Færsluflokkur: Morgunmatur

Ofurmamma og allrahanda fjas

Uss, tók Karvelio sprettina í morgun.

Alveg með eindæmum hvað ég ætla ekki að ná því að halda síðusta metrana almennilega út! Fer gífurlega í pirrurnar á undirritaðri! Það skal því lagað!

Móðir mín kær kom svo í heimsókn í gærkveldi, færandi hendi, og gaf átvaglinu, jább, gaf... átvaglinu

*trommusláttur*

OMG... HIHIHIHI

Þessar pönnur eru svo yndislega æðislegar. Geggjað! Verður vígð við fyrsta tækifæri. Einhver gúmmulaðilegur ofurbaunaréttur....

Banni og nanni

og RYKBANA!

RYKBANINN

Sem fer svona líka fullkomlega vel inn í allrahandaskápnum!

Hafið þið einhverntíman séð svona krúttaralegt tæki? Í alvöru? Verið hreinskilin!

Held ég nefni þessa snúllu Lúlú. Því, þið vitið, öll tæki þurfa að heita eitthvað. Þannig er regla númer 374. Og þessi er bara svo Lúlú leg.

krútt

Mér hefði aldrei dottið í hug, fyrir jah, 5 árum síðan, að ég yrði hoppandi ofurkát með ryksugu og borðpönnu að gjöf. Skondið.

Hitti svo Þórunni mína í grautargerð í morgun.

Þórunn

Vinnugrautar, eins og vinnumatur, útbúnir í lítratali... tonnatali jafnvel!

Ein lítil hræra

Smá sletta á minn disk ásamt múslí og kanilsprengjugleði.

Grautargerðarstaður

Morgunvinnugrautur

Stalst líka í einn appelsínubát.

Hvernig er það ekki hægt? Sjáið bara hvað þetta er skelfilega girnó og ferskt og brakandi eitthvað.

ávaxtabakki miðvikudagsins

Jólakökutilraunir hafa verið gangsettar.

Tilraunir gærdagsins gott fólk. Eðalfínar, karamelló, stökkar að utan, mjúkar að innan og ákkúrat skemmtilegar. Nú þarf bara að prófa sig áfram og leika með krydd!

Sykur og smjör - hamingja og helgidómur. Vinnufólkið mitt gefur þessu grænt ljós.

Áferðarhimnaríki þessar... jebb. Áháferðarhimnaríki!

Þessar eru ekki ósvipaðar kransaköku, áferðarlega séð. Aðeins stekkri í kanntana.

Þær eru æði... þetta eru  kökur sem heyrist í "kram kram kram", þegar tuggnar.

Matur sem segir "kram kram kram" er einfaldlega skemmtilegri til átu.

Það segir regla númer 375.

Rétt upp hendur sem á bestuðustu ofurmömmu í þessum heimi!

\o/


Skytturnar þrjár

Morgunstund gefur gleði og gullmund!

Ættarmót Bolla og hans afkomenda.

Kaffibolli, grautarbolli og tebolli.

skytturnar þrjár

Ein skemmtilegasta leið til að borða graut mín kæru. Ég segi það svo dagsatt og sannað.

Plóma í tilefni dagsins. Því plómur eru æði þegar... þær eru í raun... æði!

Plómugleði

Þessi plóma var æði.

Erna vinkona er líka æði! Hún er samt ekki plóma!

Og viti menn, ég á von á enn einu frændsystkinakrílinu í maí sem er líka, jú, æði! Hihiii...

Yfir og... æði?


Pumpkin pie grautur og fæturnir gráta

Er ekki frá því að ég finni fyrir fótaskjálfta.

Lærin bölvuðu mér í hljóði í morgun.

Búin að taka tvennar Karvelio æfingar í beit og þó svo þær líti, margar hverjar, út fyrir að vera biti úr mjööög djúsí franskri súkkulaðiköku með blautri miðju og ís, þá eru þær lúmskar gott fólk.

Mikið meira en bara lúmskar. Ugh!

Þær reyna á allskonar vöða sem veina, kveina og fara í fýlu. Engar brjálæðislegar þyngdir í gangi, mestmegnis core-æfingar, reyna á marga vöðvahópa í einu (marga vöðvahópa sem ekki hafa unnið saman áður virðist vera) - bara geggjað!!

Sumsé, mjög, mjög góðar! Hlakka til að taka þennan mánuðinn í dauða og djöfli! Sjá hvernig formið batnar og styrkurinn eykst!

Þetta gerðist svo í gær!

hraustar lifrarpylsur

Pabbmaster 2000 og Lögginn minn ofurfrændinn. Víkingar með meiru.

Löggi: "Eigum við að nota hjólabrettið í þetta?"

Pabbúla: "Neinei, höldum bara á þessu inn."

Og já, þetta er píanó!

Ég ööölska þetta píanó.

Fékk mér líka endalaust góðan graut í morgun. Ekki dæma út frá myndunum, gerið það fyrir mig! Þær eru hræðilegri en heimur án súkkulaðis! Eg viðurkenni það fúslega og frjálslega!

OHhh hvað ég vildi óska að þið hefðuð getað smakkað snilldina í morgun!

1. Búa til Pumpkin-paaa krydd!

  • 1 tsk kanill
  • 1/8 tsk negull
  • 1/8 tsk engifer
  • 1/8 tsk allrahanda
  • Smá múskat (eftir smekk)

2. Búa til hræring, flundur silkimjúkan eðalgraut og hræra út í hann graskersmauki.

  • 25 gr. hafrar
  • Vatn eftir smekk
  • 120 gr. eggjahvítur
  • 1/4 bolli, eða 60 gr., maukað grasker
  • Salt
  • Torani + vanilludropar

Bleyta upp í höfrunum fyrst og örbylgja. Hella svo eggjahvítum út í heitt gumsið + salta smá + torani + vanilludropar. Örbylgja. Bæta þá við graskersmauki og örbylgja meira ef þykkildi er ábótavant.

Oj... þykkildi.

Allt eftir smag og behag.

Pumpkin paa grautur

3. Krydda með graskerskryddinu

4.  Hræra

5. Ísskápa

Við átið opnast himnarnir og rigna yfir þig ristuðum pekanhnetum svo þú getir bætt út í gumsið!

Pumpkin paa grautur

Eins og að borða pumpkin paaa!

Matarcoma!


PÚMBPKIN, skyr og chia

Grasker. Af hverju er okkur ekki skaffað meira af graskerjum?

Þó það sé ekki nema bara niðursoðið í dollu eins og þessari!

Þessa pínkulitlu sætu dollu fann móðir mín innbundna í "brauðgerðarpakka" frá Kosti.

Púmpkin

Ég rændi dollunni þó og skildi brauðgerðarefni eftir. Ég gat ekki séð af heilli dollu í viðbót í brauðbakstur því þessi dásemd virðist ekki vera til neinstaðar á Íslandinu!

meira púmpkin

Sættum okkur við að Ísland sé eyja og borðum bara kartöflur og ýsusporða!

"JÁ NEI!" Sagði kvendið og beindi vísifingri hægri handar reiðilega, en ákveðið, í átt að himinblámanum, sem í þessu tilfelli reyndist vera loftið í vinnunni hennar.

Kaninn fær þó plús í kladdann fyrir þennan gjörning og innleiðing dollugumsins á Frón væri með eindæmum jákvæð!

Dýrðina ætla ég þó að nýta vel. Púmpkin skyr í dag, púmpkin grautur á morgun og púmpkin próteinsull í nánustu framtíð. Halogen yfirstaðið og Þakkargjörð bíður álengdar. Kannski verslunareigendur landsins heiðri okkur almúgann með appelsínugulu dolludásemdinni fyrir hina há-amrísku Þakkargjörð?

Graskers pönnsur, graskers-smjör, graskers búðingur, graskers-kaffi grautur... ohhhhh!

En í morgun -> Chiaskyr með graskersmauki!

Grasker í skál, skytturnar þrjár (kanill, engifer, negull), 1 msk chia, smá vatn, salt, torani og vanilludropar hrært saman. Og svo...

Púmpkin niðursoðið

Chiapúmpkin

  1. Skyr
  2. Hræra sveip í gumsið - einstaklega mikilvægt
  3. Ísskápa
  4. Reyna að sofa - sama gamla eftirátsspennusagan á þessum bæ
  5. Vakna
  6. Hoppa frammúr
  7. Detta á leiðinni inn í eldhús (já, það var mjög... mjög vont fyrir hnéð)
  8. Taka skálina út úr ísskáp
  9. Múslía
  10. Klóra sér í hnénu
  11. Heslihnetuspæna
  12. Borða
  13. Einfalt - ekkert ves - goooott!

Púmpkin skyr með chia

Graskersskyr með chia

Chiaskyr með graskersmauki

Fuuullkominn biti gott fólk

Einnig, alltaf... ætíð.

Þegar ég hugsa um orðið grasker, þá bergmálar í höfðinu á mér "púmbpkin" og ég hugsa til þessa kokks! Alltaf!

Hann er uppáhalds!

 

Makin'a'púmbpkin pæææ! Múrk, múrk múrk!!!


Ég held ég verði þreytt í dag

Ég get svoleiðis guðsvarið fyrir það.

"Það" verandi svefnleysi og almennt brölt.

  • Vaknaði klukkan 2.
  • Kreisti saman augnlokin þar til klukkan varð 3.
  • Hjóp fram og fékk mér vatnssopa.
  • Kíkti á grautinn sem ég hafði búið til 5 tímum áður.
  • Fékk mér bita af grautnum sem ég hafði búið til 5 tímum áður.
  • Hann var góður.
  • Stökk upp í rúm og... ekkert!
  • Vöknuð!
  • Skaði!
  • Stökk frammúr klukkan 4 og útbjó Banana-hafra með kotasælu og ristuðum sólblómafræjum fyrir systur og stjúpsystur.
Bananahafrar með kotasælu og ristuðum sólblómafræjum
Bananahafrar með kotasælu og ristuðum sólblómafræjum
  • Hellti mér uppá kaffi.
  • Borðaði þennan graut!
Amarettugraturu með bláberja og kanil-balsamic sósu
  • Hann var ennþá góður þegar ég borðaði hann.
  • Aftur er ég haldin þátíðaráts leiða! 

Amaretto-hræringur með Bláberja-balsamic kanilsósu/sultu

Sovs = Frosin ber í skál + balsamic edik + vanillu/heslihnetu torani + kanill + örbylgja í spað!

Var búin að gleyma því hvað hræringar eru svaðalegar áferðaperrakveikjur. Mjúkir... svoooo mjúkir. Hægt að smyrja þeim á brauð mjúkir. Þykkur hummus mjúkir... mmmmmmjúkir.

Yin yang!

Ying yang

Hafrarnir alveg uppleystir. Finnur ekki fyrir einum... hafur... hafri!

Snemm-morguns íslenskur eru góðar íslenskur!

Mjúúkur hræringur

Karamellukenndur Amarettogrunnur og þessi bláberja-sósa. Shiiiiiii... bragðdúó extraordinaire! Ég á hálf erfitt með að hugsa um eitthvað fallegt til að segja því þetta var bara of dásamlega æðislegt.

Held að þessi grautur eigi skilið að vera settur í dýrðlingatölu.

Bláberjagumsið var svo eiginlega eins og sulta mín kæru. Sulta frekar en sósa og þið vitið að kanill og bláber lifa jafn hamingjusömu lífi og súkkulaði/jarðaber, rjómi/hrísgrjónagrautur, eggjabrauð/tómatsósa.

Bragðið. Er. Geggjað!

Sjáið þetta bara! Laaaaawd almighty!

Það hefði verið hægt að skera hann í tvennt, þrennt.... sex-nnt!

Amarettugraturu með bláberja og kanil-balsamic sósu

Aðeins nær elsku fólk... bara aðeins!

Ætli ég komist einhverntíman svo nálægt að geta myndað mólíkúl, atóm og eindir?

aaaðeins nær

Toppað með smá múslí fyrir knúst því jú, þessi grautartesi er mjúkintes og þó svo áferðaperrinn marseri við þetta át þá þarf að hugsa til kramsins.

Það er ljótt að skilja útundan.

Amarettugraturu með bláberja og kanil-balsamic sósu

HRÆRA

Ohhh... ég trúi ekki að ég sé búin að graðga þessu í andlitið á mér! *grát*

sleeeef

Kaffið mitt blessað!

halló nýji vin

Berjasósur/sultur, grautar og skyr eru komin til að vera í mínum morgunmat.

Núna er klukkan 05:40, um það bil.

Get ekki einusinni farið í ræktina strax því hún opnar ekki fyrr en eftir 10 mínútur.

Teikna, lesa, leysa eitthvert alheimsvandamál?

Ég held að fyrirsögn þessa pistils hafi rétt fyrir sér.


Berjasósa með chia fræjum, skyr og krums

Æji maður!

Gumsið var svo gott. Of gott.

Ég er hálf miður mín að þetta sé þátíðarát.

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Er því verr og meður ekki með skref fyrir skref því þetta varð eiginlega "óvart" til í gær. Ætlaði að fá mér graut en snarsnerist og sveik lit.  Ég sveik grautarlit fyrir fjálubláan berjaskyrlit!

Óóóó skömmin! Maður á samt alltaf...

...hmmm! Alltaf?

Maður á samt yfirleitt að gera það sem átvaglið segir og skrokkurinn heimtar. Í gær gargaði mitt innra villikvikindi hástöfum á nákvæmlega þessa skál af berjum, hamingju og regnbogum. Enda var átgleðin epísk með tilheyrandi tárum, fnasi og stappi.

Blá- og hindberja balsamic sósa, blönduð með chia fræjum (þarf ekki) með skyri! Guð... berjaguð og ská frændi hans Skyrmill! Svo gott á bragðið - súrsætt með balsamic sparki í bland við torani mildað skyrið.

Ooommpfh gompfh!

Næst fara chia gleðibomburnar út í skyrið og sósan fær að dúlla sér á kanntinum. Held meira að segja að ég geymi sósuna í sér skál inní kæli og helli yfir rétt fyrir át.

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Þetta var eitt... gott... ét! Það humlaði í mér á meðan ég reyndi eftir fremsta megni að borða hægt. Það reyndi meira á en stunuæfingin sem ég tók í morgun.

Ætli ég hafi ekki verið með 1/2 bolla af frosnum berjum, rúmlega. Setti út í það 2 tappa af balsamic ediki, 2 tappa af torani heslihnetu og 1 tappa af torani vanillu. Örbylgjaði svo í spað, bætti chia útí og leyfði að standa þangað til þykkt.

Þið getið líka gert sovsen ofaní potti, oná hellu, uppá stól. Jafnvel undir borði ef þið vijið og ef ykkur er illa við örbylgjurnar blessaðar.

En ég er letihrúga... kærið mig!

Blanda hamingjunni út í vantsblandað, og vanillu torani bætt, skyr ásam lúku af grófum höfrum. Rétt hræra, kanilla, ísskápa!

Verður þykkara yfir nóttina!

Toppa með muldum möndlum og smá múslí fyrir kram.

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Hamingjugleði

ÓMÆGOD?

Ekki satt?

Ef þið vissuð ekki að þið væruð með munnvatnskirtla, þá vitið þið það vonandi núna!

Fullkominn biti

Chiagleði í hámarki

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Berjasósur og skyr.

Já takk fyrir og amen eftir efninu.


Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

3K með hindberjum! KKK með hindberjum? Hmm... gleymið þessu og vinsamlegast haldið áfram lestri!

Næstum því eplakaka, næstum því piparkaka.

Karamellubragð í bland við kanilepli og piparkökufíling. Negull, engifer, súr ber, chia.

Ómægod 3!

Ómægod 303 * marzipan!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

  • 20 gr. hafrar
  • salt eftir smekk
  • 1 tappi vanilludropar
  • 2 tappar vanillu torani
  • 2 tappar heslihnetu torani
  • kanill, negull, engifer
  • 50 gr. ósætað eplamauk
  • 1/2 msk chia
  • Lítil dolla hreint skyr
  • Gomma af frosnum hindberjum
  • Ómægod3 lýsi

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

  1. Hafrar í skál ásamt vatni -> örra. Þykkt eftir smekk.
  2. Eftir örbylgjun bæta þá við salti, dropum og kryddum.
  3. Röra.
  4. Bæta eplamús og chia við og...
  5. ... röra að sjálfsögðu!
  6. Glomma skyri í skálina ásamt frosnum berjum og ómægod, rétt hræra til að blanda, toppa með muldum möndlum! Ekki hræra of mikið, hafið grautarklessur á víð og dreif! Það er gvöðdómlega karamellukennt og yndislegt fyrir áferðaperra og bragðlaukagúbba!
  7. Ísskápa 
  8. EKKI.. BORÐA... STRAX!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Ég fékk mér samt bita í gær. Kannski tvo... mjög líklega þrjá. En þeir voru 7 talsins.

BARA LITLIR... en sjö engu að síður Bandit

Getið þið álasað mér! Hmmm... haaa? Í alvöru?

Eplakökugrauturinn felur sig þarna undir

Skyrið eins og grísk jógúrt og mildar allt krydd en heldur í karamelluna, súr ber, eplakeimur, kanill og kryddspark! Verð nú samt að viðurkenna að eplamaukið + ómægod nutu sín ekki til fullnustu. Næst kem ég til með að sleppa neguldýrðinni, þó svo hún sé góð, og jafnvel bæta við kanilristuðum eplabitum í staðinn fyrir berin! Minnka skyrmagn örlítið!

En þetta var gott. Ójá. Svo gott að ég er enn að hugsa um átið! Það er alltaf jákvætt í minni bók!

Ég lýt höfði fyrir þér, ó þú almáttugi Grautarguð, og segi ekki orð meira!

Þennan iEG mun ég búa til aftur!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Nú getum við öll andað léttar! Grautardrama dagsins er hérmeð lokið!

*anda inn* *anda út*

Þó svo það sjáist kannski ekki á sönnunargögnunum hér að neðan, þá frusu fingurnir á mér næstum af við módelmyndun í morgun! Næstum... mjög nálægt því. Ég rétt náði inn, í slow motion, áður en frostbitið smokraði sér inn að beini og fingurnir héngu á bláþræði.

Sem hefði verið mjög svo truflandi fyrir sálartetrið að upplifa og sjá!

Jú... svona nú. Þið hljótið að sjá það?!?!?

Frostbit

Alveg... að detta af!

Það sem maður leggur ekki á sig fyrir fínar grautarmyndir! *hendi á enni*  

Ég held að vettlingar komi við sögu á næstu dögum. Að minnsta kosti þangað til myrkrið frekjast til að hanga á okkur til hádegis!

HREINAR NEGLUR

Svo bjó ég þennan til fyrir systur mína kæra. Banana og karamellusprengja með skyri og sólblómafræjum!

Banana karamellusprengja með sólblómafræjum

Margt er líkt með systrum. Áður en þið lesið lengra, getið þið séð hvað það er?

...

Ég varð vör við verksummerki í hennar skál þegar ég sótti gumsið mitt í morgun!

Verks-át-merki!!

Sumir hafa tekið eldra eintakið sér til fyrirmyndar og bitið í grautinn í nótt sökum át-spennings!

Verksummerki

Gott er að borða grauta... ójá!


Bleikmundur

Ég planaði þetta át í síðustu viku. Bað sérstaklega um þennan himinn 14. október.

Svo nýmóðins, hipp og kúl að borða morgunmat í stíl við veðrið... nú eða fötin þín!

Ekki grautur með hindberjum og kanil

Enn eitt skyr-hafragumsið. Ekki skyrgums, ekki hafragrautur.

Kannski það sé málið?

Kalla þetta "Ekki-grautur"! Ég held það barasta! Því gumsið inniheldur jú hafra og þeir vinna alltaf!!

Ekkigrauturinn samanstóð af 1/4 bolla höfrum, kannski 100 gr. skyri, vanillu/heslihnetu torani, kanil, tvemur lúkum af frosnum hindberjum og muldum möndlum sem fela sig í dýrðinni. Hræra graut fyrst með vatni og örra. Blanda þá út í hann bragðefnum ásamt smá salti, þá skyri og frosnum hindberjum - rétt hræra - inn í ísskáp - reyna að sofna, en það er einstaklega strembið sökum tilhlökkunarmorgunátvaglsspennings!

ekkigrautur með kanilló og hindó

Ég gat sofnað já og jú, ég komst í ræktina í morgun.

En vá hvað þessi skál var mikill guðdómur í dós... eða.. þú veist... skál! Bragð og áferðarlega séð. MMMhmmm! Ég dýrka og dái i-Ekki-Grauta og alla þeirra pervertísku áferðarhamingju!

Það er líka komið frost gott fólk. Fyrir þá sem ekki tóku eftir því. Ís-landinu tókst þetta loksins og október er hinn 19.!

Eitt klapp og hálft húrra fyrri því!

*KLAPP* +  *HÚR*

Frostgleði

Eftir 12 ár ættum við að ná því að liggja í sólbaði fram í nóvember. Get svo svarið það.

Er annars farin í morgunkaffið - mikilvægt rútínuatriði!

Ég hef farið á mis við æði margt mín kæru með þessu kaffileysi. Heitt kaffi, heitur grautur, ískaldir morgnar, kúra undir teppi og njóta.

Ahhhhh... komandi frostmánuðir... vonandi!

Kveð að sinni með fuglasöng. Við þetta vaknar átvaglið á morgnana. Fuglarnir með eindæmum kátir, eða... "Fuglarnir alveg að verða brjálaðir....". Vantar bara eitt lítið "díses" og *augnrúll* þarna í endann!


Þetta er alltsaman "löglegt"

Hvað? HVAÐ?!!? Hélstu að ég væri að tala um eitthvað krepputengt ofurpólitískt peningaþvættis partýmál?

Nei.. já nei takk!! Smákökur elsku manneskja!

Eitthvað gott, fyllandi, blindfyllandi, heilsusamlegt, gaman að bíta í.

Eitthvað sem áferðarperrinn og bragðlaukagúbbinn geta báðir sammælst um að sé hamingja í þeirra heimi.

Eitthvað sem svalar frænda sykursnúðsins en heldur predikunum íþróttaálfsins í skefjum.

Einfaldar, 5 hráefni. 7 ef þið teljið chia og krydd með.

G'daginn bitar: 15 - 20 stykki

  • 3 mjög hræðilega vel þroskaðir bananar
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk olía (ég notaði 1 msk möndlu og 1 msk valhnetu)
  • 2 bollar hafrar. Ég notaði græna, gófa, solgryn.
  • 1 bolli saxaðar döðlur (eða aðrir þurrkaðir ávextir)
Valkvæmt
  • 1 msk chiafræ (mulin hörfræ...)
  • Dass af kanil og salt eftir smekk

Hita ofn í gráður 175 norðvestur.

Saxa döðlur með handafli... þarf nú varla mikið af því svosum. Þessir hnífar myndu sneiða demanta án þess að blása úr nös!

Ef hnífar væru með nasir að sjálfsögðu.

Gæti líka verið gott að leggja döðlurnar aðeins í bleyti, heitan pott. Mýkja þær eilítið og gera karamelló.

Döðluniðurskurður

Skræla banana, einn af öðrum. Ég raðaði þeim í aldursröð.

Krumpaður, krumpaðri og herra múmía!

Múmíubananinn

gums

Stappa, með handafli, hræra döðlum smanvið ásmt vanilludropum og olíu.

Þarna smakkaði ég að sjálfsögðu og bætti saltinu út í.

gums

dass af salti

Hella svo höfrum, kanil og chia í blauta gumsið.

Hér skal röra

RÖRA

Hér bætti ég smá meira salti við. 

röringur

Setja til hliðar og geyma í 10 - 15 mínútur. Rétt til að leyfa höfrunum að bindast sáttarböndum!

geyma

Á meðan er sérlega sniðugt að útbúa sér smávegis roastbeef - spínatsalat. Bara svo þú drepist ekki úr hungri skilurðu.

salat í bígerð

Skera spínat, henda í skál. Rífa niður roastbeef, henda í skál.

Helst sömu skál en sitt sýnist hverjum.

Hræra.

Útbúa dressingu úr t.d. balsamic ediki, dijon, smá hunangi + sítrónusafa, 1/4 úr teskeið af valhnetuolíu (gefur mikið bragð, þarft ekki meira), dropi worcestershire og hella yfir gumsið.

balsamic dijon hunangsdressing

Grípa hnetur, því þú átt ekki furuhnetur eða sólblómafræ - sem hefði verið geggjað að salta/rista og strá yfir...

...EN...

...saxa hnetur í smátt og stráir yfir salatið.

blandaðar ofurhnetur

Kíkja á deigið.

geyma

Svo á salatið.

Roastbeef, spínat, dressing, hnetur, himnaríki

Aftur á deigið. Jebb, enn á sínum stað!

geyma

Borða svo salatið!

Mjöööög gott

Eftir að hafa graðgað í þig roastbeefgleðinni, þvegið þér um hendur og gengið frá öllu óþarfa dralli, skúbbar þú í nokkrar vænar hafrakúlur úr biðstofudeiginu!

Hafrakugler

Já... það er hægt að borða deigið allsbert og óbakað. Þið getið líka alveg gert ráð fyrir því að nokkrar kúlur hafi horfið upp í ginið á mér á meðan upprúllun stóð! Væri geggjað að hræra þetta svona óbakað út í skyr!

Mmmhhhh!

KUGLER - raða á spamaðan bökunarpappír sem lagður hefur verið yfir sérlega ofnskúffu og inn í ofn í 15 - 20 mínútur.

Hermenn

Og svo, til að halda höndunum uppteknum, því þú vilt ekki éta restina af deiginu, þá útbýrðu próteinstangir úr því hráefni sem eftir er á meðan gleðisprengjurnar bakast.

Amk fyrra hollið.

Smávegis hráefni eftir

Bara tvær döðlur því ég át eina! Óvart.

Hendurnar ekki byrjaðar að vinna og stundum þá vinna þær algerlega sjálfstætt.

Note to self: Þegar þú ert að matarblogga, mundu að þrífa alltaf vel undan nöglunum á þér! Og ég lofa, þetta eru deigleifar - ekki mold eða kusk eða eitthvað hræðilegt eins og hor!

ét

Stappa banana og setja í skál ásamt söxuðum döðlum og vanilludropum. Hræra saman og setja til hliðar.

afgangsbanani og döðlur

Setja 3 skúbbur prótein í skál (skiptir litlu hvurslags prótein, hreint er best) ásamt kakó, kanil, höfrum og chia.

Þið ráðið hvernig þið bragðbætið, ég treyst'ykkur!

Prótein, kakóduft, kanill, hafrar, chia

Bæta svo bananagumsi útí, hræra og fylla upp í með vatni þangað til úr verður klístrug, meðfærileg, karamellukúla. Held ég hafi sett 2 msk vatn.

Verður mjög erfitt að hræra deigið á ákveðnum tímapunkti, þannig á það að vera.

Móta og kókosa! Betra að kókosa eða hneta eða umlykja einhverju því gumsið er jú mjög klístrað!

Próteinklessa í kókoshrúgu

Klíístur

Henda svo í box og beint inn í frysti til átu seinnameir!

Hambó, konfektkúlur og próteinstykki! Svona um það bil!

Próteinstykki

Snúdda sér svo aftur að G'daginn bitunum, eftir bakstur, og módelast svolítið með þá!

G'daginn biti

Þú ert köttur.... api... sólstóll!

Mmmmm hmmm Hafra og bananabiti

Djúsí að innan

Nota bene mín kæru. Bananahafrakökugums sem þetta verða aldrei nokkurntíman eins og knúsaðar kramkökur. Þær eru mjúkar að utan sem innan. Þessar eru reyndar "djúsí" að innan sem er geggjað og bragðið er æði! Chia eru gleðibombur!

Morgunverðarsmákökur

Þið getið svo að sjálfsögðu bætt út í deigið hnetum, öðru kryddi, Néscafi.... ég treyst'ykkur... aftur!

Allt er þegar þrennt er og þetta tók mig 40 mínútur frá byrjun til enda.

Ég var hinsvegar 1,5 klukkustund að henda þessum pistli inn! Magnað.

Þið megið svo geta einusinni hvað ég er að fá mér í morgunmat núna!

Verði mér að góðu

Ég lýg ekki - þetta er eins og að borða karamellu!

Yfir og út!


Október er hálfnaður

Vissuð þið það?

Hvernig í ósköpunum stendur á þessum hamagangi í tímanum? Maður má ekki snúdda sér í einn hring, t.d. þegar maður er að leita að sokkunum sínum á morgnana, án þess að fá eina auka hrukku í ennið og grátt hár aftast í hnakkann!

Sem er að sjálfsögðu bara ofursvalt og æðislegt! Takið hrukkum og gráum hárum með gleði í hjarta og söng í hægri handlegg mín kæru - það er ekkert nema glæzt að eldast með reisn!

Jahá! Veit ekkert hvaðan þessi munnræpa kom!!

Er annars að drekka þetta Te núna. Fyrir aftan hvílir fyrrverandi morgunkaffið mitt. Yogi uppáhalds ofurte. Þetta kallast víst Womans Energy. Finn svoleiðis algerlega hvernig.. þú veist... orkan og allt það... gæti lyft heilum fíl!

Yogismogi og morgunkaffið

Morgunbrennsla átti sér einnig staði í... morgun... væntanlega.

Ég er ekki ein af þeim sem elskar það heitar en súkkulaði að rækta mig. Ég þarf að hafa fyrir þessu. Ef ég hreyfði mig ekki væri ég líklegast 10003 kíló. Ég þarf svo sannarlega ekki að hafa fyrir því! En áhrifin og árangurinn sem hreyfingin skilar mér er eitthvað sem ég sækist eftir. Það, að finnast ég vera sterk, fær um að gera það sem mig langar til að gera og hraust, lætur mér líða vel, og ég verð ægilega góð með sjálfa mig, líður vel í eigin skinni. Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Að því sögðu þá urðu tímamót í ræktarmálum í morgun! TÍMAMÓT!

Eftir þriggja vikna hamagang og vesen, skyndilegar dýfingar og dettur, tókst mér loksins að taka hnébeygju á einari, á báðum! Yessörrí takk fyrir góðan daginn Hermann!

Vinstri skakklöpp er töluverst sterkari en sú hægri, get dýft mér í tvígang á þeirri vinstri, eingang á þeirri hægri með smá aðstoð í seinna skiptið. Ætla að vinna þetta upp og svoleiðis taka Orm Einfætta á þetta um jólin. Stefni á 10 hvorum megin. Allt í jafnvæginu elsku bestu... allt í jafnvæginu!

Að því sögðu þá er þetta næsta tilhlökkunarofurefni! ÓMÆGOD! Get ekki beðið...

...og já! Við vinirnir vílum það ekkert fyrir okkur að hrinda ungviði frá til að ná bestu sætunum í bíó! Ég og Erna höfum þegar sett okkur í stellingar.

Að því sögðu þá er óþarfi að skíta út matardiska þegar skammtur af skyri er eftir í dollunni! Fyrir utan það hversu gaman það er að gúmsla öllu saman ofan í dósinni og ég tala nú ekki um að borða upp úr henni!!!

Eins með næstum því tómar hnetusmjörskrukkur og koma grautnum fallega fyrir ofan í þeim! *himnaríki*

Chiaskyrgleði

chiaskyr með blá- og hindberjum

Muna bara að nota nógu langa skeið svo skyrfingur eigi sér ekki stað.

Eigi skyrfingur sér stað þá er mjög líklegt að skyrpeysa, skyraugabrún eða skyrrass láti á sér kræla. Hvað ef þú færð ofsakláða í hægri rasskinn áður en þú kemst í að þvo á þér puttana?

Er annars alveg að fara að láta af þessum endalausu morgunmatspistlum. Kvöldin eru bara svo geyplega þéttsetin að annað eins hefur ekki átt sér stað í mörgþúsund milljón sekúndur!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband