Jarða- og hindberjabland með hnetusmjörs prótein búðing

Þetta.... var æði!

Annað skiptið sem ég fæ mér þetta bland og eins og staðan er í dag, þá er þetta uppáhalds uppáhald. Búðingurinn hrærður með kanil og vanilló. Frosnum jarða- og hindberjum bætt út í og hrært smá. Geymt í ísskáp yfir nótt, berin byrjuð að bráðna og smá safi mættur á svæðið.

Yndislega fín jarða- og hindberjablanda með hentusmjörsblönduðu próteini

Hálfnuð og auðvitað búin að gúmsla saman - svoooo gott! Sum berin enn smá frosin, önnur sprungin, hindberin sæt á móti smá sýru í jarðaberjunum og svo kemur hnetusmjörsbúðingagleðin! Ogghh!

j

Óalmáttugurhamingjaoggleði! Ohmn nom nom nom!

Hnetusmjörsblandaður prótein búðingur með jarða- og hindberjum

Ég sé þetta fyrir mér á milli tveggja karamellu svampbotna með miiiiikið af rjóma! Svo gott þykir mér gumsið!

Annars er þakkargjörðarhrekkjavaka á morgun í Gúmmulaðihöllinni! Kalkúnn, eftirréttur og hrekkjavökunammi í stíl! Get ekki beðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ Elín ég hef svaka gaman af að skoða síðuna þína og ótrúlegt en satt þá finnst mér þetta allt mjög girnilegt! :)

Mig langar að spurja hvað þú setur í hnetusmjörs-próteinbúðing? Væntanlega hreint hnetusmjör og prótein ;) en hvernig prótein seturðu og hversu mikið hnetusmjör? 

SÓ (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

haha takk fyrir það

Jújú, hnetusmjör, vatn og prótein. Ég er að klára dunkinn minn af GRS5, hef reyndar ekki prófað þetta með hreinu próteini en geri fastlega ráð fyrir því að það sé allt í góðu. Ég nota sumsé 1 skeið af próteni, kanil og vanillu eftir smekk og svo kannski rúmlega msk af hnetusmjeri

Nota líka þennan blessaða hnetusmjörsbúðing til að dífa ávöxtum í og bæti stundum út í hann byggi. Svaðalega fínt.

Elín Helga Egilsdóttir, 30.10.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

ó þvílík dýrð og dásemd þessi búðingur lítur út fyrir að vera.... ég elska hugmyndagleði þína í hollustunni... hún er sjaldgæfari en geirfuglinn hjá alltof mörgum. Enda bendi ég lýðnum óspart á síðuna þína.

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.10.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nibb, 2girlí, 2Britney, 2Pink....

Steingrímur Helgason, 30.10.2009 kl. 23:39

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ragga: Hahah eins og geirfuglinn! Ætli hann hafi verið bragðgóður? Nei ég segi nú bara sonna!

Steingrímur: You can do it! Eða notað bláber í staðinn!

Elín Helga Egilsdóttir, 31.10.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband