Hafra- og hindberjakoddar

Jæja.. önnur tilraun, önnur hráefni. Svolítið samansafn af því sem til var, ef ég á að segja alveg eins og er, en útkoman var bara nokkuð ásættanleg.

Hafra- og hindberjastangir

Hafra- og hindberjastangirHafragums

270 gr. hafrar eða 6 dl

180 gr. eplamauk

3 msk hunang

salt

gomma kanill

1,5 tsk lyftiduft

6 msk vatn

1 tsk vanilludropar

Allt saman í skál...

Hafragums

...hræra vel og voila! Setja til hliðar á meðan hindberjagumsið er útbúið.

Hrært hafragums

Hindberjagums

140 gr. frosin hindber

1/2 msk hunang eða agave

1/2 dl. goji berjasafi (eplasafi, appelsínu..)

Setja í skál og inn í örbylgju þangað til gumsið er orðið heitt...

Hindber, hunang og safi

...hræra þá örlítið saman eða þangað til það lítur um það bil svona út.

Hindber, hunang og safi örbylgjað

Fletja helming af hafradeigi út á bökunarpappírslagðri pönnu/fati/pappír (mæli með ílati sem hefur "kannta")...

Hafragums á pönnu

...berjagums yfir það...

Berjagums á hafraklessuMeira berjugums á hafrabotni

 

 

 

 

 

 

...og svo rest af deigi þar ofaná. Svolítill Dexter fílíngur í þessu ekki satt!!

 Hafrakoddar að verða til

Inn í 175 gráðu heitan ofn í 30 mín, eða þangað til hafrarnir eru fallega gylltir ofaná og dýrðin um það bil svona útlítandi.

Hafra- og hindberjakoddar

Mmmhmm.. hindberjagumsGlæsilega fínn hnífurinn

 

 

 

 

 

 

Það væri að sjálfsögðu langsamlega best að hafa þetta í ferkönntuðu formi/fati til að auðvelda skurð og halda fullkomnunaráráttufíklinum hamingjusömum! Ég lét hringlaga smelluform duga.

Skurður yfirstaðinn

Ágætt að leyfa "kökunni" að kólna smá áður en eiginlegur skurður á sér stað.

Hafra- og hindberjastangir

Hafra- og hindberjakoddarHafra- og hindberjakoddar

 

 

 

 

 

 

Hafra- og hindberjakoddar

Niðurstaða:

Mjög bragðgott og skemmtilegt krums. Ekki svo ósvipað ofnbökuðum hafragraut (ekki dularfull ráðgáta það), en þéttara í sér og að sjálfsögðu í bitaformi sem auðveldar át ef mikið drífelsis-stress er í gangi. Sýran í berjunum ákkúrat næg á móti sætunni - mér persónulega þykir þetta nægjanlega sætt. Áferðin gleðileg og millilagið kætir átvaglið einstaklega. Gaman að bíta í koddana kalda og Svabban ánægð með útkomuna. Hún snakkaði á tveimur í morgun með skyri!

Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?

  • Tvöfalda berjagumsið, bæta út í það vanilludropum og sterkju til að þykkja. Nota bláber. Setja jafnvel nokkur heil frosin ber í millilagið áður en rest af deigi er smurt yfir.
  • Nota grófa hafra. Annaðhvort græna solgryn eða tröllahafra. Setja helming af höfrum í matvinnsluvél og mylja smátt.
  • Bæta út í hafragumsið t.d. muldum hörfræjum, þurrkuðum ávöxtum, hnetum...

Verður eitthvað næsta skipti?

Jább - með viðbætum, ábætum, úrbætum og einhverjum öðrum bætum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad er ekkert annad!!  Nú held ég ad enginn geti kvartad.  Myndir og step by step...glaesilegt.  Thú ert hetja.

Hungradur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:20

2 identicon

Vá þetta er örugglega geggjað gott, er búin að skrifa þessa hjá mér ;)

Karen (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:38

3 identicon

mmm girnilegt :) Þessi verður prófuð, takk fyrir mig!

Helena (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 16:05

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Verði ykkur barasta að góður mín kæru og takk fyrir mig sömuleiðis.

Fékk mér einn kodda í morgun með próteinbúðing. Svínvirkaði :)

Elín Helga Egilsdóttir, 7.3.2010 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband