég að?

Frosin ber í skál og sletta yfir smá balsamic ediki og torani sýrópi.

Hindberin tilbúin í sýrópsgerð

balsamic edik

Henda inn í örbylgju með hrærustoppum þangað til nokkuð þykkt. Ég held ég hafi verið með þetta inni í 3 - 4 mín með stoppum.

Voila!

balsamic berja sýróp

Aðeins nær.

Því í minni bók er þetta guðdómlega gleðilega önaðslegt og ég vill að þetta verði partur af lífi mínu... alltaf.

Bókin mín er einstaklega skemmtileg.

balsamic berja sýróp

Ef vill þá er hægt að bæta út í þetta smá vatni og hunangi og sjóða vel niður. En þá myndi ég vera fensí og fín og malla þetta í potti... á hellu, eins og almennilegt fólk.

En ég er ekki almennilegt fólk.

Ég er latt fólk.

Örbylgjan er vinur minn. Ekki... hata örbylgjuna!

Sýrópinu hellt yfir grautarskyrchiakássuna...

Búið

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

...og meistaraverkið tekið út í myndum.

Þú veist þig langar í.

Ef þig langar ekki í, þá þarf ég því miður að tilkynna þér að það vantar í þig langarann.

Held þeir fáist í IKEA.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Svona nú. Take it all in!

Bara smá í viðbót... njóttu sem mest þú mátt.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Ok... komið gott.

Við viljum ekki eyða þessu upp með eintómu góni!

Borða takk!

Þó ég sé löngu byrjuð að borða. Þetta mall er aðeins of hratt að breyast í Þátíðarmall.

Amen.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Gott?

Er þetta gott?

Sýrópið verður að hálfgerðri karamellu eftir ísskápsveruna. Ótrúlegt en satt þá kemur te-ið með skemmtilegt eftirbragð, hélt það myndi ekki eiga sér stað sökum sýrunnar í skyrinu en Torani virðist gera skyrkraftaverk. Upp úr þurru bítur maður svo í súrt ber, sem hefur yfir nóttina orðið eitt með grautnum, og átvaglið ískrar af hamingju.

ÍÍÍSKR!

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Takk fyrir mig.


Allt og ekki neitt

Skírn, leti, útvarpsviðtal og matur þess á milli! Þið verðið að afsaka blogghallæri síðustu daga - það er svo assgoti mikið rót á átvaglinu þessa stundina!

En hvað er búið að gerast? Hvað er nýtt í fréttum? Hverjir fengu sér afgangs brúðartertu? Pönnsur framleiddar á mánudegi? Borðaði einhver eggjahvíturnar mínar? Súkkulaðið búið?

Ernan mín skírði litla kút á laugardaginn síðasta. Lárus Jensson Blöndal - afskaplega virðulegt og fallegt nafn.

Lárus Jensson Blöndal

Hún skírði í höfuðið á pabba sínum, afanum til einskærrar hamingju og gleði. Mér þykir sá siður afskaplega góður og fallegur. Yndisleg athöfn haldin í heimahúsi og litli herramaðurinn eins og hugur manns allan tímann. Ég mætti galvösk um morguninn til að aðsoða við snittuskreytingar, laxaskurð og kökumall.

Heimagrafinn laxPönnsur í bígerð

 

 

 

 

 

 

 

Svaðaleg maregnstertaÉg skal þrífa þetta!!!

 

 

 

 

 

 

 

Það má með sanni segja að veisluborðið hafi verið stórglæsilegt!

Glæsilegt skírnarhlaðborð

Náði reyndar ekki mynd af skírnatertunni sökum myndavélarþreytu!

Svakaleg rækju/krabbakjötsbrauðtertaSvakalega vel skorinn lax á þessum snittum!

 

 

 

 

 

 

Rice crispies kransakakan sem féll samanÞetta er svaðalegasta rjóma-maregnskaramellukaka í heimi

 

 

 

 

 

 

Enn annað listaverk - og gott... gott listaverkHamingjan sem ríkir á þessu borði er ólýsanleg

 

 

 

 

 

 

Á sunnudeginum brunaði átvaglið svo í viðtal - ójá - grautarviðtal á Kananum! Við skulum bara segja að það hafi verið mjög áhugavert og láta þar við sitja! Grin

Geir Ólafs og Eiríkur Jónsson

Tæknó

Geir Ólafs er samt sem áður velkominn hvenær sem er í graut til átvaglsins! Ég á gumsið til á lager!

Hádegismaturinn í dag var með eindæmum gleðilegur! Fiskur, grænmeti og grjón og mikið svakalega var fiskurinn vel heppnaður! Ohhh... það er svo gígantískt hamingjukastið sem undirrituð fær þegar bitið er í góðan fisk! Diskurinn líka afskaplega fríður - það verður bara að segjast!

Eðalfiskur og grjón í stíl

Eftir æfingu gleypti ég ómyndað súkk og kók og núna - ákkúrat..... núúúna er ég að japla á þessum dýrindis kjúlla, grænmeti og jújú, ómyndaðar möndlur í eftirrétt!

Bygg, brokkolí og sætar kartöflurÁsamt kjúlla

 

 

 

 

 

 

 

Þrír dagar í stuttu og laggóðu! Njótið kvöldsins snúðarnir mínir!


Hafragrautsdrottning

Hvorki meira né minna! Hafragrautarhetjan og allt þar á milli! Það er ekkert verið að skafa af hlutunum! Takið svo eftir því að kisinn og Kitchen Aidin eru eins á litinn! Best að hafa allt í stíl!

Og bara svo þið vitið það - þá get ég látið hluti svífa með hugarorkunni einnisaman!

Hafragrautarhetjan

Eftir æfingu hleðslusnarl! Byrjaði á því að rista mér beyglu og hræra í búðing.

Eftiræfingu beygla og prótein

Beit í beygluna, var á smá hraðferð - horfði svo á skálina. Ætti ég eða ætti ég ekki? Aftur á beygluna og svo aftur á skálina þangað til beyglan endaði, ganske pent, með höfuðið á undan ofan í búðinginn - það er, ef beyglur eru með höfuð!

nohm

Eftir þann bita var ekki aftur snúið! Ég gúmslaði búðingnum yfir gleðina og smjattaði græðgislega á. Svava hrópaðir uppyfirsig "Ellaaaa... neiiiiiiiii"! Ég hlustaði ekki! Þetta var eins og að borða Nutella á góðum degi! Nut-ella.. en viðeigandi!

12

 

 

 

 

 

 

Síðasti bitinn notaður mjög vandlega! Jújú, ég er enn í æfingahönskunum!

Last... melon...

Átti smá eftir af próteinhamingjunni þegar beygluát var yfirstaðið! Stórkostlegt alveghreint!

Hello my darling

Hér kemur svo dýrið sem ákvað að sofna frá mér í dag! Ofnotkun í besta falli - aumingjans greyið! Orðin þreytt á sál og linsu! Kannski meira hungruð eins og eigandinn.

Þreyta

Koma svo þið hafragrautssnillingar! Ég veit þið eruð þarna einhverstaðar! Stofnið blogg, það er gaman ég lofa, og náum heimsyfirráðum fyrir árið 2011!!!

Hver vill vera memm!!!?!?


Séð og heyrt á hleðsludegi

Haldið þið ekki að átvaglið og hafragrautarnir hafi birst í Séð og heyrt í dag! Skemmtilegt nokk!

Hleðsludagur í dag! Kolvetni gleypt eins og enginn sé morgundagurinn! Risaskál af einum einföldum hömsuð í morgun. Hádegismatur samanstóð af kjúklinga baguette með hot sauce og grænmeti. Myndavélin mín kær missti vit og rænu áður en ég náði mynd af ofurlanglokunni fullunninni - en trúið mér elskurnar, hún var svaðaleg.

Tex mex súpa og kjúlli reiðubúinn i samloku

Tex mex súpan var góð en ég fékk mér bara smakk. Notaði pínkulítið af henni sem "sósu" á langlokukvikindið ásamt hot sauce og grænmeti. Kannski 1 - 2 msk.

Sósaður kjúlli

Hotness 

 

 

 

 

 

Gott gott ét! Æfing á eftir. Fætur munu gráta og grettur taka völdin.

Annars er ég alveg að komast í "búum til eitthvað" nýtt gírinn eftir jólatörnina. Ég sé fyrir mér allskonar bökunardót og bakkelsi ásamt ofurgrautum og girnilegum kvöldmat hinumegin við hæðina.

Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma yfir hæðina með sólgleraugu?

-Ekki neitt, hann þekkti þá ekki!

 

Já ég veit... þetta var stórkostlegur brandari!


Sumarlegt kjúklingasalat í fréttablaðinu

Haldið þið að þessi uppskrift hafi ekki barasta verið birt í fréttablaðinu í dag! Blaðsíðu 19. Já, það held ég nú!

Kjúklingasalat er annars alltaf gott. Það er svo einfalt að búa það til, fljótlegt og þú sem meistarakokkur ræður algerlega hollustustigi réttarins. Sem er að sjálfsögðu frábærlega fínt! Það er tilvalið að nota afgangs kjúkling og skella í ferskt salat á yndislegu sumarkvöldi og jafnvel vera djarfur og súpa á smá hvítvíni með! Líka voðalega gott að grilla kjúklinginn fyrst, rífa niður og kæla, kemur svo assgoti gott bragð af honum.

Ég var ekki alveg klár á því hvernig ég myndi mixa salatið eða hvað ég ætlaði að nota í það. Ég vissi bara að mig langaði í ávexti, létta dressingu og kjúkling. Þetta er því gúmmulaðið sem ég átti á lager.

Glæsilegt hráefni

Afgangs kjúlli, Cantaloupe melóna, mango, jarðaber, bláber, tómatar og sellerí. Úr þessum hráefnum varð þetta salat til. Það er nú svolítið grinó ekki satt?

Ferskt, ávaxta og kjúklingasalat með kasjú- og valhnetum

Sumarlegt og ferskt kjúklingasalat - fyrir 2 sem aðalréttur

Salat:

2 skinnlausar bringur af kjúkling. Um það bil 230 gr.

1 bolli skorið mango, vel þroskað, en samt ekki ofþroskað.

1 bolli skorin hunangsmelóna, Cantaloupe.

1 stilkur smátt skorið sellerí

Nokkrir kirsuberjatómatar skornir til helminga

Muldar kasjúhnetur, mætti rista þær - kæmi svakalega vel út

Dressing:

1/3 bolli jógúrt/létt jógúrt/létt AB-mjólk

Safi úr einu lime, minna eða meira eftir smekk

1,5 tsk hunang. Ég nota acacia hunang.

1 tsk þurrkuð cilantro lauf

Dijon sinnep eftir smekk

Þessi dressing var meiriháttar fín! Mjög fersk og lyfti réttinum skemmtlega upp. Mikið svakalega er ég ánægð með hana!

Salatið var æði!! Hitti beint í mark hjá mér og skemmtileg tilbreyting frá majones, eggjagumsinu sem maður borðar yfirleitt. Þetta er líka svo yndislega einfalt. Ávextirnir komu ofboðslega vel út saman á móti kjúllanum. Sæt melóna á móti súru/sætu mangoi. Mangoið var fullkomlega rétt þroskað! Virkilega skemmtilegt að bíta í crunchy sellerí og hnetur inn á milli, gáfu gott bragð og meiriháttar áferð í réttinn. Dressingin var svo til að toppa hvern bita. Ég segi ykkur satt, þetta er næstum eins og að borða eftirrétt. Það er hreinlega spurning um að bæta jarða- og bláberjunum út í næst!?! Samviskulaust, gott fyrir kroppinn, létt í maga en samt mettandi.

Ferskt, ávaxta og kjúklingasalat með kasjú- og valhnetum

Ég fékk mér bæði salat á diskinn og salat í sjóðandi heitt heilhveiti pítabrauð. Þetta var geggjað!

Ferskt, ávaxta og kjúklingasalat í heilhveiti pítabrauði Hinn helmingurinn fékk sér salat í hálfgerða brauðbollu.

 Ferskt, ávaxta og kjúklingasalat í brauðbollu

Átvaglið var svo gripið glóðvolgt inn í stofu að éta meira salat!

Ofur átvaglið

Ohh men þetta var góð máltíð. Ætla að gera mikið af svona í sumar - vefja inn í crepe, nota á pönnukökur, í baguette, með quinoa, ofan á hrökkbrauð....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband