Færsluflokkur: Millimál

Avocado og eggjahvítur mínus mayo

Bæði frátekið síðan í hádeginu. Jebb, ég er dóni... ég tók frá. En það er ekki annað hægt þegar skrokkurinn segir "AVOCADOHVÍTUR". Hvað getur maður gert? Í alvöru? 

Bæði svo gott.

Bæði tiltölulega bragðlausar einingar samt sem aður.

hola

Áferð, og þó það bragð sem til staðar er, gargar á átvaglið sem aldrei fyrr.

Ég aktúallí ölska eggjahvítur! Mér þykja þær einfaldlega bjútífúllí góðar!

Og þar hafið þið það!

bara gleði

Hnetur fyrir knús og kram.

avocadohvítur með hnetum

Eitt af mínu uppáhalds áti er að murka lífið úr avocado, tæta í sundur eggjahvítur, krydda eftir smag og behag og nýta sem grunn í salöt! Túnfisksalat, rækjusalat, grænmetissalat, kjúklingasalat...

...humarsalat! Avocadoið kemur svo sannarlega glimrandi vel í staðinn fyrir mayo og er miiiikið betra!

Prófið! Það er djööðveikislega gott!


Smáfærsla

Hádó - numero 3

Þetta ku vera pestókjúlli, gras og 6 tonn af avocado.

 Kjúlli og grænmeti

Kaffó - numero 4

Ávextirnir búnir, ekkert grænmeti + kotasæla til á hrökkbrauð.

Ég græt!

grááát

Og brosi!

krúsíbombur í bolla

Hver veit nema við sjáumst barasta aftur á eftir? Í kvöldmat? Hver veit?

Jahérna!


Hnetur betrumbæta

Nema þú sért með ofnæmi. Þá skulum við ekkert ræða það neitt frekar!

En þessi ófögnuður...

Ekki uppáhalds

...ásamt tveimur lúkum af þessum fögnuði!

hnetubland 

Gerir ófögnuðinn boðlegan átvaglinu. En það þarf að fylgja hnetugleði hverjum bita, annars fer hann ekki niður.

Eftirfarandi áthallæri á sér einungis stað þegar hreina skyrið blessað gleymist heimavið og húkir grátandi í frystihúsi Gúmmulaðihallarinnar.

Glöggir tóku svo væntanlega eftir því að ófögnuðurinn var myndaðu eftir át.

Sjóleiðis hallæri á sér stað þegar átvaglið vinnur matarbloggarann í einvígi.

Það sem þyrfti hinsvegar að eiga sér stað núna er ég, hoppandi eins og villikvikindi, út í sólina. Það sést bersýnilega á innihaldi og gæðum þessa pistils.


Perusamloka með hnetum, avocado, capers og alfa alfa

Búin að dreyma þessa loku í langan tíma og lét verða af því að útbúa kvekendið í dag.

Best að nota gróft brauð að sjálfsögðu. Fitty er það sem næst kom grófum brauðum í höllinni í dag svo það var nýtt.

Svaðilförin byrjaði á ráðvilltum avocadobita! Ef greyið hefði aðeins vitað hvaða örlög biðu hans.

Fyrir smurningu.

Avocado fyrir smurningu

Eftir smurningu! 

Hér mætti líka nota rjómaost eða eitthvað slíkt.

Eftir smurningu

Mylja möndlur yfir fyrir knús og kram. Eða valhnetur og já, það mætti vera meira af hnetum, átti bara ekki meira.

Það er þvílíkt harlem í gangi í hráefnamálum.

Möndlumulningur

Capers... eða... kapers, við erum nú einu sinni Íslendingar hérna, og pipra eftir smekk.

Ef ekki kapers þá kannski súra gúrku? En muna þá að salta smá líka.

Kapers

Alfa alfa spírur.

alfa alfa

Síðast en ekki síst, ofurpera, skorin í næfurþunnar sneiðar.

Mjög mikilvægt að þetta sé ofurpera.

nohm

Plasta.

Meðfærilegt hádegisát

Afplasta!

Hello beautiful

Borða!

NOHM

Ómægod! Segi ekki meir.

Oj hvað mér þótti hún góð! Alfa alfa auðvitað svolítið eins og gras en samt svo crunchy og ferskt. Þeir sem ekki fíla alfað geta sett iceberg, spínat.. hvað sem er. Kapers vann vel á móti sætri og djúsí perunni, mætti vera meira af því, meira af peru og meira af hnetum! MEIRA! Skemmtileg samvinna ýmissa hráefna, bæði hvað varðar áferð og bragð.

Ætla að fá mér svona aftur á morgun.

alfaalfa hey

Svo var ég að fá nýtt fínt! Gleym mér ey, handunnið leðurband!!! Uppáhalds uppáhalds blómið mitt!

forgetmenot

Soldið stórt, en það gerir ekker til!

gleymmérey

Mikið er avocado gleðilegt til átu!


Hafra- og hindberjakoddar

Jæja.. önnur tilraun, önnur hráefni. Svolítið samansafn af því sem til var, ef ég á að segja alveg eins og er, en útkoman var bara nokkuð ásættanleg.

Hafra- og hindberjastangir

Hafra- og hindberjastangirHafragums

270 gr. hafrar eða 6 dl

180 gr. eplamauk

3 msk hunang

salt

gomma kanill

1,5 tsk lyftiduft

6 msk vatn

1 tsk vanilludropar

Allt saman í skál...

Hafragums

...hræra vel og voila! Setja til hliðar á meðan hindberjagumsið er útbúið.

Hrært hafragums

Hindberjagums

140 gr. frosin hindber

1/2 msk hunang eða agave

1/2 dl. goji berjasafi (eplasafi, appelsínu..)

Setja í skál og inn í örbylgju þangað til gumsið er orðið heitt...

Hindber, hunang og safi

...hræra þá örlítið saman eða þangað til það lítur um það bil svona út.

Hindber, hunang og safi örbylgjað

Fletja helming af hafradeigi út á bökunarpappírslagðri pönnu/fati/pappír (mæli með ílati sem hefur "kannta")...

Hafragums á pönnu

...berjagums yfir það...

Berjagums á hafraklessuMeira berjugums á hafrabotni

 

 

 

 

 

 

...og svo rest af deigi þar ofaná. Svolítill Dexter fílíngur í þessu ekki satt!!

 Hafrakoddar að verða til

Inn í 175 gráðu heitan ofn í 30 mín, eða þangað til hafrarnir eru fallega gylltir ofaná og dýrðin um það bil svona útlítandi.

Hafra- og hindberjakoddar

Mmmhmm.. hindberjagumsGlæsilega fínn hnífurinn

 

 

 

 

 

 

Það væri að sjálfsögðu langsamlega best að hafa þetta í ferkönntuðu formi/fati til að auðvelda skurð og halda fullkomnunaráráttufíklinum hamingjusömum! Ég lét hringlaga smelluform duga.

Skurður yfirstaðinn

Ágætt að leyfa "kökunni" að kólna smá áður en eiginlegur skurður á sér stað.

Hafra- og hindberjastangir

Hafra- og hindberjakoddarHafra- og hindberjakoddar

 

 

 

 

 

 

Hafra- og hindberjakoddar

Niðurstaða:

Mjög bragðgott og skemmtilegt krums. Ekki svo ósvipað ofnbökuðum hafragraut (ekki dularfull ráðgáta það), en þéttara í sér og að sjálfsögðu í bitaformi sem auðveldar át ef mikið drífelsis-stress er í gangi. Sýran í berjunum ákkúrat næg á móti sætunni - mér persónulega þykir þetta nægjanlega sætt. Áferðin gleðileg og millilagið kætir átvaglið einstaklega. Gaman að bíta í koddana kalda og Svabban ánægð með útkomuna. Hún snakkaði á tveimur í morgun með skyri!

Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?

  • Tvöfalda berjagumsið, bæta út í það vanilludropum og sterkju til að þykkja. Nota bláber. Setja jafnvel nokkur heil frosin ber í millilagið áður en rest af deigi er smurt yfir.
  • Nota grófa hafra. Annaðhvort græna solgryn eða tröllahafra. Setja helming af höfrum í matvinnsluvél og mylja smátt.
  • Bæta út í hafragumsið t.d. muldum hörfræjum, þurrkuðum ávöxtum, hnetum...

Verður eitthvað næsta skipti?

Jább - með viðbætum, ábætum, úrbætum og einhverjum öðrum bætum!

Vanillu-rommdropabætt prótein með kanilristuðum möndlum

Þetta er ekkert nema gott. Svo mikið nammi að það fær sér blogg og skref fyrir skref útskýringar! Mikið gúmmó verð ég að segja. Því miður eru myndirnar í vondum fílíng - seint að kveldi, rassgatavél og letin yfirtók undirritaða Cool

Setja prótein í ílát. Ég notaði hreint prótein og eitt af mínum heimsfrægu plastílátum til að taka með í vinnuna.

Hreint prótein

Setja örlítið af vatni - ég setti reyndar aðeins of mikið fyrir minn smekk.

Hreint prótein + vatn

Hræra.. og hræra vel.

Hrært prótein - þykkt

Hellú my pretties. Mætti jafnel bæta út í próteinið kaffi! Hmm....?

Rommi og Vanni

Núna sé ég þig!

Romm og Vanilló... smá sukk á föstudegi

Núna ekki!

Allt blandað saman

Kremja möndlur - þarf ekki, mjög mikið gúmmó að hafa þær heilar líka. Væri svosum hægt að nota hvaða hnetur sem er.

Marðar möndlur á leið í örrann

Hella í bolla, kanilstrá og inn í örbylgju í um það bil 2 mínútur. Ef þú vilt hafa þær stökkar, hafa lengur, en passa að þær brenni ekki. Líka hægt að rista þær á pönnu eða í ofni - aðeins betra, aðeins meiri fyrirhöfn.

Möndlur á leið í örbylgjuna

Hella út á próteinið...

Möndlur út í prótein - heitar og brakandi

...og hræra saman. Hér má svo t.d. salta smá, setja meiri kanil.

Möndlu og próteingums að bíða eftir því að breytast i karamellu

Loka boxi, setja inn í ísskáp og daginn eftir - KARAMELLUGLEÐI!

Gleðibox


Selfossdagar

Nýjasta uppáhalds nýjasta nýtt. Enn eitt skyrgumsið!

Skyr, jarðaber í allskonar myndum, epli, kanill og vanilló 

Le gums innihélt smátt skorið epli, nokkur frosin jarðaber, nokkur örbylgjuð jarðaber, vanillurdropa, kanil og ristaðar pecanhnetur. Oghh... gott! Geymt í kæli, naturlig, og borðaði ísbrakandikalt! Ætla að setja hindber út í næst, þau eru svo ljúf.

Annars er árshátíðin mín haldin á Selfossi um helgina. Gisti frá föstudegi til sunnudags og þarf þar af leiðandi að skipuleggja matarræðið pínkulítið. En þó bara pínku. Laugardagar eru nammidagar og árshátíðin verður nýtt til hins ýtrasta. Ég ætla líka að leita uppi spriklstöð á Selfossinum og sprikla aðeins á laugardaginn. Sýna Selfyssingum hvernig Garðbæingar stúta fótleggjum! Taka svaðalega æfingu rétt fyrir árshátíð - allt í lagi, sperrurnar láta aldrei sjá sig fyrr en daginn eftir, ef þær láta sjá sig það er!

Ekkert minnst á jólin í þessum pistli.. hahh... uuuu.. hmm? FootinMouth


Góður dagur, góðar æfingar

Ég er alveg að komast á það stig að fullkomna eggjahvítugrautinn minn! Fékk mér einn slíkan með jarðaberjum í morgun og einu steiktu eggi! Rauðuna sprengdi ég svo yfir grautinn og úhhúú hvað það var gott! Mmhmm... ég held að það sé góðs viti að hlakka til að vakna á morgnana því maður veit að grauturinn bíður eftir manni! Það hlýtur að teljast góður grautur!

Annars sauð ég mér byggskammt í gær, bætti út í hann vanilludropum og smá kanil. En ekki hvað? Ákvað svo að vera ævintýraleg og frábær og bætti bygginu mínu út í skyr ásamt tæpri 1 tsk af splendu. Lét það bíða yfir nótt í ísskáp og smakkaði svo á því eftir hringþjálfunina í morgun.

Skyr og bygg

Splendunni bætti ég út í því ég var nokkuð viss um að skyrið yrði, eins og Ásta svo fagmannlega orðaði það - súrt og stammt, bara með viðbættu bygginu. Viti menn, þetta var partý fyrir áferðaperrann og hamingja fyrir átvaglið! Það er svo gaman að bíta í bygg, eins og það poppi eða spryngi. Svo held ég að gumsið hafi reynt að breytast í brauð í nótt. Ég veit ekki hvernig ég get orðað það betur - áferðin var barasta þannig!

Góður dagur framundan mín kæru. Það held ég nú.


Skyrgums

Skyr er ágætis fæða og einfalt að grípa í. Skyr.is set ég sjaldan eða aldrei inn fyrir mínar varir. Skrokkurinn á mér harðneitar að kyngja og snýst til varnar um leið og boxið er opnað. Ég borða alltaf hreint/hrært Kea skyr því bragðbættu tegundirnar eru eins og ís sem þykist vera með jarðaberjabragði. Það er bara eitthvað afskaplega ónáttúrulegt við það. Hinsvegar, því verr og miður, þá á ég afskaplega erfitt með að borða hreina skyrið eintómt og þarf yfirleitt að blanda út í það ávöxtum af einhverju tagi. Þetta gums er t.d. með frosnum hindberjum, banana og möndlum fyrir crunch. Svaaðalega gott!

Hreint Kea skyr, frosin hindber, stappaður banani og möndlur

Ég veit ekki hvort þetta ástand sé gott eða vont eða hvort ég ætti að vera að borða skyr yfir höfuð úr því staðan er eins og hún er. En um leið og ávextirnir mæta á svæðið, þá verður allt svo miklu gleðilegra! Skyr og t.d. bláber... gæti ekki beðið um það betra!

Mín persónulega trú, í þessum matarmálum, er að pína aldrei, aldrei aldrei eitthvað ofan í sig af því að það er titlað "hollt, æskilegt, nauðsynlegt". Það er nægur matur til og úrvalið eftir því - finndu þér bara eitthvað annað til að uppfylla prótein-/kolvetna- eða fituþörf. Hinsvegar, ef hægt er að umbreyta óborðanlegum mat á þann hátt að hægt sé að.. jah, borða hann (eins og t.d. skyrgumsin mín), þá er um að gera og nýta hráefnið til hins ýtrasta!


Jarða- og hindberjabland með hnetusmjörs prótein búðing

Þetta.... var æði!

Annað skiptið sem ég fæ mér þetta bland og eins og staðan er í dag, þá er þetta uppáhalds uppáhald. Búðingurinn hrærður með kanil og vanilló. Frosnum jarða- og hindberjum bætt út í og hrært smá. Geymt í ísskáp yfir nótt, berin byrjuð að bráðna og smá safi mættur á svæðið.

Yndislega fín jarða- og hindberjablanda með hentusmjörsblönduðu próteini

Hálfnuð og auðvitað búin að gúmsla saman - svoooo gott! Sum berin enn smá frosin, önnur sprungin, hindberin sæt á móti smá sýru í jarðaberjunum og svo kemur hnetusmjörsbúðingagleðin! Ogghh!

j

Óalmáttugurhamingjaoggleði! Ohmn nom nom nom!

Hnetusmjörsblandaður prótein búðingur með jarða- og hindberjum

Ég sé þetta fyrir mér á milli tveggja karamellu svampbotna með miiiiikið af rjóma! Svo gott þykir mér gumsið!

Annars er þakkargjörðarhrekkjavaka á morgun í Gúmmulaðihöllinni! Kalkúnn, eftirréttur og hrekkjavökunammi í stíl! Get ekki beðið!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband