Hibiscus iChiaskyrgrautur með hindberja-balsamic sýrópi

Ég er öll í morgunmatnum þessa dagana.

Sveik ykkur meðal annars um lasagna á sunnudaginn.

Svei þér Elín Helga Egilsdóttir... megir þú bíta í appelsínubörk rétt eftir tannburstun!

 

Jæja, nó komið af skömm og skælingu, vindum okkur að þessari snilld!!!

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Ójá... ó... já!

Dásemd.

Dýrð.

Viltu sjá meira? Ókei...

...ég álasa þér ekki.

Gerðu svo vel!

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Þetta smakkast jafn vel... og mér þykir það líta girnilega út!

Og mér þykir þetta líta mjög... girnilega út!

Ég er að borða þetta núna.

Ef það slettist grautur á skjáinn hjá þér bið ég þig um að afsaka.

Selbitaðu hann bara af.

 

Hibiscus yogi te. Það er rautt þema í dag!

Hibiscus yogi te

Hibiscus yogi te

Setja um það bil 20 gr. hafra í skál ásamt 1 msk chia.

pre te

Og hella tevatninu yfir.

post te

Leyfum chiafræjunum að drekka nóg. Þau eru svo þyrst greyin.

Ahh, ákkúrat! Já takk.

Ég vil ekki lifa í heimi án Chiafæja. Ef, fyrir einhverja ónáttúrulega tilviljun, plantan sem framleiðir þessa litlu hamingjubolta þurrkast af yfirborði jarðar, þá vitið þið hvað þið þurfið að gera.

tegrautur

Bæta loks út í gumsið smá vanilludropum, kanil, salti, skyri og torani sýrópi. Allt eftir smekk.

Ekki sullusmekk þó.

Ætli ég hafi ekki notað um það bil 100 gr. skyr, 1 tappa vanilludropa, 2 tappa torani, örsalt og 100 tonn af kanil.

Rökhugsun mín er óbrigðul í kanilmálum.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

HRÆRA!

Og blandið hefur tekið fölbleikan lit.

Alveg eins og litaspjaldið sagði til um.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Taka nokkur hindber og bæta þeim við dýrðina.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Ber á sveimi

1 tsk mulin hörfræ.

HRÆRA!

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

 

Hindberja-balsamic sýróp

  • Hindber... nema þú vijlir bláber, jarðaber, æðiber. En þá breytist væntanlega nafnið á sýrópinu. Þú gætir svosum haldið hinberjaþættinum í nafninu þrátt fyrir að berjategundin breytist. Það sem gerir þig glaða(n) er það sem blivar.
  • Sletta balsamic edik
  • Torani sýróp

Hvernig fer ég að?

Frosin ber í skál og sletta yfir smá balsamic ediki og torani sýrópi.

Hindberin tilbúin í sýrópsgerð

balsamic edik

Henda inn í örbylgju með hrærustoppum þangað til nokkuð þykkt. Ég held ég hafi verið með þetta inni í 3 - 4 mín með stoppum.

Voila!

balsamic berja sýróp

Aðeins nær.

Því í minni bók er þetta guðdómlega gleðilega önaðslegt og ég vill að þetta verði partur af lífi mínu... alltaf.

Bókin mín er einstaklega skemmtileg.

balsamic berja sýróp

Ef vill þá er hægt að bæta út í þetta smá vatni og hunangi og sjóða vel niður. En þá myndi ég vera fensí og fín og malla þetta í potti... á hellu, eins og almennilegt fólk.

En ég er ekki almennilegt fólk.

Ég er latt fólk.

Örbylgjan er vinur minn. Ekki... hata örbylgjuna!

Sýrópinu hellt yfir grautarskyrchiakássuna...

Búið

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

...og meistaraverkið tekið út í myndum.

Þú veist þig langar í.

Ef þig langar ekki í, þá þarf ég því miður að tilkynna þér að það vantar í þig langarann.

Held þeir fáist í IKEA.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Svona nú. Take it all in!

Bara smá í viðbót... njóttu sem mest þú mátt.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Ok... komið gott.

Við viljum ekki eyða þessu upp með eintómu góni!

Borða takk!

Þó ég sé löngu byrjuð að borða. Þetta mall er aðeins of hratt að breyast í Þátíðarmall.

Amen.

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Gott?

Er þetta gott?

Sýrópið verður að hálfgerðri karamellu eftir ísskápsveruna. Ótrúlegt en satt þá kemur te-ið með skemmtilegt eftirbragð, hélt það myndi ekki eiga sér stað sökum sýrunnar í skyrinu en Torani virðist gera skyrkraftaverk. Upp úr þurru bítur maður svo í súrt ber, sem hefur yfir nóttina orðið eitt með grautnum, og átvaglið ískrar af hamingju.

ÍÍÍSKR!

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo gaman að lesa eftir þig og sjá hvað t.d. bara þessi morgunmatur kætir þig.

Upplifelsi hjá mér í hámarki. Þú ert partur af rútínunni og ekki skemma myndirnar! Sérð það sem er fallegt við mat, segir frá hvernig þér líður þegar þú borðar hann, hvernig hann bragðast í bland við dagsins amstur.

Þetta er stórskemmtilegt blogg. Takk.

Bára (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 10:25

2 identicon

mmmmmmm giiiirnó..... ég mun prófa þetta við fyrsta tækifæri  Ég er sko alveg að fíla chia!!!! Grodjös!!

En nú er það ofur-roast-beef-samlokan sem kallar úr nestisboxinu mínu

Hulda (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 11:58

3 identicon

Er þetta chia sem sagt alveg að gera sig? Þess virði þ.e.a.s (arm, leg and a kidney?)

R (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 13:33

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Bára:  Bestu þakkir mín kæra.

Hulda: Oghhh... roastbeef!!!! Fullt tungl... kjötið kallar. Þessu þarf að redda.

R: Jah. Fyrir áferðaperrann minn eru chia hin fullkomna viðbót.

Elín Helga Egilsdóttir, 5.10.2010 kl. 14:36

5 identicon

Þú ert algjör snillingur! Frábært blogg og alltaf góðar hugmyndir - og chia fræin eru æði. :)

Hanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 18:17

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohhh sammála - það ætti að setja chia í guðatölu!

Næstum.

Allavega dýrðlinga.

Elín Helga Egilsdóttir, 6.10.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband